Vísir - 30.08.1966, Blaðsíða 9

Vísir - 30.08.1966, Blaðsíða 9
V í S I R . Þriðjudrgur 30. ágúst 1966. enda þótt örlögin höguöu því á annan veg. Amór dó úti í Noregi á bezta aldursskeiði eins og Kolbeinn bróðir hans „bezti drengur og einuröarmaður" eins og sam- tíðarheimildir vottuðu. IV. Kolbeinn Arnórsson, sonur Amórs og bróðursonur nafna síns Tumasonar, var síðasti kvisturinn á þessum meiöi, en örlög hans urðu að því leyti lík og fyrirrennara sinna á Víði- mýri að hann verður unglingur að aldri héraðshöfðingi og deyr fyrir aldur fram. Það féil í hans hlut að ráða til lykta tveim veigamestu orustum í sögu ís- landssögunnar og þar sem segja má að örlög lands og þjóðar hafi verið ráðin um aldir. Annars vegar Örlygsstaðabardaga 1238 og hins vegar Flóabardaga 1244, einustu sjóorustunni sem íslend ingar hafa háð. Með sigri sín- um í þessum arustum má segja að Kolbeinn ungi hafi orðið vaidamestur höfðingja á ísiandi, þótt samherji hans Gissur Þor- valdsson færi með jarlstignina. Kolbeinn naut þó sigra sinna og vaida skammt, því hann dó úr brjóstmeini árið eftir Flóabar- daga, aðeins 37 ára að aldri. Kolbeini Arnórssyni verður þaö og fært til tekna að hann neit- aði að ganga Hákoni gamla Nor- egskonungi á hönd, er konungur fór þess á leit við hann. V. Eins og að líkum lætur kem- ur Víðimýri oft viö sögu á Sturlungaöld þótt stóratburðir hafi þar engir skeð. Áður hefur verið skýrt frá því að þar hafi verið ráðið biskupskjör Guð- mundar góða, sem dró vissulega örlagaríkan dilk á eftir sér, og á Víðimýri var í fyrsta skipti kveðið upp úr með það aö brenna Gissur Þorvaldsson inni á Flugumýri. Það mun hafa ver- ið iaugardagsmorguninn 18. október 1253, að Ásgrímur Þor- steinsson kemur í fyigd fleiri manna tii Vlðimýrar og skýrir þar frá því aö aðför að Gissuri á Flugumýri og sonum hans sé ráðgerð og annað hvort muni þeir verða vegnir með vopnum, eða brenndir inni. Á Víðimýri gistu Skagfirðingar nóttina áð- ur en þeir biðu ósigur fyrir Þórði kakala í Haugsnesbar- daga 1246. Segir frá því í Sturiungu að þá er Skagfirð- ingar voru staddir á Víðimýri kom einhver undarleg sótt upp í liði þeirra, féllu um 30 manns í yfirlið og „voru ófærir“. Haugsnesbardagi var mann- skæðasta stórorrusta í íslands- sögunni og féllu þar á 2. hundr- aö manns, m. a. fyrirliði Skag- firðinga, Brandur Kolbeinsson. • VI. Um miðja 17.• öld bjó í Víði- mýri Hallgrímur Halidórsson, sonur Halldórs lögmanns Ólafs- sonar, en mágur Brynjólfs biskups Sveinssonar. Hallgrím- ur var sagður sterkur maður og ósvífinn og árið 1649 varð hann að fara suður á Bessastaði til að svara til einhverra saka, sem á hann höfðu verið bornar vegna ójafnaðar hans og yfir- gangs. Þegar Hailgrím bar að garöi á Bessastöðum tók Hen- rjk Bjelke höfuðsmaður vel á rnóti honum, þótti ekki annað hlýða við jafn ættgöfugan mann, enda þótt hann kynni að vera í einhverju sekur, og bauð honum að matast með sér. Yfir boröum minntist höf- uðsmaður á sakir þær, sem á Hallgrím bónda höfðu verið bornar. Hallgrímur svaraði djarflega, gerðist síðan stórorð- ur við höfuðsmann og „spretti fingrum“ yfir borði. Spratt þá höfuðsmaður úr sæti, reiður mjög, og kvaðst ekki þola mundu slíka óvirðingu bónda- manni islenzkum, enda varð honum svo mjög ujn orðbragð Skagfirðingsins að hann neytti hvorki svefns né matar á eftir. Báðu