Vísir - 05.09.1966, Blaðsíða 1

Vísir - 05.09.1966, Blaðsíða 1
Það var ekki um neina opin- bera móttöku að ræða í Khöfn, þegar greifinn hennar Margrétar prinsessu, ríkisarfans, kom >angað, en það var ekkert upp i móttökumar að klaga, svo innilegar voru þær, og danska iijóðin hefir eftir öllum frá- sögnum að dæma glaðzt hjart- miega yfir hamingju elskend- anna, sem er augljós á öllum ’>eim aragrúa af myndum, sem af þeim voru teknar við komu greifans. — Það féll í hlut for- sætisráðherrans, Jens Otto Krag, að tilkynna þjóðinni trú- lofunina, eftir að Friðrik kon- ungur hafði kvatt hann á sinn fund. Myndin er ein hinna mörgu, sem tekin var af Margréti rikis- arfa og fyrsta drottningar- manns-efni Danmerkur — Henrie Marie Jean André de Laborde de Monpezat. Úrskurðar fljótlega uð væntu í sjónvnrpsmdlinu skurðar um lögbannskröfu Ríkisút varpsins á starfsemi sjónvarpsá- hugamanna á sjónvarpsmagnaran- Mikill mmnfjöMi 7 SKALHOLTI við aðra biskupsvígsiu, sem þar fer fram fró öndverðu Vísir átti í morgun tal við Jón Óskarsson fulltrúa bæjarfógetans í Vestmannaeyjum, en Jón gegndi störfum, er sjónvarpsmálið var tek ið fyrir hjá fógetarétti í Eyjum á föstudaginn. Jón sagðist ekki vera búinn að kveða upp úrskurö í mál inu, en úrskurðar væri að vænta fijótlega. Eins og sagt hefur veiið frá hér í Vísi er um tvö mál að ræða, þ.e. mál Landssímans gegn Félagi sjón varpsáhugamanna í Vestmannaeyj um, en þar er beöið úrskurðar um frestunarbeiðni síðamefnda aðilans, og annars vegar mál Ríkisútvarps ins gegn Félagi sjónvarpsáhuga- manna í Eyjum, en þar er beðið úr Mikill mannfjöldi lagði leið sína í Skálholt í gær til þess að vera vitni að merkum sögu- legum atburði. Biskup Islands herra Sigurbjöm Einarsson vígði þar séra Sigurð Pálsson, Sel- fossi, til vigslubiskups í Skál- holtsbiskupsdæmi forna. — Biskupsvígsla hefur aðeins einu sinrii átt sér stað í Skálholti áð- ur, fyrir réttum 300 árum, er Brynjólfur biskup Sveinsson vígði Jón Vigfússon til b’skups- embættis að Hólum. Athöfnin hófst meö viðhafn- armikilli skrúðgöngu klerka til kirkju og fóru þar prestar víða að af landinu. Vígsluvottar voru skrýddir rykkilíni og biskupar kórkápum. Munu líklega sjald- an hafa gengið jafnmargir bisk- upar um Skálholtsstað, auk bisk upa islands og hinna tveggja vígslubiskupa íslenzku kirkjunn ar, var herra Jóhannes Gunn- arsson, biskup kaþólska safn- aðarins hér á landi, viðstaddur vígsluna, en kaþólskir kenni- menn hafa trúlega sjaldan setið helgiathafnir í Skálholti frá siðaskiptum. Sæti rúmuðu ekki nema rösk- an helming kirkjugesta. Var kirkjan troðfull út úr dyrum og var staðið fram á mitt kirkju- gólfið. Vígslan fór fram með mikilli viðhöfn. Kór Skálholtsstaðar hafði sérstaklega vandað til söngsins, sem setti sinn blæ á athöfnina. Að vígslu lokinni flutti hinn nývígði vígslubiskup prédikun. Islenzka sjónvarpið hafði mik- inn viðbúnað á staðnum til þess að ná athöfninni á filmu og einnig voru þar menn frá þýzka sjónvarpinu meö tól sín. Að lokinni vígslu þágu bisk- upar og klerkar og konur þeirra auk annarra tiginna kirkjugesta þar á meðal forseta íslands, boð kirkjumálaráðherra, Jó- hanns Hafstein á Hótel Selfoss. Séra Sigurður Pálsson er fædd ur að Haukatungu árið 1901. Foreldrar hans voru Páll Sig- urðsson, bóndi þar og Guðríö- ur Björnsdóttir, kona hans. — Hann varð stúdent í Reykjavík 1928 og cand. theoi 1933. Sama ár var hann vígður til Hraun- gerðis og hefur hann setið í því prestakalli síðan. ------------------ iii .... - ii irini Spáð austanroki um iand allt síðdegis Lægð að nálgast, sem var upphaflega hvirfilvindur Hlustunarskilyrði hafa að' undanfömu verið mjög slæm á stuttbylgjusviöinu og versnuðu enn um helgina og heyrðist þá ekkert og mun vart hafa verið jafnslæmt og nú um allmargra ára bil, en þetta var farið aö lagast í gærkvöldi. Vegna þessa ástands hafði Veðurstofan ekki í bili neinar fréttir af lægðum og öðru, sem þarf til að byggja á, og vissi ekki fyrr en úr fór aö rætast um mjög djúpa og krappa lægð, sem upphaflega var hvirfilvind- ur (hurricane), en hún var í morgun kl. 9 um 900 km. suð- vestur í hafi og mun fara yfir landið með austanroki og rign- ingu, og er gert ráð fyrir, að veðrið spillist síðdegis í dag. Um lægðina fréttist sem betur fer nægilega snemma, svo að veðorspár um austanrokið væntanlega munu hafa náð til verstöðva um alit land, svo að bátar verða væntanleg í höfnum eða vari, þegar fer að hvessa. Biskup íslands flytur vígsluræðu sína við altari Skálholtskirkju. Framan við gráturnar situr vigsluþegi, séra Siguröur Pálsson. Til hægri handar eru Jóhannes Hólabiskup og aðstoðarmaöur hans.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.