Vísir - 30.08.1966, Blaðsíða 7

Vísir - 30.08.1966, Blaðsíða 7
VIS IR . Þriðjudagur 30. ágúst 1966. Grein þessi, sem hér fer á eftir, fjailar um fram- tíðarverkefni íslenzks iðnaðar í dag. Er greinin rit- uð af Sveini Björnssyni, verkfræðing, og rituð til birtingar í bók um ísland, sem gefa á út á ensku innan skamms. Þar sem Vísir telur að grein þessi eigi erindi til lesenda bíaðsins, er hún birt hér með Ieyfi höfundar. VINNSLA LANDBÚNAÐAR- AFURÐA. Aðalgreinar íslenzks landbún- aðar eru nautgriparækt til fram leiðslu á mjólk og skyldum af- urðum annars vegar og sauð- fjárrækt hins vegar. Segja má að möguleikar á sviði mjólkur- vöruiðnaðar séu þegar að miklu leyti nýttir, enda þótt búast megi við nokkurri aukningu hans með vaxandi fólksfjölda. Um vinnslu sauöfjárafurða gegn ir aftur öðru máli. íslenzka sauðkmdin er sérstakur stofn iðnaðar, og er þess aö vænta að ekki líði á löngu, áöur en íslenzkar niðursuðuvörur ryðji sér til rúms á heimsmarkaðinum Einnig má nefna grein eins og lýsisherzlu. Er þegar starf- andi ein verksmiðja í þessari grein og eru tæknilegir mögu- leikar á því að stórauka þessa starfsemi. Þaö veldur hins veg- ar erfiðleikum f þessu efni, aö mörkuðunum ráða öflugir efna- iðnaðarhringar og virðast því möguleikar á aukningu þessa iðnaðar takmarkaðir, nema því ferðum, er miðast við milljóna- markaöi. Þótt ekki séu nefnd hér fleiri dæmi um iönað, sem ætti aö hafa allgóða vaxtarmöguleika þrátt fyrir litla eða enga vernd, verður ekki skiliö við þennan flokk verkefna, svo ekki sé minnzt á íslenzkan listiðnað. Reynsla síðustu missera bendir til að á þessu sviði geti orðiö um talsverðan útflutningsiðnað að ræða. Listiðnaöarvörur úr ís- lenzkum leir hafa t.d. þegar getið sér gott orö á erlendum mörkuðum, og ullarvarningur og skinnavörur með íslenzkum séreinkennum virðast einnig eiga möguleika á erlendum mörkuðum. ORKUFREKUR IÐNAÐUR. EFNAIÐNAÐÚR. Frá náttúrunnar hendi eru það fyrst og fremst tvær auð- lindir, sem að magni til eru svo stórar í sniðum, að þær veiti skilyrði til iðnaðarstarfsemi á alþjóðlegan mælikvarða. Ann- ars vegar er um að ræða fiski- SVEINN BJÖRNSSON, verkfrædingur: FRAMTÍÐARVERKEFNI ÍSL. IÐNAÐAR Mynd þessi sýnir hlutfallslega skiptingu vinnuafls árið 1963 eftir atvinnuvegum. og eru nú í landinu um 900 þús. fjár. íslenzka ullin er að áliti sérfræðinga sérstök gæðavara og eru taldir góöir tæknilegir möguleikar á því aö gera úr henni mun verðmeiri vöru en nú á sér stað. Gildit reyndar sama um skinnin. Fram til þessa hefur mikill hluti ullar og skinna verið fluttur út í lítt eða óunnu ástandi sem hráefni, er vinna mætti hér á miklu fjölbreyttari hátt en nú er gert og stórauka þannig útflunings- verðmætiö. íslenzkt kindakjöt er einnig talið í sérflokki, hvað gæði snertir, og er talið að með markvissu átaki á erlendum mörkuðum megi auka til muna söluverðmæti þess. FISKIÐNAÐUR. Eins og að frarnan sést, er fiskiðnaðurinn þegar langöflug- asta grein íslenzks iðnaðar Samt er það svo, að miðað við hið mikla aflamagn (rúm 970 þús. tonn árið 1964) vantar mik ið upp á að íslendingum verði þau verðmæti úr aflanum sem efni standa til. Með hverjum áratug sem líður verður mat- vælaframleiðsla stöðugt mikil- vægara verkefni, enda mun það sannast, að eftirspurn eftir ís- lenzkum fiskafurðum mun stöð- ugt fara vaxandi. Ber í þessu samb. ekki aðeins að hafa í huga markaði hinna þróuðu landa heldur engu síður vanþróuðu löndin, þar sem víða er tilfinnan legur skortur á próteinrikri fæðu. Á sviði fiskiðnaöar má segja, að möguleikamir séu allt að því ótæmandi, enda hlýtur stefnan að vera sú að vinna að því í stööugt ríkari mæli að full vinna í landinu sem mest af sjávarafurðum. Gott dæmi um þetta eru lítt notaðir möguleikar á sviöi nið- ursuöuiðnaðar. Enn sem komið er, er hluti niðursoðinna fiskaf- urða í heildarútflutningsverð- mætinu sáralftill, enda þótt hér sé að finna einhver beztu hrá- efni, sem völ er á á þessu sviði og þá f.yrst og fremst íslenzku síldina. Áhugi er þegar mikill í landinu á eflingu þessa aðeins að samstarf næðist við slíka aðila. LANDFRÆÐILEGA VERNDAÐUR IÐNAÐUR. Vegna fjarlægðar íslands'frá öðrum löndum, hlýtur þaö jafn- an að verða hagkvæmara að framleiða sumar vörutegundir í landinu sjálfu en að flytja þær inn. Þetta á m.a. við um ýmsa fyrirferöamikla eða sérstaklega þunga vöru, svo