Vísir - 20.10.1966, Blaðsíða 4
a
CTH*
»
V1 SIR. Fimmtudagur 20. október 1966.
G'isli Sigurbjörnsson:
Hvert stefnir?
flugvellinum í Hamborg hitti
ég hann. — Viö vorum báö
ir á heimleið. Hann var talsvert
eldri en ég, reyndur og ráösett-
ur dugnaðarmaður, sem nýtur
að verðleikum álits og trausts
þeirra er hann þekkja. — Við
tókum tal saman — hefi 'þekkt
hann lengi, syni hans og ætt-
fólk. En það lá ekki vel á hon-
um. Ég tók eftir því, og spurði
hvort eitthvað væri að. — Svar
ið sem hann gaf mér er mér
minnisstætt og skrifaði ég eitt
sinn greinarkom I homið hjá
V.S.V. um það. — Hann sagði
aðeins: Ég er að fara heim. —
Við vitum báðir að lofslagið er
heilnæmt, en mér finnst and-
rúmsloftið vera banvænt. —
Mig rak í rogastanz. Á þessu
hafði ég ekki átt.von. Þama
var hann, sýnilega við góða
heilsu, vel efnaður í góðu áliti
og á heimleið til konu sinnar og
bama. Eitthvað méir en lítið
hlaut að vera að — and'rúmsloft
ið banvænt — sagði hann. —
Og hann útskýrði þetta nán-
ar fyrir mér. Þér vitið Gísli,
að við ættum öll að hafa það
gott heima á Fróni — og vissu-
lega er efnahagur fólks yfirleitt
með ágætum og iífskjörin betri
en nokkru sinni fyrr í sögu þjóð
arinnar. Atvinna er meiri en nóg
og menn em yfirleitt ánægðir
með allt og alla. — En samt
sem áður eruð þér leiður á að
fara heim, sagði ég. — Já, það
er andrúmsloftið heima, sem
mér líkar ekki og veldur mér
miklum áhyggjum. — Áfengið
fiæðir yfir landið og menn
drekka frá sér vit, rænu og æru.
— Fjöldinn allur af ungum
mönnum og stúlkum er farinn
að drekka — áfengið er mesti
bölvaldur í íslenzku þjóðlífi,
sundurleiti og pólitík komast
þar ekki nærri. Virðingarleysi
fyrir öllu og öllum er að verða
mesta vandamálið.
Kirkjur eru reistar viða um
landið, sem betur fer. En á-
hugi á kirkjunni er samt ekki
mikill að öllu jöfnu — það sýna
hálftómu kirkjumar —. — Og
svo eru það blessaðir prestam-
ir. — Okkur finnst sumum, að
áhugi þeirra á velferðarmálum
sé oft harla lftill.
Hér er þó, sem betur fer, að
verða þáttaskil. Ungir og áhuga
samir prestar em famir að láta
þjóðfélagsmálin til sín taka.
Skólamir eiga forystuhlutverki
að gegna — eða svo finnst mér
að minnsta kosti. En hvernig
er það rsekt? Æskan sjálf gefur
bezta svariö. — En eru það ekki
heimilin — foreldrarnir — sem
bera þó mesta ábyrgð? Jú, vissu
lega, en nú vinna allir, konur
oftast líka — og svo fáir hafa
tíma til að sinna bömum og
unglingum. — Atvinna alls stað
ar* allir þurfa að vinna — verð
bólgan er allt og alla að drepa,
og fólkið á flest litið annað en
það sem vinnan gefur. — Sparn
aður þekkist varla, nema þá
helzt hjá okkur, sem urðum aö
spara, áður en velgengnin tók
við og kom öllu úr skorðum. —
Til hvers er svo verið að spara?
Krónurnar sem ég legg fyrir
verða minni, kaupmáttur þeirra
minnkar, eftir því sem árin líða
— og hér duga engir háir vext
ir — verðbólgan sér fyrir því. ,
Og þanhig hélt hann áfram
maðurinn, sem var á heimleið,
en kveið fyrir andrúmsloftinu
heima, enda þótt lofslagið væri
heilnæmt.
Eflaust er margt af þessu rétt
hjá honum. — En hefur þetta
ekki alltaf verið að fara norður
og niður hjá okkur í marga ára-
tugi? Hefur ekki alltaf verið
talað um hallæri og kreppu ár-
um saman — og alltaf flýtur
þetta einhvem veginn? Jú, þann
ig er þetta — og verður liklega
enn um hríð. En hitt er rétt.
