Vísir - 20.10.1966, Blaðsíða 2

Vísir - 20.10.1966, Blaðsíða 2
I VISIR . Fimmtudagur 20. október 1966, / UPPHAFi „ ImiÐARINNAR // Hvers vegna opna húsin svo seint? — Leikmenn seinni i gang af jbe/m s'ókum — Liflegt i Laugardal i vetur — Fær Island sæti i HM i Sviþjóð? Innan skamms hefst fyrír alvöru * handknattleiksvertíðin 1966—67. A5 vísu opnuöu hinir dönsku handknattleiksmenn vertíðina meö þrem leikjum í Laugardal um síðustu helgi, en til þessa hafa handknattleiks- menn ekki getað fengið inni meö æfingar sfnar, enda þótt liðið Sé á októbermánuð. Verður ekki annað sagt, en að hér sé um fullkomið hneyksli að ræða. Hvemig stendur á því aö Há- iogaland er undirlagt vegna við- gerða nú þegar æfingatíminn á fyrir löngu að vera hafinn? Hvernig stendur á að Laugar- dalshöllin er enn ekki búin að opna dyr sínar fyrir íþrótta- fólki, sem vill hefja æfingar sinar? Það er ekki nokkur vafi á að hin slælega frammistaða okkar manna á dögunum stafaði m. a. af æfingaleysi, sem aftur kom af því aö ekki var í nein hús að venda. Síðar í vetur mun þetta líka hafa áhrif, — menn komast seinna í sitt eðlilega „form“. Það verður allmikiö um að vera í handknattleik í vetur, landsleikir, þó líklega í færra lagi, heimsókn sterks liðs frá Þýzkalandi á vegum Þróttar í næsta mánuði og svo vitanlega 1. deildin, sem alltaf dregur að sér mesta athyglina. Það verður því oft líflegt f Laugardal í vetur. Það mál, sem menn velta þó mest fyrir sér er það hvort ísland komizt inn í HM í Sví- þjóð á næsta ári eða ekki. Segja margir aö illa Ifti út með aö ísland komist inn, þar eð öll lönd, sem rétt eiga á sæti f úr- slitunum, muni mæta til leiks. Knattspyrna í Bandar íkjunum í uppsiglingu Knattspyma hefur til þessa ekki! breyting á. Knattspyrnan á að verið iðkuð mikið f Bandaríkjum verða eftirlajtisíþrótt Bandaríkja- N.-Ameríku, — en nú á að verða' manna, og fari svo, þá mega aðrar . þjóðir heims fara að vara sig, því I ekki er vafi á að þeim mun takast i aö koma upp stórkostlegum liðum. Þórólfur Beck, einmana og leiður fara í kjölfar Leifs heppna á Vín- landsslóð. Hefur hann að sögn fullan hug á aö setjast þar að og leika atvinnuknattspyrnu með at- vinnumannaliði þar. Eru Ameríkumenn á höttunum eftir atvinnumönnum Evrópu og bjóða gull og græna skóga. Aöstað- an veröur víða mjög góö og freista tilboðin margra. Hér á sfðunni eru tvær myndir frá bandarískum knattspymuvelli sem kostaði nokkr ar milljónir dala og er í eigu Atlanta Braves L Georgíu. í apríl n. k. verður aðeins leikin knatt- spyma á vellinum, en þá veröur reynt að kóma upp deildakeppni í bandarískri knattspyrnu. Úrslit leikja í ensku deilda- keppninni s.l. laugardag: 1. deild: Burnley—Leicester 5—2 Everton—Sheff. W. 2—1 Fulham—West. Ham. 4—2 Leeds—Arsenal 3—1 Manch. U.—Chelsea 1—1 Newcastle—Man. C. 2—0 Notth. F.—Liverpool 1—1 Sheff. U.—Sunderland 2—0 Stoke—Southampton 3—2 Tottenham—Blackpool 1—3 WBA—Aston Villa 2—1 2. deild: Birmingham—Bristol C. 4—0 Coventry—Blackburn 2—0 Hull—Wolves 3—1 Millwall—Crystal P. 1—1 Northampton—Huddersf. 0—1 Norwich—Carlisle 2—0 Plymouth—Cardiff 7—1 Portsmouth—Ipswich 4—2 Preston—Charlton 2—1 Rotherhám—Derby 0—0 í Skotlandi urðu úrslit f 1. deild m. a. þessi: Celtic—Airdrie 3—0 Falkirk—Dundee 3—2 Hearts—Rangers 1—1 St.Mirren—Dunfermline 0—5 Efstu liðin f 1. deild (England): Stoke 12 8 2 2 21:11 18 Chelsea 12 6 5 1 25:13 17 Bumley 12 6 5 1 24:14 17 Tottenh. 12 8 i*' 23:18 ■ 17 Leicester 12 6 •4 . 2 32:21 16 Efstu liðin í 2. , deild: Hull 13 9 0 4 30:14 18 Bolton 11 7 3 1 24:12 17 Crystal P 12 7 3 2 23:13 17 Ipswich 13 7 3 3 27:20 17 Finnur Finnsson form. KKDÍ Aðalfundur Körfuknattleiksdóm- arafélags Islands var haldinn á Café Höll mánudaginn 10. október. Við stjómarkjör hlaut flest at- kvæði Finnur Finnsson, sem verið hefur ritari félagsins síöastliðið ár. Aörir í stjóm eru: Hólmsteinn Sigurðsson ÍR, Jón Eysteinsson ÍS, Hilmar Ingólfsson Á, og Jón Otti Ólafsson KR. Varamenn f stjórn eru Guðjón Magnússon ÍS og Davfð Jónsson Á. • Glæsileg veitingastofa er á vellinum og allt það glæsileg- asta sem hugsazt getur. — Evrópsk vallarmannvirki ekki sambæríleg. • Völlurinn i Georgia (stærri myndin).

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.