Vísir - 24.09.1966, Qupperneq 6
6
V í SIR. Laugardagur 24. september 1966.
QSffe eldhús
Síaukin sala, enn meiri fjölbreytni og fleiri
gerðir.
Þessi stærsta sýning á eldhúsinnréttingum
hér á landi er nú flutt í ný húsakynni í mið-
biki borgarinnar að Suðurlandsbraut 10
gegnt íþróttahöllinni.
Ennfremur: Úrval af stálhúsgögnum, eldhús
borðum og -stólum. Nýjustu gerðii af vegg
skápum og skrauthillum.
SKORRI H.F.
Suðurlandsbraut 10. Nýr sími: 3-85-85
Moskvitch bifreiða-
eigendur athugiö
Geri við Moskvitch-bifreiðir. — Fljót og góð
afgreiðsla. — Uppl. í síma 14113.
Sölubörn — Sölubörn
mætið í barnaskólunum í Reykjavík, Kópa-
vogi, Silfurtúni, Hafnarfirði, Seltjarnamesi !
og á skrifstofu Sjálfsbjargar, Bræðraborgar-
stíg 9 kl. 10 f.h. á morgun og seljið merki og
blað Sjálfsbjargar.
SJÁLFSBJÖRG !
Háseti
Háseta vantar á 56 tonna trollbát. Uppl. í
síma 40944.
Bíll til sölu
Moskvitch ’60 til sölu að Hvassaleiti 9. Bif-
reiðin er í góðu ásigkomulagi. Uppl. í síma
40651.
Bifreið Skuldabréf
5 manna bifreið, árg ’58 fæst gegn 3—5 ára
skuldabréfi. Sími 24088.
Samtökin um umferðarslysavarnir
Varúð á vegum
vilja vekja athygli á, að símanúmer
þeirra er
2-05-35
Vakir—Keflavik
Á morgun kl. 16 fer
fram úrslitaleikur ís-
landsmótsins í knatt*
spymu á Laugardals-
vellinum í Reykjavík. —
Mótinu lauk svo, að Val-
ur og Keflavík urðu
stigahæst og þurfa því
r
Aætlun —
Framhald at bls. 16
úr athugunum úr þessum tveim-
um ferðum. í október förum við
til Eyjafjarðar og verður þaö
síðasta ferðin. Verður þá eink-
um leitazt við að kanna hlut-
verk Akureyrar sem miðstöðv-
ar noröanlands.
— Þrír menn hafa einkum
verið í þessum ferðum, Þór
Guðmundsson frá Framkvæmda
bankanum, Valdimar Kristins-
son frá Seðlabankanum og ég.
Þá hefur Jónas Haralz, forstööu
maður Efnahagsstofnunarinnar
einnig farið með okkur. Við
höfum skipt með okkur verkum,
hefur Valdimar aðallega annazt
félagsmálahliðina, Þór atvinnu-
málin og ég samgöngumál og
opinberar framkvæmdir.
— Við skilum sérstökum
skýrslum til Atvinnujöfnunar-
sjóðs um hvem hluta svæöis-
ins, og að lokum heildarskýrslu
til rikisstjómarinnar, og verður
það hin svokallaða Norðurlands
áætlun. Væntum við að ljúka
því verki í vetur, sagöi Bjami
að lokum.
Kona fyrir bíl
Það slys varð í gærkvöldi laust
fyrir klukkan 10 að gömul kona
varð fyrir bíl á Suðurlandsbraut
á móts við númer 6. Bíllinn var
á leið austur götuna og virðist
hafa ekið allgreitt. Konan ætlaði i
að fara yfir götuna að strætisvagna \
biðskýli, er hún varð fyrir bílnum. '
Ekki var vitað um meiðsli kon-;
unnar i gærkvöldi, en er hún var!
flutt á slysavarðstofuna var hún ;
með rænu. Hinsvegar höfðu skór
hennar, gleraugu, og ýmislegt laus
legt, sem hún hélt á tvístrazt ó-
trúlega viða um götuna.
