Vísir - 12.09.1966, Side 2
k
KEFLA VIK OÐRU SINNIFRAMMI
FYRIR ÍSLANDSBIKARNUM
Keflvíkingar fagna fyrra markinu. Jón Jóhannsson sést tij vinstri á myndinni, en hann skoraöi markið.
Steinhauer á Akureyri:
Kastaði 14 köstum af 17
yffir 19 metra strikið
Bandaríska íþróttastjarnan Ne-
al Steinhauer tók bátt í fyrsta
móti sínu í gærdag á
Akureyri sem gestur á
móti UMSK, UMSE og ÍBA,
en sunnanmenn, allir úr Kópa-
vogi unnu keppnina, enda þótt
þeir yrðu aö fara beint af flug-
velli ti] búningsklefanna.
Steinhauer sýndi ótrúlega
leikni í kúluvarpinu og kastaði
i keppninni lengst 19.64 metra,
en kastaði aö auki sýningarköst.
Af 17 köstum hans voru 14
yfir 19 metra! Er þetta frábær
árangur hjá þessum unga í-
þróttamanni.
Auk þess tók hann þátt í
kringlukastinu, og kastaði 51.18.
Ekki nægði það til að slá vailar-
met á bessum velli. Þorst. Löve
á það eftir sem áður og er það
51.57 metrar, en Þorsteinn, sem
Framh. á bls. 7.
lenda í þeirra höndum í annað
skipti. Fyrst unnu þeir hann i hitt-
eðfyrra. Lið þeirra berst vel og
krafturinn og hraðinn er mjög ógn-
andi. Það verður örugglega erfitt
fyrir Valsmenn að lenda í úrslitum
gegn Kefiavik og það skal engu
spáð um úrslit þess leiks, ef til
kemur. Kjartan Sigtryggsson mark-
vörður og Sigurður Albertsson, mið
vörður voru styrkar stoðir varnar-
innar i gærdag, en Magnús Torfa-1
son var mjög ríkjandi á miðjunni.
í framlínunni voru Jón Jóhannsson
og Einar mjög góðir, en Rúnar hef-
ur greinilega allt of lítið úthald, en
það efast enginn um getu hans,
þegar æfingin er fyrir hendi.
KR-liðið var mjög lélegt í gær
og vart hægt að hæla neinum ein-
stökum fyrir frammistöðu sína.
Dómari var Magnús Pétursson og
verður hann að vanda sig betur en
þetta í hinum erfiða Evrópubikar-
leik sínum í Wales eftir rúma viku.
—jbp—
Rúnar „bítill“ fékk „tiltar‘ frá
Magnúsi dómara.
Vann KR i gærdag með 2.*0 / Laugardal
Keflvíkingar hafa nú forystuna í 1. deild eftir 2:0 sigur
yfir KR í gærdag á Laugardalsvellinum í Reykjavík.
Þeir hafa hlotið 14 stig úr 10 leikjum sínum, en einn
leikur er þá eftir og vinni Valur Þrótt í þessum leik,
sem leikinn er á miðvikudagskvöldið í Laugardal, sem
ekki er ólíklegt, þá munu Valur og Keflavík lenda sam-
an í hreinum úrslitaleik, eins og raunar er sæmandi í
rnesta knattspyrnumóti landsins.
Leikurinn í gær hafði safnað til
sín 5300 áhorfendum, mesta fjölda
sem komið hefur í sumar til að
horfa á 1. deild. Veðrið lofaði góðu
og sama var að segja um knatt-
spymuna fyrstu 15 mínútur leiks-
ins, en eftir það var eins og allur
neisti væri úr leikmönnum og lftið
af skemmtilegum leik eða tækifær-
um var eftir það til sýnis. Ekki
hvað sizt voru það KR-ingar sem
ollu vonbrigðum og þeir hreinlega
hættu eftir að Jón Jóhannsson
hafði skorað fyrra mark Keflavik-
ur á 19. minútu.
um leik, sem allflestir áhorfenda
munu hafa talið að yrði spennandi
og jafn leikur. Keflvíkingar náðu þó
yfirhöndinni, það var meiri áhugi
í leik þeirra, liðiö er gætt þeim
stóra kosti að berjast alltaf, sama
hve andbyrinn kann að vera mikill.
