Vísir - 30.08.1966, Blaðsíða 2

Vísir - 30.08.1966, Blaðsíða 2
2 V í S IR . Þriðjudagur 30. ágúst 1966. EM í frjálsum íþróttum hefst í Budapest í dag Tveir isl. iþróttamenn eru með, þeir Jón Þ. Olafsson og Valbjörn Þorláksson Áttunda Evrópumeistara- mótið í frjálsum íþróttum frá Malmö í fyrradag ásamt hóp- | um frá hinum Norðurlöndunum og | var keppendum komið fyrir í EM- hefst í dag kl. 14.30 að ÍS- í,orPinu í Gödöllö sem er um 30 km , , , , _, , fyrir utan Budapest, en þama búa lenzkum tima í Budapest. Alls eru mættir 900 þátt- takendur til keppninnar frá 31 landi, en þar á með- al má finna tvo keppendur frá íslandi, þá Jón Þ. Ólafs- son, sem keppir í hástökki, og Valbjöm Þorláksson, sem keppir í tugþraut leikj anna. EM f Budapest verður opnað af vemdara leikjanna, Istvan Dobi, forseta Ungverjalands, en kl. 13.25 hefst keppnin og verður 20 km gangan fyrsta greinin sem lýkur. Þá fer fram f dag undankeppni í langstökki, undanrásir í 100 metra hlaupi, 400 metrar kvenna (undanrásir), kringlukast, undan- keppni kúluvarp kvenna til úrslita, 1500 metrar, undanrásir, 10 kfló- metra hlaup, 100 metrar kvenna, undanrásir og 400 metra hlaup undanrásir. íslenzka sveitin kom flugleiðis um 2000 manns, frjálsfþróttamenn, þjálfarar, aðstoðarmenn og farar- stjórar. Heldur er spáð lélegum veður- skilyrðum fyrsta daginn á Nep- vellinum glæsilega, þar sem keppn- in fer fram, en í dag verður völl- urinn þéttsetinn, 78.000 manns munu fylgjast með opnunarathöfn- inni og fyrstu keppnisgreinunum. Baldvinsson (liggjandi) var nærri því að skora í þetta skipti, en Guttormur varði glæsilega. (Ljósm. ^Bjarnleifur). KR SCTTIÞR0TT CNDAN- LSSA mUR / 2 DIILD Staðan Keflavlk 9 5 2 2 19:10 12 Valur 9 5 2 2 18:12 12 KR 9 4 2 3 19:11 10 Ak.eyri 9 3 4 2 13:14 10 Akranes 9 2 3 4 11:14 7 Þróttur 9 0 3 6 7:26 3 — og nú á KR möguleika á að verða Is- landsmeistari, þótt likurnar séu litlar f gærkvöldi fór Þróttur endanlega niður í 2. deild í . knattspyrnu, en til þessa hefur liðið haft möguleika á að halda sér uppi. Það voru KR-ingar, sem sáu um að svona fór, unnu Þrótt auðveldlega og höfðu yfir- tökin mestallan leikinn. Sigur KR varð 5:0, en fyrir nokkrum dögum vann KR Þrótt í fyrri leik liðanna 5:1. Það var sammerkt leikjunum að Gunnar Felixson var aðaldriffjöðrin í KR-framlínunni og átti stærstan þáttinn í mörkunum, enda þótt hann skoraði nú ekki sjálfur eins og síðast, — en þess í stað lagði hann upp fyrir félaga sína, sem skoruðu mörkin. Þróttur byrjaði vel í þessum leik ekki hvorir aðra og allt rann eins og í fyrri leiknum gegn KR. En þegar líða tók á leikinn var eins og liðið hætti að hafa trú á sjálfu sér, leikmenn fundu Enska deildakeppnin út í sandinn, en fáránlegar einstaklingstilraunir komu í stað- inn og oftast lauk þeim við fæt- ur einhvers KR-ingsins. Knattspyrnan f þessum leik var á algjörum núllpunkti, en það litla sem sást af viti var frá KR-ingum og einkum þó framlín- unni, sem tókst oftast vel upp gegn vöm Þróttar. Fyrsta markið í þessum leik var mark Eyleifs Hafsteinssonar á 13. mínútu. Gunnar Felixson brauzt upp og lenti í einvígi við Gutt- orm markvörð, en frá þeim hrökk boltinn til Eyleifs, sem var f góðu færi og skoraði örugglega fram hjá varnarmanni Þróttar á mark- línu. Þróttarar áttu allsæmilegar til- raunir til að jafna. Öm Steinsen átti mjög fallega tilraun, vippaði boltanum yfir KR-vömina úr þvögu, en boltinn lenti ofan við þverslá og yfir. Ekki vom fleiri mörk skoruð í fyrri hálfleik, en KR átti talsvert meira í fyrri hálf- leiknum. Seinni hálfleikurinn var sérlega lélegur hjá Þrótti, en KR-ingar öllu betri. Eyleifur skoraði 2:0 eftir 7 mínútur, átti fast skot af vítateig með jörðu, Guttormur hálfvarði en missti undir sig og inn. Eyleifur