Vísir - 12.09.1966, Page 8

Vísir - 12.09.1966, Page 8
V ! 8 yísiR Utgefandi: BlaOaútgáfaD VISIR Frarakvæmdastjóri: Dagur Jónasson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson ASstoðarrltstjóri: Axel fhorsteinson Auglýsingar Þingholtsstræti 1 Afgreiösla: Túngötu 7 Rltstjórn: Laugavegi 178. Slmi 11660 (5 tinur) í Áskriftargjald kr. 100.00 á mánuöi innanlands. t lausasölu tcr. 7,00 eintakið Prentsmiðja Vtsis — Edda h.f Framtak iðnaðarins Iðnsýningin í Laugardal hefur sýnt greinilega, að íslenzkur iðnaður hefur verið vanmetinn af mörgum. Það hefur lengi verið tízka að líta á iðnaðinn sem eins konar kvígildi í þjóðarbúinu, vandlega verndað 1 af tollmúrum. Iðnsýningin hefur sýnt fram á hið gagnstæða, — að iðnaðurinn er styrk atvinnugrein í örum uppgangi. Þótt einstök iðnfyrirtæki standist ekki samkeppnina, er mikil gróska í iðnaðinum í heild. 1 Mikill hluti iðnaðarfyrirtækja starfar af fullum krafti y og annar hvergi eftirspurn Nýjungar í iðnaðarfram- (' leiðslu eru sífellt að koma á markaðinn. En dæmi- / gerðast um þróunina er að vaxandi fjöldi iðnfyrirtækja l er að þreifa fyrir sér um útflutning. Þau eru að hasla \ sér völl á vettvangi hins alþjóðlega iðnaðar, sem ( sagður hefur verið fær um að kaffæra íslenzkan iðn- i að, ef tollverndin hyrfi. Vísir hefur undanfarna daga birt viðtöl við full- trúa margra iðnfyrirtækja í nokkrum iðngreinum. í þeim kemúr greinilega fram, að fjöldi fyrirtækja annar hvérgi nærri að framkvæma verkefnin, sem Iiggja fyrir þeim. Vélakostur og mannafli þessara fyrirtækja er fullnýttur, í þágu þjóðarframleiðslunn- ar. Samdráttur og aðgerðarleysi er lítt þekkt hjá fyrir- tækjunum á iðnsýningunni. Dæmigerð eru orð Guð- laugs Hjörleifssonar í Landssmiðjunni: „Það er aldrei verkefnaskortur“. I í viðtölum kemur einnig fram, að iðnfyrirtækin /( óttast ekki erlenda samkeppni, jafnvel ekki þau, sem l mest hafa orðið fyrir barðinu á tollalækkunum síð- ustu ára. Flestir búast við því, að haldið verði áfram á sömu braut tollalækkana, og eru þess um leið full- vissir, að þeir geti aðlagað sig að þeim breyttu að- stæðum, sem fylgja í kjölfar harðnandi erlendrar samkeppni. Kexframleiðsla hefur verið í varnarstríði við erlend kex og því er forvitnilegt að heyra, hvað Haraldur Jóhannsson í Síríusi og Nóa h.f. hefur að segja: „Framleiðsla okkar á því (súkkulaðikexi) í dag er jafnmikil og hún var mest, áður en innflutningur- inn var gefinn frjáls“. Þá er einnig áberandi, hve mörg iðnfyrirtæki eru að afla sér nýrra tækja og flytja í nýtt húsnæði, að auka framleiðsluna og fara yfir í nýjar vörutegundir. Töluverður hluti fyrirtækjanna á iðnsýningunni er i kröftugri sókn með ný tæki og nýjar afurðir. Dæmi- gerð eru orð Gunnars Jóhannssonar hjá Múlalundi: „Er framleiðsla verksmiðjunnar núum helmingi meiri en á sama tíma í fyrra“. Ánægjulegast er að sjá, hve mörg iðnfyrirtæki hyggja á útflutning. Það eru fyrirtæki í ólíkustu iðn- greinum, svo sem húsgagnasmíði, umbúðaframleiðslu og málningargerð. Þessar áætlanir eru bezta dæmið um, að