Við verðum að fara að reyna að
stemma stigu við áfengisflóð-
inu, áður en meira tjón hefur
hlotizt af. Blóðtakan er óskap-
leg — sorg og kvíði, heilsuleysi
og óhamingja eru fylgjur of-
nautnar áfengis. — Við höf-
um ekki ráð á aö græða krónur
á hamingjuleysi og óláni fjölda
Hér verða forystumenn þjóð-
arinnar að ganga á undan með
góðu fordæmj — skilyrðislaust.
Þeir, sem þetta ekki skilja eru
ekki til forystu hæfir — það
mun áreiðanlega koma á^dag-
inn áður en langt um Iíður.
Þjóðin er farin að rumska og
þá kemur spurningin: Hverjir
bera ábyrgðina á ofnautn æsk-
unnar á áfengi? Hvað sjá ungl
ingamir — um hvað er talað —
halda þeir í alvöru, að menn taki
ekki eftir einu og öðm? Mælir-
inn er orðinn fullur — áfengið
verður að vtkja fyrir dómgreind
fólksins. — Og þeir dagar munu
koma, að ekki verður spurt f
hvaða flokki hann sé, þegar kos
ið er, heldur verður spurt um
það hvort hann drekki, neytir
hann áfengis eða er hann bind
indismaður. Þjóðin er þegar bú-
in að fá nóg af áfengi og afleið
ingum þess á öllum sviðum.
Hvert stefnir í þjóðmálum
íslendinga, er spuming, sem
hver og einn ætti að velta fyrir
sér. Ennþá viröist sem menn
geri sér ekki nægilega grein fyr
ir því, að við verðum aftur að
fara að muna eftir því, sem
okkur var kennt í æsku, að
sparnaður, dugnaður, samvizku
sémi og vinnugleði, em engin
slagorð, heldur á öllu þessu velt_
nr" nútið og framtíð.
Ólafur Kétilsson —
Framh. af bls 9
að sjá um að koma öllu til skila."
„Hefurðu «ekki eftir allar
þessar vetrarferðir fengið sér-
staka tilfinningu fyrir snjón-
mn?“
»Ég var búinn að því.“
„Hvað áttu við?“
„Já, ég segi það aftur, því að
nú er svo komið eins og Jóhann
es úr Kötlum segir í einhverju
erinfli sínu, að allt hefði breytzt
og guð almáttugur hefði líka
breytzt. Sömu sögu má segja
um snjóinn: Afstaðan og að-
staðan til að glíma viö snjóinn
er allt önnur en hún var, vegna
þess hve búið er að breyta veg-
um mjög yfir í það að geta farið
út af þeim. Þetta gat maður ekki
áður, því að þá safnaðist alltaf
fyrir í traðir. Svo komu einn
— tveir dagar kannski með snjó
komu og skafrenningi, síðan
frostleysisklessingur og síðan
útnyrðingsnorðangarri — eins
og sagt var foröum um Magnús
heitinn Torfason í Palladómum
alþingismanna — og síðan skaf-
renningur yfir þennan blauta
klessing, sem hafði festst f veg-
unum. Á síðari árum, þar sem
snjóplógar eru oft fengnir til
Minning:
Dr. Árni Friðriksson
pr. Ámi Friðriksson, fiskifræðing-
ur, lézt í Kaupmannahöfn s.I.
;unnudag, eftir nær tveggja ára
“rfiða sjúkdómsbaráttu. Með Dr.
\rna er fallinn í válinn einn hinn
nerkasti samtfðarmaður íslenzkur.
