Vísir - 11.06.1966, Blaðsíða 6

Vísir - 11.06.1966, Blaðsíða 6
VlSIR • Laugardagur n. jum íuoo. \ Stórstúkissi — Framh. af bls 9 að sýna í verki, að hún eigi hann skíllð. y jt-ins og gefur að skiija hefur mjög mismikið fjör verið í starf semi Reglunnar á þessum langa tíma, síðan hún var stofnuð. Það hafa gengið yfir hana deyfð artímabil, en mikill kraftur verið f starfinu á milli. Mikill tímamunur hefur verið á þvi, hvem hljómgrunn Reglan hefur fengið hjá almenningi í landinu. Liggja til þess margar orsakir, og sumar kannski ekki á yfir- borðinu. Skal ekki farið nánar út f það hér. Framtíðarverkefnin Þau eru mörg verkefnin, sem bíða bindindismanna á ísiandi. Víða þarf að taka til hendi. Og til þess þarf fólk, ólatt fólk, öt- ult fólk. Þær þrjár þúsundir manna, sem nú em félags- bundnar í undirstúkunum, stúk- um fullorðinna, eru ekki nægur liðskostur til alls þess, sem gera þarf. Reglunni er brýn þörf á liðsauka. Væri ég að því spurður, hvaða verkefni f bindindismálunum væri mest þörf að leysa, mundi ég svara: Það er að breyta hugs- unarhætti almennings, gera hann bindindissaman. Það þarf að opna augu fólks fyrir þvf, að bindindissamur maður er betur farinn en hinn, sem iðkar áfengisneyzlu, að bindindissöm þjóð stendur traustari fótum og er farsælli en hún væri, ef allt flyti hjá henni í vfni. Það þarf jafnframt að fá menn til að skilja það, að áfengisneyzla er ekki einkamál áfengisneytand- ms, eins og systir stórkapelán y’ék svo skýrlega að fyrir skömmu. Það þarf líka að fá menn til að skilja, að þjóðin verður þVT' aðeins bindindis- söm þjóð, að meiri hluti — helzt mikill meiri hluti — þjóð- félagsþegnanna sé bindindis- samur og sýni það í orði og þó einkum í verki. Þetta er það, sem mest á rfður. Það er af- staða einstaklingsins til áfengis- neyzlu og bindindis; það er skilningur einstaklingsins á því, að persónuleg afstaða hans hef- ur þjóðfélagslega þýðingu, að hann er meðábyrgur fyrir á- standinu í landinu, fyrir al- menningsálitinu, fyrir hugsun- arhætti þjóðarinnar. Félagar Reglunnar á Islandi geta ekki gefið þjóð sinni betri gjöf á þessu afmælisári en að reyna af fremsta megni að efia bindindissaman hugsunarhátt almennings. Og Stórstúkunni getur enginn gefið betri afmæl- isgjöf en þá, að hann taki sjálf- ur virkan þátt í að efla þennan hugsunarhátt. Hann þarf ekki endilega að vera félagi f Regl- unni. Hann þarf ekki einu sinni að vera í neinum bindindissam- tökum. En hann verður að vera bindindismaður sjálfur, bind- indismaður f orði, en um fram allt bindindismaður f verki. Þetta er liðsbón Reglunnar til íslenzku þjóðarinnar á 80 ára afmælinu. Þetta er liðsbón henn ar til sérhvers einstaklings. Bræðslusíld — Framh. af bls. 4 er löndunartöf fyrir hendi á Rauf- arhöfn. Skal þriggja manna umsjónar- nefnd, sem skipuð er einum full- trúa frá Sfldarverksmiðjum ríkisins og öðrum frá Síldarverksmiðjusam tökum Austur- og Norðurlands og hinum þriðja kosnum af fulltrúum seljenda f Verðlagsráði sjávarút- | vegsins, skera úr um það með til- | vísun til framangreinds tilgangs sjóðsins, hvort og hvenær svo kann að vera ástatt að nauðsynlegt sé að greiða fé úr sjóðnum til veiðiskip- anna til þess að hvetja til bræðslu- ; síldarflutninga til fjarliggjandi verk smiðja f því skyni að bjarga verð- mætum og bæta afgreiðsluskilyröi sfldveiðiflotans. Gjald það, sem greitt verður úr sjóðnum, ef