Þá varð og slys í gær á Háa-
leitisbraut. Átta ára gamall piltur,
Guðmundur Engilbertsson að nafni,
var þama á reiðhjóli sinu og varð
fyrir bifreið. Hann slasaðist nokk-
uð og var fluttur á sjúkrahús.
Bílokaup
15812
VegUa hins gífurlega innflutn-
ings nýrra bifreiða undanfarið
getum við nú boöið vlösklptavin-
lun vorum hagstæöara verö og
skilmála en þekkzt hefur á nýj- ,
um og nýlegum bifrelöum. —
Opiö til kl. 9 á hverju kvöldi
alla virka daga. — Opiö til kl. 7
í dag, laugardag. — Opiö frá
kl. 1—7 sunnudag.
★ Biiar viö allra hæfi.
★ Kjör viö allra hæfi.
ir Komiö, skoðið, hringiö
Bílakaup
1£312
SKOLAGÖTU 55 v/RAUÐARÁ
að leika aukaleik um ís-
landsmeistaratitilinn í
ár.
Stórborg ? —
Framhald af bls. 16
staöahreppur, Hafnarfjöröur,
Seltjarnameshreppur og sá
hluti Mosfellshrepps, soVn er í
Lágafells-, Varmár-, Áiafoss-,
og Reykjahverfi. Ibúatala þessa
svæöis var 1. desember s. I. sam
tals 100.171.
Frá þessu segir í fréttaþætti
í nýútkomnum Fjármálatíöind-
um.
Slófur —
Framh. af bls. 1.
fór að draga úr mestu ösinni og
varð afgreiðslan þá miklu við-
ráðanlegri að sögn Friðriks
Þórðarsonar fulltrúa.
— Við höfum selt heilmikiö í
dag. Komu húsmæöur í stríðum
straumum og var biðröð fyrst
framan af, sagði Friðrik. Mest
voru tekin 10—15 slátur til eins
heimilis, en algengast er að tek-
in séu 3—5 slátur fyrir heimiliö.
Um fimmleytið höfðum við af-
greitt um 200 slátur. Kostar eitt
slátur 89 kr. með hreinsuðum
vömbum og sviönum og söguð
um haus.
Á þriðjudag byrjar slátursal-
an aftur og er fjóra daga vik-
unnar en þar sem ekki er slátr-
að um helgina hefst salan ekki
fyrr en þá. Heldur slátursalan
áfram fram í þar næstu viku
eða eins lengi og slátrað er
daglega.
Fundu 10 lík —
Framhald af bls. 1.
mennimir voru aðeins í tvo
daga og eina nótt á jöklin-
um og fundu bein og líkams-
leifar af 10, sem hægt var að
fullyröa um en auk þess
fann leiðangurinn bein af
tveimur, en ekkl er hægt að
fullyrða um það að svo
komnu máii, hvort þar hafa
fundizt leifar af þeim tveim-
ur, sem eftir eru. 12 menn
vom I flugvélinni, þar af var
áhöfnin 9 manns.
— Þetta tókst mjög vel, sögðu
íslenzku flugbjörgunarmennirii-
ir, þegar fréttamaður Vísis hitti
þá, úti í ísbrjótnum á ytri höfn-
inni við komu þeirra í gær-
kvöldi. — Við fengum mjög gott
veður og vorum selfluttir upp á
jökulinn með þyrlu. Við komum
að jöklinum um sólarhring eftir
að við fórum héðan eða snemma
á miðvikudagsmorgun. Héldum
við þegar upp á jökulinn og vor-
um búnir að tjalda um hádegið.
Þá byrjuðum við gröftinn, en um
60 cm lag af jöfnum snjó lá
yfir flakinu, sem var tvístrað
yfir stórt svæði. Unnum við aö
grefti allan þann dag fram á
kvöld og næsta dag. Um nóttina
gistum við í tjöldunum. Greið-
lega gekk að finna líkin, sem
voru mjög illa farin og með
öllu útilokað að nokkur mann-
anna hafi lifað af slysið. Næst-
um allar líkamsleifar, sem viö
fundum, voru bein, aöeins ein
höfuðkúpan var með eitthvert
skinn og hár.
