Vísir


Vísir - 26.07.1966, Qupperneq 15

Vísir - 26.07.1966, Qupperneq 15
V1SI R . Þriðjudagur 26. júlí 1966. 15 CATHERiNE ARLEY TÁLBEITAN KVIKMYND ASAGA TÖNABIÓ Passamyndir Teknar í dag — Tilbúnar á morgun. Sér tímar eftir samkomulagi. Ljósmyndast. Péturs Thomsens Ingólfsstræti 4. Sími 10297, eftir kl. 7 sími 24410. vegna þess hve ótrúlegur hann var og hins, að hún hafði logið í upp- hafi — og einmitt sú lygi hennar var ólíkt sennilegri. Lögreglan hafði bitið það f sig, aö Hilda væri sek um morðið, og ekkert mundL hagga þeirri sannfæringu hennar. Örlög hinnar ungu stúlku voru því í raun og veru ákveöin áður en hún var leidd fyrir rétt. Hálfbrjáluð af skelfingu æddi Hilda fram og aftur um klefa sinn. Henni kom fyrst til hugar að gera Sterling Kane orð, taka aftur fyrri framburð sinn, segja honum allan sannleikann og hlífa Anton Korff hvergi. En hún hikaði samt við það, vegna þess að Anton hafði hótað henni með því að hann geymdi tromp í bak- höndinni, sem ráða myndu úrslit- um. Það gat verið aðeins blekking hans, en Hilda þóttist samt viss um að svo væri ekki. Hvers vegna skyldi hann hafa sagt henni allt, ljóstrað öllu upp um sjálfan sig, ef hann hefði ekki verið þess full viss að hann yrði aldrei sóttur til saka. Það var augljóst að hann gat ekki skýrt þetta með nýju erfðaskrána, en það var af einhverj um orsökum, sem hún vissi ekki en varð að komast fyrir. Aðstæð ur hennar gátu ekki orðið verri, svo að hún hafði engu að tapa. Hún hafði verið ein um að smygla líkinu í land, og það mundi gilda engu hvað lögfræðingur hennar segði því til skýringar, almenn- ingur og kviðdómendur myndu ekki fást til að trúa því. Eftir því sem hún hugsaði mál ið lengur, varð henni ljósara, að eina hugsanlega leiðin fyrir hana út úr ógöngunum, væri að segja sannleikann. Það var hægt að fá sannanir fyrir framburði hennar en að öðru leyti mundu orð henn- ar standa gegn orðum Antons Korff og um leið og henni tækist að vekja grun á honum, mundi lög rcglan taka hann til yfirheyrslu og athuga nákvæmlega allar aðstæður hans og fortíð. Og þá gat varla hjá því farið, að eitthvað það kæmi á daginn, sem afsannaði framburð hans. Hilda gerði sér það fyllilega Ijóst hvílíka hættu þetta mundi hafa í för með sér fyrir hana sjálfa, en um leið varð hún stöðugt sann- færðari um þetta væri eina ráðið sem hugsanlegt var að gagn- aði. Líf hennar var í veði, og hún hafði enga löngun til að fara í raf- magnsstólinn fyrir þá sök eina, að hún hafði þráð betri lífskjör og meiri lífsfyllingu. Hún kallaði á lögreglukonuna og bað hana að koma þeirri orð- sendingu til Sterling Kane, að sig langaði til að ræða við hann taf- arlaust. Hún hugsaði sem svo, að hún mundi strax verða kölluð inn á skrifstofu hans, en hún fékk það svar um hæl, að hún yrði köll uð til yfirheyrslu, þegar þeim sjálf um líkaði. Vindáttin hafði breytzt. Hún var ekki lengur forrík ekkja, sem fyllsta tillit bar að taka til held- ur glæpakvendi. sem gerzt hafði sek um morð ? eiginmanni sínum í auðgunarskyni. Hilda varð grip- in ákafri þreytu. þegar hún heyrði svarið og gerði sér ljóst hvers kyns var. Gildran hafði þegar lok- azt að henni. Meðvitundin um að hún væri saklaus, varð henni lítil huggun eins og á stóð. Anton hafði lög að mæla, hann hafði alla sína menn uppistandandi á skákborðinu — hún einungis eitt lftið og gagns- laust peð, trúna á réttlætið og traustið á sitt eigið sakleysi. Hverju gat það orkað? Og þá gerð- ist það, að lífslöngunin tók að ólga hið innra með henni, þar sem hún lá útaf á mjóum klefabálk- inum, og fann blóðið streyma um æðar sér. Líkami hennar var hraustur og vel á sig kominn, hún kenndi ekki neins lasleika, mörg ár yrðu þangað til hún færi að láta á sjá. Ár... nema bragð Ant- ons Korff heppnaðist og hún yrði leidd í klefa hinna dauðadæmdu að réttarhöldum í máli hennar loknum. Þá átti það fyrir henni að liggja að telja dagana, stundimar og slð- ast mínútumar, þangað til hún yrði leidd inn aftökuklefann, umkringd af aftökuvitnum og blaðamönnum ... VEl ÞVEGINN BlU ^^\\\ \ I/ ÞVOTTASTÖÐIN SUÐURLANDSBRAUT SiMI 38123 OPIÐ 8-22,30. SUNNUD.:9 -22,30 BÍLAjHAF FIAT- eigendur Nýkomið I rafkerfið: Dínamóar Startarar Anker Spólur Straumlokur Bendixar o. fl. Ég hafði alveg gleymt mér í bókunum, sem ég fann og það var komið kvöld. Ég fór frá kofanum og tók með mér hnífinn, sem ég fann til þess að sýna ættkvíslinni. Það hljóta að hafa verið örlöigin, sem voru að verki, þegar ég tók hann, því að ég vissi ekki að hann var vopn.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.