Vísir - 30.08.1966, Blaðsíða 11

Vísir - 30.08.1966, Blaðsíða 11
KJ1 ? •í^— Bflaiii; . II ’ 1 . ■:, ips PSSsftgBiSfeS- iiiHigas Raquel Welch 1 allri sinni stærð. " ' ' . ‘ ■ SíÐAN | ~J3ZH3 Fræg kvikmyndaleikkona / — án þess að hafa leikið í kvikmynd Raquel Welch „Mesti kroppurinn44 Ólöglegt endurvarp æðri máttarvalda ? Hver skyldi annars hafa fund ið upp þetta orö, endurvarp í sambandi viö útvarpið og — að því er útvarpsstjóri vill telja — qinnig i sambandi viö sjónvarp- iö? I rauninni þýðir endurvarp það, að fugl verpir aftur í hreiður, eftir að hann hefur ver ið rændur eggjum sínum. En svona er allt breytingum undir- orpið, merking orða öll önnur í dag, en hún var í gær og verð ur ef til vill á morgun, og kannski á einmitt útvarpið stærstan þátt í því — hins veg ar virðist það fjári hart aö ætla að fara að lögbanna endurvarp einmitt í Vestmannaeyjum, og borin von að forráðamönnum útvarpsins gangi betur að koma fuglinum í skilning um það en Eyjaskeggjum sjálfum;. . Nú virðist Eyjaskeggjum og hafa borizt liðsauki í þessari endur varpstogstreitu við útvarps- stjóra — og það ofan frá, eins og sagan sýnir að oft hefur gerzt, þegar réttlátir hafi ekki megnað að reisa rönd viö rang- lætinu, svo að heldur mundi það styðja málstað þeirra ... nú hafa englarnir semsé tekið sig tn og endurvarpað sænsku sjón varpi niður i tæki sjálfra höfuð staðarbúa, og þar með virt allar reglugerðir útvarpsstjóra um endurvarpsbann að vettugi, og hefðj fólkj virzt svo i eina tíð, á meðan englar, aðrir en fallnir voru einhvers metnir, að nú þyrfti ekki frekar vitnanna viö .,. Og nú er það spumingin, hvort forráðamenn útvarpsins treysta sér til að virða þessa ótvíræðu bendingu að ofan aö vettugi og hefja baráttu einnig gegn æöri máttarvöldum á grundvelli vafasamra reglu- gerðaákvæða, þeim væri svo sem trúandi til þess, jafnvel þótt þeim hljóti að vera ljós sú hætta, sem þeir kalla yfir sig ofan frá ... eða setjum sem svo aö englamir taki næst til þeirra ráða, að endurvarpa söng og hörpuslætti útvaldra í viðtöku tæki landsmanna ... hvað skyldu þeir veröa margir, út- varpshlustendur, sem leggja það á sig að fara að hlusta á útvarp frá tónleikum sinfóníu- hljómsveitarinnar hérna eftir að hafa fengið hitt til samanburö- ar? Nei, nú hafa forráðamenn ríkisútvarpsins fengið þá viðvör un í endurvarpsmálinu, að þeir ættu að hafa vit á að draga þar saman seglin, áöur en annað verður og alvarlegra ... Kári skrifar: Borgari skrifar: Sameiginlegur sjóður borgaranna „Sú var tiðin, aö talað var um bæjarsjóð sem sameiginleg an sjóð borgaranna“, sem hann og er i raun og veru, og sú var tiðin. að borgaramir fylgd- ust vel með hversu fé var var- ið úr þessum sameiginlega sjóði. En á síðari tímum, þegar allt er orðið jafn stórt í sniöum og reynd ber vitni, og menn yfir leitt virðast hugsa um þessi mál af meira sinnuleysi og jafn vel sljóleika en áöur, hefur mjög skort þetta aðhald frá borgurunum, til bess að minna fulltrúa sína á, að þeir væru áhugasamir um þessi ’mál. Þessi hugsunarháttur á að haldast á, má og þarf að halda6t Eg skrifa þessar línur til áherzlu á þær skoðanir, sem ég tel mjög vera að gæta, að ekki se gætt nægilegs sparnaðar af op inberri hálfu og vasazt sé í of- mörgu, og draga beri inn segl- in.“ Borgari. Raquel Welch heitir hún og er orðin heimsfræg kvikmynda stjarna þótt enginn hafi séð hana leika í kvikmynd enn þá. Þetta er nýjasta kynbomban í kvikmyndaheiminum arftaki Marilyn Monroe má segja, þótt Raquel sé eins dökk yfirlitum ,og Marilyn var ljós. Raquel Welch hefur verið gíf urlega mikið auglýst fyrirfram og hafa myndir af henni birzt í öllum helztu blöðum heims. Núna leikur Raquel í kvikmynd sem verið er að taka í Suður- Frakklandi og ber nafnið „Mesti kroppurinn þeirra allra.“ Er titillinn gerður í sambandi við þessa ungu bandarísku stúlku, sem allir þekkja núna þótt enginn hafi séð hana f kvikmynd enn þá? Kannskl, þvf að Raquel er stór í sniðunum. — Tími postulínsdúkkanna er liðinn, segir Raquel Welch sjálf og á þá við konur eins og Jean „Rækjan“ Shrimton. Nú vilja karlmennirnir aftur konur, sem eru áþreifanlegar. Aö Raquel geti verið stórtæk sést á atburði sem gerðist f Cannes nýlega. Þegar þjónn nokkur í Blue Bar í Cannes gaf fyrir skömmu f skyn, þegar hún var stödd þar, að hún hefði ekki nóga drykkjupeninga, tók hún í hönd hans og lét hana renna eftir sinni eigin þannig að allt f einu var demants- hringur Raquels í hendi manns ins. Eölilega lét þjónninn hringinn af hendi aftur en ætli hann gleymi nokkurn tímann Raquel. Fyrir höfðingslund hennar? Hugsandi Raquel Welch? Lelkkonan Raquel Welch? Ennþá velt enginn, hvort hin nýja stórstjama getur í raun og veru lefkið í gamanmynd.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.