Vísir - 05.08.1966, Blaðsíða 4

Vísir - 05.08.1966, Blaðsíða 4
Q V í S IR . Föstudagur 5. ágúst 1960. Starfsemi LYNGÁSS gengur vel Úr skýrslu stjórnar Styrktarfélags vangefinna Félagatal. Árið 1965 voru ársfélagar 516 og ævifélagar 150, samtals 666. Á árinu bættust við 33 ársfélagar og 4 ævifélagar. Fall- ið hafa niður af félagaskrá 31 vegna vangoldip 'rsgjalda og vegna þess, að e' hefur tekizt að hafa upp á heimilisfangi sumra. Einn félagsmaður hefur látizt á árinu. Skrifstofan. Félagið rak skrifstofu að Skólavörðustíg 18 í Reykjavík til 1. nóv. s.l., en flutti þá starf- semi sína að Laugavegi 11. Er það húsnæði allmiklu dýrara, en hentar félaginu að sumu leyti betur. Framkvæmdastjóri frá 1. júní 1964 og fram í maí 1965 var Helgi Bergsson. Frú Kristrún Guðmundsdóttir ann- aðist skrifstofustörf um tíma í maímánuði. Nýr framkvæmda- stjóri var ráðinn frá 1. júní 1965, séra Erlendur Sigmunds- son, og hefur hann gegnt því starfi síðan. Allmikið hefur verið leitað til skrifstofunnar um fyrir- greiðslu fyrir vangefið fólk, einkum hefur verið leitað að- stoðar um útvegun hælisvistar, en vegna skorts á hælisrými hefur litla aðstoð verið hægt að velta. •• . , *• Fjáröflun. Félagið efndi til happdrættis með sama fyrirkomulagi og áð- ur, og varð árangur þess sæmi- legur. Vinningar voru að verð- meeti kr. 523.400,00, en þó í rauninni allmiklu hærri, er kaup voru gerð á bifreiðunum eða kr. 542.470,00. Vinningar voru C hevrolet fólksbifreið og Willysjeppi og kom fólksbif- reiðin á miða seldan í Reykja- vík, sem utanbæjarmaður keypti. Tvær konur önnuðust einkum sölu happdrættismiða í Reykjavík svo og nokkrir sjálf- boðaliðar innan félagsins. Ber að þakka þeim lofsverð- an áhuga og mikla vinnu. For- stjóri Á.T.V.R., Jón Kjartans- son og Gunnar Thoroddsen fyrrverandi fjármálaráðherra, áttu frumkvæði að þvl að gefa félaginu smygltóbak til hluta- veltu, sem haldin var í septem- ber s.l., og varð hagnaður af henni rúmar kr. 200.000,00. Tjáir félagið fyrrv. fjármálaráð- herra og forstjóra Á. T. V. R. einlægar þakkir fyrir þennan mikilvæga stuðning. Þess skal og getið, að stjóm Hallveigar- staða léði félaginu heimilið end urgjaldslaust fyrir hlutaveltuna. Þakkar félagið þennan mikla vel vilja og aðstoð. Hin árlega merkjasala fór fram 3. sunnudag í nóvember eins og áður. Nettóhagnaður af merkjasölunni varð lítið eitt minni en árið áður, enda þurfti að láta prenta ný merki, og varð af því allmikill kostnaður. Veður var fremur óhagstætt, enda varð árangur af merkja- sölunni í Reykjavík ekki góður, en mun betri úti um land. Minningaspjöld. Tekjur af minningaspjöldum námu kr. 39.587,00 sem er lítið eitt hærri upphæð en árið áður. Minningakortin voru aðallega seld á skrifstofunni. Gjafir og áheit. Gjafir og áheit, er bárust á árinu námu kr. 199.780,47. Er það rúmlega kr. 130.000,00 meira en í fyrra. Hæstu peninga gjafir eru frá Islenzkum aðal- verktökum kr. 30.000,00 og frá fjórum litlum systrum kr. 10,000,00. Margir aðrir hafa gefið félaginu rausnarlegar gjafir. Nú nýlega gáfu tvær systur kr. 10.000,00 til minning- ar um móður sína og sá, sem hlaut fólksbifreiðina, gaf fé- laginu kr. 30.000,00. Þessar tvær síðastnefndu gjafir koma Jólagjafir. Venja hefur verið