Vísir - 18.08.1966, Side 16

Vísir - 18.08.1966, Side 16
Ók með stúKkurnar út fyrir bæinn í vikunni gerði ungur maður sig sekan um tilraun til kynferðisbrots við tvær litiar stúlkur á aidrinum 7-9 ára. Lögreglan skýrir svo frá að stúlkurnar hafi verið á lfeiö í Sundlaug Vesturbæjar, þegar mað- urinn ók fram á þær og bauðst til Frh. á bls. 6. I Siasaður Norð- ntaður til Seyðisfjarðar Norska síldveiðiskipið Polar- fisk kom inn til Seyðisfjarðar um helgina með slasaðan mann. Hafði skipið verið að veiðum norður í hafi um helgina og fékk á sig nokkra sjóa. Einn skipverja féll þá í látunum með þeim afleiðingum að 4 rif brotn- uðu í síðu hans. Sigldi skipið þá rakleitt til Seyðisfjarðar, þar sem manninum var komið til hjúkrunar. Nornin, eftirlitsskipið, sem fvlgir norska síldveiðiflotanum, kom um sama leyti með síldar- skipið Gesima í eftirdragi af Jan Mayen miðum þar sem vél þess hafði bilað. VERÐUR LOKAÐ ÞILFAR B YL T- ING í SlLD VEIDUM? Reykjoborg fyrsta ísl. síldveiðiskipið með yfirbyggt þilfar Síldveiðiskipið Reykjaborg liggur nú bundið við bryggju í Hafnarfirði, þar sem verið er að byggja yfir þilfar þess. Skipstjóri á Reykjaborgu er Haraldur Ágústsson, sem á sínum tíma sýndi fram á á- gæti kraftblakkarinnar eftir að margir höfðu talið hana ó- nothæfa. Nú fer ekkert skip á síldveiðar án kraftblakk- ar og verður fróðlegt að vita hvort þessi tilraun veldur eins algjörri byltingu við veiðarnar. — Það er Stálvík h.f Garðahreppi. sem sér um yfirbygginguna og á henni að vera lokið 26. ágúst Kostnaður við þessa breyt- ingu er áætlaður y2 millj kr. Það hefur valdiö mjög mikl- um erfiðleikum við síldveiðam- ar undangengin sumur og ekki sízt í ár, að koma aflanum ó- skemmdum til hafnar. Þegar skipin fara með fullfermi til lands, hefur það viljað brenna viö, aö síldin velkist af sjó á dekkinu, en þar er jafnan síld- in, sem síðast veiðist, sú sem helzt gæti fariö í söltun. Þetta á einkum við, þegar löng sigl- ing er til lands, eins og í sumar enda hefur miklu minna verið saltað aö undanförnu, en á- stæða væri til eftir fitumagni og stærð síldarinnar. Stafar þetta eingöngu af volki við flutning- ana til lands. Má vera að hér sé fundin lausn á þessu vanda- máli, en allavega er þetta mjög athyglisverð tilraun. Yfirbyggingin á þilfarið verö- ur vatnsheld og á því enginn Frh. á bls. 6. Mi Hver lax kostaði 8000 Arnar óvenju misjafnlega veiðisælar i ár Veiðln í laxveiöiám landsins virð ist hafa skipzt í sumar eftir lands- hlutum. Þannig hafa árnar norðan- lands yfirleitt verið verri en í með- 1 Húsið er óvenjulegt að útliti, en einnig óvenjulega haglega innréttaö. ÓDÝR TREFJA GLERSHUS VEKJA MIKLA A THYGLI Flogið með hálfkúlu Cadoviusar á byggingarsýningu i Málmey Um þessar mundir stendur yfir byggingasýning í Málmey í Svíþjóð. Mesta athygli þar hafa vakið hús, sem hinn þekkti danski arkitekt Cadovius hefur teiknað og látiö framleiða. Það var flogið með húsin hans á sýningarsvæðiö. Þau dingluðu neðan í þyrlum, sem létu þau fá mjúka lendingu á grunnunum, sem geröir höfðu verið fyrir þau á sýningarsvæð- inu. Hús þessi eru