Vísir - 05.09.1966, Blaðsíða 15

Vísir - 05.09.1966, Blaðsíða 15
V í S I R . Mánudágur 5. september 1966, 1 S J. B. Prisfley Mæturgestir MMnoaaMMBn um allt, sem framundan var. Hann vissi, að ef bíllinn skrikaði til, gat sú hætta verið yfirvofandi að hann æki út af. Einhvern tíma áður 'iefði honum þótt gaman að því og taugaæsandi að vera á svona ferðalagi, en nú var hann þreytt- ur og haldinn öryggisleysi. Hin höfðu líka óheppileg áhrif á hann. Annars gat hugsazt að Penderel hefði af ásettu ráði verið að hræða Margaret. Honum flaug þetta í hug sem snöggvast, en er hann hug- leiddi það frekar fannst honum það ólíklegt. Hann vissi, að Marga- ret geðjaðist ekki að honum, og hafði verið því mótfallin, að hann yrði þeim samferöa aö lokinni heiin sókninni til Ainslyfjölskyldunnar. Hann var sjálfhælinn gortari og lét víst svona sjálfum sét til skemmtunar. Hann var ungur og ó- þroskaður. Hann leit á lífið eins og einhvern skringilegan og í senn óttalegan sirkusleik, harmleik í fimm þáttum. En ýkjulaust voru hættur á ferðum, í öðru eins veðri og þessu mátti búast við jarö- uni þama í fjöllunum. Og það gat verið sú hætta, að ár flæddu ’ ' bakka sína, og allt færi í kaf á undirlendi. Vegir gátu teppzt. Þaö 1 væri óhugnanlegt, að verða kannski j að hafast við einhvers staðar alla' nóttina þama uppi í f jöllunum og j komast hvorki fram né aftur. Phil- ip varð þess allt f einu var, að hann var skjálfhentur, — hann gat ekki haldið eins traustlega um stýris- hjólið og áður. Ósjálfrátt jók hann allt í einu benzíngjöfina svo að bíllinn hent- ist áfram, enda hallaði nú undan. Og fram undan virtist nú berg skaga fram, og þar yrði hann aö beygja fyrir, ef ekki ætti að koma til áreksturs Það munaði mjóu að illa færi, en hann beitti hemlunum í tæka tíð og sveigöi af öllu afli til hliðar og er bfllinn var kominn hinum megin við bergið var sem fljót væri fram undan og að því er virtist var bfllinn kom- inn út í þaö. Hann greip þéttings fast um stýrið, fann að Margaret lagði hönd sfna róandi á hand- iegg hans, og heyrði Penderel reka upp óp, þar sém hann sat í aftur- sætinu. Enn var nokkur ferð á bílnum, en þó var hann farinn að hægja á sér. Philip jók benzín- gjöfina og bíllinn tók kipp áfram en vatn var farið að streyma inn í I hann, og svo heyrðust eins og j smádynkir f hreyflinum, og bíll- | inn stöðvaðist. — Reyndu að halda áfram, hróp- aði Margaret. — Ég gat ekki að þessu gert, og hann hafði ekki fyrr sleppt orö- inu en hann sá hve kjánaleg at- hugasemd hennar var. Hélt hún, að þau væru í vélbát? Allt f einu varð hann þess var.xáð hreyfillinn tók við sér, og hann flýtti sér að setja f fyrsta gír, og honum fannst það líkast og þegar hundur kemur á land af sundi, er bíllinn fór af stað. Hann skreið áfram og næstú sekúndur gerðist ekkert. Philip gerði sér þó engar vonir', var dauð- skelkaður og bjóst við, að hreyfill- inn mundi stöðvast en svo varð eigi, og fyrr en varöi voru þau kom in upp úr fljótinu, ef það var þá fljót, sem hann hafði ekið f. Philip varð dálítið rórri við tflhugsunina Setjum upp Mælum upp Loftfesting Veggfesting Lindorgötu 25 símS 13743 ■/ormaf ÞÝZKAR ELDHÚSINNRÉTTINGAR úr harSpIasti: Format innréttingar bjóða upp á annað hundraS tegundir skópa og litaúr- val. Allir skópar meS baki.og borSplata sér- smíSuS. EldhúsiS fæst meS hljóSeinangruS- um stólvaski og raftækjum af vönduSustu gerS. - SendiS eSa komiS meS mól af eldhús- inu og viS skipuleggjum eldhúsiS samstundis og gerum ySur fast verStilboS. Ótrúlega hag« stætt verS. MuniS aS söluskattur er irmifalinn í tilboSum fró Hús & Skip hf. NjótiS hag- stæSra grciSsluskilmála og — — iækkiS byggingakostnaSinn. HÚS & SKIP Jlf.