skoraði þriðja mark sitt og KR-liðsins á 13. mínútu og þá átti Gunnar Felixson veg og vanda af markinu. Hann sótti að marki Þróttar og hafði betur f keppni við Guttorm úti í mark- teignum, gaf boltann fyrir frá enda- mörkum á Eyleif, sem var á mark- línunni og þurfti ekki annað en að ýta boltanum í markið. Fallegt skot Jóns Sigurðssonar af vítateig á 22. mín. færði KR 4:0. Skotið var fast og lenti vel úti í hominu, óverjandi fyrir mark- vörðinn. Þegar 5 mínútur vom eftir af leik var Gunnar Felixson enn úti við endamörkin og sendi boltann skemmtilega út til Harðar Mark- an, v. útherja, sem var á fleygi- ferð og skaut viðstööulaust í mark- ið af stuttu færi, 5:0. Þannig lauk má segja lj deild- ar vem Þróttar. Enn einu sinni hefur Þróttur brotizt upp í 1. deild og fallið niður eftir eitt keppnistímabil, — það er eins og kjarkinn og baráttuna vanti í lið- ið. Það hefur marga leikmenn, sem eiga að geta náð langt, en það eitt er ekki nóg. Það þarf meira til og það er atriði, sem Þróttarai þurfa að hugsa um. KR-liðið settist nú við hlið Ak- ureyringa með 10 stig og á það enn möguleika á aö vinna 1. deild- ina í ár, — það er möguleiki, en til þess verða Valsmenn að tapa fyrir Þrótti og sá möguleiki ei ekki stór. Einnig yrðu KR-ingar að sigra Keflavík og sá möguleiki ei Framh. á bls. 6. Úrslit leikja 1 ensku deilda- keppninni sl. laugardag urðu þessi: 1. deild. i ,rsenal-Aston V. 2—0 Blackpool—Southampton 2—3 Chelsea—Sheffield Wed 0—0 Everton—Liverpool 3—1 Leeds—Manchester U. 3—1 Leicester—West Ham 5—4 Manchester C. —Sunderland 1—0 Newcastle—Tottenham 0—2 Sheffield U. Notthingham 1—2 Stoke—Fulham 1—2 WBA—Bumley 1—2 2. deild. Birmingham—Norwich 2—1 Blackburn —Crystal Palace 2—1 Bolton—Derby 3—3 Bristol—Cardiff 1—2 Carlisle—Huddersfield 2—1 Hull—Bury 2—0 Ipswich—Wolverhampton 3—1 Millwall—Charlton 0—0 Northamton—Rotherham 3—1 Plymouth—Preston 1—0 Portsmouth—Coventry 0—2 Tveir leikið voru leiknir 1 1. deildinni ensku í gærkvöldi og urðu úrslit þeirra þessi: Fulham—Burnley 0—0 West Ham—Arsenal 2—2 1 fyrstu deild eru aðeins tvö lið, Arsenal og Bumley sem ekki hafa tapað neium leik til þessa. Mun þetta vera bezta byrjun hjá Arsenal liðinu f meir en 20 ár. 64 þús. áhorfendur sáu Everton vinna sig- ur yfir Liverpool á leikvelli Ever- ton. Þaö var Alan Ball, sem gerði út um leikinn, er hann skoraði tvö af mörkum Everton á 7. mín. í byrjun síðari hálfleiksins. Leeds sigraði Man. Utd. með 3—1, þrátt fyrir að í lið Leeds vantaði lands- liðsman ''n Jackie Charlton. Kastaði sleggjunni yfir grind- verkið og inn á bflastæði Sögu Fyrir nokkrum dögum voru nokkrir íþróttamenn aö æfa sleggjukast úti á Melavelli fyrir sunnan knattspymuvöllinn. — Kom þarna að maður einn, út- lendingur og bað hann um aö fá að kasta eitt kast. Jú, ekkert var sjálfsagðara, og nú tók þessi útlendi maður sleggjuna, sneri sér hring eftir hring, nokkuð einkennilega, fannst mönnum því hann sneri sér öfugt á við aðra. ... og þama fauk sleggjan úr höndum hans. Og hvað gerðist nú, sleggjan flaug hærra og lengra en nokkurn hafði órað fyrir, fór yfir 3 metra hátt grind verk íþróttavallarins og lenti á bílastæði Bændahallarinnra í 68—70 metra fjarlægð. Og nú fengu menn að vita nafnið. Það var Uwe Bayer, Þjóöverjinn, sem staddur hefur verið hér að undanfömu við töku kvikmyndarinnar um Sig- urð Fáfnisbana. Bayer er ein skærasta stjama Þjóðverja í dag og er honum spáð einu af 3 fyrstu sætunum á Evrópumeist- aramótinu í Búdapest, sem hefst i dag. Eftir mótið kemur hann aftur hingaö til lands til kvikmynda- töku. Þá gera frjálsíþróttamenn sér vonir um að fá hann til að taka þátt í móti hér og væri sannarlega gaman að sjá hann í keppni.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.