íslenzkur iðnaður hyggur á stóra hluti í fram- tíðinni. Harpa h.f. byrjaði útflutning á þessu ári, og um það segir Valdimar Jónsson í Hörpu: „Það sem af er þessu ári hefur fyrirtækið flutt út um 27% af heild- arframleiðslu sinni“. Það er vissulega bjart yfir framtíð iðnaðar á íslandi. V1SIR . Mánudagur 12, september ÍMC. Svona hugsar teiknarinn sér aðfarir ungu hjónanna í frumskóginum. Menntamálaráðherra Frakka á inni fangelsisvist fyrir musterisrán André Malraux menntamálaráðherra Frakka er einhver þekktasti Frakki, sem nú er uppi. Hann hefur alla tíð verið i brennideptinum. Bækur hans eru óteljandi. Skáldsaga hans um Kina, sem hann gaf út á manndómsárum sinum, héfur komið út í miiljón eintökum. Stjórnmálalega séð hefur hann verið mjög utarlega tll vinstri, án þess að hafa nokkum tíma daðrað við kommúnisma. Hann barðist gegn Franko í borgarastyrjöldinni á Spáni, hann tók þátt f and- spymuhreyfingunni frönsku gegn Httler og flúði tvisvar úr fangeisi. Þegar stríðinu lauk var Malraux ofursti i skriðdreka- hersveit og fékk nokkrar orður af de Gaulle fyrir hugrekki sitt. Á þessum tíma var mikil vin- átta milli hershöfðingjans og ofurstans og fékk hún mikiö gildi fyrir báða. í fyrstu stjóm de Gaulle var Malraux upplýs- ingamálaráðherra, en I hinni síð- ustu fékk hann á herðar sínar franska menningu, risastórt verkefni sem hann var manna vísastur til að valda. Sem menntamálaráðherra hefur hann unnið geysilegt starf, sem á sér engan líka. Hann hefur náö aö auka fjár- veitingu til menntamála um 10% á ári í nokkur ár. Tak- mark hans er að skapa menn- ingarmiðstöðvar í flestum borgum Frakklands, og þessar menningarmiöstöövar eiga að hýsa alls konar menningu, mál- aralist, tungumál, leiklist og kvikmyndir. Það er Malraux, sem er iífið og sálin í áróðrin- um fyrir að hvítþvo París, þannig að svörtu húsin verði máluð ferskum og skærum lit- um. Þannig erum við komin að aðalstarfssviði Malraux, en þaö eru minnismerkin. Hann hefur iöngum haft mikið dálæti á Louvre-safninu. Því safni hef- ur hann iátið breyta verulega til mikillar ánægju fyrir list- unnendur. Malraux er krýndur menntamálastjóri Frakklands. En menntamálaráðherrann hefur nýlega fengið slæma út- reið, því nýlega skrifaði fyrri eiginkona hans, Clara Malraux, bók um fyrstu ár hjónabands þeirra, og þar kemur ýmislegt fram, sem menntamálaráðherr- ann getur varla verið þekktur fyrir. Á þessum árum var hinn ungi rithöfundur svo hugfanginn af austurlenzkri list, að hann ákvað að eignast eitt af falleg- ustu listaverkum Austurlanda. Hann hafði því miður lítið fé handbært, því að hin sérkenni- legu ljóð hans seldust aðeins í litlu upplagi. Skáldið tók þá að braska á verðbréfamarkaðinum, með hræðilegum árangri. Nokkrir skildingar urðu þó eftir og með þeim keyptu ungu hjónin farmiða til Indókína á fyrsta farrými, en höfðu ekki gert neinar ráðstafanir um bakaleiðina. í reyndinni sá iög- reglan um ókeypis heimferð. Ferðinni var heitið til litla musterisins Bantéay Srei, sem er nálægt hinu glæsilega must- erishverfi