Vísir - 18.08.1966, Blaðsíða 15

Vísir - 18.08.1966, Blaðsíða 15
VÍSIR . Fimmtudagur 18. ágúst 1966. /5 fara. Clalre stóð upp líka og gekk til hans. — Ég ætla að fylgja þér út góði. Um leið og hún gekk fram hjá Leonie stanzaði hún og leit niður á hana. Hún brosti eilítið, eins og hún vildi segja: Ég tek mér þetta ekkert nærri, sem Hilda var að segja. Ég veit að Philip elskar mig. Hann segir henni ekki frá okkur í kvöld, hugsaði Leonie með sér, ekki laus við vorkunnsemi. Ég mundi ekki gera það, ef ég væri í hans sporum. Hún er svo þreytu- leg og föl. Hilda fór á eftir þeim er þau gengu út. Hún bauð öllum góða nótt áður en hún lokaði dyrunum á eftir sér. — Julian, rumdi í Venetiu. — Farðu á eftir henni og komdu henni í rúmið. Gefðu henni svefnpillu úr dósinni minni í meðalaskápnum. Þegar þær voru orðnar einar sneri Venetia sér að Leonie. — Þarna sérðu hvemig ævi Julian á í hjónabandinu með þessari kvensu Hún er aumingi og kveinkar sín hvað lítið sem er. — Hún hefur ekki náð sér enn þá eftir áfallið, amma. Þetta hefði getað drepið hana. — Já, sagði Venetia hægt og bít- andi. — Víst hefði það getað farið svo. Svo iðkaði hún augunum aftur Leonie langaði til að fara að hátta, en venjulega varð einhver að sitja Venetiu til samlætis þang að til henni þóknaðist að fara úr stofunni. Hún sat hreyfingarlaus með lokuð augun og andlitið eins og óráðin gáta. Claire kom inn aftur og sagöi: — Það er farið að rigna. Venetia opnaði augun og vaknaði til lífsins aftur. — Hvenær ætlið þið Philip að giftast? Claire varð ánægjuleg. — Næsta vetur, ef allt gengur vel. — Og hvar á brúðkaupið aö verða? — Ég á ættingja í Norfolk Ég get gifzt þar. — Eða héma, sagði Venetia. Nú birti yfir Claire. — Héma? Það væri gaman. Helclurðu að það væri hægt? — Góða barn, hann afi þinn var góður kunningi minn. Það væri ekki nema sjálfsagt að þið giftuzt héma. Við gætum kannski opnað músíkstofuna og haft móttökuna þar ... Venetia kinkaði kolli. — Fólk er svo minnislaust. Það hefur gleymt öillu þegar þar að kemur. — Hér er nóg rúm þó við not- um ekki músíkstofuna flýtti Claire sér að segja. — Við gætum skreytt forstofuna. Og það væri ljómandi fallegt ef viö gætum notað sviös- Ijósin, sem Marcus notaði við há- tíðleg tækifæri. Venetia rétti úr sér í stólnum. — Hvað veizt þú um þau? Ég rakst á þau uppi á háalofti nýlega. Ég veit ekkert hvemig hann notaði þau, svo að ég skil ekki hvemig þú... Claire roönaði. — Æ ... ég held að hann afi hafi sagt mér frá þeim.. . Hún stóð upp. — En hvað sem öðm líður væri það há- tíðlegt að fá að halda brúðkaupið héma. Ég er þér innilega þakklát fyrir það. Hún brosti. — Hefurðu nokkuð á móti því að ég fari aö hátta? Ég hef átt svo annríkt í dag. Venetia horfði á eftir henni þeg- ar hún fór út úr stofunni. Leonie heyröi hana tauta, eins og hún væri að tala við sjálfa sig: — Clarie hefur komið hingað áður. Svo sneri hún sér snöggt að Leonie. — Vissir þú það, Leonie? Hún lætur sem hún hafi ekki þekkt Marcus, en hún gerði þaö. — Ályktar þú það ... af þvf að hún vissi um þessi ljós? Venetia kinkaði kolli. — Þau eru nýtízkulegri en svo, að hann afi hennar hafi nokkum