Vísir - 20.10.1966, Blaðsíða 16

Vísir - 20.10.1966, Blaðsíða 16
i VISIR Fimmtadagw 20. aktóber 1966 Ekki drukkinn — heldur konu Maður nokkur hringdi til lög- reglurmar í gær og sagðist hafa séð bifreið velta uppi við Jaðar við Heiðmörk. Hefði bifreiðin ver- .ið mjög óstöðug á veginum áður en hún valt, sem manninum fannst benda til að ökumaður væri í meira lagi drukkinn. — Þegar lög- reglan kom á staðinn, upplýstist, að ökumaðurinn var kona. sauBfjárhaldi í Reykjavík Ibúar Seláss og Arbæjarbletta lýsa ánægju sinni yfir banninu Fjáreigendur í Reykja vík hafa nú samþykkt að rýma land félagsins í Breiðholti fyrir þann 1. júlí 1967. Eins og skýrt var frá í frétt í Vísi fyr- ir nokkru samþykkti borgarráð á fundi þann 23. sept. að banna sauð- fjárhald í Reykjavík enda höfðu komið fram eindregnar áskoranir borgarbúa, aðallega í Voga- Selás- og Árbæj arhverfum um að það yrði gert Hafði ágangur sauðfjár verið mikill í görðum þessara aðila. Skrifuöu um 300 manns undir áskorunarskjalið, sem lagt var fram í borgarráði um bann við sauðfjárhaldi. Á síðasta fundi borgarráðs var lagt fram bréf Framfarafélags Seláss og Ár- bæjarbletta þar sem lýst var ánægju með þá ákvörðun borg- arráðs að banna að mestu sauð- fjárhald í Reykjavík. Framh. á bls. 6. Veiða aftur eftir 6 daga brælu Stúlka kærir varnarliðs- menn fyrir nauðgun Fjórir varnarliðsmenn i gæzluvarðhaldi 16 ára unglingsstúlka úr Reykja- vík hefur kært 4 varnarliösmenn af Keflavíkurflugvelli fyrir nauðg- un, sem á að hafa átt sér stað aðfaranótt 19. sept. síðastliðinn. — Kærði stúlkan atburð þennan til rannsóknarlögreglunnar í Reykja- vík 24. sept., en málið var sent til lögreglustjóraembættisins á Kefla- vikurflugvelli nokkrum dögum seinna. Hafðist upp á várnarliðs- mönnunum fj'órum 7. okt. og voru þeir úrskurðaðir í gæzluvarðhald meðan rannsókn fer fram i málinu. Er rannsókn enn ekki lokiö. Stúlk an var send í læknisskoðun, þegar er hún hafði kært vamarliðsmenn- ina, en vegna þess hvaö langt var Framh. á bls. 6. ! Byggð hæð ofan ! d Kjörgarð Eins og vegfarendur úm Laugaveg hafa eflaust veitt eft- irtekt var í sumar hafizt handa um byggingarframkvæmdir við 4. hæð verzlunarhússins Kjör- garðs aö Laugavegi 59. Nú þessa dagana er unnið af fullum krafti að byggingarframkvæmdum, og að því er Kristján Friðriksson, forstjóri Últíma tjáöi Vísi í morg un, veröa framkvæmdir þess- ar langt komnar um næstu ára- mót. Ekki er enn vitað, hvaöa starfsemi verður á þessari hæð, en ekki verður byggt hærra, að því er Kristján sagði, því að byggingarsamþykkt og skipu lag levfa það ekki. Dagur SÞ., 24. október: Helgaður vanda- málum flóttamanna Dagsins minnzt á Islandi með fjáröflun og kynningum á vandamálum j flóttamanna Seinni partinn í gær tóku bátarn- ir að tínast á miðin, eftir 5—6 daga landlegu. En engin síld hefur veiðzt síðan á fimmtudag vegna brælu á miðunum. Bátarnir leituðu í nótt á sömu slóðir og áður og fengu 27 skip afla í Reyðarfjaröardýpi, sam- tals 2960 lestir. Veiðiskilyrði eru þó ,ekki verulega góð því ennþá eru 3—4 vindstig og nokkur sjór. Skipin voru að veiðum á þessum slóðum í sfðustu viku. Þá fékkst dágóður afli eða frá 4 og upp í 7"^ þúsund lestir á sólarhring þar til hvessa tók aðfaranótt föstudags- ins. Nú er heildarsíldaraflinn orðinn 131.701 lest meiri en í fyrra (miðað við laugardagskvöld). Aftur á móti er söltun um 10 þúsund tunnum minni en þá. Segir svo í skýrslu Fiskifélags l’slands um síldveiðarnar síðustu viku: Frarríh. á bls. 6. Eins og kunnugt er af fréttum blaða og útvarps er mánudagurinn 24. október n. k. dagur Sameinuðu ‘ jóðanna, helgaður vandamálum flóttamanna um heim alian. Hér- lendis' mun Féiag Sameinuðu þjóð- . anna aö venju standa fyrir fræðslu erinþum um störf S.Þ. Meðal eirra, sem erindi flytja í skólum borgarinnar verða Ármann Snævarr, háskólarektor, form. fé- Iags S. Þ., Ivar Guðmundsson, for- stöðumaður fréttadeildar S.Þ. í Kaupmannahöfn, Helgi Þorláksson, skólastjóri, Hannes Þ. Sigurösson, fulltrúi, og Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Rauða Kross Is- lands. Framh. á bls. 6. Tvær bækur eftir Axel Thorsteinson Frá bókaútgáfunni Rökkri eru komnar á markaðinn tvær bæk- ur eftir Axel Thorsteinson rit- stjóra, „Horft inn í hreint hjarta“ og „Rökkur I“. „Horft inn í hrcint hjarta" hefur að geyma samnefnda sögu og ..okkrar smásögur. Allar ger- ast þessar sögur í lok fyrri heimsstyrjaldarinnar, en Axel var þá í her Kanadamanna í Frakklandi, Belgíu og Þýzka- ’andi. Er hér um að r;eða heild- arútgáfu á endurminningum höf undar frá ofannefndu tímabili og hefur sumt birzt áður, en annað ekki. í sögum þessum er lýst lifi hermannanna og fólks- ins á ófriðarsvæðunum. Bókin er 20 arkir, prentuö í Leiftri, og káputeikningu gerði Kjartan Guðjónsson. Rökkur I, ljóð, sögur og grein ar, kemur nú út í annarri út- gáfu, aukin og breytt. Bókin kom út í fyrstu útgáfu í Winni- peg 1922 og var meðal efnis er- indið „Silfurhærur“ um Stein- grím Thorstcinsson skáld. Út- gefandi kom heim til Islands með leifar upplagsins 1923 og er hað f fárra höndum hér á sAxel Thorsteinsson I landi. Hefur verið óskað eftir endurprentun þessarar bókar, og er hún nú komin út aftur. Bókin er sex arkir í Eimreiðarbroti, prentuð í Odda. J

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.