Vísir - 18.08.1966, Blaðsíða 8

Vísir - 18.08.1966, Blaðsíða 8
VÍSIR - Fimmtudagur 18. ágúst 1966. 8 UtBefandi: BlaOaútgáían VISIR Rltstjóri: Gunnar G. Schram Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinson Fréttastjóri: Jónas Kristjánsson Auglýsingastj.: Halldór Jónsson Auglýsingar: Þingholtsstræti 1 Afgreiðsla: Túngötu 7 Ritstjóm: Laugavegi 178. Simi 11660 (5 llnur) Áskriftargjald kr. 100.00 á mánuöi innanlands. t lausasölu kr. 7,00 eintakið Prentsmiðja Vfsis — Edda h.f Skynsamleg hagstjórn Ein meginástæða ofþenslunnar í efnahagsmálum hér á landi síðustu árin, og hins uggvænlega launaskriðs, er umframeftirspurn vinnuafls í þéttbýlinu. Oft á tíð- um hafa þeir launataxtar, sem um hefur verið samið, stundum eftir langar deilur, reynzt óraunhæfir vegna þess að vinnuaflseklan hefur samstundis skapað yfir- borganir. Þannig er þetta nú á vinnumarkaðinum og algengt að ýmsum stéttum iðnaðarmanna sé t. d. greitt 10—20% ofan á uppmælingartaxtana, sem eru þó ærið háir fyrir. Slíkar launagreiðslur valda síð- an eðlilega óánægju annarra stétta sem óhjákvæmi- lega miða kjör sín við þá er hæstu launin hljóta. Fjölmargar stórar framkvæmdir keppa nú um vinmr aflið í höfuðborginni og nágrenni. íbúðarbyggingar eru í hámarki hér um þessar mundir og margvíslegar opinberar framkvæmdir á vegum borgar og ríkis. Stórframkvæmdir eru hafnar við Búrfell og á döf- inni eru vinnuaflsfrekar framkvæmdir bæði við bygg- ingu álverksmiðjunnar og hinnar nýju og stóru Sundahafnar. Við þetta bætist mikil fjárfesting ein- staklinga og fyrirtækja, sem allt keppir um vinnu- aflið. Þess vegna er ástæða til þess að velta því fyrir sér hvort ekki sé nauðsyn að allar þessar stóru fjár festingarframkvæmdir verði gerðar samkvæmt áætl- un, er tryggi það að sem mest jafnvægi geti haldizt á vinnumarkaðinum, en yfirboðin gangi ekki á víxl með þeirri ofþenslu og vandkvæðum í launaskriði, sem af því hlýtur að leiða. Allar eru þessar fram- kvæmdir ánægjulegar og nauðsynlegar. En hér þarf að tryggja að þær auki ekki enn á verðbólguna og launaskriðið. Bæði Bretar og Norðurlandaþjóðimar hafa tekið upp slíka skipulagningu í fjárfestingarmál- um, sem miðar að því að beita vinnuafli og fjármagni á sem hagkvæmastan hátt. Þar er ekki um höft að ræða heldur skynsamlega hagstjóm. Sýnist vissu- lega tímabært að beita svipuðum ráðum hér á landi, svo samkeppni stórframkvæmdanna á vinnumark- aðinum sprengi ekki enn upp kaupgjald og verðlag í landinu. Sjónvarp á haustnóttum \ gjónvarpsdeilan í Vestmannaeyjum mun nú senn leysast. Hún er merki um þann áhuga sem víða um land ríkir á þessu nýstárlega fjölmiðlunartæki. Hvað sem endurvarpinu frá Keflavíkurstöðinni líður þá mun ekki langt þar til Vestmannaeyingar geta séð sjónvarp hindrunarlaust — sjónvarpið frá Reykjavík. Nú styttist óðum þar til það hefur starf sitt. Mikill undirbúningur er að baki og þess að vænta að vel takist til, er sendingar hefjast nú á haustnóttum. Verður þá tekinn vindurinn úr seglum þeirra sem hæst hafa deilt um Keflavíkursjónvarpið. HAFNBANN í STAÐ INN- RÁSAR í N-VIETNAM i fréttum frá Washington til Noröurlandablaða segir, að þar telji menn vaxandl líkur fyrir, að • frekar verði farin sú leið, að leggja tundurdufl í Tonkin- flóa úti fyrir ströndum Norður- Vietnam og innsigHngarlelðum til Haiphong, heldur en að gera innrás f landið, Ennfremur seg- Ir f fréttum, aö skoðanamunur- inn f þess. efni milli hemaðar- leiðtoganna og stjómmálaleið- toganna sé að koma æ greini- legar í ljós. Aö leggja tundurduflum í Tonkinflóa er greinilega sú leið, sem stjómmálamennimir, eink- um í flokki republikana, hallast að. Þeir segja, að með þessu móti sé unnt, með hægustu móti að hindra aðflutninga til Norð- ur-Vietnam, og minni líkur væru til, ef þessi leið væri far- in, að f odda skærist milli Banda ríkjanna og Sovétríkjanna út af Vietnam. Bent er á það oftlega, þegar þetta er á dagskrá, að þegar ískyggilegast horfði út af Kúbu 1962, var lýst yfir hafnbanni af hálfu Bandaríkjanna til þess að hindra flutning á sovézkum eld- flaugum til Kúbu. — Hins veg- ar fara stjómmálamennimir mjög varlega og