tíma séð þau En hún hefur komið upp um sig á annan hátt líka. Síðan hún kom Passamyndir Teknar í dag — Tilbúnar á morgun. Sér tímar eftir samkomulagi. Ljósmyndast. Péturs Thomsens Ingólfsstræti 4. Sími 10297, eftir kl. 7 sími 24410. hingaó á heimilið hefur ekki verið hægt að sjá betur en að hún væri gamalkunnug hérna. Henni datt ekki í hug að láta sem hún þekkti ekki húsið. Hún hefur líklega hald ið að ég væri orðin of gömul til að taka eftir því, og þið hin hafið um svo margt aö hugsa. — En hvers vegna segir hún ekki frá þvi, ef hún hefur verið hér áður? spurði Leonie. — Það er það, sem mér er for- vitni á að vita. Hún varð svo ginn- keypt fyrir því að fá aö halda brúð kaup hérna, að hún gleymdi að fara varlega. Hvers vegna þarf hún að fara varlega? Venetia stóð upp, stirðlega. Hún starði framundan sér og lúinn kroppurinn stirðnaði, eins og hann yrði að steini. — Claire, hvíslaði hún. — Auövitað hefði það getað verið Claire. — Hvaö áttu við. Venetia Ieit hægt við. Augnaráð ið var fjarrænt, eins og hún hefði horft inn í fortíðina og ætti erfitt með að samlagast nútímanum aft- ur. — Ég er þreytt, sagöi hún, en svaraði ekki spurningu Leonie. — Ég ætla að fara að hátta. Auðvitað hefði það getað verið Claire! Hvað? Og hvað var þaö sem hafði lostið hug gömlu kon- unnar með svo miklu ofurmagni að hún hafði í svip misst tengslin við umheiminn? NAFNLAUST BRÉF Leonie fór niður til þess að slökkva. Ötidyrnar stóðu í hálfa gátt og hún opnaöi þær alveg og gekk út í garöinn. Oðarigning var úti. Leonie gekk spölkom niður heimreiðina og and aði að sér hreinu rigningarloftinu áður en hún sneri til baka inn í húsið. Dyrnar voru upp á gátt og þaðan sem hún stóö gat hún séö brún- ina á borðinu í forstofunni og bein ar línurnar í dyraþrepinu. Allt í einu datt henni f hug að einhver hafði verið að tala um forstofuna. Claire! Claire hafði minnzt eitt- hvað á þaö að hún hefði setið í bíl og verið að bíða eftir Philip, og að þegar Marcus hafði opnað dymar hefði hún séð ábreiðumar á þil- inu og blómaskálina á borðinu. En þama af hlaðinu var hvorugt af þessu hægt að sjá. Þama var ný sönnun fyrir því að Claire hafði komið í húsið áður. Hvers vegna sagði hún þá ekki: „Já, ég þekkti Marcus “ Hvers vegna þurfti hún að ljúga — nema hún hefði eitthvað að óttast? Nema hún til dæmis, hefði komið þangað daginn sem hann dó? — Þú hefðir átt að vera háttuð fyrir löngu. Leonie leit viö og sá Julian koma upp götuna frá vinnustofunni sinni. — Ég ætlaði að fá mér hreint loft fyrst) sagði hún. — Og verða blaut í rigningunni! Hann rétti fram höndina og snerti við henni. — Hárið á þér er renn- blautt! — Þetta er ekki nema úði. Komstu Hildu í bólið? — Nei, vitanlega ekki. Hún ætti að vera orðin nógu gömul til að geta háttað sjálf. Ég var að taka til í vinnustofunni minni. Það er bezt að láta hana ekki þurfa að sjá mig. Það er auöheyrt að hún heldur að ég eigi sök á þessu slysi hennar. — Vesalings Hilda! Það er ekki gaman að lenda í svona. — Já, það segirðu satt, sagði hann. — En ■ það leggst í mig að þú hefðir hagað þér öðru vísi ef þetta hefði komiö fyrir þig. Þú ert svo blátt