ýmsir höfðingjar, þ. á m. biskupamir báðir Hallgrími griða en höfuðsmaður var þung- ur í skauti og vildi ekki taka sættum. En vinum Hallgrims bónda kom þá snjallræði til hugar, og það var að fá Hallgrím til að handsama Guðmund Andrésson máifræðing og færa hann höf- uðsmanni. Guðmundur hafði þá nýlega brotið freklega af sér við konunginn og stjórnina með því að skrifa gegn Stóradómi, auk þess sem hann hafði móðg- að suma höfðingja með skrifum sínum og kvæöum. Guðmundur lá þvl undir þungum ákærum, var á ferð norður 1 landi þegar vinum Hallgríms Vlðimýrar- bónda kom til hugar að senda hann til að handtaka söku- dólginn. Hallgrímur brá við skjótt, fékk sér nokkra röska Stephan G. Stephansson, hið mikla vesturíslenzka skáld, en hann sleit barnsskónum á þessum slóðum. Skammt norðan Vfðimýri er Varmahiíð, en þaðan er víð og mikil útsýn yfir Hólminn, norður til hafs og austur til Blönduhlíðarfjalla. menn til fylgdar, reið allt hvað af tók á eftir Guömundi og náði honum á Kaldadal. Flutti hann Guðmund til Bessastaða og fékk höfuðsmanni í hendur, en sjálfur fékk hann fyrir vik- ið uppgjöf saka og sættist heil- um sáttum við Henrik Bjelke. VII. Á 18. öld var annar ribbaldi bóndi á Víðimýri, Sæmundur Magnússon að nafni. Hann var sagður ægiiegur við öl, öskraði þá og lét öllum iilum látum svo menn urðu skelfingu lostnir. Einkum hafði hann yndi af því að hræða danska kaupmenn. Þegar Sæmundur bóndi var drukkinn sást hann lítt fyrir, reið á hvað sem fyrir varð og hlaut af því oft og einatt ó- þægilegar byltur. Var sagt að höfuð hans hafi allt verið hnýtt eftir slík áföll. Sæmundur var bróðursonur séra Þorieifs Skaftasonar i Múla, þess sem vígði Siglufj arðarskarð forðum daga. Var Sæmundur af sumum kallaður trölli, var það vegna þess hve hann var sterkur, en fáir vissu afl hans. Var þaö sagt sem dæmi um krafta Sæ- mundar, að einhverju sinni er hann sundreið Héraðsvötn, bar hann og hest undir háan bakka og komst hesturinn ekki upp. Sæmundur snaraðist því af honum, þreif í fax hans og snaraði honum upp á bakkann. Margar þjóðsögur hafa geng- ið um Sæmund á Víðimýri. Ein er sú, að á dögum Sæmundar hafi danskir einokunarkaup- menn á Höfðaströnd beitt lands menn ýmiss konar bolabrögðum og hrekkjum. M. a. lokuðu þeir viðskiptamenn sína inni einn og einn og beittu þá þræla- brögðum eftir því sem þeir þorðu hverju sinni. Einhverju sinni tóku þeir upp á því að veita sveitamönnum brennivín, en um leið og gestimir báru glasiö upp að vörum sér fengu þeir vel útilátiö kjaftshögg með þeim afleiðingum allajafna að glösin brotnuðu og skáru menn ina 1 framan eða brutu I þeim tennur. Þennan leik höfðu danskir í frammi við Sæmund og skarst úr munnviki hans. Sæmundur seiidist innfyrir búð- arborðið eftir árásarmanninum, svipti honum fram fyrir borðið, lagði hann þar niður á gólf, settist ofan á maga hans og, hossaði sér þar og lék hann á annan hátt eins óþyrmilega og hann gat. Sagt var að sá danski hafi veikzt eftir þessar aðfarir og dáið litlu síðar, en kaup- menn urðu varkárari í hrekkja- brögðum sínum við Islendinga og var það þakkað Sæmundi. VIII. Víðimýrarsel er nafn á eyði- býli norðan við Stóra-Vatns- skárð og stutt frá Víðimýri. Þar sieit eitt af stórskáidum þjóðarinnar, Stephan G. Steph- Frh. á bls. 4.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.