Vísir - 20.10.1966, Blaðsíða 15

Vísir - 20.10.1966, Blaðsíða 15
15 V í S IR . Fimmtudagur 20. október 1966. Hún fór með fyrstu lest og beint í sjúkrahúsið. Chris hafði verið al- veg rænulaus og gerði sér ekki grein fyrir hvaö gerzt hafði, fyrr en eftir langan tíma. Sally hafði farið til Ashford að verzla. \ Rigning hafði verið og vegurinn sleipur. í Hay- fieldheygjunni kom hermannabíll á móti henni. Hún hafði reynt að sneiða hjá honum en missti stjóm- ina á bílnum og ók beint á grjót- garð. Hún dó tveimur dögum seinna og Jenny varð áfram í High Trees og gerði það sem hún gat til að létta Chris sorgina. Henni hafði revnzt auðvelt að stjóma heimilinu og hugsa um bömin, því hún hafði áður verið nákomin fjölskyldunni. Og hvað sem tilfinningum hennar til Chris leið, vildi hún gera 'sitt bezta tii þess að hjálpa honum. Sally hafði verið bezti vinur henn ar síöan þær voru böm. Þegar móðir Jenny hafði farizt £ loftárás á London rétt áður en Jenný varö sex ára, höfðu foreldrar Sally skot ið skjólshúsi yfir hana. Og þegar Sally giftist Chris var Jenny brúð- armær, og þegar Michael fæddist, hélt hön þonum undir skírn. Þeg- ar maðurinn, sem Jenny hafði verið trúlofuð sveik hana tveimur dögum fyrir brúðkaupið, flýði hún til Sally. Og það var Sally að þakka hve fljótt Jenny náði sér eftir þetta á- fall Eftir að hafa veriö hjá Chris og Sally í löngu og skemmtilegu sumarfrli, gat hún byrjað að starfa aftur í London og varð vinsæll blaðateiknari. Þettea sumar hafði hún skilið, að Sally hafði rétt fyrir sér, er hún sagði, að Jenny mundi verða ástfangin aftur. En hvorugri þeirra datt í hug, að það væri Chris sem hún yrði ástfangin af. Og í hvert skipti, sem hún heimsótti þau, fann húti að tilfinningar henn ar til Chris urðu dýpri og heitari. Henni hafði aldrei dottið í hug, að Hún mundi geta orðið svona ást- fangin af manni, sem hún vissi að óhugsandi væri að hún gæti eign- azt. Hún var svo hrædd um þetta áð hún afréð að taka tilboði um starf, sem hún fékk frá Ameríku. Ameríkanskur ritstjóri haföi orðið svo hrifinn af teikningum hennar að hann bauð henni samning um hátt kaup. En við fráfall Sally breýttist þetta allt. Hún hafnaöi tilboðinu frá Ameríku, og hún hafði ekki einu sinni sagt Chris frá því. Nokkrum vikum eftir lát Sally sagði Chris Jenny, að fyrirtæki haris hefði beðið hann um að fara til Trinidad og vera þar í heilt ár, og hún hafði ýtt undir hann laö taka þessu. Hún haföi sagt: — Ég skal vera I High Trees meðan þú ert í burtu, Chris, og hugsa um börnin og héimiliö. Þú þarft ekki að hafa á- hyggjur af því. Hún hafði fengið hann til að taka boðinu og heima fyrir hafði allt gengið stórtíðindalaust. Ráðs- konan og Lily. Mace hofðu dugað henni vel — Lily var ung stúlka úr þorpinu. Jenny hafði teiknistofu í einu herberginu og haföi góðan vinnufrið og afkastaöi miklu. Einn eða tveir menn höfðu komið viö sögu hennar þetta árið, en hvorug- ur hafði hrifið hana. Ánnar þéirra, Robert Drake, var ríkur pipar- sveinn, sem flutt hafði i þorpið og hann hafði verið svo nærgöng ull og áfjáður, að henni þótti vænt