úr trefja- gleri og eru í laginu eins og hálf kúla. Cadovius heldur því fram, aö það sé hin mesta meinloka, að hús þurfi aö vera ferhymd. Hringlagið sé mun hagkvæm- ara. Hann segist þess ennfrem- urfullviss, að húsagerð sín veröi einráð í húsabyggingum eftir 10—í-12 ár. Cadovius hefur áður vakið mikla athygli, þegar hann kom með system abstracta hús- gögnin, sem einnig hafa sézt hér á landi. Cadovius hefur stofnsett verk smiðju til að framleiða þessi hús. Fyrstu húsin eru lítil og henta sem sumarbústaðir. Þau eru 50 fermetrar að flatarmáli, tiltölulega einfaldlega innrétt- uð með tveimur svefnherbergj- um og stofu með krók fyrir eldhús og borðstofu. Verk- smiðja hans selur þessi hús full- innréttuð fyrir 130—140 þúsund íslenzkar krónur. Við það þarf að bæta kostnaði við innflutn- ing, tolla og grunn. Síðar ætlar Cadovius aö hefja framleiöslu stærri húsa af þess- ari gerð og verða þau miöuð við, að búið verði í þeim allt ár- ið. Hin litlu hús,, sem eru á sýningunni í Málmey eru fyrst Framh. á bls. 6 ItÍÉÉIpf Svona voru ■ húsin flutt á sýn- inguna. alári, en laxveiðiárnar sunnanlands jafngóðar eða jafnvel betri. Veiðin í Miðfjarðará hefur veriö með lélegasta móti í sumar. Eru ný aðeins um 400 laxar komnir á land. Hefur veiðin frekar versnað þar undanfarið, heldur en batnað. Veiöihópurinn, 9 menn, sem hafa verið þar undanfarna 3 daga, hafa aðeins veitt 10 laxa. Borgar veiði- hópurinn 67,500 kr. fyrir veiðileyf- ið, en rúmar 12.000 kr. fyrir kost- inn, svo að hver lax hefur kost- að 8000 kr. í Hrútafjarðará hefur veiðin ver- ið með . minna móti í sumar. í altt sumar hafa aðeins komið um 100 laxar á land á tvær stengur. Víðidalsá virðist vera undantekn ing meöal norðlenzkra laxveiðiáa. Hafa veiözt þar á 6. hundrað lax- ar í sumar, sem er um 100 löxum minna, en veiðzt hafði á sama tíma í fyrra. Laxinn þar í sumar hef- ur verið mjög vænn. Smálax hef- ur varla sétzt og megnið af löx- unum verið 10—20 pund og þar yf- ir. Geysilega mikið hefur veiðzt af vænni bleikju í sumar, svo að veið in er betri í ánni í þaö heila, en var í fyrra. Veiðin í Norðurá hefur verið mjög góð í sumar. Hafa þegar fengizt yfir 1000 laxar í ánni, en í allt fyrrasumar fengust rúmlega 800 laxar. RANNSÓKN í FULLUM GANGI Annar þjófnaður upplýstist vegna kirkjuránsmálsins ■>t\i Rannsókn á ráni kirkjumunanna úr Krýsuvíkurkirkju nú fyrir stuttu er í fullum gangi hjá Hafnarfjarð- arlögreglunni. Rannsóknin hefur þegar leitt í Ijós, að rániö hefur veriö framiö á tímabilinu frá bví síðdegis á laugardag og til kl. 9-9.30 á sunnudagsmorgun og má segja aö hringurinn hafi þrengzt allverulega, varðandi tímasetningu ránsins. Rannsóknarlögreglumaður í Grindavík, þar sem heyrzt hafði um koparsölumenn á ferðinni. Sú rannsóknarferð bar þann árangur að annar koparþjófnaður upplýstist Skipsklukka, sem stolið hafði ver ið áður. kom þar í leitimar. Það hlýtur að vera von allra aö kirkjumunirnir komi í ljós, heilir og óskaddaðir, og albezt væri, að sá er verknaðinn frgmdi skilaði mununum aftur og er hér meí

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.