Vísir - 31.08.1966, Blaðsíða 11

Vísir - 31.08.1966, Blaðsíða 11
L Hver hlýtur GULLLJÓNIÐ TZ vikmyndahátíöin i Feneyjum iV hófst • sl. sunnudagskvöld Kvikmyndahátíö þessi er hin þriöja í rööinni af stærstu kvik- myndahátíðum ársins og sú þýö infarmesta að margra dómi. Næsta hálfan mánuð er bardagi á milli 14 kvikmynda frá níu löndum um hin eftirsóttu fyrstu verölaun, Gullljóniö. Að þessu sinni viröist mönn um aö Feneyjar geymi margt í pokahorninu. Sú kvikmynd, sem beðiö er eftir með hvað mestri eftirvæntingu er líklega kvikmynd Francois Truffaut eft ir framtíðarsögu Ray Bradbury „Fahrenheit 451“, sem er tekin i Englandi og því framlag Eng- lands til hátíöarinnar. „Fahrenheit 451“ gerist í landi þar sem það er bannað að lesa bækur. Hópur bruna- varða eru eins konar verðir þjóðfélagsins, þeir slökkva ekki bruna heldur eru þvert á móti eins konar rannsóknarréttur. Einn bmnavarðanna, Montag, kynnist ungri stúlku Clarisse og gegnum hana veröur hann gripinn af nokkrum bókanna, sem hann átti að brenna. Þegar hann hrífst af hinum mannúð- arlegu hugmyndum, sem varpað er fram þar, kærir kona hans Linda hann fyrir lögreglunni. Hann flýr til lands sem enginn hefur yfjrráð yfir og þar hittir hann manneskjur sem ennþá berjast fyrir gömlum menning- arverðmætum. Julie Christe leik ur bæði Clarisse og Lindu og Oscar Werner leikur Montag. Conrad Rooks í kvikmynd sinni um eiturlyfjaneytendur. Cú kvikmynd, sem fyrirfram ^ hefur vakið hvað mestan æsing er framlag Svía. Önnur kvikmynd Mai Zetterling „Næt urleikir", sem verður e.t.v. aö- eins sýnd í Feneyjum fyrir gagn rýnendur vegna hinna „djörfu atriða sinna. „Næturleikir" fjalla um mann, sem er bundinn móður sinni í svo ríkum mæli, að hann til þess að losna úr þessum viöjum snýr aftur til æskuheimilisins og upplifir bernskuna aö nýju. Ingrid Thulin leikur móður hans, fall ega, drottnunargjama konu drengurinn Jan (Jörgen Lind- ström, sem lék í „Þögninni", Bergmannskvikmyndinni) lifir í skugga hennar og hinna úrkynj uðu, vina hennar, sem drekka sig ofurölvi f villtum samkvæm um og taka þátt f afþrigöileg- ^ Kvikmyndahátldin i Feneyjum hófst á sunnudag Fahrenheit 451 og „Nætur- leikir" beðió með eftirvæntingu Nýjasta kvikmynd Rosselinis sýnd utan hátiðar heitum allra tegunda. í þannig svallveizlu fæðir móðirin and- vana barn umkringd gestun- um, sem drekka kampavín. Svíþjóð á einnig sinn hluta í framlagi Frakklands. Sænsk- frönsk kvikmynd Agnesar Var- da „Les Créatures" með Eva Dahlbeck, Michel Piccoli, Cathe rine Deneuve og Jacques Charr ie f aðalhlutverkum. Frakkland kynnir ennfremur aðra sænsk- franska kvikmynd „Au hazard Balthazar" eftir Robert Bresson og kvikmyndun Roger Vadims á sögu Zola „La curée“ með Jane Fonda og „Comédie'* eftir þríhyminginn Jean Ravel, Mar- tin Karmitz og Jean Serreau. >f rýnismynd, hrollvekjuleikstjór- ans Roger Cormans. Nefnist sú mynd „Villtu englamir" með Nancy Sinatra og Peter Fonda. Bandaríkin kynna einnig kvik- mynd Conrad Rooks, sem kem ur þar fyrst fram á kvikmynda hátíð, um eiturlyfjaneytendur, „Chappaqua“ þar sem Jean- Louis Barrault leikur aðalhlut- verkið. Ítalía sjálf kynnir á þessum vettvangi nýja kvikmynd Vitt- orio de Seta, „Hálfur maður" með þeim Jacques Perrin og Lea Padovani f hlutverkum ennfremur kvikmyndina „Bar- daginn um Alsir" sem Gillo Pontecorvo stjómaði. Sovétrík in sendu á hátiðina „Fyrsti meistarinn" eftir þá Michalkow og Konchalowsky, Spánn sendi „La buca“ eftir Angelino Fons. Fyrir utan kvikmyndahátíð- ina sjálfa er nýjasta kvikmynd Roberto Rosselini sýnd. Er hún um Lúðvík XIV. A nnað framlag, sem mikils er vænzt af er þjóðfélagsgagn >f ^.. *• »■!••>.> Mw^^í-wv.-.v.v!v. Í.ví.w.v.'.víí.^.wjjjí Mai Zetterling setur sænsku leikkonuna Ingrid Thulin inn I atriöi kvikmyndar sinnar „Næturleikir". Kári skrifar: Julie Christie sem Linda í „Fahrenheit 451“, þegar hún kærir eigin- manninn fyrir lögreglunni. Smjör, kex og kökur. Hér á eftir fer síðari kafli bréfs frá „Borgara." „Menn munu vera minnugir allra skrifanna um smjörfjallið, en nú er minna um það, enda farið að minnka, — er líklega á leiðinni aö verða bara smjör- hóll. Skyldi nú sá hóll hverfa innan tíðar og smjörskortur verða eins og var einu sinni fyr ekki óralöngu síöan? Við emm miklir gáfumenn íslendingar, sem mjög er rómaö, en furðu- legt hvemig sumt gengur til hjá jafn gáfuðu fólki. Við stofnum dýrar verk- smiðjur m.a. — dugandi menn koma á fund bankastjóranna og sannfæra þá um, aö þeir séu með áform á prjónunum sem stuðnings séu verð. Lán eru veitt. Hús reist, vélar keyptar. Til dæmis reist kexverksmiöja norður á Akureyri. Nefnist hún Lorelei. Allt gekk vel. Fram- leiðslan líkaöi með ágætum, en svo var bara ekki hægt að láta þetta bera sig lengur og hætt. Hvers vegna? Jú, það var allt í einu komið til sögunnar kex- fjall. Danskt rúgbrauð líka. Og ekki bara kexfjall. Bráð um fara húsmæöurnar kannskí almennt í búöimar og kaupa danskt r-'\gbrauð, enda famar að gera þaö, því að hér fæst nú danskt rúgbrauð í plastum búðum, að maður tali nú ekki um formkökur og kökubotna. — Því að vera að baka — því ekki láta hrærivélina eiga sig? Allt innflutt — bara að skreppa í búðina og kaupa. —. Skyldu bakaramir bráðum verða ó- þörf stétt? Spyr sá sem ekki veit. Er nokkuð vit í þessum taumlausa innflutningi? Er nokk urt vit í aö láta góð iðnfyrir- tæki leggjast niður? Og dettur engum í hug, aö þeir tímár gætu komið, að það væri brýn nauðsyn að eiga þann iðnaö í landinu, sem nú er að sálast eöa sálaður? — Það hefði fyrr mátt segia: Kaupnm ís- lenzka iðnaðarframleiðslu. Borgari“.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.