um að Chris skyldi vera kominn heim, — þó ekki væri nema til þess að bægja Drake frá henni. Bíllinn ók upp að forstofudyrun- um og frú Mayfield og Lily fögn- uðu húsbóndanum vel. Og nú kom Needham garðyrkjumaður og hjálpaði til að bera farangurinn inn Chris tók þeim öllum hlýlega og allir virtust glaöir yfir því að hús bóndinn skyldi vera kominn heim aftur. Passamyndir Teknar í dag — Tilbúnar á morgun. Sér tímar eftir samkomulagi. Ljósmyndastofa Péturs Thomsens Ingólfsstræti 4. Sími 10297, eftir kl. 7 sími 24410. Þegar .enny bg Chris voru orðin ein studdi cbris hendinni á hand- legginn á henni og sagði innilega: — Þú hefur reynzt mér framúr- skarandi vel, Jenny. Hvernig gæti ég þakkað þér þaö sem skyldi? Hún fékk hjartslátt. Hún hafði hlakkað svo mikið til þess að hann kæmi heim aftur. Hafði hann tek- ið nokkra ákvörðun um framtíð- ina? Hann var of ungur til að lifa einlífi það sem eftir var ævinnar. Og hann varð líka að hugsa til Michaels og Claire. Hún var van- stillt barn og alls ekki auðvelt að tjónka við hana. Hún þurfti fyrst og fremst á móðurást að halda. Þau hötðu drukkið te með börn- unum og Chris hafði sagt þeim mörg ævintýri og nú voru þau sofn- uð. Chris og Jenny fóru niður í borðstofuna og þar stóð bakki með glösum og beið þeirra. Eftir hálf- tíma áttu þau að boröa úrvals mið- degisverð. ■ — Viö skulum drekka úr glös- unum úti sagði Chris. — Veðrið er indælt og hlýtt ennþá. Þú getur ekki hugsað þér hve gaman mér þykir að sjá enskan garð aftur! Og lifa enskan sumardag! ,— Ég hélt að það væri svo að segja sifeUt sumar í Trinidad? I — Já, en það er bara of mikið sumar. Of heitt og of mikið sól- skin. * Hann bar bakkann út og þau sett ust við bprð £ garðinum. — Gin óg sykurvatn? Mig minn ir að þú vildir það helzt? — Já, og mér þykir það bezt enn þá, ef ég smakka eitthvað á ann- að borð. En það er ekki nema sjaldan. — Hafa ekki komið gestir til þ£n hingað? Vinir frá London? — Afar sjaldan. Ég hef haft svo mikið að gera. En þá hlýtur þér að hafa | leiðst hérna út frá? — Nei, langt frá þvi. Ég uni mér svo vel f þessu húsi, og mér þykir vænt urn börnin. Og mér hefur gengið vel með það, sem ég hef "*'rir stafni, — En mjg minnir að þú segðir að bú yröir helzt að vera í London til bess að geta haft samband við rit ".tíórana?, ( Hún fann að hún roðnaöi, því hún mundi v'el hvers vegna hún hafði viljað fara frá High Trees begar hún sagði þetta. — Ég er orðin kunnari núna. ^að er farið að taka eftir mér. Hún ihallaði sér aftur i stólnum. Hvenær mundi hann fara að minn- i ast á framtíðina? Það var hann, I sem átti að gera það. Kannski ! mundi hann Iáta það biða í einn eða tvo daga. Því að hún gat ekki :. verið hérna áfram úr þvl að hann var kominn heim. Að minnsta kosti ekki til lengdar. Ekki án þess að . . . Bara að hun vissi hvern hug hann bar til hennar Ef til vill vissi hann það ekki sjálfur. Kannski hafði hann skotið umhugsuninni um þetta á frest, þangað til hann kæmi heim og sæi hana aftur, því að þá átti hann hægar með að s>era sér það Ijóst hve mikils virði hún var honum? Kannski