- LAUOAVIGI tl > SIMI aisis um, að hafa sigrazt á þessum erf- iðleikum, en hvað var nú framund- an? Þetta var eins og í knatt spyrnukeppni, hugsaði hann, fyrsta hálfleik var lokiö, og síðari hálf- leikur að byrja. Hvað mundi nú | gerast? Vafalaust hafði sletzt á kertin, en þau voru nú farin að þorna, j og enn ók hann upp I móti, en ekki var eins bratt nú. Enn var hellirigning. Margaret var eitthvað að þukla í hurðarhólfinu þeim megin, sem hún sat, og hann spurði hana að hverju hún væri að leita. Hann heyrði ekki svar hennar orði til orðs, en skildist þó, að hún vildi að hann stöðvaði bílinn og það gerði hann. — Aö hverju ertu að leita? spurði hann aftur. — Aö kortinu. Ég vil reyna að komast að niöurstöðu um hvar við erum. Við getum ekki haldið svona áfram án þess að hafa hugmynd um hvert við erum að fara. • — Þetta gengur alveg Ijómaníi, sagði Penderel og var nú hinn j hressasti. Má ég ekki bjóða yður I vindling. Þegar Philip sneri sér við ■ rétti Penderel vindlingahylki alveg j að nefbroddi hans, og um leið og: hann tók vindling úr þvf heyrðist I smellur og bfllinn var allt í einu1 I ljóshafi að innan, að þeim fannst, en Margaret hafði fundið rafmagns Ijós og sett það í samband. Og hún hafði fundið uppdráttinn og beygði sig nú yfir hann. Philip sá, að kortið var gegnblautt, og efaðist um aö það mundi koma aö nokkru gagni áð rýna í það, en einhvem veginn varð hann rórri, er hann sá hana sitja þama rólega en alvar- lega og virða fyrir sér uppdráttinn. Svo hristi hún höfuðið. „Hún er eins og bam“, hugsaði hann og hann langaði til að þrýsta henni að sér, og flýta sér með hana í húsaskjól því að einhvers staðar hlyti að vera hægt að fá það, og þá gætu þau talað út um svo margt. Um hvað skyldi hún vera að hugsa? Hann reyndi að gera sér grein fyr- 5r þvf, en varð engu nær. Og hon- um fannst mjög miður, að svona skyldi þetta vera að hann gat ekki rennt grun f, hvað konan hans var að hugsa. Kannski þú lítir á kortið, sagði hún og breiddi það út fyrir framan hann. Ég get ekki áttað mig á neinu, eins og það líka lítur út. Hann virti uppdráttinn fyrir sér, en aðeins til þess að róa hana. — Það versta er, að ég veit ekki með neinni vissu á hvaða vegi við erum, — ég hef víst tekið skakka beygju, héma sést nú óglöggt veg- ur, en hann virðist liggja að vatni, nei, ég get ekki áttað mig á þessu — kannski þér vilduð athuga upp- dráttinn, Penderel? Við erum engu nær eftir að hafa rýnt í hann. Penderel brosti og hristi höfuðiö — Nei, þökk fyrir. Ég held, aö það væri. vita tilgangslaust, þvf að ég held, að landsvæðið sem við er- um á, sé alls ekki á uppdrættin- um. Akið bara áfram og við hljót- um að koma að þorpi eða bónda- býli og fáum þar húsaskjól. Hver þremillinn! Nú gekk allt f einu á með þrum- um og eldingum og herti rigning- una. Enn brosti Penderel og horfði kankvíslega á Margaret. — Við verðum bara að reyna að komast áfram — Philip heyröi að Margaret svar- aði, en heyrði ekki orðaskil, vegna hávaðans í veðrinu. Philip setti hreyfilinn af stað aft- ur og Margaret tók rafmagnsljósið úr sambandi. Og aftur bjuggu þau við öryggisleysi umvafin myrkrinu, köld og vot, þessa ægilegu haust- nótt, — en nú sáu þau að fram- ljósin og eldingarglamparnir lýstu nægilega upp, til þess að sjá kafla af veginum og fljótið á aðra hönd. Philip ók varlega, en Penderel var farinn að syngja, en söngurinn var öskri líkari en söng. Furðuleg- ur náuijgi þessi stráklingur, hugs- aði Philip og leit tii hans reiðilega, | IÐNlSÝNINGIN .. w Sjáið /ðnsýninguna T A R Z A N Ertu tilbúinn að fara niður núna, Tarzan? Einn staður í þessari frumskógarflækju er eins góöur og hinlr. Mundu nón, á hverjum degi... notaðu labb-rabbtækið, góöa ferð. 'Ég vona að viö verðum tveir, sem hittum þig næst Yeats hershöfðingi. Ég held ég láti eðlisávísunina ráöa til að byrja meö. FRAMKOLLUN KOPIERING STÆKKUN GEVAFOTO LÆKJARTORGI METZELER hjólbarðarnir eru sterkir og mjúkir, enda vestur-þýzk gæða- vara. Hjólbarða- og benzlnsaaan við Vitatorg. Sími 23900 Barðinn h.f. Ármúla 7. Sími 30501 Almenna Verzlunarfélagið h.f. Skipholti 15. Sími 10199 *

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.