Vísir - 18.08.1966, Blaðsíða 6

Vísir - 18.08.1966, Blaðsíða 6
5 VÍSIR - Fimmtudagur 18. ágúst 1966. Læknamiðstöð - Framh. at bls. 1. Vísjx hafði í morgun sam- band við Gísla Auðunsson, sem nú starfar á Landspitalanum og spurði hann nánar um þessa fyrirhuguðu nýskipan. — Það er ætlun okkar að vinna að því að koma upp læknamiðstöð á Húsavík, þótt ekki verði hægt að tala um eiginlega miðstö.ð meðan við verðum aðeins tveir, en svo verður i vetur. Daníel Daníels- son fyrrverandi héraðslæknir sem ráðinn hefur verið sjúkra- húslæknir verður fjarverandi í vetur, fer utan til framhalds- náms, en er hann kemur aftur verðum við þrír á Húsavlk. Er ætlunin aö starfa á sama grund- velli og gert er víða í Bret- landi og eru áætlanir um að koma upp slíkri skipan víðar hér á landi. Er áhugi mikill á þessu, bagöi frá okkar hendi svo og ráðamanna nyrðra. — Fyrirkomulagið á fyrir- hugaðri læknamiðstöð á Húsa- vík verður þannig að samlags- sjúklingar verða hjá okkur báð- um og verðum við með sameig- inlega spjaldskrá. Við höfum sömu stofu, sama aðstoðarfólk og skiptum með okkur vöktum. Eru Húsvíkingar búnir að ráða tvo starfskrafta til okkar, rann- sóknarmanneskju (laborant) og ritara, en hvort tveggja er frumskilyrði fyrir því að hægt sé að reka læknaþjónustu með einhverjum myndarbrag úti á landsbyggöinni. — Hugmyndin er að við byrjum daginn með því að ræða saman um þau tilfelli sem eru á dagskrá og síðan skiptum við með okkur störfum á sjúkra- húsi, læknastofu og útköllum. Munum við jöfnum höndum gegna sjúkraköllum út I bæ og sveitimar en læknishéraðið nær yfir Húsavik og Tjömes, hluta af Reykjahverfi, Aðaldal og Kinn og Flatey á Skjálfanda.Það sitja læknar í nágrannahéruðun- um, á Breiðumýri og Raufar- höfn. En ef svo fer sem alveg PERSTORP PLATTAN Sænska harðplastið viðurkennda fyrirliggj- andi í miklu úrvaii. Verðlækkun Sntiðjubúðm við Háteigsveg. — Sími 21222 Smiður eðo vanur maður óskast til húsgagnaframleiðslu. Eingöngu reglusamur maður kemur til greina. Mikil vinna. Uppl. í síma 41791. íbúð óskast 3 herb. íbúð óskast fyrir Bandaríkjamann giftan ís- lenzkri konu. Sími 19911 kl. 8-5 til föstudags. Háseta vantar á dragnótabát sem er með víra. Uppl. í síma 10344. ATVÍNNA Okkur vantar nú þegar vana saumakonu, einnig karlmann með ökuréttindi. Verksmlðjan DÚNA Auðbrekkú 59, Kópavogi eins má búast við að að því komi að ekki fáist þangað læknar má búast við að íbúar þessara héraða þurfi að sækja lækni til Húsavíkur þótt um langan veg verði að fara. Það er vart að búast við því að hinir ungu læknar geti sætt sig við þær aöstæður sem era viða í læknishéruðum úti á landi, þótt gömlu mennimir hafi látið sig hafa það. Skilyrðin fyrir læknana eru svo langt á eftir kröfum tímans — læknirinn er bundinn í báða skó og hefur því sjaldan tækifæri til að komast burtu um skeið og afla sér framhaldsmenntunar. — Það er hugmynd okkar að haga störfunum á Húsavík þannig að við getum skipzt á um að fara utan og bæta og auka okkar þekkingu, því að slíkt er alger nauðsyn hverjum lækni i dag. Einnig munum við geta haft frjálsari hendur með að sækja ráðstefnur og þing i Reykjavík um heilbrigöismál, en hér er miðstöð lækna og heilbrigðisþjónustunnar. — Þótt við höfum verið ráðnir norður er ekki búið að ganga frá formsatriðum varð- andi ráðninguna, en frá þeim verður gengið á næstunni. Mun annar okkar að Ifkindum fara