Vísir - 11.06.1966, Síða 8
s
VISIR
Utgefandi: BlaOaOtgaiaD VISIR
Ritstjöri: Gunnar G. Schraœ
Aðstoðarritstjóri: Axel ThorSteinson
Préttastjðrar JOnas Kristjánsson
Þorsteinn ó Thorarensen
Auglýsingastj.: Halldór Jónsson
Auglýsingan Þingholtsstrseti 1
Afgreiðsla: Túngötu 7
Rltstjóm: Laugavegi 178. Simi 11660 fS bnttr)
Askriftargjald: kr. 90,00 á mánuði tnnanland*
1 lausasðlu kr. 7,00 eintakið
Prentsmiðja Vtsls — Edda h.f
Meinlaus skemmtun
Svo er helzt að skilja á Tímanum og Þjóðviljanum,
að Sjálfstæðisflokknum hafi í bæjar- og sveitar
stjómarkosningunum síðustu verið greitt svo þungt
högg, að hann bíði þess aldrei bætur, Stjómarandstöð
ufini er að sjálfsögðu ekki of gott að lifa í þessum
óskadraumi, þangað til hún kemst að raun um, að
hann er blekking. Þetta gæti td. verið leiðtogum
Framsóknarflokksins nokkur huggun í raunum þeirra
yfir því, hve langt er orðið síðan þeir hafi fengið að
sitja í ráðherrastólum og kommúnistum til hugarlétt-
is stund og stund x áhyggjum þeirra út af sundrung-
inni, sem ríkir í þeirra herbúðum.
Það er engin ný bóla, að flokkar, sem lengi hafa
farið með völd, missi eitthvert fylgi um stundarsakir.
Einhver hluti flokksmanna er alltaf óánægður með
eitthvað í stjórnarfarinu, sem þeim finnst sérstaklega
bitna á sér. Þar með er ekki sagt að þeir sömu menn
vildu stjórn annarra flokka, og flestir þeirra mundu
í alþingiskosningum greiða sínum flokki atkvæði. Úr
slit sveitarstj^rnarkosninga eru ekki alltaf rétt bend-
ing um hvemig fara muni í þingkösningum. Það er
því of Snemmt fyrir , stjórnarandstæöinga að spá
nokkru um úrslit þingkosninganna næsta ár, þótt eng
inn geti bannað þeim að skemmta sér við slíka spá-
dóma, ef þeir vilja.
Jafnframt því sem þessir menn eru sífellt að tala
um ósigur Sjálfstæðisflokksins, metast þeir látlaust
um það, hvor flokkurinn, Framsókn eða kommúnist
ar, hafi í raun og veru sigrað. Og ekki vantar tölurnar
og útreikningana á báðar hliðar, máli þeirra til sönn-
unar. Um þetta mega þeir vitaskuld rífast eins og
þeir vilja, og miða ýmist við tölumar úr bæjar- og
sveitarstjórnarkosningunum 1962 eða alþingiskosn-
ingunum 1963, eftir því hvort betur þykir henta í
það og það skiptið.
En sannleikurinn er sá, að hvorugur flokkurinn
vann eins mikið á og blöð þeirra vilja vera láta. Þeg-
ar reiknað er með atkvæðum þjóðvarnarmanna frá
1962, standa kommúnistar í stað og tæplega það, þeg
ar á heildina er litið, enda er Frjáls þjóð ómyrk í máli
um að kommúnistar eigi það eingöngu þjóðvamar-
mönnum að þakka, að ekki varð fylgishrun hjá þeim
í þessum kosningum. En hvað sem því líður, hafa
kommúnistar af engu að státa. Þeirra tími er liðinn.
Þeir bæta ekki við sig fylgi hér éftir.
Framsóknarmenn ættu líka að gæta meira hófs í
sigurgorti sínu. Þeir töluðu svo digurbarkalega fyrir
kosningarnar um væntanlegan stórsigur sinn í Reykja
vík að úrslitin hljóta að hafa brðið þeim sár vonbrigði
Þeir þóttust vissir um að fá þrjá menn kjöma, og
hinir bjartsýnustu gerðu sér vonir um fjóra! Þeirra
sókn í höfuðstaðnum er stöðvuð.
VlSIR . Laugardagur 11. júní 1966.
Böndabærinn elns og hús f Hlíðunum.
r
/
w
frá kl. 2-8 út helgina og lengur,
ef nægileg aðsókn verður.
Á sýningunni eru teikningar,
keramik og mosaikmyndir unn
ar af bömunum, sem eru á
aldrinum 7-12 ára. alls um 30
talsins.
1 vetur voru þrjú námskeið
haldin í bamadeildinni og skipt
ust bömin þannig niöur í deild
imar að 15 voru í hverri deild.
Fyrir áramót var haldið nám-
skeið í teikningu og eftir ára-
mót hófst annað tveggja mán-
aöa námskeið í teikningu. í
— Litið inn á sýningu 7-12 ára barna
i Myndlistarskólanum
'V7'ið þurftum aó vera á harða-
T hlaupum til þess að hafa viö
krökkunum og brenndum á
hverri nóttu, segir Ragnar
Kjartansson, skólastjóri Mynd-
listarskólans við Freyjugötu
um leið og hann virðir fyrir sér
stóra mosaikmynd af örkinni
hans Nóa, sem blasir við, þegar
komið er upp í salinn á efri
hæðinni í Ásmundarsaí.
þessu og mikiö þolinmæðis-
verk að raða mosaikinni niður
bætir Magnús Pálsson kennari
Bamadeildar Myndlistarskól-
ans við, það sætti furðu hvað
bömin vom dugleg við þetta.
Fréttamenn voru staddir í Ás
mundarsal fyrir helgina en í
,dag á að opna þar sýningu á
þeim verkum, sem nemendur í
báfnadeild skólans hafa unnið
örkin hans Nóa.
■
.
Teikningar og keramlk á sýningunni