Vísir - 15.10.1966, Síða 6

Vísir - 15.10.1966, Síða 6
6 VISIR . Laugardagur 15. október 1966. „Nýbakað“ brauð úr frystinum Þaö er gatnan aö geta boðið upp á „nýbakaö“ brauð eða bollur ef gesti ber óvænt að garöi og þær húsmæður, sem eiga frysti- kistur geta gert það án þess að þurfa að rjúka til og fara að baka eða hlaupa út í brauðbúð. Flestar brauðtegundir má frysta með góöum árangri og geyma þannig um lengri eða skemmri tíma — það eina sem veröur að athuga, er, aö skorp- an á brauðinu sé ekki of hörð eða stökk, því að ef svo er, get- ur hún losnað frá brauðinu. Nú kunna þær húsmæður, sem ekki hafa reynt frystingu brauðs að halda að brauðið hljóti aö missa „nýjabragðiö“, en bezta sönnunin fyrir að svo er ekki, hlýtur að vera sú, að frændur vorir Danir, sem eru manna vand látastir á allt brauðmeti,, full- yrða, að þeir finni engan mun á nýju brauöi og brauöi, sem hef- ur verið fryst. rétt eftir að það var bakað. Þegar frysta á brauðmeti á það að vera alveg nýbakað, en þó- þarf það að hafa náð að kólna. Því er pakkað inn í plastumbúöir, lokað vel fyrir og stungið í frystinn. Þegar að því kemur að brauðið skuli á borð borið, er þaö tekið úr frystinum £ tæka tíð og þítt. en brauðið má þ£ða á tvennan hátt. Ef nægur tími er til stefnu, er brauðið, i plastumbúðunum, lagt á eldhúsborðið og látið standa þar unz það hefur þiðnaö alveg, en venjulegt hveitibrauð þarf um þrjá tíma. Rúnnstykki, bollur og þess háttar brauömeti þarf mun styttri tíma. Þegar allt „frost“ er farið úr brauðinu er það sem nýtt og getur geymzt eins lengi og nýbakað brauð. Ef þrjár klukkustundir eru of langur tími má þíðá brauðið á þann hátt, að það er tekið úr plastumbúöunum og sett £ ofn. Hveitibrauð og önnur stór brauð eru látin vera f u. þ. b. 150 gráða heitum ofni f þrjá stundarfjórð- unga en lítil brauð, t. d. bollur, eru látin vera i 12 minútur i 200 gráða heitum ofni. Þegar brauið er þítt í ofni er það sem nýtt stráx á eftir, en ef það er geymt þomar það fljótt, vegna áhrifa hitans í ofniniim. Þrir stundarfjórðungar kunna að virðast langur tími fyrir venju legt hveitibrauð og því má flýta gangi málanna með þvi að skera brauðið í sneiðar áður en það er fryst. Þegar það hefur verið skor- ið £ sneiðar er þeim raðað sam- an og brauöinu pakkaö niður sem væri það heilt. Þetta er hentugt ef maður ætlar aðeins að nota nokkrar brauðsneiöar í einu, t. d. með morgunkaffinu, því að brauö sneiðamar má setia beint í brauð ristina. Séu þær látnar þiðna „hægt“ tekur þaö um hálfa klukkustund. t t t t t t t t t t t t t t t t t t t t t t t t t t t t t t t t t t t t t t t t t t t t t t t t t Kvikmyndin um Zivago lækni skapar nýja tízku: Siða frakka, há Það er ekkert nýtt að kvik- myndir komi fatatízku af stað og það nýjasta af því taginu er Zlvago-tízkan, sem kennd er við söguna og kvikmyndina um rússneska lækninn Zivago. Tízk an breiðist út með sama hraða kvtkmyndin og kom þvi ný- lega th Norðurlandanna. þegar kvikmyndin var frumsýnd þar. Þessari tízku, sem saman- stendur af þrennu : síðum ullar- frakka með hermannasniði, eöa síðum pels, hnéháum stfgvélum og loðhúfu, ætti að vera tek- ið opnum örmum þar sem vet- ur eru harðir, jafnvel hér á ís- st'igvél og loðhúfur landi, þótt hitamælirinn fari aldrei eins lágt og víða á meg- inlandinu. Eins og við minnumst sýndi Diór-tízkuhúsið siöa „hermanna frakka“ á tízkusýningum í haust og þóttu þessir frakkar stinga skemmtilega í stúf við alla stuttu kjólana En nú er það svo aö unga fólkið, sem er hvaö ginnkeypt- ast fyrir nýjungum, hefur ekki ráð á því að labba inn hjá Dior og „fá einn“. Það verður að hafa önnur ráð. Og það stend ur ekki á þeim. Oti á meginlandinu er leitað á öllum háaloftum og í kjöilur- um til að sjá hvort ekki er til gamall frakki af afa gamla eða þá frakki, sem einhver úr fjöl- skyldunni notaöi í stríðinu. Her- mönnum þykir þetta ekki sæm- andi að unga fólkið „leiki sér“ með einkennisbúninga her- manna, en þeir mega sín lítils og í London renna gamlir her- mannafrakkar og aðrir gamlir einkennisbúningar hermanna út eins og heitar lummur. Hér á íslandi höfum við sem betur fer ekki slíkar minjar um heimsstyrjöldina, en við eigum mikið af góðum loðhúfum og ættum þvi að taka þeim hluta Zivago-tízkunnar fegins hendi. Heimilisstörfin eru beztu líkamsæfingarnar segir i niðurstöðum visindalegra athugana, sem gerðar voru i Sviþjóð Finnst ykkur leiðinlegt að bóna gólf eða berj^ teppi ? Svarið Veröur í flestum tilfellum JÁ. En hvemig væri að segja held- ur NEI og hætta að líta á þessa tvo þætti heimilisstarfanna sem illa nauösyn, en líta heldur á þá sem heilsubót, því að nú hef- ur það verið vísindalega sannað að heimilisstörfin eru einhverjar beztu líkamsæfingar, sem hægt er að fá. Þaö hafa verið gerðar vís- indalegar athuganir á þessu viö „Karolinska" £ Stokkhólmi og niðurstöðurnar vom nýlega birt- ar í blaöi sænskra lækná. Þessar ódýru „heimaæfingar", (já, ódýrar eru þær, spara bæði bónvél og dýra leikfimitíma), gera meira en styrkja líkamann, þær halda um leið óvelkomn- um hitaeiningum í skefjum. □ Á fögrum haustdögum, eins og þeir hafa verið undanfarið, er tilvalið að fara út með teppin og berja úr þeim allt ryk. Þaö er gott að berja teppin í sólskini, einnig eftir að snjór er kominn, en sé mikill raki í lofti, er betra að bíða með það. Munið aö berja teppin á röngunni, þanniö að ryk- ið fari út úr þeim, en ekki inn í teppin, eins og "hætt er viö, ef teppin eru barin á réttunni. Nómskeið Myndlista- og handíðaskólans Nokkrir nemendur geta enn komizt að í: 1. Undirbúningsnámskeið í teiknun fyrir nemendur mennta- skólans og stúdenta til undirbúnings tæknináms (arki- tektur, verkfræði)). Kennt verður þriðjudaga og föstu- daga kl. 8-10.15 síðdegis. 2. Fjarvíddarteiknun. Kennt mánudaga og fimmtudaga kl. 8-10.15 siðdegis. Umsóknir berist skrifstofu skólans, Skipholti 1, sem fyrst (Sími 19821) SKÓLASTJÓRl

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.