Vísir - 20.10.1966, Blaðsíða 9

Vísir - 20.10.1966, Blaðsíða 9
VÍSIR. Fimmti'/I'/ ; í hlutfalli við umferðarkröfur líðandi. tíma — Að sigla rólega — Hamingjuhjólið, er alltaf snýst — Meginregla í akstri — Vöntun í ✓ kennslu til meira prófs — Ef bflar og menn eru offylltir, þá gubba þeir — Alit hefur breytzt ... guð almáttugur ... snjórinn ... — Kambamir verða alltaf famir AD FLÝTA gkógurinn fyrir ofan Laugarvatn er tekinn að dökkna eftir því sem líð ur meira á haustið. Kuld inn hafði verið nístandi um nóttina, og þegar næsti dagur rann upp, sem var sunnudagur, náði sólin ekki að verma Laugardalinn eins og oft í sumar, þótt hún skini glatt annað kastið. Upp úr hádegi við bækistöðv- ar Óalfs Ketilssonar beið einn af bflum hans, blár Volvo meö hvítum toppi, X-sjötíu og átta, svipmikill eins og eigandinn og Skarphéðinn heitinn Njálsson. Sumir bílar eiga persónu og sðgu. Vindur blés af fjöllum og niðri í byggð feykti hann ferða- ryki eftir vegum. Sérleyfishafi á leiðinni Gullfoss-Geysir-Laug- arvatn var enn einu sinni að leggja upp og nú til móts við eina áætlunarbifreið sfna, sem var að koma að sunnan. Hugöist ólafur Ketilsson mæta henni niðri við Svínavatn, 13 kílóm. frá Laugarvatni, og halda það- an eins og leið liggur upp Tung- ur til Gullfoss og Geysis og sfð- an þaðan suður til Reykjavíkur um kvöldið eins og venja er. Hin bifreið sérleyfisins átti að halda áfram til Laugarvatns. Ólafur hafði sett upp svört gleraugu og derhúfu og slútti skyggniö alveg ofan í augu, og þegar dieselhreyfillinn tók \gð snúnst og þessi þrautreyndi vagnstjóri hafði hagrætt sér f sætinu og lagt þykkar hendur sfnar á stjómvölinn, færðist hlutleysissvipur yfir andlit hans eins og ímynda má sér, að komi vfir skipstjómarmann, sem er aö leggja úr höfn til að fara sömu leið og hann hefur farið und- anfarin 40 ár. Kannski ekki al- veg fjörutíu ár, en hartnær, því Ólafur hefur stund^ð bílstjóm og akstúr sföan 1928 eða 38 ár. Sjálfur er hann ekki farinn að eldast: draga f land eins og fleiri „í faginu" eykur hann við bflkost sinn svo til árlega og þenur út rekstur í hlutfalli við umferðarkröfur líðandi tíma. giglt var rólega. „Hvenær lærðir þú á bíl, Ólafur?" ,,Ég tók bílpróf árið 1927 hjá Jóni nokkrum Ólafssyni, en byrj aði að keyra árið 1928 vörubíl, árgerð 1924, eitt tonn að þyner' sem bar annaö tonn.‘ Ólafur er af Skeiðunum, Álfs- stöðum. fór þaðan 1928. „Næstu fjógur árin stundaði ég lausa- mennskubúskap, þar til ég sett ist að á Laugarvatni og byggði bar (19321“ — r-Q„or ólafur Ketilsson við stjómvölinn á leið upp að Geysi: „Ég hef ýmist trúað Ö1lu eða engu.“ aði að keyra vörubíl sinn, fór hann jafnhliöa fljótlega að ann- ast flutning á fólki, og þá féll það í hans hlut þetta ár að aka fyrsta efnivið í skólabygginguna á Laugarvatni frá Eyrarbakka og úr Reykjavfk. Þá var engin birgðastöð komin á Selfossi og Bakkinn — það virðulega verzl- unarpláss — enn f beinu vöru- sambandi við útlönd. Var um torsóttar leiðir að fara, vegir ekki upp á marga fiska og kafl- inn frá Svínavatni ti! Laugar- vatns vegleysur. Þá fékk hann eldskfmina eins og fleiri, bfl- stjórar af gamla skólanum og ennfremur tilfinningu fyrir erf- iðum akstursskilvrðum. Ökuskfrteinisnúmer Ólafs er 811. en þversumtalan er tíu, sem táknar hamingjuhjólið, er alltaf snýs þversumtalan af tíu er einn, tala sólarinnar, sem skín jafnt á réttláta sem rang- láta eins og segir í biblíunni og ;afnframt er það tala hjartaorku mannkynsins, hlýjunnar. Far- kostir Ólafs bera svo til allir oúme: með tölunni átta. X-48. X-68, X-78, X-88, X-338, en talan átta merkir vogarskálar réttlæt- isins og undjr bessum teikrium hamingjuhjólinu, sólinni, hlýj- unni, að viðbættum vogarskál- um réttlætisms hefur Ólafur Ket ilsson ekið sfnar eigin leiðir og annarra ÖIl þessi ár og hefur oft komizt í hann krappan, en allt- af öllu til skila haídið. Inntur eftir því, hvort hann hefði tileiknað sér meginreglu f akstri, sagði hann: „Jón Ólafs- son, sem kenndi mér, gaf þessi þrjú boðorð: „I fyrsta Íagi að aka hægt. í öðru lagi: að aka hægt. í þriðja lagi: að aka hægt, ef ég kynni að aka hægt í öllum gírum. Nú er alger vöntun f akst urskennslu að kenria mönnum að aka hægt, svo að þeir séu klárir að skipta við öll mögu- leg tækifæri til að bjarga þvi, sem bjargað verður, og bíllinn sá sem stöðugastur og styrkast ur á öllum veikum köntum...