norður í október og hinn í nóv- ember. Dauðaslys — Framhald af bls. 1. samstundis. Eins og sést á myndinni sem fylgir, er bilið miili gröfunnar og staursins allmikið, er stjóm hús gröfunnar snýr eins og þaö er á myndinni, en er því er snú ið til að láta mold ofan á bíl- pallana eða til að láta moldina á skurðbakkann verður bilið milli staursins og aftari hluta stjómhúss gröfunnar fáir senti metrar. Atburöir sem þessir hljóta að vekja menn til umhugsunar um viðbúnað á stöðum þar sem veriö er að vinna slík verk, sem í þessu tilfelli Allir hljóta að vita og sjá að á mörgum stöðum í borginni er verið að vinna aö skurðgreftri, verið er að steypa upp hús, gatnageröarfram- kvæmdir eru í fullum gangi og þannig mætti lengi telja. Allir slíkir staöir bjóða hættunni heim, og það verður að segja aö á mörgum stöðum eru gerö- ar harla litlar eöa alls ekki nein ar varúðarráðstafanir til að hindra slys. Blaðinu er þó ekki kunnugt um, að slíkt hafi verið um að ræöa í þessu tilfelli, en allir ættu aö muna að of seint er að byrgja brunninn er barnið er dottið ofan í hann. Erlendis munu vinnustaðir sem þessir vera girtir af, og alls enginn samgangur vera á milli barn- anna og vinnutækjanna á göt- unni, enda slíkt með öllu óhugs andi og með öllu óverjandi, þó við lýði sé hér á landi. Reglu- gerð varðandi öryggi á vinnu- stöðum mun nú í endurskoðun og er sú athugun langt á veg komin og vonandi veröur tekið strangt á brotum á henni og verulegt eftirlit haft með að sú nýja reglugerð verði haldin. Þéttir ailt Heildsölubirgóir: Hannes Þorstein&son, heildverzlun. Hallveiaarstie 10 Sirm 'Í4455 Húsavík — Framh. af bls. 1. huganir heföu ekki farið fram á þeim fyrr en í ár. Er Lauga- dalur 300—400 metra frá mið- bæ Húsavíkur en auk holanna þar var borað hola inni á sjálfri Húsavík og hefur hún enn ekki verið athuguö. Fyrir mörgum áram var gerö áætlun um hita- veitu frá Hveravöllum i Reykja hverfi en þegar til kom þótti um of langan veg að fara og hætt var við framkvæmdir. Nú, er Húsvíkingar eru með heitt vatn við bæjardymar er að von um mikill hugur í þeim að nýta þaö, en engar áætlanir um hita- veitu veröa gerðar fyrr en fullnaðarathugun hefur farið fram á borholunum. Síldin — Framh. af bls. 1. Langanesi og orðið var við eitt- hvert síldarmagn, en mun minna en á veiöisvæðinu nyrðra. Flutninga- skipið Cirion er væntanlegt á miðin um hádegi í dag og tekur það afla 4 fyrstu skipanna. En alls höfðu 6 skip tilkynnt um afla af norðurslóðum kl. 8 í morgun og höfðu þó fleiri fengið afla, eða voru með góö köst á síðunni. Samtals tilkvnntu 14 skip um afla til síldarleitarinnar síðasta sólarhring, 24.402 tonn. Trefjagler — Framhald af bls. 16 og fremst ætluð sem sumarbú- staðir eöa hús fyrir mótel. Trefjaglershús Cadoviusar hafa vakið geysilega athygli á sýningunni. Sumum finnast hús in vera of byltingarkennd, en bæði fagmenn og leikmenn taka þau samt alvarlega. Cadovius hefur of gott álit til að hægt sé aö yppta öxlum út af hug- myndum hans. Cadovius hefur lagt um 20 milljónir íslenzkra króna í bygg ingu húsaverksmiðju sinnar. Kynferðisbrot — Framhald af bls. 16 að aka þeim í laugina. Þegar stúlkurnar voru komnar upp í bif- reiöina ók hann þeim upp fyrir borgina, þar sem hann sagöi þeim aö fara úr bifreiðinni og úr fötun- um. Litlu stúlkurnar urðu þá hræddar og fóru að gráta. Viö það hætti maöurinn við áform