Vísir - 30.08.1966, Blaðsíða 15

Vísir - 30.08.1966, Blaðsíða 15
V í S IR . Þriðjudagur 30. ágúst 1966. 15 CATHERINE FROY: 9 1^1 HÚS GÁ TUNNAR margar til þess, að þú getir haldið því fram að allt sé tilviljun! þess vegna er ég að spyrja ... — Hættu! Hættu! hrópaði hann allt í einu. — Ég drap ekki Marcus! Hún færði sig fjær honum en hún gat ekki hætt að tala. Hún varð að halda áfram. Varð að vita sannleikann. — Ég er ekki að spyrja um hvort þú hafir drepið hann. En ég vil vita hvort þú varst héma þetta kvöld! Ég sagði lög- reglunni frá því að ég hefði séð bíl á neðri veginum. Hann ók hægt, eins og hann væri að fara af stað. Þetta var stór, hár bíll — sú gerð er ekki notuð nú á dögum. En amma átti svona bíl. Voruð þið í Evrópuferð á honum? — Hvemig vissir þú að við átt- um gamlan bíl? — Það var mynd af honum í einni möppunni í músíkstofunni. Það vildi svo til að ég sá hana. Allt bendir til þess að þú hafir verið héma ... Julian reyndi þrívegis að svara henni en kom ekki upp nokkru orði. Hann var oröinn náfölur. En allt í einu virtist mótspyman þrotinv að var líkast og hann hefði fengið rothögg í hnefakeppni. — Jæja, Leonie, sagði hann. — Þú hefur búið þér til ráðningu á gátunni, er það ekki? Eftir kvöldiö á Savoy kom viðlagið aftur. Það elti mig alltaf áður. Ég var hérna. Við höfðum farið víða um Evrópu, og Venetia vildi tala við Marcus um húsið. Hann vildi nefnilega ekki svara bréfunum hennar. Eftir hálfs mánaðar ferð um Evrópu komum viö hingað, kvöldið áður en við fórum aftur til Bandaríkj- anna. Við komum hingað — en ég talaði ekki við Marcus. Einhver kom hlaupandi út úr húsinu þegar við komum ... Hver var það? — Ég veit það ekki, sagði Julian, en augu hans lögðu á flótta undan augnaráði hennar. En hann vissi það — og Hilda vissi það lfka! Ég veit hver drap Marcus, hafði hún sagt. — Juli^n, byrjaði Leonie en þagnaði. Hún hórfði fram hjá hon- um og angistin skein úr augunum. EKKERX VERÐUR SANNAÐ. Leeonie leit snoggt við. Venetia stóð í bjarmanum, sem lagði út um dymar á lystihúsinu. Hún var í græna kjólnum sem Leonie hafði séð, þegar hún kom til Heron House fyrir nokkrum vikum, og hún var jafn bein í bakinu og róleg og hún hafði verið þá. — Við vorum að tala um það sem gerðist ... sagði Leonie til þess að segja eitthvað. — Um það sem gerðist kvöldið sem Marcus var drepinn, já, ég heyrði það, sagði Venetia skýrt. — Ég heyrði Julian æpa rétt áðan eins og geðveiklaðan mann. Þess vegna fór ég út, til þess að at- huga hvað á gengi. — Leonie veit að við vorum hér fyrir einu ári, sagði Julan. — Leonie veit ekki neitt, svaraði Venetia — Hún gizkar bara á. Hún var að glíma við dularfullan atburð, sem hún finnur enga ráðn- ! -formaf- ÞÝZKAR ELDHÖSINNRÉTTINGAR úr hurðplasti: Formut innrcttingor bjóSa upp á anr jð hundmð tegundir skópu og lituúr- vol. Aflir sScópor trteS bski.og borSpíata sér- smíðuS. Efchúsið fæst sneS hljéðcinangruS- um stá!vöst:í eg raftækjum cf vönduSustu gerS. - Sendío eSa komið mcS utó! ef e!dhús- inu og við' ckJpaicggjum oldhúsiS somstundis og gcrum vSsr fost verStifboS. ötrúlega hag- stætt vefS. oS söluskaífrr sr inniíclinn í tilboSum ítá Hús & Skip fef. NjótiS hag- stæðra greiðsfuskiimóla og lækkið byggingakostnaSinn. .rwjfsES-SF RAÍTÆKI HÚS & SKIP Jlf.