Vísir - 11.06.1966, Page 7

Vísir - 11.06.1966, Page 7
V1SIR . Laugardagur 11. júnf 1966. 7 150 reykvískar húsmæður í orlof á Snæfellsnes i I I í iítfð inn á skrifstofu Orlofs- nefndor húsmæðra í Reykjavík Oriofsnefndir húsmæöra um allt tand vinna nú af kappi að undirbúningi orlofsdvalar hús- mæðra og f Reykjavík hefur or- lofsnefnÆn opnaö skrifstofu aö Aðalstræti 4, þar sem tekiö er á móti umsóknum um orlofs- dvöl reykvískra húsmæðra. — Kvennasíðan leit inn á skrif- stofuna um daginn til aö for- vitnast svolítið um starf orlofs- nefndarinnar og skipulagningu orlofsdvalarinnar. Forstöðukona skrifstofunnar og jafnframt formaður orlofs- nefndarinnar er frú Herdís Ás- geirsdóttir, en með henni á skrif stofunni var frú Steinunn Finn- bogadóttir gjaldkeri nefndarinn- ar. Þær höfðu í nógu að snúast, því að stöðugur straumur var af konum, sem voru að sækja um orlofsdvöl. — Það hefur aldrei borizt jafnmikið af umsóknum og nú, sðgðu þær Herdís og Stein- unn, bæði frá konum, sem ver ið hafa áður og konum sem fara nú f fyrsta skipti. — Verður hægt aö veröa við óskum þeirra allra? — Viö miöum við að þær sem ekki hafa farið áöur komist nú, en síðan veröa teknar konur sem notiö hafa orlofsdvalar fyrr eft ir því sem tök verða á. 10 dagar á Snæfellsnesi — Hvar verður orlofsdvölin í ár? — Orlofsdvölin verður aö Laugagerðisskóla á Snæfellsnesi og orlofsnefndin í Reykjavfk hef ur tekið hann á leigu í sumar í samvinnu við orlofsnefndir i Gullbringu- og Kjósarsýslu, Kópavogi og Keflavík. VH5 frá Reykjavík förum meö þrjá hópa meö 45-50 konur í hverjum. Fer fyrsti hópurinn 1. júlí. Þarna er dvaiizt í 10 daga og eru konurn ar þarna eins og á hóteli og njóta aigerrar hvíldar. Þama eru aðstæður allar mjög góðar og sundlaug er á staðnum. Á kvöldin verða kvöldvöknr meö skemmtiatriðum, upplestri og fleiru og meðan á dvölinni stendur gefst konum kostur á að Herdís Ásgeirsdóttir og Steinunn Finnbogadóttir á skrifstofu Oriofsnefndar húsmæðra i Reykjavfk. fara í hringferö um Snæfells- nes, sem er einhver fegursti hluti landsins. Það er stefnt að því aö orlofsdvölin sé konum bæði hvíld og gleöigjafi, enda hefur raunin orðiö sú undanfar- in ár. — Hvað er langt síöan rey.k- Hárgreiðsla helgarinnar Þessi hárgreiðsla er tilvaHn fyrir þær sem vilja hafa eimis- topp greiddan út í aðra hliðima. Hárið er burstað upp í vöngun- um og er það gott fyrir þær með mjóleita andlitið. Hárið er stutt í hnakkanum og er það vafið upp á „clips“. vískar konur áttu fyrst kost á orlofsdvöi? — Orlofslögin gengu í gHdi árið 1960 og sumarið 1961 dvald ist fyrsti hópurinn, 47 konur á Laugarvatni undir forystu for- manns nefndarinnar. Næstu 2 árin fóru 3 hópar hvort ár og dvöldust emnig að Laugarvatni, ’63 og ’64 var verið I HiíöardaLs- skóla og I fyrra í Sælingsdals- laug í Dalasýslu. Samvinna orlofsnefnda — Hvemig er framkvæmd orlofslaganna í stuttu máli? — Orlofsnefndimar, sem kosn ar eru á hverju svæði og í Reykjavík af Bandalagi kvenna, sjá um að koma orlofsfögunum í framkvæmd og fá til ráðstöf- unar það fé sem riki, bæir, sýslur og sveitafélög leggja til sem orlofsiaun til húsmæðra. Það ríður á að því fé sé sem bezt varið og þvl er allt starf orlofsnefnda sjálfboðaliösvinna og reynt er að skipuleggja or- lofsdvalimar þannig aö þær verði sem kostnaöarminnstar og þar með hægt aö gefa fleiri kon- um kost á oriofsdvö]. Orlofs- nefnd húsmæöra í Reykjavík hefur því tekið Laugagerðisskóla :í leigu í samvinnu við fyrmefnd ar orlofsnefndir og ráðið þang- að ráðskonu, Aðalheiði Sigur- geirsdóttur húsmEeðrakennara. svo og starfsfóik. — Hvemig er með húsmæður greiða þær ekki eitthvað sjáLf- ar? — Konumar greiða sjálfar far arkostnað. — Þær konur, sem komnar eru á ellilaun og hafa ekki aðr- ar tekjur greiða ekkert nema þær óski sjáifar, en konur sem hafa fullt orlofsfé en eru þó ekk fyrirvinna greiða allt að fuHu orlofi. Vegna þess, að framlag rikis, bæja og sveitafélaga hefur ekki hækkað í samræmi við ai- mennt verðlag í iandinu ætlum við að gera tilraun með 500 kr. grunngreiðslu svc að þeim feon- um sem njóta dvalar þurfi ekki að orðið fleiri en þurfi ekki að fækka. Orlofsnefndin hefur ann ars samkvæmt .Lögum leyfi til þess að víkja frá þessu eftir þvf sem aðstæður kvenna krefjast. — Á hvaða aldri eru konurn- ar sem fá oriofsdvöl? —Þaö eru allar konur vel- komnar, 18 ára og eldri. Við höf um mikinn áhuga á að ná meira til ungu húsmæöranna sem eru með böm, ef þær hefðu einhver tök á að koma bömun- um fyrir og njóta hinnar góðu hvíldar sem orlofsdvölin veitir. Stjórn Orlofsnefndar hús- mæöra í Reykjavík skipa auk Herdísar og Steinunnar Hallfriður Jónasdóttir, sem er ritari og meðstjómendur eru Ólöf Sig- urðardóttir, Sólveig Jóhanns- dóttir og Kristín Sigurðardóttir Formaður nefndarinnar bað að lokum fyrir beztu þakkir til allra þeirra sem styrkt heföu or lofsmálið í framkvæmd meö starfi og framlögum. Auglýsingadeild Wísis er flutt í ÞINGHOLTSSTRÆTI 1 Hér er hárið örlítið síðara i vöngunum en hnakkanum. Til þess að hægt sé að greiða hárið svona þarf það helzt að vera nokkuð þykkt. Frá miðju hvirf ilsins er hárið undið upp á allstórar rúllur og síðan — teikningin og myndSn sýna ár- angurinn. 1 1 SÍMAR: 15610 15099 11663 l 1 1

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.