til kemur, skal nema kr. 0.10 á hvert kg. bræðslusíldar, sem flutt er til fjarliggjandi verk- smiðja í sfldveiðiskipunum samkv. heimild umsjónamefndarinnar en auk þess greiða þær verksmiðjur, sem veita þessari bræðslusfld mót- töku, kr. 0.07 á sfld þessa og verða þannig greiddar 'kr. 0.17 alls í flutningsgjald á hvert kfló um- ræddrar bræðslusíldar. Kostnaður við störf mnsjónar- nefndarinnar skal í vertíðarlok greiðast af flutningssjóðnum, ef fé er fyrir hendi f honum, annars skal kostnaðurinn greiðast hlutfallslega miðað við flutningsmagn af Sfldar- verksmiðjum ríkisins og Síldarverk smiðjusamtökum Austur- og Norð- urlands. Verði eftir meira fé í sjóðnum en kr. 500.000.00, þegar síldarver- tfðinni lýkur og kröfur samkvæmt framangreindu hafa verið greiddar, skal það fé er umfram er kr. 500.000.00 greitt til síldveiðiskip- anna í réttu hlutfalli við kflófjölda bræðslusíldar, sem veiðiskipanna í réttu hlutfalli við kflóafjölda bræðslusíldar, sem þau hafa hvert um sig landað á verðlagssvæðinu á sumarvertfð 1966. Umsjónamefndin ákveður um framkvæmd á framlögum til sjóðs- ins og móttöku á þeim og fyrir- komulag á greiðslum úr honum sam kvæmt framanrituðu, og gera skal hún reikningsskil svo fljótt sem kostur er, og sendi hún eintak þeirra reikningsskila til verk- smiðjanna á verðlagssvæðinu, svo og til Verðlagsráðs sjávarútvegs- ins.“ Bækur — Framh. af bls 16. kring’.a fyrir fimm bæKur og Skálholt h.f. fy~r fjórar. Fyrir ári síðan ákvað FéJag fslenzkra teikn ira að standa fyrir sýningu á bezt gerðu bók- um ársins 1965 i þeira tiigangi aö stuðla að bættri bókagerð og sagði stjóm félagsins á fundi með fréttamönn i.n í gær, að ef sýning þessi fengi gööan nljóm gmnn væri ætl mra að endur- Lútið veffja stýrishjól bifreiður yður með plusteffni Heitt á vetrum, svalt á sumrum, Svitar ekki hendur. Mjög fallegt og endingargott. Mikið litaúrval. 10 ára ábyrgð. Spyrjið viðskiptavini okkar. Uppl. í síma 34554 (Allan daginn). Er á vinnustað i Hæðargarði 20 ERNST ZIEBERT. UfSSSÍ taka slíka sýni.iga árlega. Ef aðrir aðilar óskuðu eftir að fá að standa að slfkri sýningu með félaginu, t.d. bóicasöfn væri slfk samvinna sjálfsögö. Annað hvort ár væri haldin sýning á Nordisk bokkunst og hefði ís- landi þegar verið boðin aðild að slíkri sýningu þar sem sýndar em bezt gerðu bækur ársins á Norðurlöndum. Strax þegar ákveð:ð var að efna til sýningarinnar sýndu h;n ýmsu fagfélög mikinn áhuga á þessu máli og tiln jfodu fui'.trúa í dómnefnd, sem fjalla skyldi um ytri gæöi bókanna og veita þeim umsögn. Auglý-.ti télagið eftir innsendingu bóka og bí.r- ust allmargar baekur frá útgef- endum þó ekki d'lum. Áskiídi dómnefnd sér rétt til að taka til dóms bækur, án þess að þær hafi verið innsendar svo fremi að þær féllu unVr skiimála. Rétt til þátttöku höf61 allar þær bækur, sem gerðar em af íslenzkum rfkisbcrgururn á ári hverju og útgefnar voru á þvf ári ekki skipti máli þótt höfundur væri erlendur. Umsagnir fengu einungis vark sem vom að öllu leyti unnin hér á landi. Dómnefndina skipuðu: Kurt Zier, Hafsteinn G jðmundsson, Oliver Steinn Jóha.uesson, Stef án Ögmundsson, Magnús C. Magnússon, Bjöm 7h. Björnsson Ástmar Ólafsson, Jóhannes Jó- hannesson og Regina Braga- dóttir. S.