Vat Angkor í Cam- bodia. Þetta er einkennilegt að heyra, en það er rétt. Malraux hjónin fengu skriflegt leyfi frá nýlenduyfirvöldunum til að heimsækja og rannsaka muster- ið og allt sem það varðaði. Og dag nokkurn stóðu þau ein i frumskóginum augliti til auglitis við furðuverkið Bantéay Srei. í farangri sínum höfðu hjónin ekki aðeins hin venju- legu fornleifafræðingaáhöld, heldur einnig tvær stórar, sterklegar og skarpar sagir, og nú fóru þau að saga af undir- stöðunum. Eftir mikið bras tókst það og musteriö var flutt niður að næsta fljóti, þar sem átti að skipa því um borð á- leiðis til Parísar. Brátt komust Malrauxhjónin að þvf, — að þau höfðu ætlað sér of milcið. Þau urðu að skiija musterið eftir á árbakk- anum til seinni tíma og létu sér nægja að taka meö sér nokkrar myndastyttur. Þau gátu smyglað þeim til hafnarborgarinnar Phnom Penh, sem nú er höfuö- borg Cambodíu. Þar voru tolla- yfirvöldin, en því smáatriði hafði Malraux gleymt. Allt komst upp og sverð refsingar- innar hékk yfir hinura ósvífna unga rithöfundi. Hann var fangelsaður og játaði sekt sina. Rétturinn vildi ekki fallast á fullyrðingar rithöfundarins um, að listaverkið mundi gleðja tug- þúsundir manna í höfuðborg Frakklands, en enginn sæi það í frumskógum Indókína. Hann var dæmdur í þriggja ára vist í hræðilegu austurlenzku fang- elsi. Meðan Malraux sat í svartholinu og beið eftir dómi hæstaréttar, flýtti Clara, kónan hans, sér til Parísar og gekk þar þá milli húsa í beiðni um náðun manns síns. Dómsyfirvöld létu ekki bæn- heyrast, en þá reyndi hún lista- fólkið, sem hefur að minnsta kosti jafnmikil "áhrif og dóms- valdið í Frakklandi. Það gekk. Þekktir menn sem Anatolé France, André Gide, Francois Mauriac, André Breton, Louis Aragon, André Maurois skrifuðu undir bænaskjal. Og fyrir þessu urðu dómar- arnir að beygja sig. Refsing Malraux var minnkuð niður í eitt ár og honum var leyft að sitja af sér dóminn I Frakk- landi. Malraux komst því á veg- um lögreglunnar til Frakklands, og fékk frelsi þar til að byrja með. Þegar sú stund var upp runnin, að hann átti að afplána refsingu sína, gleymdi hann að koma á lögreglustöðina. Lög- reglumennimir gleymdu lika að sækja hann. E.t.v. var það af ásettu ráði til þess að fá ekki alla menntamenn Frakklands yfir sig. Allt I lagi, allir sluppu og hneykslið var úr sögunni. Það merkilega er, að André Malraux hefur sjálfur vakið at- hygli á glæp sínum. Sjö árum seinna skrifaði hann bókina „Konunglegi vegurinn", þar sem aðalpersónan er ungur rithöf- undur, sem stelur musteri í austurlenzkum regnskógi. Það er skáldræn lýsing á atburð- inum, sem gerðist f Indókfna. Sem betur fer fyrir Malraux eru lögregluyfirvöld ekki þekkt af lestri fagurbókmennta og því vakti bók Malraux enga athygli á þessum gamla glæp. Hins vegar komst þetta allt í dagsljósið, þegar kona hans skrifaði bók sína í sumar. Og nú er spumingin sú, hvað mundi menntamálaráðherra Frakka gera nú, ef ungt skáld gerði Frh. á bte. 4.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.