undanfarið að geta sérstaklega hins svo kallaða Jólagjafasjóðs stóru barnanna. Þar sem gjafir til þessa sjóðs hafa sáralitlar ver- ið, er sérstök reikningsfærsla vegna hans niður felld. Frú Sveinbjörg Klemenzdóttir tók að sér að annast kaup og úthlutun jólagjafa til vangef- inna á hælum annarra en Skála túns, og bar félagið smávægi- legan kostnað vegna þessa. Til vistmanna I Skálatúni gaf fé- lagið kr. 6000,00, sem forstöðu- konan, Gréta Bachmann, ráð- stafaði. til starfa í Lyngási á síðasta hausti. Þá starfa þar eins og áður tveir handavinnukennarar og sjúkraþjálfari, svo og læknir og sálfræðingur. Borgaryfirvöld Reykjavíkur hafa nú gefið eftir þann kostn að, sem varð af fullnaðargerð lóðarinnar í Lyngási. Nemur sú upphæð um 500 þúsund krónum (sjá reikninga). Þá greiðir ríkis- sjóður frá ársbyrjun 1965, auk tvennra kennaralauna, hluta af launum matráðskonu og hluta af aksturskostnaði vegna barnanna. Bætir allt þetta tals vert hag heimilisins. Ýmsar góðar gjafir bárust heimilinu á árinu, þar á meðal ir nokkrir fundir með starfs- fólkinu. Stjómarnefnd Lyngáss hefur jafnaðarlega fundi einu sinni í mánuði. Nefnd þessi er skipuð af stjóm Styrktarfélags ins til tveggja ára í senn. í nefndinni eiga sæti: Sigríður Thorlacius, formaður Arnheiður Jónsdóttir Kristrún Guðmundsdóttir Sigríður Ingimarsdóttir Sveinbjörg Klemenzdóttir. Að lokum skal tekið fram, að börnin virðast yfirleitt þroskast og dafna vel í Lyngási, og sam starf foreldra, starfsliðs og stjórnarnefndar hefur verið með ágætum. Bamaheimíliö Lyngás. á reikning félagsins fyrir yfir- standandi ár. Þess skal og getið, að frú Fanney Benónýsdóttir hefur gefið Systrasjóði stór- gjafir á s.l. ári. Öllum þessum gefendum fær- n stjórnin alúðarfyllstu þakkir og beztu árnaðaróskir. Framlög. Tuttugu og eitt sveitarfélag greiddi framlag til Styrktarsjóðs vangefinna á árinu að upphæð kr. 93.680,00. Félagið naut framlags frá borgarsjóði Reykjavikur kr. 600.000,00. Auk þess greiðir borgarsjóður félaginu innan skamms kr. 250.000,00, sem áður hefur verið dregið frá framlögum hans, vegna lóðar- gerðar við Lyngás. Er þessi upp hæð því reiknuð með tekjum s.l. árs. Af þessum framlögum eru kr. 800.000,00 teknar til rekstrar Lyngáss, en kr. 50.000,00 færðar til tekna á aðalrekstrar- reikningi. Framlag ríkisins til félagsins og Lyngáss var hið sama og und anfarin ár kr. 50.000,00. Einnig naut félagið framlags úr ríkis- sjóði að upphæð kr. 317.220.00 til greiðslu á kennaralaunum, hluta af matráðskonulaunum og akstri bama vegna Lyngáss. Styrkir. Tveim stúlkum, Ólöfu Sigurð- ardóttur og Guðbjörgu Andrés- dóttur, voru veittir námsstyrk- ir að upphæð kr. 30.000,00. Stunda þær nám 1 Noregi í gæzlu vangefinna. Námslán að upphæð kr. 10.000 00 var veitt Steinunni E. Jóns- dóttur til framhaldsnáms í gæzlu vangefinna í Danmörku. Félagið gaf úr félagssjóði til sundlaugarbyggingar í Skála- túni kr. 100.000,00. Lyngás. Dagheimilið Lyngás hefur starfað með sama sniði og und anfarin ár. Þar eru nú 43 börn og unglingar. Gæzlu þeirra ann ast 6 fóstrur auk forstöðukonu. Börnin eru á heimilinu frá 9-6 fimm daga vikunnar, en frá 9-12 á laugardögum. 