sín og ók þeim aftur í bæinn. Önnur stúlknanna sagöi móður sinni frá þessum atburöi og gat hún gefið lýsingu á manninum og bílnum. Hann var síðhærður og ók í ljósleitum bíl. ► Sett hefir verið hrjúft lagt á Strikið i Kaupmannahöfn til þess að koma í veg fyrir að farand-listamenn legðu götuna undir sig til þess að mála á hana myndir, en með því aura þeir sér dálftið inn. Var orðið svo mikið um þetta, að það tru-Taði umferð. — En nú kvartn konurnar — segja stiletto-hælana sína eyðileggjast eða slitna um of á ósléttri göt- unni. Auglýsing í Vési eykur viðskiptin Reykjaborg — Framhald af bls. 1» sjór aö komast aö síldinni á dekkinu til þess aö velkja hana. Skipinu mun við þetta einnig aukast burðarþol. — Á síld- veiðum verður síldinni dælt úr nótinni upp í skipið, en ekki háfuð, eins og yfirleitt hefur tíökazt hingað til. Á þorsknóta- veiðum veröur hins vegar háfað niður um lúgu á efra þilfari. Skip, sem þannig er útbúið er algjörlega sérhæft til nótaveiða og mun trúlega illfært að stunda á þeim annan veiðiskap, nema með einhverjum aukaráðstöf- unum. Norömenn hafa gert til- raun með þannig yfirbyggt skip sem verið hefur á veiðum við Grænland og Nýfundnaland í sumar og reynzt vel. Læknar — Framh. af bls. 5 gera það upp við sig hvaö hann geröi í þessu efni, en samtökin mæla ekki meö því að sjúkrahús- læknar endurnýi samninga, sem þeir búa við, er þeir ganga úr gildi. Brezka læknafélagið THE BRIT- ISH MEDICAL ASSOCIATION hef ir fengið mörg mótmælabréf frá læknum vegna kaupbindingar- stefnunnar og einkum hafi marg- ir ungir læknar við orð, að flytja úr Iandi, og horfurnar séu ærið ískyggilegar. Einnig hafa nokkrir læknar að sögn I huga að hætta læknisstörf- um vegna þess hvemig að þeim er búið. Vietaam — Frh. af bls. 5: sumar af þessum ræðum voru fluttar í Bandaríkjunum. — í fyrra hvatti Pearson til þess að Bandaríkin hættu sprengjuárásun- um á Norður-Vietnam til þess að komast að raun um hvort það yrði til þess að greiða fyrir samkomu- lagsumleitunum um frið. Pearson sagði í morgun, að fundurinn hefði verið ákveðinn þegar forsetinn gerði fyrirspum um hvort honum hentaði að koma til Campobelloeyjar. Pearson á- formar að fljúga til St. Andrews í New Brunswick á laugardag og fara þaðan til eyjarinnar á sunnu- dagsmorgun til þess að hitta John- son forseta og konu hans. Þetta verður önnur heimsókn Johnsons til Kanada síðan hann varö for seti, og þetta veröur þriðja heim sókn hans til annarra landa, þv að hann hefir einnig heimsót Mexikó. Pearson sagðist fúslega ræða vif Johnson um heimsvandamálin þrátt fyrir miklar annir vegna erf iðra ir.nanlandsvandamála, sen biðu úrlausnar, m. a. væri hætt vif verkfalli á ríkisjárnbrautunum. Sþrótfir — mhald at bls 2 Belgíumeistari og jafnfram varð varalið þess einnig sigur vegari í varaliðakeppni 1. deild ar. 1932 tók það aftur þátt Evrópukeppni meistara og sl fyrst út Noregsmcistaraní Frederiksstad, með 2—1 og 2- 0. í „kvartfínal“ sigraði Stand ard Glasgow Rangers í Liég með 4—1, en tapaði i Glasgor með 2—0. Hélt því áfram á haj stæðara markahlutfalli. 1 und anúrslitum lék félagið við Ra Madrid, en þar var við ofuref að etja. Enn verður Standar Belgíumeistari 1963, en er slegi út úr Evrópukeppninni í Norrköping í Svíþjóð. Árið efi ir er félagiC í úrslitum í Belgít en tapar fyrir Anderlecht.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.