Vísir - 18.08.1966, Blaðsíða 3

Vísir - 18.08.1966, Blaðsíða 3
VfSIR . Fimmtudagur 18. ágúst 1966. TBŒŒS Hann kom daginn áður og horfði alvarlegum augum á umhverfiö. Heimili fremur ea stofmm Við Dalbraut er bygging, hrein í sniðum og nýtizkuleg. Snýr hún á einn veg að stórri, grænni grasflöt, sem virðist vera upplagöur leikvangur fyr- ir böm. Ekki langt frá sést til Lauganna og marglitra tjalda á tjaldstæði borgarinnar. Þessi bygging, sem er of stór í sniðum til þess að vera venju- legt einbýlishús er samt heim- ili — fyrsta vist- og upptöku- heimili borgarinnar. Þangað er farið í heimsókn einn daginn, þegar rignir og bömin em að leik inni í ró- legheitunum nema stærstu telpurnar eru í sundi. f anddyri skólans er stór mósaíkmynd, sem á að hcngja upp, „Kirkjuhóll“, heitir verk- ið, sem nokkur böm i barna- deildum Myndlistarskólans gerðu í vetur, en „Örkin hans Nóa“ annað verk þeirra á að koma á annan stað í húsinu. Borðsalurinn er stór, bjartur og vistlegur og þar tekur hús- ráðandi á móti komumönnum, forstöðukona heimilisins Kristín Pálsdóttir. Hún segir: — Börnin eru tekin inn á heimilið um lengri eöa skemmri tíma. Flest þeirra dvelja héma um skemmri tíma. Heimiiið er ætlað bömum frá heimilum þar sem veikindaforföll móður- innar eða aðrir erfiðleikar koma í veg fyrir þaö, aö hægt sé að sinna börnunum eins og þörf er á. Heimilið er ætlað bömum á aldrinum 3—16 ára, en núna eru hérna böm frá tveggja og hálfs árs aldri til ellefu ára aldurs. Fyrsta álma heimilisins er fullgerð að mestu, en tvær aðrar álinur á eftir að byggja áður en heimlliö er fullgert, verður næsta álma byggð í fyrsta lagi næsta ár. Þegar heimilið er fullgert verður bömunum raðað niður í þrjár deildir eftir aldri, hin fyrsta þeirra er ætluð fyrir 3—7 ára böm þó við höfum núna tekið böm til ellefu ára aldursins, næsta deild er ætluð bömum á aldrinum 8—12 ára og hin þriðja bömum á aldr- inum 13—16 ára. Heimilið var opnað í júní- byrjun s.l. og er núna 21 barn á heimilinu. Þetta hefur allt gengið vel, bömin una sér vel og það er fyrir mestu. Þeim hefur geng- ið furðuvel að aðlaga sig og þau sem hafa verið lengur taka vel á móti þeim nýju. Að þau hafi kunnað vel við sig héma sannast bezt á því, að þau koma hingað í heimsókn hvað eftir annað eftir að þau em farin af heimilinu. Hér á heimilinu er alltaf yfir- fullt og sannar það að þörfin var brýn fyrir það. Heimilið var fullsetið um miðjan júli. Það má segja, að starfsemin héma sé á byrjunarstigi ennþá, hér er starfandi sálfræðingur, en það hefur lítið komiö til hans kasta sem komiö er. Þeg- á en á sumrin. Það verður stefnt að því að ar skólamlr byrja reynir meira gera stofnunina sem eðlilegast heimili eftir þvi sem hægt er af svo stórri stofnun, lýkur Kristin máli sínu. Þau eru flest í leikherberg- inu og dettur allt í dúnalogn, þegar gestina ber að garði. Lítill hnokki, sem kom á heim- ilið daginn áður, horfir alvar- legum augum á umhverfið, en bömin hafa þegar tekið hann í hópinn og segja í óspurðum fréttum, að hann heiti Friðjón. Baðherbergin bera vott um það að þama eiga margir litlir einstaklingar aðgang, hólf eru fyrir handldæði og glös fyrir tannbursta og tannkrem fylgja hverju hólfi sem eru merkt hverjum einstökum. Eftir nokkra stund er tekið til við leiklna að nýju og hávaðinn, sem berst út úr leikherberginu, þegar gengið er fram hjá því á leiðinni út er alveg eins og frá stórum krakkahóp á venjulegu ... og farið í bilaleik Ingl var í rólegheitum að skoða Andrés Önd inni á herbergi. Hópurinn, sem samankominn var f leikstofunni unir sér vel í umsjón þeirra Kristínar, Gerðar og Helgu. K.I

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.