Vísir - 24.09.1966, Blaðsíða 3
V 1 S I R . Laugardagur 24. september 1966
m
3
í sumar hefur verið mikið um
framkvæmdir á Akranesi, jafnt
á vegum bæjarin sem og á veg
um einstaklinga og fvrirtækja
Brá Myndsjáin sér til Akraness
á dögunum og tók myndir af
húsum og mannvirkjum. Hefur
þegar komið ein síða um Drátt
arbraut Akraness h.f. en nú birt
ast myndir af þeim framkvæmd
um öðrum, sem áberandi voru.
Verið var að undirbúa götuna
Krókatún undir steypun, en í
sumar hafa 3 götur aðrar verið
steyptar, samanlagt töluvert á
annan km. á lengd. Hefur verið
variö um 3 millj. kr. í gatnagerð
á vegum bæjarins í sumar. Gerð
varanlegra gatna hófst ek-ki að
ráði fvrr en eftir árið 1960, en
síðan hefur verið gert stórátak
í þeim málum á Akranesi. Er
búiö að stevpa yfir 10 km. sem
er um þriðjungur af götunum í
bænum eða ilest allar aðalgöt-
urnar. Er ráðgert að allar aðal-
göturnar verði orðnar steyptar
næsta haust og að allar götur
verði orðnar varanlegar eftir 8
ár. Hefur ekki veriö ákveðið
með hvaða hætti tengigötur og í
Unnið við undirbyggingu Krókatúns,
•• ■; ■
«• *
Við Esjubraut eru 26 einbýlishús í smíðum.
F ramkvæmdir á Akranesi
búðargötur verði gerðar varan
legar, en líklegt er talið að þær
verði malbikaðar og olíubornar
40 íbúöir hafa verið í smíðum
í bænum í sumar. Eru þær iang
flestar í einbýlishúsum, en
Byggingarsjóður Akraness er
með eitt fjórbýlishús í smíðum
til að útrýma heilsuspillandi hús
næði. Auk þess er verið að
reisa eitt tvíbýlishús. Við eina
götuna, Esjubraut, var úthlutað
26 lóðum undir einbýlishús sem
nú er unnið við af kappi.
Búið er að gera fokhelda nýja
byggingu við sjúkrahúsið, sem
er rekið eins og fjórðungs-
sjúkrahús og nýtur réttinda sem
;• ■■;. ■•:•
AV- ,
Nýja byggingin við sjúkrahúsið á Akranesi mun stækka sjúkrahúsið um helming. Hluti byggingarinnai
verður tekinn í notkun að ári.
Neðn hæð bókhlöðunnar er þegar risin.
slíkt. Mun sjúkrahúsið stækka
um helming þegar nýja bygg-
ingin verður tekin £ notkun.
Hluti af byggingunni verður tek
inn £ notkun þegar á næsta ári.
Bæjarsjóður hefur notið stuðn-
ings ýmissa aöila £ sambandi við
byggingu sjúkrahússins. Má þar
nefna Július bónda á Leirá, sem
fór i söfnunarferð upp á eigin
spýtur um sveitir Borgarfjarðar
og Mýrasýslu og safnaöi um 1
millj. kr. sem hann hefur afhent
til spítalans. Spftalinn nýtur enn
góðs af Bióhöllinni sem Har-
aldur Böðvarsson afhenti spital
anum að gjöf 1942 til að standa
undir rekstri l.ans.
Af öðrum framkvæmdum má
nefna að verið er aö reisa hús
fyrir héraðsbókasafnið en hús-
næðið sem það er nú til húsa í
er orðið ófullnægjandi. Er nýja
húsið 320 ferm. á 2 hæðum.
Bvrjað er að vinna við grunn
inn á nýju íþróttahúsi. Skapast
þar aðstaða fyrir skólana og í-
þróttafélögin á staðnum til í-
þróttaiðkana.
I
§> Laugardalsvöflur
lírslit
Á morgun, sunnud. 25. sept. kl. 4 leika til úrslita
VALUR - Í.B.K.
Dómari: Steinn Guðmundsson.
Verð aðgöngumiða: Stúka kr. 100.00 Stæði
kr. 75.00. Börn kr. 25.00.
Komið og sjáið mest spennandi leik ársins
Hvor sigrar?
Mótanefnd