hafði hann óttazt, að hún mundi vera öðrum manni heitin þegar hann kæmi heim? Manni sem hann kann aðist ekkert við. — Jenny? — Já, Chris. — Ég þarf að segja þér dálítið Bömin fóru svo ósköp seint að sofa Hann stóð upp og hellti aftur f glas ið sitt. — Það er ... Hann hikaði. — Ég er ekki viss um hvað þér finnst um þetta. Ylur fór um hana. Það lá við að hún segði: — Reyndu og sjáðu til hvað ég segi. Ég held að ég viti hvað það er. — Þú hefur liklega »ekki hug- mynd um hvað ég ætla að segja þér? sagði hann. Átti hún að þora að meðganga að hún hefði grun um það? Hún horfði f augun á honum og var dá- lftið forviöa á augnaráðinu. Hún þóttist sjá kvíða í augunum. Ekki ást. Allt f einu varð hún hrædd — henni fannst ísköldum fingri vera strokið eftir bakinu á sér. Átti þetta ekki að fara á þann hátt, sem hún hafði vonað svo innilega? Hafði hún gabbað sjálfa sig. — Nei, ég er ekki viss um það, Chris ... Svo bætti hún viö, því -/orwnaf- ÞÝZKAR ELDHÚSINNRÉTTINGAR úr harðplasti: Format innréttingar bjóða upp á annoð hundrað tegundir skópa og litaúr- val. Allir skópar með*baki og borSpIata sér- smíðuð. Eldhúsið fæst mcð hljóðcinangruð- um stélvoski og raftækjum af vönduðustu gorð'. - Sendið cða komið með mól af eldhús- inu.og við skipuleggjum cldhúsið samstundis og gerum yður fast vcrðtilboð. Ótrúlega hag- stætt verð. Munið að söluskattur er innifalinn í tilboðum fró Hús & Skip hf. Njótið hog- stæðra greiðsluskilmóla og lækkið byggingakostnaðinn. ■ RAFTÆKI HÚS &SKIP.hf. LAUSAVIOI II • SIMI 2111S A N ®7WS PAY I ÞEC/OEP 70 SPARF f//M, AFT£R MF CR/ED 'KA-GOPA', MFA/Z/NG, 'IS//PPFNPFP'... //£ WOULD TH/JS PEMA/N A SYMSOÍ, /V TUE TR/8E, OFMANS S//P£P/OP/ry/<' Ég yfirgaf fortíðina fyrir fullt og allt. Ég sneri til kofans til þess aö sleikja sárin eftir bardagann við Terkoz. Og dreymdi um framtíð með meölimum kynþáttar míns. •Ég hélt ég þyrfti að fara á heimsenda til þess að mér tækist það, en þaö sem skeöi næst er ótrúlegt. \ ' / að óttinn fór vaxandi: — Nei, ég hef ekki hugmynd um það. — Ég er giftur, Jenny. Hún kreisti fingurna f lófana og reyndi að láta sem minnst bera á áfallinu sem hún hafði orðið fyrir. Það voru góðar fréttir, Chris. Ég óska þér til hamingjúr Hann stóð upp og kyssti hana Iaust á ennið. — Þakka þér fyrir Jenny, sagði hann og tók upp glasið hennar. — Orðsending Nú geta þeir bíleigendur, sem aka á' hálfslitnum eða slitnum sumar- dekkjum látið breyta þeim í snjó- munstruð-dekk á aðeins 20 mín. og kostar aðeins frá kr. 100 (pr. dekk) Verið hagsýn og verið á undan snjónum. Við skoðum ykkar dekk að kostnaðarlausu. Opið virka daga kl. 8-12.C3 og 14 - 20, iaugardaga frá kl. 8 - 12.30 og 14 -18, og sunnudaga eftir pöntun í síma 14760. MUNSTUR OG HJÓLBARÐAR Bergstaðastræti 15 (gengið inn frá Spítalastfg) METZELER hjólbarðarnir eru sterkir og mjúkir, enda vestur-þýzk gæða- vara. Hjólbarða- og benzinsalan við Vitatorg. Sími 23900 Barðinn h.f. Ármúla 7. Sími 30501 Aí -enna Verzlunarfélagið h.t. Skipholti 15. Sfmi 10199 ——1B——Mitt'i i l iii i« /

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.