Í.B.S. — Framh. af bls 16. ing þjóða er metin, séu lífskjör hinna sjúku gerð á mælikvarða. — SÍBS hefur ekki enn náð sfnu mark miði, en við bíðum eftir miskunn- sama Samverjanum, lauk Þórður ræðu sinni. Gísli Jónsson, fyrrv. alþing'S- maður og heiðursfélagi SÍBS, stóð þvf næst upp og lýsti þvf yfir að hann gæfi höfundalaun og fram- seldi öllum höfundarrétti bókar, er hann hefur lokið við að skrifa, í minningarsjóð um látna eiginkonu sína, Hlfn Þorsteinsdóttur, sem var mikill aðoáandi SIBS og v* itkona að Reykjalundi um hrfð. Bókin fjall ar um sögu og lff foreldra Gísla, en hún er jafnframt saga þjóðarinn ar á tfmabilinu frá 1800-1928, þegar seinna foreldrið lézt. Heilbrigðismálaráðherra, Jó- hann Hafstein, ávarpaði þin-»he‘-n og minntist á hið merka starf, sem sambandið hefði staðið fyrir. Það væri reyndar engin þörf á að minna á það, þvi oaö væri alþjóð kunnugt. Þegar störf SÍBS eru met in mætti þá ekki gieyma þvf, að ekki væri nóg að ’fta á það sem hægt væri að þreifa á, heldur bæri einnig að meta þann anda sem samtökin hafa gróðu ‘tc meðal þjóðarinnar með sta.fi sínu. Það, sem m.a. liggur fyrit þessu þingi, er aö fá samþvkkt inn f regiu gerð, að aðrir en siuk. ngar ireð sjúkdóma í brjóstholi geti fengið vist á hælum SÍBS. Það hefur vtr- iö þannig í reynd undanfarm ár, en hefur ekki verið fært in.i f rtgiu- gerðina. Af vistmönnum á hælunum þrem ur, Reykjalundi, Vífilistöði'n og Kristneshæli, eru nú t.d ekki nema um þriðjungur hnrkjasjúklingar. Þannig var stærsti fcópur örorku sjúklinga, sem innrir.uöust 1964 og 1965, 81 sjúklingur með vefræna sjúkdóma, en aðeins 27 með berklaveiki. Með bæklantr (eftir slys, meðfæddar o.fl.) voru 43, gigt arsjúkdóma 38, hjar:a- og æöasjúk- dóma 36, geösjúkdóma 65 og vegna annarra sjúkdóma 41. Annað mál, sem lagt varður fyrír þingið, er að fá samþykd pess að leggja til við hið opiabera að reisa vinnustofur við Kristnethælið m.a vegna þíss, að húsrými það, sem hið opinbera lagöi f vran istotur hef ur nú verið tekið imdir sjúkrastofur Meðlimir í SÍBS eru nú um 1700 fyrir utan styrktarraeð'.imi. Kennslutæki — Frh. af bls. 16. kennslu og grasafræðikennsiu og síð ast en ekki sfzt eru bæði kort og likön af mannslfkamanum og hin um einstöku hlutum hans. Kennslutækin á sýning mni eru frá A.J. Nystrom, elzta fyrlrtæKi Bandaríkjanna sem fæst vi5 gerö kennslutækja og er það fyrirtæki Áma Ólafssonar sem stendur að sýningunni. sumarbúðir Aðsókn að sumarbúðum kirkj- unnar hefur verið gt^óilega mikil £ sumar, eins og undanfarin ár, og hefur ekki verið hægt að taka á móti öllum umsóknum, jafnvel þó kirkjan sé með sumarbúðir á fleiri stöðum nú en nokkm sinni fyrr. Það hefur því orðið að ráði, að fá einn staðinn enn, Sælingsdalslaug í Dalasýslu, og reka þar sumar- búðir f sumar tfl að reyna að bæta úr hinni brýnu þörf. Það er gert ráð fyrir fjórum flokkum, og verður sá fyrsti 1.—14 júlf fyrir 7 og 8 ára stúlkur og drengi, sá næsti frá 16.—30. júli fyrir sama aldursflokk. Þar næst flokkur 2.—16. ágúst fyrir stúlkur 9—11 ára, og að lokum flokkur frá 17.—31. ágúst fyrir drengi 9—11 ára. Dvalarkostnaður er kr. 120.00 á dag, og umsóknum verður veitt móttaka hjá æskulýðsfulltrúa við biskupsembættið á Klapparstfg 27 næstkomandi þriðjudag og mið- vikudag 14.—15. júnf. rfYNIINGARSALAN >f SKÓLAVÖRDUSTÍG 3 >f RÝMINGARSALAN STÓRKOSTLEG VERDLÆK'IUN GJAFAVÖRUR - SNYRTIVÖRUR, - SOKKAR I ÚRVALI Aðeins fóír dngnr eftir RÝMINGARSALAN >f SKÓLAVÖRDUSTlG 3 >f RÝMINGAPSALAN

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.