6au fá þar há- degisverð og síðdegishressingu. Matráðskona heimilisins sér um máltíðir og aðdrætti alla. Börn in eru flutt að og frá heimilinu í leigubifreiðum. Þeir aðstand- endur, sem tök hafa á, taka þátt í þeim kostnaði sem af akstrin um verður. Vistgjöld eru þau sömu og á dagheimilum Barna- vinafélagsins Sumargjafar. Nýr kennari £ bóklegum efn um, Rósa Guðmundsdóttir, tók skemmtilegt smáhús og útibekk ir frá Lionsklúbb einum hér í borg. Á síðastliðnu sumri var húsið málað að utan, svo og eldhúsið, tvær stofur að nokkru og allir gluggar að innan. Skýrir þetta að mestu þanri viðhaldskostnað, sem kemur fram á rekstrarreikn ingnum. Nauðsynlegt er að ljúka málningu alls hússins í sumar og telst það til eðlilegs viðhalds. Nokkrir aðstandendur barnanna £ Lyngási unnu þar á- gætt sjálfboðaliðsstarf við girð ingu umhverfis lóðina, gróður setningu og fleira. Foreldrarfundur var haldinn 26. febrúar sl. og var afar vel sóttur. Þessir fundir eru nú orðnir fastur liður £ starfi heim ilisins. Þá hafa og verið haldn Starf félagskvenna. Starf kvenna I Styrktarfélag- inu hefur staðið með blóma þetta ár sem önnur, og eru eins og fyrr haldnir fundir mánaðar lega yfir veturinn. Koma að jafnaði 50 konur á fund og oft fleiri. Bazarnefnd félagsins, en hana skipa 10 konur, hefur unn ið mikið og fómfúst starf. Baz ar og kaffisala var £ Tjarnarbúð í desember sl. og hefur hagnað ur aldrei verið meiri. Ágóði af fjáröflun kvennanna rennur í sérsjóð þeirra og fylgja reikn ingar hans reikningum Styrktar félagsins. Veita konumar árlega fé úr honum til kaupa á hús- gögnum og kennsluleiktækjum á vistheimili vangefins fólks. Austur- ÞjóBverjar vilja kaupa uiðursaBuvörur hér Á haustkaupstefnunni i Leip- zig, sem stendur yfir frá 4.—11. september verða þátttakendur framleiðsluvarnings í rúmlega 60 löndum, en stærst verður sýn ing þýzka alþýðulýðveldisins. Að þessu sinni hafa fslenzkir aðilar ekkert sýningarsvæði. Skýrði hr. Baumann verzlun- arfulltrúi þýzka alþýðulýðveld- isins frá kaupstefnunni á fundi með fréttamönnum fyrir skömmu. Skýrði Baumann enn fremur frá þvf að verzlunarjöfnuðurinn stæöi nú á núllpunkti milli Is- lands og Þýzka sambandslýð- veldisins en viðskipti landanna á milli hefðu aldrei veriö eins mikil. Sagði hann að það væri von sín að þau víðskipti mættu aukast en Austur-Þjóöverjar hefðu mikinn áhuga á kaupum á ýmsum fslenzkum vörum eink um þó niðursuðuvörum. Skýrði Baumann frá þvi aö Þýzka alþýðulýðveldið myndi að öllum líkindum fá 400 ferm. sýn ingarsvæði á vörusýningu, sem f ráði er að haldin verði í sýn- ingarhöllinni f Laugardalnum í júní næsta ár, en þátttakendur þeirrar vörusýningar eru alþýðu lýðveldin. Sýningarsvæðið á haustkaup- stefnunni í Leipzig í ár er yfir 100.000 fermetrar og verður það sýning í 30 vöruflokkum. Sýna þar 6500 framleiðendur frá 60 löndum. En reiknað er með heim sókn 250.000 kaupsýslumanna frá 80 löndum. Þótt vorkaupstefnan í Leip- zig sé mun stærri en haust- sýningin hafa margir framleið- endur neyzluvamings í þýzka alþýðulýöveldinu gert meira fyr- ir framboð sitt og nýjungar á haustin, t. d. í raftækjum, vefn- aðarvörum, húsgögnum og leik- föngum. Mun verksmiðjan VVB DEKO leggja fram tilboð f 1350 nýj- ar gerðir af vefnaðarvörum, þar á meðal teppi.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.