era lítt hrifnir af því, að herstyrkur Bandarikj- anna f Suður-Vietnam verði stór aukinn, og sama gegnir um til- lögur um innrás í N. V. KOSNINGAR FRAMUNDAN. En svo eru líka kosningar framundan á hausti kom- anda, og pólitíkusamir fara vel að háttvirtum kjósendum, en á bandarískum heimilum yröi það ekki fagnaðarefni, ef ákveðiö yrði að senda 100.000 unga menn til Vietnam til viöbótar fleiri — einfaldlega þar sem - rgir efast um, aö það veröi til að stytta styrjöldina, en það er áhugamál alls almennings. Vitanlega era undantekningar — það era nokkrir stjómmála- menn, sem tala drýgindalega og hika ekki við að mæla með veralegri aukningu landhers Bandaríkjamanna í S. V. Og einn þeirra er Richard Nixon fyrrverandi varaforseti Bandaríltjanna. Það kemur nú æ oftar og skýrar I Ijós, að Nixon hyggst gefa kost á sér sem forsetaefni republikana f næstu forseta- kosningum (1968). „Það er greinilegt að fyrir honum vakir að menn sannfærist um það smám saman, að hann sé hinn framsýni maður, er hafi tekið rétta stefnu með því að mæla með auknum aðgerðum í Viet- nam.“ En það er jafnaugljóst mál, að yfirhershöfðingi Bandaríkjahers í Suður-Vietnam, Westmoreland er á öðra máli. Hann vill auka landherinn, eftir þörfum, en er varfærinn og lætur ekkert uppi um það fyrirfram hve mikið lið þurfi að senda þangað þann tíma, sem styrjöldin kann að standa. Hann lagði áherzlu á, að þess sæjust ekki merki að sprengjuárásimar hefðu haft þau áhrif á fjandmennina, að þeir væra famir að guggna á að halda styfjöldinni áfram, og hann lýsti sprengjuárásunum sem stuðningsaðgerðum við hemaðinn sunnar. Þetta var, er hann ræddi við forsetann ný- lega suður f Texas. Hann vildi ekki taka á sínar herðar neina ábyrgð vegna þeirra staöhæfinga í fréttum, aö senda þyrfti 750.000 menn um þaö er lyki til Vietnam og hann tók yfirlpitt gætilega afstöðu eins og Johnson forseti í fyrri viku. Wallace M. Greene yfirmaður landgöngusveita Bandaríkjaflot- ans hefur nú f viðtali við frétta menn játað, að hafa sagt, að á- ætlanir um slíkan herstyrk í Vietnam hefðu verið gerðar. Hann kvaðst þó ekki hafa vitn að til neinnar rannsóknar, sem leiddi til þeirrar niöurstöðu, að senda þyrfti 750.000 hermenn til S.-Vietnam. Það hefur nú ver ið kunnugt dögum saman í Washington, að Wallace var heimildarmaður fréttanna í þessu efni. Þegar hann nú neitar þessu og samtímis neitar niðurstööu áætlunarinnar, er augljóst, að hann hefur beitt sömu aðferð og er svo algeng í Bandaríkjun- um: Háttsettur embættismaður borgaralegur eöa hemaöarlegur ákveöur að kynna fréttamönn- um skoðanir sínar er tækifæri býðst, en foröast að taka á sig beina ábyrgð eða láta nafn- greina sig sem heimildarmann og er þá gengið út frá að frétta mennimir geti þess aöeins að þeir hafi upplýsingar sínar frá áreiðanlegri heimild, eða hátt- settum manni, sem hafi öll skil yröi til að fylgjast vel með. Þeg ar það svo síast út, eins og oft vill veröa, að hann sé heimild- armaöurinn, tekur hann þaö skref sem er jafnhefðbundið („traditionelt") — að neita að hafa látið sér um munn fara þau hættulegu orö, aö her- stjómin líti á 750.000 sem há- mark til þess aö tryggja sigur í 5 ára styrjöld, aö því tilskyldu að fjandmennimir auki ekki her Richard Nixon — vill verða for- setaefni. afla sinn. Og tilganginum er náð kröfumar fá mjög aukna á- heym án beins tilstuönings nokkurs, að minnsta kosti ekki ' forsetans. Samtímis koma svo fréttir um ummæli sem hníga í sömu átt, úr blöðum og tímaritum í Suð- ur-Vietnam. Þar er lögð áherzla á, að Bandaríkin hafi 290.000 manna lið I Vietnam, en hafi ekki bann mátt til þess að láta til sín taka sem almennt sé ætl- að, þar sem helmingur mannafl ans sé bundinn við skyldustörf í foringjaráðum og herbúðum — þeir hafi því raunverulega að- eins 51 herdeild (bataljónir) til þess að berjast gegn-fjandmönn unum, sem hafi 177 þótt þær að vfsu séu ekki eins mannmarg ar og þær bandarísku. Mno klappar — Mao klappar og brosir breiðu brosi. Hann er að þakka ein- róma stuðning miðstjórnar Kommúnistaflokks Kína i „menn:ngarbvltingunni“.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.