Vísir - 21.06.1966, Blaðsíða 1

Vísir - 21.06.1966, Blaðsíða 1
CLDUR I SKIPI Eldur brauzt út í einni lest danska flutningaskipsins Bett Ann í nótt, þar sem það lá við Grandagarð og var slökkviliðið kallað á vettvang um kl. 1. Fljótlega gekk að slökkva eldinn sem aðeins var í einni lest. i lestinni var blönduð vara, m.a. leikföng og netabalar, en elds- upptök eru ókunn. Benda má á það, að sjálfsíkveikja getur átt sér stað í netum (varla þó í næl on-netum), ef þau blotna og hitn ar í þeim. Bett Ann er hér á vegum Haf- skip h.f. TEMPLARAHÖLLIN oanuB Hagtrygging og FÍB flytja fyrst inn Templarahöllin séð frá horni Barónsstígs og Eiriksgötu. Verið er að slá mótunom frá. Beðið eftir síld í salt Veidisvædin of langt undan landi Veiði var ssemiieg i gærkvöldi á miðunum eystra. En litið hef- ur gerzt í nótt. Na kaldi var á miðunum £ gær en fer batnandi og er orðinn hægur andvari sunnan til. Hins vegar er hvasst á miðunum norður undan Jan Mayen, en þar fann Ægir síld um daginn, 285 mtlur frá Rauf- arhöfn. Sfldin veiddist 120 mfi- ur A og 110 mílur SA að A frá Langanesi. Hún er fremur iila fatiin til söltunar eftir svo langan flutning tii lands. Litið í salt. Hvergi mun hafa verið salt- að neitt enn þá nema á Raufar- höfn og þar átti að reyna að salta eitthvað af afla tveggja báta, Helgu og Sæúlfs, sem von var á inn þangað í dag. Á Seyðisfirði er nú unnið að uppskipun á tunnum úr Mæli- felli og salti úr dönsku skipi, en ekki þykir tækt að byrja sölt un fyrr en sildin þokast nær landi. Minnst 50 norsk sildarskip. Framh. á bls. 6. Næsta laugardag opna Hag- trygging og F.l.B. starfsemi sfna i nýju húsnæði í Tempterahöll- inni á Skólavöröuholti. Verða þessi fyrirtæki þau einu, sem aðstöðu fá í húsinu utan Stór stúku Islands en búast má við að brátt verði Tempiarahöliin atbúin til notkunar. Hagtrygg- ing og F. 1. B. fá þriðju hæð hússms til sinna afnota en hæð in er um 380 ferm. Stórbatnar þar með öH aðstaða þessari að- ila, sem hafa búið við þröng húsakynni fram að þessu. Byrjað er að innrétta aðra hluta Templarahallarinnar, sem Stórstúkan mun nota undir starf semi sína. Drengur drukknar Það sviplega slys vildi til á Siglu firði að kvöldi hins 16. júní að 6 ára gamall drengur, Gunnar Hans son, féíl af bryggjunni og £ sjóinn og drukknaði. Gunnar heitinn hafði verið einn á reiðhjóli frammi á bryggjunni að leika sér og fallið i sjóinn. Drengsins varð fljótlega saknað og hafin leit að honum og fannst hann skömmu síðar í sjón- um. Allar björgunartilraunir reynd- ust árangurslausar. Gunnar heitinn var sonur hjónanna Emu Gestsdótt ur og Hans Þorvaidssonar að Tún götu 8 Siglufirði. SlökkvJIiðið að starfi í nótt. Varan var að miklu leyti fjariægð úr lestinni. Lendingarleyfi Loftleiða: EKKIKOMNAR NEINAR KRÖFUR FRÁ SAS-LÖNDUNUM Eins og kunnugt er af fréttum hafa Loftleiðir hf. faríð fram á lendingarleyfi fyrir flugvélar sín ar af gerðinni RR-400 i SAS iöndunum, þ.e. Danmörku, Nor- egi og Svíþjóð. Núverandi loft- ferðasamningar Islands viö þessi lönd gera ekki ráð fyrir notkun slikra fiugvéla á flug lciðum til og frá þessum lönd- um, en véiar þessar taka tæp- Iega 200 farþega á móti 85 sem Cioudmaster flugvélamar taka Framh. á bls. 6. ÁREKSTRAR Árekstrar urðu með mesta móti í góða veðrinu £ gær eða 9 alls. Alvarlegastur varð árekstur á mót um Háaleitisbrautar og Miklubraut ar rétt fyrir hádegi en þar lentu 3 bifreiðir saman. Ein bifreiðanna R-16418 er talin gjörónýt. Stjóm- andi hennar slasaðist og var fluttur á Slysavarðstofuna. Slys á mönnum varð ekki í öðrum árekstrum, en töluverðar skemmdir á bifreiðum. Góða veðrið virðist hafa hvatt menn til þess að aka hratt. 1 það minnsta voru óvenjulega margir teknir fvrir of hraðan akstur. Setning Prestastefnunnar i Dómkirkjunni í morgun, Prestastefnan hófst í ntorgun: Miklar umræður um skipan prestakalla ? Búast má vlð miklum umræðum á Prestastefnunni, sem hófst 1 morgun með guðsþjónustu 1 Dóm- kirkjunni og með því að minnzt var aldarafmælis dr. Jóns Helga- sonar biskups, sem er £ dag. Síðdegis í dag eða kl. 16 verður tekið íyrir aðalmál Prestastefnunn ar, frumvarp nefndar, sem skipuð var til áð gera tiliögur um endur skoðun á prestaköllum og skipu- lagningu þeirra um landið. Flytja framsöguerindi þeir séra Ingólfur Ástmarsson, biskupsritari og séra Sigurður Haukdal, Bergþórshvoli Framh. á bls. 6.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.