Vísir - 21.06.1966, Blaðsíða 11

Vísir - 21.06.1966, Blaðsíða 11
I SÍÐAN Ascot'veöreiðamar eru einn merkasti atburðurinn í „sam- kvæmislífi‘‘ í Bretlandi í dag, ekki síður en á dögum hennar Elísu litlu Doolittle, öðru nafni My Fair Lady. ÞangaS streymir allt heldra fólk Bretlands, með nafnbæturnar drottning, prins- sessur, prinsar, hertogar, lá- varðar og guð má vita hvað, en eins og allir vita em Ascor- veðreiðamar fyrst og fremst samkoma, þar sem fólk kemur tll að sýna sig og sjá aðra. Það em ekki aðeins Bretar sem heiðra veðhlaupahestana með nærveru sinni, heldur kepp ist heldra fólkið á meginlandinu um að koma og taka þátt í „sýningunni". Þær báru ailar barðastóra hatta, Grace furstafrú, drottningarmóðir, Margrét prinsessa og EUsabet drottning. Viö hlið furstafrúarinnar situr Rainer fursti en maðurinn á bak við kfldnn er Filippus prins. á ASCOT-veðreiðum Þegar blöðin fara að segja frá Ascot-veðreiðunum fer lítiö fyr- ir hvaða hestur hafi orðið fyrst- ur í þessu eöa hinu hlaupinu aðalatriöið er hvort þessi hefð- arfrúin var í sama kjólnum og Klæðnaður dömunnar stingur óneitanlega örlitið I stúf vSð klæðn- að herrans. í fyrra og hvemig hattar frúnna og frökenanna vom. Á Ascot-veðreiðunum i ár, sem nú em nýafstaðnar var það forsíðufrétt blaða að drottning- armóðirin, drottningin, Margrét prinsessa, Grace furstafrú og Benedikta Danaprinsessa bám allar hatta með líku lagi, barða- stóra hatta. Einn var skreytt- ur með slaufu, annar með blómi og þar fram eftir götunum. Þótt klæðnaður karlmann- anna væri ekki mikið frábmgð- inn þvl, sem undanfarið hefur veriö, yfirleitt kjólföt og harð- ir hattar, þá kom kvenfólkið með svolitla tilbreytingu. þær konur, sem ekki vom þáð þekkt ar að það eitt nægöi fyrir þær að sýna sig til að eftir þeim yrði tekjð, notfærðu sér stuttu tízk- una og op-tízkuna til þess að vekja á sér athygli. Þegar þær komu i fylgd með hermm sín- um varð ekki hjá því komizt að taka eftir þeim og þótti mörgum broslegt að sjá herra- mann meö kjól og hvitt við hlið stúlku með pilsfaldinn uppi á miðjum læram eða i siskræp- óttum svart-hvítum kjól. Op-tízka og úfiö hár — kjól- föt, hvitur flibbi og harður hattur. Ekki einu sinni sýrb ... Kári skrifar: Nú fá laxveiðimennimir al- deilis ómetanlegt tækifæri til að sýna og sanna sportmennsk- una, eins og hún getiir göfug- ust orðið, iðkun íþróttarinnar einungis fyrir iþróttina, án minnstu vonar um arö eða á- góða en aftur á móti í öruggri vissu um talsverða fóm. Nú gefst þeim sem sé óbrigðult tækifæri til þess að greiða þrjú- þúsund-kall fyrir aö mega standa með stöngina á einhverj- um árbakkanum, fremja þar alla sína iþrótt og kannski setja met í alls konar köstum, velja flugur af fádæma fagkunnáttu — vitandi fyrirfram að allt komi fyrir ekki, hann gæti allt eins dorgað í baðkerinu heima hjá sér í von um að verða var. Þó reynir vafalítið mest á hina sönnu sportmennsku þegar heim kemur, og þaö mundi verða hlegið að manni, sem minntist á þann stóra, eða færi að koma með langa og óskiljan- lega skýringu til afsökunar því, að hann varð ekki einu sinni var, heldur verður viðkomandi að horfast i augu við þá stað- reynd að orsökin sé ofur einföld og allir viti hana — og ekki nóg með það, heldur viti allir að hann veit, að þeir vita að hann vissi