Of langt er upp að telja öll hans
ifrek, hin margþættu störf og
nerkilegu ritsmíðar. Telja verður
hann meðal þeirra, sem leggja
'irundvöill að íslenzkum haf- og
'iskirannsóknum, verðugan arftaka
Bjama Sæmundssonar. Hann ger-
ist ráðunautur Fiskifélagsins á ár-
unum 1931, og er Fiskideild At-
vinnudeildar Háskólans tók til
starfa á árinu 1937, genpist hann
fyrsti forstöðumaður hennar. Fram
kvæmdastjóri Alþjóða Hafrann-
sóknaráðsins verður hann 1954 og
gegndi því starfi til ársins 1964, að
hann sagði því lausu. Var það
Áma mikill persónulegur heiður að
vera valinn í þessa stöðu, og sýndi
vel það traust, er hann naut með-
al erlendra vísindamanna. En ekki
var þetta sfður mikill heiður fyrir
ættland hans. Áður hafði Dr. Árni
verið fulltrúi Islands f ráðinu frá
1938, að ísland gerðist aðili, til árs-
ins 1953. Auk þessara föstu starfa,
sem rakin hafa verið, var Ámi
Friðriksson trúnaðarmaður fslenzku
ríkisstjómarinnar í mörgum mikil-
vægum málum er snertu hans vís-
indasvið, heima og erlendis; vann
m. a. mikilvæg störf að undirbún-
ingi útfærslu fiskveiðilögsögunnar
1952. Dr. Ámi var um skeið ráðu-
nautur Sameinuðu þjóðanna. Hann
átti drjúgan þátt' í áð skipuleggja
fiskirannsóknir Brazilíumanna og
fleira mætti nefna af mikilvægum
störfum hans erlendis. Eru þó ótal-
in vfsindarit hans og framlag til
fslenzkra haf- og fiskirannsókna á
þvf sviði, sem seipt verður metið
að verðleikum.
Ámi Friðriksson var Vestfirðing-
ur að ætt, fæddur 22. des. 1898.
Hann var þvf ekki gamall að ár-
um, er hann lézt. Enda þótt starfs-
dagurinn væri orðinn langur og af-
rekin mikil, þóttist hann eiga margt
eftir óunnið, og mörg þau gögn
ókönnuð, er hann hafði safnað á
vísindaleiðöngrum sínum umhverf-
is ísland. Minnist ég af hvílíkum
ákafa og tilhlökkun hann ræddi
þessi hugðarefni sín, er ég heim-
sótti hann á sjúkrahús fyrir hálfu
öðm ári síðan.
Þótt ég kynntist Áma persónu-
lega, fyrst skömmu eftir að ég hóf
störf hjá Fiskifélaginu sfðla sum-
ars 1954, get ég rakið kynni mín
af honum lengra aftur. Sem strákl-
ingur austur á landi eignaðist ég,
og gleypti í mig alþýðurit hans eins
og t. d. Aldahvörf f dýrarikinu,
Margt býr í sjónum, Villldýrasög-
ur o. fl. Veit ég að svo var um fleiri
unglinga á þeim ámm, að þeir
sóttu fróðleik og skemmtan f rit
sem þessi, en Ámi átti mjög létt
með að fræða, og skrifaði lipurt
og skemmtilegt mál. Ég hefi átt
því einstaka láni að fagna að auðn-
ast að vinna allnáið með Áma Frið-
rikssyni um allmargra ára skeið.
Miðlaði hann mér fúslega af reynslu
sinni og þekkingu, er við störfuð-
um saman á ýmsum alþjóðlegum
fundum. Er mér heiður af því að
hafa talizt til vina hans.
Dr. Ámi Friðriksson var tvf-
kvæntur. Varð mér sú ánægja að-
njótandi að kynnast sfðari konu
hans og litlu dóttur og njóta em-
stakrar gestrisni og höfðíngsskap-
ar á heimiíi þeirra f Kaupmanna-
höfn.
Flyt ég þeim mæðgum, svo og
dóttur hans af fyrra hjónabandí og
öðrum nákomnum ættingjum inni-
legustu samúðarkveðjur. Minningin
lifir um góðan mann, heimítisfðður
og vin.
Már Etfsson.
að skafa þetta snjóhrafl og tæta
þennan illa gerða snjó, að við-
bættum fjölgandi vetrarbraut-
um, er orðið gerbreytt að fást
við snjóinn, aðstaðan allt önn-
ur til þess að halda uppi sínum
vetrarferðum, þegar snjór er.
Þó vantar mikið á enn. Frá síð
astliðnum vetri hef ég þá sorg-
arsögu að segja, að f móts við
Alviðru er eilffðarskafl. Þar
þurfti ég að nema staðar og
horfði á mjólkurbílana sarga sig
í gegn og eftir að þeir komust
f gegn var útlitið á tröðunum
eftir þá eins og manni gæti dott-
ið í hug, að hafi verið í skot-
gröfum Hitlers og Churchills
frá fyrra stríði. Og þótt ég væri
á tveggja drifa bíl, þá lagði ég
ekki í skaflinn fyrr en ég var _
búin að krafsa ofan af verstu
hryggjunum með /íinni hand-
skóf’ — Ef eitthvað kemur
fyrir, þá hljómar þetta við-
kvæði: „Já, blessaöur maðurinn,
það brotnaði hjá honum bíll-
inn.“ Og svo er kallað á næsta
bíl og síðan að setjast að hjá
heimasætu eða kerlingu á næsta
bæ við veizluhöld og annað og
skrifað svo allt í dagvinnu og
næturvinnu. Og er.ástæða til
að halda, að „viðskiptin“ hafi
stundum gengið lengra en segir
í Marfuljöðum dr. Sigurðar Þór
arinssonar, þar sem segir:
María, María, síðan ætla ég að
sofa hjá þér o.s.frv."
