Vísir - 05.08.1966, Blaðsíða 2
9 9
ÞRJU VALSMORK A 5 MINUTUM
SETJA KR-INGA í FALLHÆTTU
Bikarkeppni KSÍ á Melavellin-
um. Fram og Víkingur leika kl.
20.30 i kvöld.
... " "
VALUR tók forystuna í 1. deildarkeppninni í gær-
kvöldi með sigri yfir KR í Laugardal með 3:2 í all
skemmtilegum og spennandi leik og er nú svo kom-
ið fyrir KR, að liðið er í fallhættu ásamt Þrótti, hef-
ur aðeins 4 stig að loknum 5 leikjum, en Þróttur
hefur 2 stig að loknum 5 leikium.
Leikurinn í gær einkenndist nokkuð af lélegum
vamarleik beggja aðila og virtust framlínumenn
geta gengið út og inn að vild lítt truflaðir. Þetta kom
fram í fjöldamörgum marktækifærum, sem nýtt-
ust sum, en flest misheppnuðust þó.
10 mínútum og virtust sannarlega
ætla að ógna Valsmönnum og
sigri þeirra. Það tókst þó ekki, en
baráttan var spennandi allt til
leiksloka og aldrei útséð um sig-
urinn.
® Á 2. mín. í seinni hálfleik
myndaðist þvaga við Valsmarkið
og markvörðurinn hljóp út í þvög-
una heldur glannalega. Einar ís-
feld notfærði sér þetta og lyfti
yfir vömina og skoraði fallegt
mark 3:1.
Rétt á eftir virtist Valsliðið
hreinlega ætla að hrynja niður.
Tveir leikmenn vom utan vallar
og meiddir, Þorsteinn Friðþjófsson
öðrum megin og var Óli B. þjálfari
að stumra yfir honum, en hinum
megin á línunni var Reynir Jónsson
og voru tveir KR-ingar að hjálpa
honum, Guðbjörn Jónsson og Ól-
afur Jónsson í mótanefnd. Báðir
fóru aftur inn en höltruðu um völl-
inn heldur illa á sig komnir.
© KR skoraði enn á 12. min.
eftir að Sigurður Dagsson hafði
varið hörkuskot Harðar Markan í
hom. Úr horninu náði Einar I'sfeld
boltanum á skalla og skoraði 3:2,
sem hleypti miklu lífi í leikinn.
Eftir þetta áttu bæði liðin góð
tækifæri og hefði t.d. vel átt
Framh. á bls. 5.
Staðan
* 1. DilLD
Staoan í 1. deild er nú þessi:
Valur 7 4 12 17:11 9
Keflavík 6 3 1 2 13« 7
Akranes 5 2 2 1 8:6 6
Akureyri 6 2 2 2 10:13 6
KR 5 1 2 2 7:8 4
Þróttur 5 0 2 3 5:14 2
:
Eyleifur byrjaði að misnota
tækifæri á 12. mín., skallaði 1
slána af stuttu færi og Valsmenn
björguðu aftur á lfnu í sama
skipti.
© Bergsveinn Alfonsson skor-
aði 1. mark Vals, sem kom ekki
fyrr en á 30. mínútu, — en þar
með voru Valsmenn komnir í gang.
Skot Bergsveins var af örstuttu
færi eftir að Hermann Gunnarsson
hafði leikið laglega upp að enda-
mörkum og gefið fyrir. Skotið
lenti upp 1 þverslá, lenti greinilega
inni en hrökk jslðan út, — minnti
óneitanlega á skot Geoff Hurst,
sem var 3. markið gegn Þjóðverj-
um á Wembley s.I. laugardag.
© Fjórar mínútur liðu og þá
hleypur Reynir Jónsson upp miðj-
an völl með boltann, sendir heldur
ónákvæmlega á Ingvar Elísson,
sem virðist ætla að hafa verr í
keppni við tvo KR-inga og mark-
vörð KR, sem hljóp rangt út í eitt
af fjöldamörgum skiptum, en Ingv-
ari tókst að skjóta og skorar 2:0.
© Og á 36. mín. skorar Reyn-
ir 3:0. Hann fékk stórglæsilegan
skalla frá Hermanni og skot Reyn-
is af vítateig lenti í bláhorni
marksins. Um þetta leyti varð
Bjami Felixson að yfirgefa völlinn
vegna meiðsla og var hann fluttur
á Slysavarðstofuna í sjúkrabifreið.
Hafði hann fengið spark í legginn.
Eftir þetta var eins og KR-ingar
tækju fyrst svolítið við sér. Ey-
/iðurelgn Vals og KR er einnig viðureign bræðranna Óla B. Jóns-
onar (til hægri á myndlnni) og Guöbjöms Jónssonar, en Óli er þjálfari
/als og Guðbjöm hjá KR. Hér horfa þeir spenntir á leikinn í gærkvöldi.
Valsmenn sækja stíft í seinni hálfleik og þama leit sannarlega út fyrir að Bergsveini Alfonssyni tækist að skora fjórða mark Vals, en Guð-
mundur Pétursson varð hlutskarpari í þetta sinn og náöi boltanum.
leifur átti gott skot af löngu færi
í þverslá og 2—3 góð skot fylgdu
en Sigurður Dagsson markvörður
Vals varði vel.
I seinni hálfleik byrjuðu KR-
ingar vel og skoruðu tvö mörk á
CLAY.
LONDON.
(lay-London á morgun
Á morgun fer fram í London
keppni um heimsmeistaratitil-
inn í þungavigt. Það eru þeir
Cassius Clay og Brian London,
sem berjast í Earls Court og
meiningin er hjá Cassiusi Clay,
eða Mohammed AIi, eins og
hann heimtar að vera kallaður,
að ná hér inn 150.000 sterlings-
pundum fyrir keppnina, en eftir
mánuð eða svo hefur hann í
hyggju að keppa við Karl
Mildenberger hinn þýzka í
Frankfurt. Það er því nóg að
starfa hjá Clay um þessar
mundir.
Clay kom til London fyrir
nokkrum dögum og höfðu blaða
menn þá að sjálfsögðu viðtal
við hann. Var Clay hinn spak-
asti og lét ekki hafa neina vit-
leysu eftir sér. Hann taldi
Brian London hafa gjörólíkan
stíl miðað við Henry Cooper.
Hefði hann nú „stúderað“
London alllengi og kvaðst þess
vegna sjálfur hafa breytt sínum
stíl.
* Á mánudaginn verður sagt
frá keppni þeirra Clay og Lon-
don hér á síðunni og myndir
áf átökunum birtar.
I
)