- LAOGAVCCI II • LIMI ; ingu á, og þess vegna býr hún sér til alls konar hugmyndir. Og nú hefur hún fengið þig til að trúa þessu bulli sínu líka. Ég sting upp á að þtð reynið að haga ykkur eins og fuilorðið fólk og hættið þessum heilabrotum. — Leonie gizkaði ekki á... Venetia leit á Julian. — Þú ert fión! Við getum ekki verið nema á einum stað í einu. — Amma, sagði Leonie. — Þeg- ar lögreglan yfirheyrði mig, sagði ég henni aö ég hefði séð bíl aka um neðri veginn um kvöldið, en Rigreglan sagði að mér hefði mis sýnzt, því að ómögulegt væri að sjá venjulega bíla yfir múrinn. En þið voruð í Evrópu á stóra, gamla bíinum ykkar — það var gömul gerð, en hefur ifkiega verið þægi- legur bi'll. Ég hef séð mynd af honum. — Hvar? — í úrklippubók í músíkstof- unni. Nú varð þögn, en alit í einu kipptist Venetia við. — Hvað ertu eiginlega? spurði hún ískyggilega rólega. — Njósnari? Þú snuðrar og spyrð og grúskar... — Ségðu henni það! sagði Julian hávær. — Segðu henni að það var ekki ég, sem drap Marcus! — Æ, Julian!... Nú kom Hilda alit í einu fram úr myrkrinu. — Segðu henni það, Venetia! Röddin var há og gjallandi. —* Góða, láttu okkur ekki halda þessu áfram leng- ur! Það væri mikiu betra að ... — Betra? Flónið þitt! Venetia sneri sér snöggt að henni. Hilda lét sem hún heyrði ekki til hennar. — Þetta var siys, var það ekki, Julian? Þú ætlaðir ekki að drepa hann... — Ég gerði það heldur ekki! Ég er að segja ykkxrr að ég gerði það ekki. Einhver hlýtur að trúa mér! Hann horfði með örvæntingarsvip á þær á vfxl. Leonie heyrði aö Hilda tók andköf. Veneita sló krepptum hnefanum í dyrastafinn. — Þú? Drapst — þú? Það var líkast og amma hækkaöi og henni yxi þrek. Hún var að- sópsmest þama í hópnum. — En hvem? Leonie varð köld af hræðslu. Venetia starði á hana. — Jæja, Leonie, — úr því ‘'að þú vilt ekki Lofftfesting Veggfesting KK\im láta fortíðina í friði, — við kom- um hingað öll þrjú. Ég ætlaði að tala viö Marcus. Við ókum að hlið- inu bakatil, svo að hann sæi ekki bílinn við venjulega hliðið, og gæti ekki látið sem hann væri ekki heima. Ég hafði ætlað mér að koma honum f opna skjöldu, því aö ég þurfti að tala við hann um sitt af hverju. Þetta var mitt hús, Le- onie! Ég fæddist hérna. Marcus hafði það út úr mér eftir að ég var farin frá Englandi og gat ekki litið eftir því sjálf. Þegar við kom- um hingað um kvöldið, heyrðum við einhvem koma hlaupandi út úr húsinu. Ég veit núna að þetta var Claire. Þess vegna vill hún ekki viðurkenna að hún hafi þekkt Marcus! Claire! Gsmla konan þagði. — Skilur þú þetta nú? — Áttu við aö — að það hafi verið Claire? sagði Leonie með önd- ina f hálsinum. — Að það var Ciaire sem drap i Marcus? Venetia horfði fast á ; hana. — Það er vitanlega aðeins 1 tilgáta. Ekkert er hægt að sanna i núna, en ... 1 — Þú dirfist ekki...! sagöi Juli- i an hátt. — Dettur þér í hug að fella gmn á Claire! Það er ekki nema tilgáta, að það hafi verið hún, sem við heyrðum til þarna um kvöldið. — Það kemur stundum fyrir að maður á kollgátuna! Nú horfðust þau í augu. Venetia og kjörsonur hennar. — Það skiptir engu máli, hvort hún var héma eða ekki! sagði Juli- an. — Marcus var lifandi eftir að hún fór. — Þú veizt það bezt sjálf, því aö þú talaðir viö hann. Sloppor — vinnugallar / Getum bætt við okkur þvotti á sloppum og vinnugöllum. Þvottahúsið Lín Ármúla 20 Sími 34442. T A R Z A N — Heyrirðu þetta, Ito? Hershöfðinginn kom eftir Tarzan. Þú getur verið ofurlítið lengur með okkur. Já, en Tarzan verður í hættu staddur ef hann fer inn í frumskóg- inn til þess að leita aö flugmanninum týnda. Ég haföi hugsað mér að senda leitarflokk inn i frumskóginn, en þar sem þeir gátu ekki haft samband við þá innfæddu þá breyti ég áætluninni. Þeir þyrftu minnstar áhyggjurn- ar aö hafa af því að geta náð sambandi við þá, Yeats hershöfðingi. Hvers vegna, Tarzan? Frumskógurinn er þannig að þar eru mannætur, sem gætu mis- skiliö ráöagerðir manna pinna með hörmu- legum afleiöingum. FRAMKOLLUN KOPIERING STÆKKUN GBVAFOTO LÆKJARTORGI METZELER hjólbarðarnir, eru sterkir og mjúkir, enda vestur-þýzk gæöavara. Barðinn ht., Ármúla 7 — Sími 30501 Hjólbaröa- og benzfnsalan v/Vitatorp — Sími 23900 Aimenna verzlunarféiagið h.f. Skipholti 15 — Sfmi 10199

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.