Ólafur þagnar um stund. Svo
heldur hann áfram:
„Þetta hefur verið regla í orða
lagi um mjólkurbíla að vetrar-
lagi: „Það er verið að reyna að
brjótast í gegn.“ Það hljóðar í
fyrstu sögninni brotahljóðið."
Qg nú hné talið að vegagerð.
„Mér tókst hjálparlaust að fá
vegamálastjóra þáverandi árið
1937 að koma með mér upp á
Hellisheiði og leiða honum fyrir
sjónir nauðsyn þess að leggja
vetrarbraut eftir Langahryggn-
um austan Smiðjulautar og aðra
skammt austan við Lágahraun,
sem hann lét hvort tveggja þeg-
ar framkvæma. Sfðan hugðist
ér halda áfram og benda á
meira og meira og bað sjálfan
höfuðpaurinn í tíu ár að gera
meira, en með aðstoð hraustra
manna hafðist það loks eftir
tíu ár, að vegalögn og breyt-
ing var gerð í Kömbum, því að
fram að þeim tfma var ekið
upp f móti niður Kambana.
Þessir hraustu menn voru skrif-
stofustjóri hjá Sjóvá, Runólf-
ur, Páll bóndi á Búrfelli og Páll
Guðjónsson (sem fór til himna- j
rfkis skömmu síðar) og skrifuð-
um við bréf til f járveitinganefnd
ar Alþingis, sem hljöðaði á þá
leið að að tilhlutan okkar undir-
ritaðra færum við með vega-
málastjóra austur á Hellisheiði
og austur f Kamba, þar sem
nauðsyn væri að laga. En bréf-
ið var eitthvað klaufalega og
kunnáttuleysislega orðað, þvf
að vegamálastjóri fékkst ekki
til að skrifa undir. Nú var það
Runólfs hlutverk að vita með
hvaða hætti það væri klaufa-
lega orðað, og komst hann að
þeirri niðurstöðu, að betra væri
að orða bréfið þannig, að að til-
hlutan vegamálastjóra væri
farið austur f Svínahraun og
Hellisheiði og rætt um nauð-
synlega möguleika á endurbót-
um á vegalögn, og taldi þá
vegamálastjóri, að, margt af
þéssum hugmyndum okkar
mundi geta samrýmzt framtfð-
arkröfum um vegagerð á lslandi.
Sendum við svo bréfið f fjár-
veitingarnefnd, en þar voru úr-
valsgáfumenn eins og alltaf eru
(nú brosti Ólafur), mjög hyggn-
ir og framsýnir. Og varð það úr,
að þeir heimiluðu vegamála-
stjóra að fá fé til breytinga á
gamla Kambakerfinu þá þeg-
ar.“
„Ertu ánægður með Kambana
eins og þeir eru?“
„Vegurinn í Kömbum er jafn-
ómögulegur, miðað við umferð-
armagrr og flutningaþörf og þeg
ar hann var með þrjátfu og þrjár
beygjur. Ég hef rætt um það
og ritað f nokkur ár, að þörf
væri á breytingum þar: að
skera niður efstu brekkuna, að
minnka efsta brekkubrattann,
en hann er oft til þess eins, að
maður verður að skipta úr ððr-
um niður f fyrsta gfr og verður
oft ekki farinn nema með því
að bregða á keðjum og það upp
f tvöföldum.“
„En hvað um Þrengslaveg —
bætir hann ekki úr skák?"
„Sú leið er ekki farin nema
vissa daga — og er góð til sfns
brúks, en Kambamir verða hins
vegar alltaf farnir."
Þarna kom X-68 allt í einu sigl
andi að sunnan. Slangur af túr-
istum ætlaði til v Gullfoss og
Geysis. stgr.
Miðstöðvarketill — óskast
Miðstöðvarketill 8—10 ferm. með kynditækj-
.1
um óskast. Uppl. í síma 16596 eftir kl. 19.