Á 19. mín. tóksl Keflavík að
skora sitt fyrra mark. Rúnar „bít-
ill“ Júlíusson sem meira hefur lagt
fyrir sig að leika tónlist á vinnu-
hjúadansleikjum í félagsheimilum
landsins í sumar en að leika knatt-
spymu, lagði fallegan bolta fyrir
miðherjann, Jón Jóhannsson, þann
marksækna mann, og það var ekki
að spyrja að, Jón hélt boltanum
vel og komst í ágætt færi og skaut
á markið eftir að Guðmundur Pét-
ursson var algerlega úr jafnvægi
og á leið í annað hornið.
Á næstu mfnútum ógna Keflvík-
ingar tvfvegis. Rúnar á fyrst gott
skot rétt yfir markið, en á 24. mín.
opnast vöm KR illilega hægra meg-
in, en ekki tókst að skora í það
skiptið, þótt litlu munaði.
En seinna markið var ekki langt
undan. Á 26. mínútu kemur 2 : 0 úr
mikilli þvögu við KR-markið. Kefl-
víkingar voru greinilega grimmari
og náðu boltanum og það var Grét-
ar Magnússon hægri innherji, sem
kom boltanum loks inn fyrir mark-
línuna, að vísu var það með naum-
indum, en engu að síður var það
mark.
Seinni hálfleikurinn var ákaf-
lega daufur og leiðinlegur á báða
bóga. Eina tækifaerið, sem umtals-
vert var var skot Eyleifs á 26. mín
í góðu færi, hátt yfir markið. Aðrar
tilraunir voru heldur máttleysisleg-
ar.
Keflvíkingar standa þá frammi
fyrir úrslitaleik, — eða jafnvel
Islandsbikarnum, sem mundi þá
KR byrjs^i vel og ógnaði í þess
.....'■srrstr......
é I' I' »
Staðan
í 1. DEILD
Staðan í 1. deiltl er nú þessi:
KR-Keflavík 0:2 (0:2)
Jón Jóhannsson á 19. mín og
Einar Magnússon á 26. mínútu.
Keflavík 10 6 2 2 21:10 14
Valur 9 5 2 2 18:12 12
Akureyri 10 4 4 2 20:16 12
KP. 10 4 2 4 19:13 10
Akranes 10 2 3 5 13:21 7
Þróttur 9 0 3 6 7:28 3
CLAY VANN
MILDENBERGER
Cassius Clay er ósigraður eftir
Evrópuferð sina. Fyrst Cooper,
þá London, nú Mildenberger,
þýzki Evrópumeistarinn. Erfið-
astur varð sá síðastnefndi, sem
Clay vann á laugardagskvöldiö
I Frankfurt í 12. lotu eftir aö
Þjóðverjinn var mjög illa far-
inn eftir 3 „uppercut“ högg frá
Clay, og dómarinn, Teddy
Waltham, sá sig tilneyddan að
stöðva leikinn.
Mildenberger, fyrrverandi
verkamaður með kraft dína-
mítsins í hnefunum, var mun
meiri andstæðingur fyrir Clay
en Brian London og Henry Coop
er fyrr í sumar í London. Hinir
40 þús. áhorfendur á Wald Stad-
ion fengu að sjá góða keppni
fyrir peningana og gáfu Clay
kröftugt lófaklapp að lokinni
keppni og stóð það í meira en
minútu.
Það varð snemma séð hvernig
fara mundi, hinn 24 ára heims-
meistari frá Kentucky var
Framh á bls. 7
Mildenberger sleglnn niður og kútveltist eftir pallinum.