sem ýmsan vaming til byggingariönaðar og mannvirkjagerðar, einnig á þetta við um fæöutegundir, sem hafa takmarkað geymsluþol, en að auki kemur hér til ýmiss konar þjónustuiðnaður, sem beinlínis byggist á nálægð ma/'kaðarins. Verkefni af þessu tagi hafa gjarnan á sér handverksbrag fremur en iðnaðarframleiöslu, t.d. viðhald og þjónusta í sam- bandi við fiskiðnaö, skipastól, bifreiðaeign o.s.frv. IÐNAÐUR, SEM LÍTILLAR EÐA ENGRAR VERNDAR ÞARF VIÐ. í þennan flokk kemur vinnsla úr innlendum eöa erlendum hrá efnum, eftir atvikum fyrir heimamarkað eða til útflutnings þar sem framleiðsluaðferðir út- heimta ekki stórrekstur og markaösstærö hefur ekki nauð- synlega úrslitaáhrif á tilveru- grundvöll fyrirtækjanna. Gott dæmi um þetta er framleiðsla á rekstrarvörum til útgerðar og fiskiðnaðar. Virðast t.d. sjálf- sagt, að íslendingar keppi að því að vera sjálfum sér nógir um skipasmíðar, veiðarfæri og umbúðir fyrir sjávarafurðir. Hér er um tiltölulega stóran markaö að ræða og ætti ekkert að vera til fyrirstöðu, að íslend- ingar gætu • veriö útflytjendur á slíkum vörum, enda þótt úm erlend hráefni væri að mestu leyti að ræða. Þetta getur einnig átt við fleiri greinar, eins og t.d. hús- gagnaframleiöslu, plastiönaö og fleiri vörutegundir, sem ekki byggjast á fjöldaframleiösluaö- miðin í kringum landið, sem þegar eru nýtt að verulegu leyti, hins vegar orkuauðlindir, bæði í formi fallvatna og jaro- hita. Enda þótt báðar þessar orkulindir séu að vissu marki nýttar í dag, er af svo miklu að taka, aö orkuvinnslan, sem á einkafjármagns við að koma slíkum stóriönaði á fót. Ýmsar athuganir hafa fariö fram á síðustu árum til glöggv- unar á þeim möguleikum, sem hér er um að ræða, og beinist þá athyglin einkanlega aö orku- frekum efnaiönaði. Tæknilega séð kæmi til greina framleiðsla á a.m.k. milli 20 og 30 efnum, sem gætu byggzt á vinnslu inn- lendra eða erlendra hráefna. , Eitt stærsta verkefnið, sem kemur til greina í þessu efni og mjög er á dagskrá um þess- ar mundir, er bygging alúmín- verksmiðju með 60 þús. tonna framleiðslugetu og 210 þús. kíló watta raforkuvers í annarri af stærstu ám landsins. Þegar þetta er ritað, virðast allmiklar líkur á því, að úr þessum fram- kvæmdum verði. Þetta yfirlit um íslenzkan iön að og framtíðarmöguleika hans veröur látið nægja. Að sjálf- sögðu hefði verið ástæða til aö minnast á margt fleira en hér hefur veriö drepið á, en trl þess er ekki rúm. Eins og minnzt var á í upphafi þessa kafla, hefur ör tækniþróun stööugt verið aö breyta möguleikum og viðhorfi íslendinga til að nýta náttúru- auðlindir sínar og um leiö við- horfinu til atvinnu- og afkomu- möguleika. Viröist því engin á- stæöa til aö líta ööru vísi á en að svo muni halda áfram og getur því sú mynd, sem við hlas ir í dag, orðið talsvert önnur á morgun. í því efni getur bcugð- ið til beggja vona, en fslenzk þjóö er bjartsýnni um tilveru sína og framtíö en nokkru sinni fyrr. Sveinn Björnsson, verkfræðingur. sér stað í dag, er aöeins lítil- ræði miöað við þá möguleika, sem fyrir hendi eru. T.d. hefur veriö áætlaö aö árleg orka vatnsaflsins sé a.m.k. 30.000 millj. kílówattstunda (kWh) miö að við það sem talið er tækni- lega mögulegt aö nýta (orku- vinnslan 1963 var 641 millj. kWh), og. að virkjanlegt afl á fjórum jarðhitasvæðum, sem enn liggja óhreyfð, séu samtals um 900 þús. kílówött. Eins og af þessu sést, bíða hér ríkuleg- ar orkuauðlindir þess að þær séu nýttar. Hins er að gæta í þessu sambandi, að í flestum tilvikum mundi hér vera um svo fjárfrekar framkvæmdir aö ræða, aö vafasamt er, að ís- lendingar gætu viö núverandi aðstæður, svo nokkru næmi, skapað fjárhagslegan grundvöll fyrir slíkan stóriðnaö. Einmitt þess vegna hefur áhugi lands- manna á síðustu árum beinzt aö því að leita þátttöku erlends Lögtaksúrskurðir Samkvæmt kröfu bæjarritarans í Kópavogi vegna bæjarsjóðs Kópavogs úrskurða hér með lögtak fyrir gjaldföllnum en greiddum útsvörum og aðstöðugjöldum 1966 til bæjar- sjóðs Kópavogskaupstaðar. Fer lögtakið fram að liðnum 8 dögum frá birt- ingu auglýsingár þessarar, ef ski) verða ekki gerð fyrir þann tíma. Bæjarfógetinn í Kópavogi 23. ágúst 1966. Leðurjakkar kuldajakkar, peysujakkar, peysur. Góðar, smekklegar, ódýrar vörur. VERZL. Ó. L., Traðarkotssunli 3 (á móti Þjóðleikhúsinu) i

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.