áfram, Leonie. Mikið þykir mér vænt um að þú skulir vera hérna. Ég vona að þú farir aldrei frá okkur. Og þaö vonar Venetia líka. Hann dró hana nær sér. — Viö skulum hittast í London einhvern daginn. Borðaðu með mér eitthvert kvöldið! — Við sjáumst alltaf hérna . .. sagöi hún. — Fólk tekur eftir okkur hérna. — Er nokkuð við því að segja? — Þú taldir ekki eftir þér aö hitta Philip inni í borginni, sagði Julian. — Þú lézt hann koma heim til þín .., Leonie ýtti honum frá sér og ætl aði að komast fram hjá honum, en hann greip um úlnliðinn á henni. — Þú ert að leika þér að eldinum og ég held að þú vitir það. Claire sleppir Philip aldrei, og ef hann reynir að sleppa undan lmpni, þarf heppnin að vera með. En ég — Leonie, þú veizt að ég verð rík- ur þegar Venetia deyr. Það er það eina sem Hilda er að bíða eftir — sanngjarnar sárabætur. Þegar ég er laus við hana ... — Þú mátt ekki tala svona við mig! Slepptu mér Julian, slepptu mér. En hann dró hana að sér og reyndi að kyssa hana. — Hlust- aðu á mig — geröu það fyrir mig — Leonie ... góða ... Eitthvað hljóp yfir stíginn, eitt- hvað hvítt, sem hvarf inn í runn- ana. Köttur Hildu. Julian sleppti Leonie og vék til hliðar. Þau heyrðu hreyfingu í myrkrinu, einhver tók köttinn upp. Hilda! Hilda sem alltaf fór út á kvöldin til aö gæta að þv£ að kött urinn hlypi ekki niöur á götuna. Leonie hljóp inn í húsið og upp í herbergið sitt. Hafði Hilda verið úti? Og hafði hún séð aö Julian faðmaði hana? Hún hallaöi sér upp að lokaðri hurðinni og beið og hlustaði. Eftir skamma stund heyrði hún skóhljóð í stiganum — fótatak sem fjarlægð ist inn ganginn. Og svo varð allt T A R Z A N 'SABOK K0ARE7 GLEEFUU.Y AT THE SIGHT OF 'HELPLESS' PKEY CíMfO Sabor grenjaði upp við það að sjá þessa hjálparvana bráð ... Hvernig átti villidýrið að vita aö greinin, sem ég hélt á væri drápsvopn. hljótt í húsinu. í vikulokin kom Leonie í íbúðina sína i London áður en hún fór á leikæfinguna. Tvö bréf voru I póst- kassanum. í öðru var velkomin á- vísun. Svo opnaði hún hitt bréfið. Utanáskriftin var vélrituö. í um- slaginu var hálf pappírsörk og á. hana límdir prentstafir úr blaði, sem raðað haföi verið saman í orð: „Ef yður er annt um framtíð yð- ar verðið þér að fara á burt úr Heron House. Ef ekki, þá mun hefj- ast söguburður um yður. FUNDUÐ þér Marcus dauðan? Eða ... ? Leonie las þetta tvisvar með vaxandi skelfingu. Hver hatar mig svona mikið? hugsaði hún með sér. Hver er svona hræddur við mig? Fyrst datt henni í hug að brenna bréfið, gleyma að hún hefði nokk urn tíma séð það. En það var ekki svo auðvelt að gleyma hótuninni, sem fólst. í svo að segja hverju orði Hún skoðaði bréfið vandlega. Flestir stafii-nir voru illa klipptir eins og sendandinn hefði verið að flýta sér. En Leonie fannst samt að allt hefði verið hugsað vandlega. FRAMKÖLLUM FILMURNAR FLJÓTT OG VEL GEVAFOTO AUSTURSTRÆTI 6 METZELER hjólbarðarnir, eru sterkir og mjúkir, enda vestur-þýzk gæðavara. Barðinn hf., Ármúla 7 — Sími 30501 Hjólbarða- og benzínsalan v/Vitatorg — Sími 23900 Almenna verzlunarfélagiö h.f. Skipholti 15 — Sími 10199

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.