Vísir - 05.08.1966, Blaðsíða 5

Vísir - 05.08.1966, Blaðsíða 5
VrSfR . Föstndagur 5. ágóst 1986. 5 morgun útlönd í morgun útlönd í* morgun útlönd í morgun útlönd í morgun útlönd Söfcoto /Hadim Jfodimr. AtoAvnd/ 'Aboofrofa ss^*. AFRIKA NI6ER/A heims- horna miili ^ Dómur féll nýlega f máli, sem Franz-Josef Strauss fyrr verandi landvarnaráðherra V,- Þýzkalands höfðaði gegn ritinu DER SPIEGEL og var útgefand- inn Rudolf Augstein dæmdur til þess að greiða 25.000 mörk í skaðabætur. Einnig var Aug- stein skyldaður til þess að aft- urkalla ummæli blaösins, að Strauss hefði er hann var ráð- herra misnotað sér aðstöðu sfna í eiginhagsmunaskyni. ^ I'búatala Bandaríkjanna eykst um 20 á mínútu hverri að meöaltali. Eftir 3 misseri verð- ur íbúatala landsins orðin yfir 200 milljónir. Aðhyllast Bretar kaup- og verðlags- bindingu af frjálsum vilja? ins, sem mun hætta störfum f nefndinni. — Cousins er sem kunnugt er formaður fjölmennasta Verkalýðsfélags Bretlands. George Brown efnahagsmálaráð- herra Bretlands sagði í gær á þingi, að hann gerði sér vonir um, að menn féllust af frjálsum vilja á kaup- og verðlagsbindingu, og heimildin, sem stjómin fer fram á með lagafrumvarpi, yrði því ekki notuð, en nauðsynlegt væri að hafa tiltæka heimild í lögum. Umræða stóð í alla nótt og við atkvæðagreiðslu í nefnd um deilu- atriði hafðl stjómin aðeins betur með tveggja atkvæða meirihluta (13:11) og greiddi þá Frank Cous- ins atkvæði gegn henni og annar þingmaður úr Verkalýðsflokkum sat hjá. Það er álit manna, að pundinu hafi verið bjargað — í bili en margt bendir til, að aðeins sé um stutt hlé að ræða. Bent er á það af sérfræðingum, að í fyrsta lagi sé kúrsinn, sem ákveðinn var 1949, of hár, en síðan hafi efna- hagsleg staða Bretlands versnað. Stoðimar undir núverandi gengi pundsins séu ekki eins traustar nú og áður. Og spurt er um það hversu lengi sé hæft að halda pund inu uppi með sérlegum aðgerðum. — Viðreisnaráætlun Wilsons og stjómar hans sætir m. a. gagnrýni fyrir það, að hún sé ekki sam- ræmd frambúðarátökum sem miða að því, að gera Breta samkeppnis- færa á alþjóðamörkuðum. Nefndarfundurinn stóð fram á rauða morgun, segir í síðari frétt, og fór í hart milli Brown og Cous- Klofnar Nigeria í 3 ríki? Hemaðarstjómin nýja í Nígeriu hefur neitað opinberlega, að hún áformi skiptingu landsins, og hef- ur það vafalaust verið gert til þess að draga úr áhrlfum frétta um, að svo gæti farið að Nígería klofn- aði í 3 hluta, þar sem reynslan sýni að sambandsríkjafyrirkomu- lagið henti ekki í landi, þar sem voldugar ættkvísHr eru mestu ráð- andi, ein ættkvíslin hér og önnur þar en það er maður af Hausa- kynstofninum í Norður-Nígeríu, sem nú hefur völdin svo sem kunn- ugt er. í frétt frá Cotonou segir: Talsmaöur Ibo-ættkvíslarinnar hefur lýst yfir hér i sjónvarpi, að Ibo-kynflokkurinn, sem er mjög öflugur, neiti að viðurkenna hina nýju hemaðarlegu stjóm Gowons. Þetta gerðist i Enugo, sem er í miðri Austur-Nígeríu, og fólk af Ibostofni annars staðar er þegar farið að flytja sig aftur búferlum þangað. Talsmaðurinn var hinn hemað- arlegi landstjóri þar, Odumegwu Ojukuwu ofursti, og kvartaöi hann yfir, að aðeins menn af Hausa- kynkvíslinni í Norður-Nigeriu