það áður en hann fór, að hann mundi koma fengslyppur heim... En þaö er einmitt þetta, sem laxveiðimaðurinn má vera hreyknastur af, þetta sem er hin eina og sanna sport- mennska .. Þetta er það afrek, sem jafngildir því að taka þátt í íþróttakeppni án þess að hafa minnstu von um sigur ... íþrótt in fyrir íþróttina, heilbrigð sál í hraustum líkama og allt það, sem því miður hefur aldrei ver- ið annað en hátíöarræöukjaft- æði... Fyrir það ættu stanga- veiöiféiögin að veita þessum sönnu veiðigörpum afreksmerki sæma þá gullönglinum fyrir hina sönnu sportmennsku, fyrir hið eina og sama sportedíótí... þá gæti árbakkaleigan fariö upp í sex-þúsund kali þá daga, sem ömggt er að ekki veiðist branda. Söguleg messulok þaö hefur margur farið full mettur af fullveldisgleðinni að þessu sinni. Blöðin kveða um eftirköst hátíðarinnar í hálf gerðum hneykslunartón, sum hver að minnsta kosti, svo að varla yrðu nein gustuk að meiru slfku. Ekki svo að skilja að uppvöðsluseggjunum, sem prjónuðu sitt ljóta les aftan við* þjóðhátíðina sé bót mælandi, sei, sei, nei. Hitt er svo önnur saga. hvort óstýrilátir unglingar hafi ekki á þann hátt, sem þeir eiga upp- eldi til. Viðleitni góðra manna til þess að beina skemmtana- fýsn unglinga inn í skýmu af góðri menningu er hverfandi fyrir taumlausu sjáífstæði ung- linganna, sem fá að láta reik- ulan vilja sinn ráöa og eru að vonum ginnkeyptust fyrir mesta tryliingnum. — Farið, á „skæs- legt“ sveitaball góöir hálsar og þá sjáið þið smækkaða mynd af þjóðhátíðarlokunum. — Það er jafnvel svo að síldarböllin fyr- ir austan slá þau varla út, og kalla þeir þó ekki allt ömmu sína í þeim efnum, veiðimenn- imir, þegar til kastanna kemur. — Svo kemur til þjóðhátíöar og þar þykja messulokin með slíkum endemum að sjálfsagt kemst í annáia, en em þau nokkm sögulegri en búast mátti við? Það er kannski þægilegast að skemmta sér þannig að inni- hald skemmtunarinnar leggist hvergi þungt á hugann, láti all- an venjulegan þankagang í friði og laði í mesta lagi fliss fram í kokið álíka gáfulegt og efni stóðu til eða þá hneyksli fáein- ar sálir sem nenna því að leggja eymn að 1 leit að einhverju til- hlýðilegu. Þjóðhátíðarhnoð Ekki er það nú ætlunin aö draga öll skemmtiatriöi hátíða- haldanna í þennan dilk þau em flest í anda góðrar menningar eins og að líkum lætur, eink- um þau sem vora ætluð full- orðnum. En þegar til hinna kast anna kom, sem að ungdómnum sneri vildi margt fara miður. — Þaö er sjálfsagt að glettast dálítið við bömin og fá þau til þess að flissa svolítið og hrína, eins og gert var, en mætti ekki vera ofurlítið meira vit f efn- inu á stundum. Það, sem einna helzt skar eyr un, var söngur eins af gaman- vísnasöngvurum okkar, sem sprellaö hefur við miklar vin- sældir víöa um land og er sjálf- sagt til þess hæfur. Og að þessu sinni mætti ætla að vandað hafi verið til þess sem flytja átti. — Ef að svo hefur verið er ís- lenzkum hagyrðingum illa kom- ið. Það er raunar alkunna aö hinir og aðrir hafa látið sér sæma að setja saman næsta mis litan kveðskap undir enn þá misjafnari dægurlög, en þetta var með þeim ósköpum að það hefði jafnvel þótt blettur 4 revíu — og tekur þó út yfir að textinn virðist sérstaklega hnoðaður fyrir þjóðhátíðina.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.