Þegar allar þær líkamsleifar,
sem búizt var við að myndu
finnast og sérfræðingar banda-
ríska flotans höfðu kannað flak-
ið, var það sprengt upp og
eldur borinn að því, sem gat
brunnið. Var þaö gert til að forö
ast það að flakið gæti villt fyrir
£ leit að annarri flugvél, sem
gæti farizt á svipuðum slóðum.
Happdrætti —
Framhald af bls. 16
haftakerfi. sem stjómað var ofan
frá með nefndum og ráðum, boð-
um og bönnum.
Verzlunarhöft hafa verið leyst
og gjaldeyrissjóði safnað, traust á
fjármálum þjóðarinnar heilr ver-
ið endurvakið erlendis og
hún þar með fengið greiðan að-
gang að erlendum lánsfjármarkaöi
til stórframkvæmda við uppbygg-
ingu atvinnulífs og stórvirkjanir í
fallvötnum landsins.
Hvort þessi framvinda heldur á-
fram, fer eftir ákvörðun kjósenda
við almennar þingkosningar næsta
vor.
Við Sjálfstæðismenn erum stað-
ráðnir í þvi að heyja þá kosninga-
baráttu með ráðum og dáð, f fullu
trausti á góöan málstað.
Mikið liggur við að landshapp-
drætti Sjálfstæðisflokksins nú beri
tilætlaöan árangur.
Við heitum á hvem og einn að
veita sitt liðsinni til þess, að svo
megi verða.
Minnumst þess, að Sjálfstæðis-
flokkurinn er langstærsta stjóm-
málaaflið £ þjóðlífinu.
Samhugur okkar og samvinna hef
ir skapað þetta sterka afl.
Fjármálaráð flokksins hefir for-
göngu um þetta happdrætti, sem
nær til allra kjördæma landsins.
Við biðjum ykkur að veita þessu
máli skjóta og góða úrlausn".
Rif —
Framh. af bls 9
Af þessu er flest komið nema
steypta akbrautin, auk þess að
nokkuð vantar á stálþilið og
dýpkunina.
En í haust á að reka niður
150 metra langt stálþil í vinkil
á það sem fyrir er og síðan á
að dýpka þar við þilið og i
höfninni. Þessar framkvæmdir
hefjast sennilega í október —
nóvember. Dýpkun Rifshafnar
verður trúlega fyrsta verkefni
hins nýja sanddæluskips Vita-
málastjómarinnar, sem von er
á til landsins með haustinu.
Með þessum umbótum verö-
ur gott viðlegupláss fyrir um
30 báta í Ri 'shöfn og farskip
geta komizt þangað inn með
góðu móti og losað og fermt við
stálþilið. En stækkunarmöguleii:
ar eru miklir.
—0—
TTér hefur lítiö verið fjallaö
um útgerðar- og athafna-
sögu Rifshafnar. Hún er nokk-
uð þyrnum stráð eins og hafn-
argerðin framan af. Fýrstu fisk-
verkunarhúsin voru heldur ó-
kræsilegir braggar. En nú er
mikill bjarmi yfir allri útgerð
i Rifi.
Sveitarfélagiö á Hellissandi
reisti fyrir nokkrum árum ver-
búðir — aðstöðu fyrir bátana
í landi. Og sveitarfélagið hygg-
ur á byggingu verbúða fyrir sjó
mennina i haust.
Á sandinum, sem dælt var
upp úr höfninni eru nú að rísa
4 myndarleg fiskverkunarhús
500—1500 ferm að flatarmáli.
Ibúðarhúsum fjölgar bæði á
Hellissandi og á Rifi, voru ein
14 í smíðum í fyrra og byrjað
var á 4—6 húsum í sumar. Meö
tímanum má bútst við aö byggö
in í Rifi og á Hellissandi verði
ein heild, en nú eru um 2 km
á milli. Þama verður trúlega
einn blómlegasti útgerðarstaður
landsins innan nokkurra ára-
tuga — því að aflinn bregzt
ekki undir Jökli.