hefðu verið teknir í nýju stjórnina, stjórn Gowons, sem steypti hinni hem- aðarlegu stjóm Aguiyi-Ironsi. Ojukuwu ofursti tók þaö skýrt fram, að hann hafi ekki viðurkennt stjórn Gowons, en sé fús til við- ræðna við hann. Gowon segir, að engin stjömar- skrárbreyting verði gerö, án þess að bera hana undir þjóðina. „Bannið bítlana Andúðaralda gegn þeim / Bandarikjunum Fréttir frá New York herma, að mikil alda sé risin gegn THE BEATLES — brezku piltunum, vegna þess aö einn þeirra fór ekki sem virðulegustum orðum um kristni og kirkju, og neitar nú hver cinka-sjónvarpsstöðin af annarri og útvarpsstöðvar, að sjónvarpa og útvarpa lögum þeirra. Þá fer það eins og alda, að ungt fólk kastar grammófónplöt um með bítlamúsik og myndum af þeim, slíkt er nú brennt eða fer á ruslahauga. Einkunnarorð í þessari baráttu er: Bannið Bítlana. Sýnishorn af hinum vönduðu og fallegu norsku eldhúsinnréttingum er nú komið. Gerið svo vel og komið og skoðið. P. SIGURÐSSON, SKÚLAGÖTU 63 Einkaumboð fyrir Polaris-innréttingar. Sími 19133. Uppdráttur, sem sýnir legu Nígeriu og mörk sambandsríkja hennar. íþróttir — mhald af bls. 2 að geta jafnað og Valur einnig að tryggja sig með fjórða markinu. Reynir átti t.d. gott skot á 17. mín. sem Guðmundur Pétursson varði í horn og Einar ísfeld og Jón Sigurðsson léku sig laglega f gegnum vörn Vals á 25. mín., en þrátt fyrir gott skotfæri Einars ísfeld tókst ekki að skora. Á 30. mín. máttu KR-ingar tvívegis þakka fyrir að ekki var skorað, en mín. síðar átti Eyleifur gott færi en tókst ekki að skora. Þá var Ingvar Elísson loks á 42. mín. í ágætu færi, sem hann klúðraði fram hjá. Sem sagt, nokkuð tilþrifamikill leikur og skemmtilegur. Valsmenn voru e.t.v. öllu betra liðið í þessari viðureign og verðskulduðu sigur- inn því. Það var mikið áfall að tveir leikmenn skyldu meiðast í seinni hálfleik, því þeir komu ekki að fullu gagni þrátt fyrir að þeir væru með. Beztu menn Vals í gær kvöldi voru Sigurður Dagsson í markinu sem gerði margt mjög laglega og varði ótrúlegustu bolta, Bergsveinn Alfonsson, sem lék ó- venjuvel, Hermann Gunnarsson gerði margt vel, en var ekki nógu virkur allan leikinn. KR-liðið hefur I sumar átt erfitt með að „finna sig“. 1 gærkvöldi léku tveir gamlir KR-ingar með liðinu, bræðumir Óskar og Jón Sigurðssynir, en Jón kom inn þeg- ar Bjami Felixson var borinn út af vellinum. Virtust þeir hafa fremur góð áhrif heldur en hitt á liðið. Jón er alltaf skemmtileg- ur sóknarmaður, eldsnöggur og hættulegur og getur átt góð skot ef svo býður við að horfa. Vöm KR og markvörður vom heldur slök. Hinn ungi markvörður Guð- mundur Pétursson virðist ekki f æfingu, eða þá að hann hefur ver- ið mjög taugaspenntur, þvl þau mistök, sem hann gerði í gær, á hann ekki að þurfa að gera. Vöm KR kom heldur illa frá verkefni sin, en hún stórlagaðist eftir að Ellert Schram kom aftur, en hann átti að leika miðherjá i upp- hafi. Eyleifur var nokkuð sprækur á köflum i framlínunni, en Einar ísfeld og Hörður Markan vom skemmtilegustu leikmenn fram línunnar. Steinn Guðmundsson var dóm- ari í gærkvöldi og var heldur ó- r íkvæmur í dómum sínum. Ahorf- endur voru allmargir. — jbp —

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.