Vísir - 05.08.1966, Blaðsíða 3

Vísir - 05.08.1966, Blaðsíða 3
V í S IR . Föstudagur 5. ág 3 —• — • fræðslu. Síðan voru samtökin „Varúð á vegum“ stofnuð, en þar eru Slysavarnafélagið og tryggingarfélögin stærstu aðil- amir. Eftir stofnun samtakanna var ákveðið að ég færi norður og heimsækti þessa staði, þ. e. Húsavík og S,iglufjörð. Þátttakendurnir í hjólreiðanámskeiðinu röðuðu sér upp við reiðhjólin sin á svæðinu fyrir framan sundhöiiina á staðnum, meðan smellt var af einni mynd. Fyrir nokkru fór erindreki Slysavarnaféiagsins, Sigurður E. Ágústsson til Húsavíkur og Siglufjarðar í þeim erindagerð- um að hafa á þessum stöðum kcnnslu í meðferð ökutækja, bæði reiðhjóla og bifreiða. Vísir hafði á dögunum samband við Sigurð, og bað hann að segja lesendum blaðsins frá ferðinni í stórum dráttum og varð Sig- urður fúslega við þeirri beiðni. — Kannski þú segir okkur fyrst frá aðdraganda ferðarinn- ar, Sigurður. — Segja má að ferð mín til þessara staða hafi verið bein af- leiðing af þingi Slysavarnafé- lags íslands, sem haldið var í vetur. Þá óskaði formaður kvennadeildar Slysavamafé- lagsins á Húsavík, frú Sigrún Pálsdóttir þess, að erindreki fé- lagsins yrði sendur norður til aö annast kennslu í meðferð reiðhjóla og bifreiða, eða rétt- Á HÚSAVÍK. — Hvernig var svo tilhögun fræðslunnar á þessum stöðum? — Á Húsavík var útbúin æfingaraðstaða á leikvellinum á staðnum, og jafnframt undir- búin góðaksturskeppni á reið- hjólum. Þá voru og kvikmynda- sýningar tvö kvöld og voru þær mjög vel sóttar og áhugi barn- anna á fræðslunni var yfirleitt mjög mikill. — Hvernig gekk börnunum i hæfnisæfingunum á hjólunum? — Það má segja, að þeim hafi yfirleitt gengið vel. Þrjú hlutskörpustu í þessum æfing- um urðu: 1. Hermann Jóhanns- son, 12 ára, 2. Ásberg Sal- ómonsson, 13 ára, og 3. Tryggvi Bersason, 10 ára. Prófdómari í keppninni var Gunnar Jónsson, fvrrv. lögregluþjónn úr Reykja- vík. — En hvað um góðaksturs- keppnina á bifreiðunum, Sigurð- ur? — Aðsókn að keppninni var mjög góð, því að ekki færri en 18 tóku þátt í henni. Komið 15 stöðum víðs vegar um Húsa- vlkurbæ. Góðaksturskeppni þessi var haldin að tilhlutan Bindindisfélags ökumanna á Húsavík, og þeir sem stjórnuðu keppninni voru: Þo)rvaldur Árnason, Sigrún Pálsdóttir, Helgi Pálsson, Vigfús Hjálmars- son, Valdimar Halldórsson, Jón- ast Egilsson, Sigurður Ágústs- son, en auk þess veitti Hjálmar Hjálmarsson, varðmaður á lög- reglustöðinni á Húsavík mikla og góða aðstoð. — Hvað er að segja um ár- angur keppninnar? — Árangurinn var mjög góð- ur, hvað viðvlkur umferðar- reglum, en það sýndi sig sem oftar, að hæfnisakstri, svo sem að aka aftur á bak og aka eftir borðum var mjög ábótavant og gefur til kynna, að ökumenn mættu leggja aukna áherzlu á að æfa sig í akstri á opnum af- skekktum svæðum. Hlutskarp- astir í góðakstrinum urðu: Hörður Sveinsson, Ragnar Helgason og Helgi Jökulsson. Einn kvenmaður tók þátt 1 keppninni, og stóð sig eftir at- vikum mjög vel. Heitir hún Þorgerður Þórðardóttir. A SIGLUFIRÐI. — Var aðdragandi þessara námskeiða á Siglufirði sá sami og á Húsavík? — Já, það má segja sem svo. Það var fyrir áeggjan Guðrúnar Rögnvaldsdóttur, form. kvenna- deildar slysavarnadeildarinnar á Siglufirði, og með góðri að- stoð karladeildarinnar á sama stað, að komið var upp aðstöðu til reiðhjólaæfinga á svæðinu við Sundhöllina á Siglufirði. Þama voru bömin æfð í vanda- sömum reiðhjólaþrautum, sem miðuðust að því, að þau fengju gott jafnvægi á hjólinu og ör- yggi og vald £ meðferð þess. — Var eitthvað fleira gert í sambandi við þetta? — Námskeiðið endaði svo með kvikmyndasýningu, þar sem einnig vom afhent verð- laun, sem slysavarnadeildimar á staðnum höfðu gefið. — Hver urðu úrslit reiðhjóla- hæfniskeppninnar? — Þátttakendur í námskeiö- inu og hæfniskeppninni voru samtals 33 á aldrinum 7—12 ára. Hlutskarpastur varð Krist- ján Möller, 13 ára, nr. 2 Elinóra Jósafatsdóttir, 11 ára, og nr. 3—i urðu þeir Vigfús Hauks- son, 10 ára, og Hallgrímur Sverrisson, 9 ára. — Er eitthvað áformað um áframhald á slíkum námskeið- um og hæfniskeppnum? — Já, gert er ráð fyrir slíku námskeiði á Akureyri á vegum Bindindisfélags ökumanna þar og er áætlað að námskeiðið hefjist 13. ágúst n.k. — Er nokkuð sem þú vilt segja að lokum og koma á fram- færi við aðila úti á landi, sem um þessi mál fjalla, Sigurður? — Ég vil þakka fyrir þann stuðning, sem þegar hefur feng izt við málstaðinn, en ég vil taka fram, að til þess að eins mikill árangur og unnt er að ná, náist verða allir aðilar að vinna saman að þessum málum. Mjög æskilegur er stuðningur kenn- ara, lögreglumanna og annarra áhugamanna og vel þegin hvers kyns aðstoð frá þeirra hendi i sambandi við framkvæmd þess- ara námskeiða. Fyrsti þátttakandinn í góöaksturskeppninni á Húsavík leggur af stað. Hélt ntímskeið / meðferð reiðhjtíla og akstri bifreiða - V'fisir ræðir v/ð Sigurð E. Agústsson, erindreka Slysavarnafélagsins, sem fór til Húsavikur og Siglufjarðar og hélt þar námskeið Frú Sigrún Pálsdóttir afhendir verðlaun fyrir árangur í reiðhjólakeppninni á Húsavík. Einn þátttakendanna í hjólreiðakeppninni á Siglufirði.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.