“ „Ólafur — ég hef heyrt, að þú kynnir og gætir ekiö allra manna hraðast, ef svo ber und- ir, og nefnt er til þess dæmi um þaö, þegar þú slóst'öll hraða met (á stórum bfl) úr Svína- hrauni og ti! Reykjavikur f til- efni af kappleik í knattspymu, sem var að Ijúka eða hefjast?" ,.r>að er ævinleen unp á mann logið," segir hann, „og alltaf eru menn með einhverjar frá- sagnir á lofti, sem hafa við lít- inn hlut að styðjast líkt og þessi saga.“ Hann veröur alvarlegur, þegar talað er svona léttúðugt um „fag ið“ hans. TTann stöðvar bílinn við hliðið X hjá Lækjarhvammi. „Þú leggur bílstjórum þfnum boðorð — ekki svo?“ „Ég set þeim margar reglur, en hvort þeir fara eftir þeim er annað mál.“ Hann bregður sér út úr bif- reiðinni pg sækir pakka. Þegar hann er setztur aftur og kom- inn á stað, segir hann; „Ég set þeim reglur um það, hvemig þeir eiga að skrifa ...“ „Að skrifa ... hvemig?“ „Hvernig þeir eigi „að skrifa" daginn. Það gengur misjafnlega að kenna þeim. Ég tel frá mfnu sjónarmiði, að þeir, sem stjórna meiraprófi, kenni, hvemig menn eigi að skrifa einn dag fyrir sig með rútuferðir og hvemig þeir eigi að skrifa einn dag fyrir hóp- ferðir og hvernig ferðin sé far- V in og vegalengdin og þar fram eftir götunum. Svo tel ég mikla vöntun á' þvf, að menn kunni að hnýta hnút, raða á farangri og binda svo á, að vel fari. Og þá tel ég mikilvægt, að þeir, sem keyra saman, séu í samfloti, svo að báðir geti lent samtfmis. Þetta gleymist oft. þvf miður, og getur bakað erfiði.“ Hann talaði um, að breytingar séu miklar frá þróunarstiginu úr eins tonns vömbíl í sex manna bfl með vörupall og stund um með laust boddí, ýmist bolt- að niður eða bundið með köðl- um eins og tíðkaðist á árunum ’31-’36, svo komu tíu manna pall bflar og síðan 10-14 og 22 og 30 manna og svo 40 manna og þar yfir. Þrátt fyrir geymi- stefnu (ákveðna íhaldssemi) sfna, segir Ólafur, að bílamir séu yfirleitt á banandi settigi „Brauztu aldrei bíla á þessum gömlu ámm eins og flesta henti?“ „Ég hef brotið þrjá öxla og þrjú drif á þrjátíu og átta ár- um, svo að ég virðist hafa verið aflsmunalítill f átökum eins og fleira. Þeir bílar sem ég hef ek- ið mest, Ford, Austin, Volvo hafa allir sterka öxla og drif. Og ég hef verið heppinn: aldrei hvorki meiðzt né mfnir öku- menn né farþegar mfnir né lent f árekstmm, sem heitið getur, aðeins hægt að kalla við kornur." „Hefurðu haft einhverja trú?“ „Ég hef ýmist trúað öllu eða engu. Kannski er það einasta, sem maður hefur trúað á, manns eigið handarafl.“ „H að hefurðu veriö lengst á leið, svo að þú munir?" „Ég var fimmtán tíma eitt sinn frá Kolviðarhól að Kamba- brún, að sjálfsögðu naut ég að- stoðar úrvalsmanna, nokkurra Skaftfellinga, og ökumanns mfns, Karls Magnússonar úr Grímsnesi (sem ók hjá mér yfir ellefu ár). Þeir hjálpuðu mér í verstu ógöngunum. Á leiðinni Reykjavík-Laugarvatn hef ég verið lengst einn sólarhring á leiðinni." Xj'iöri við Apavatn kemur fólks- vagn í móti og gefur stöðv- unarmerki. Út stígur Jón í Vorsabæ og gengur að bfl Ól- afs og segir: „Heyrðu Ólafur minn, það fossar vatn niður undan bílnum þínum, veiztu um það ... ?“ Ólafur þegir og Segir svo: „Það er ekkert að, góði. Þakka þér annars fyrir, vertu sæll.“ Og áfram ekur Ólafur eins og ekkert hafi í skorizt. „Er eitthvað að bílnum, Ólaf- ur?“ „Ef menn og bílar eru of- fylltir, þá þurfa þeir stundum að gubba.“ „Segðu mér eitt, hvernig fórstu að, þegar þú varst einn sólarhring á leiðinni." „Ég mokaði mig áfram.“ „Hvað um farþegana?" „Þeir sátu hreyfingarlausir inni ■ bíl og létu mig moka ein- an, nei, annars, það væri skakkt að segja, að þeir létu mig raoka, því að auðvitað bar mér einum Frh á bls 4 V'isir ræðir við Ólaf Kétilsson, sérleyfis- hafa á leiðinni Gullfoss — Geysir — Laugarvatn, en hann hefur stundað atvinnurekstur sinn hartnær 40 ár. . Ólafur Ketilsson á Laugarvatni að koma úr ferö á nýjasta farkosti sínum, X-88, Marcedes Benz — háfjalla- og vetrarbíl, búnum ýmsum kostum og þægindum. (Myndir: stgr.) \

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.