Vísir - 31.10.1966, Blaðsíða 1

Vísir - 31.10.1966, Blaðsíða 1
VISIR 56. árg. — Mánudagur 31. október 1966. — 249. tbl. STRANDAÐIA BOLUNG- ARVIK í GÆR Vélbáturinn Særún ÍS 309 strandaöi f gærmorgun rétt fyr- ir utan Bolungarvik. Var Særún á handfæraveiðum er rafmagniö i bilaöi og rak bátinn unz hann i strandaöi. Náðist hann siöan út J á flóöinu í gær með hjálp ann- i ars báts og var dreginn inn á J Bolungarvikurhöfn. Skemmdir t iu-öu ekki miklar en eitthvaö J mun báturinn þó leka. i Berlingske Aftennvis um handritnmálið: Dansk-íslenzkar leyniviSræöur afhjúpaíar Tnlin birt þar sem Hæstiréttur mun næstu daga taka málið á dagskrá • Sl. laugardag birtist í danska kvöldblaðinu Berlingske Aftenavis uppsláttargrein þar sem því er haldið fram aö átt hafi sér stað leyniviöræður milli Gylfa Þ. Gíslasonar mennta- málaráöherra og danskra ráö- herra á árunum áður en hand- ritafrumvarpið var Iagt fram í danska þjóðþinginu 1961. • Segir blaðið að þingið hafi verið leynt þessum viðræöum. Upplýsingar um þær hafi ekki legið fyrir fyrr en grein Gylfa G. Gíslasonar í tímaritinu Áfanga 1961 um aðdraganda hand- ritafrumvarpsins hafi óvænt komið fram f dagsljósið í Dan- mörku. Gefur blaðið f skyn að tímaritið hafi á sínum tíma veriö tekið úr umferð. Boðar blaðiö fleiri greinar um málið. • Talið er að þessi skrif birt- ist nú þar sem álitið er að dómur Hæstaréttar í handrita- málinu sé væntanlegur I nóv- ember. Umrædd grein heitir „De hemmelige dansk-isiandske for- handiinger er nú afslöret". Þar er vitnað í ritgerö er Gylfi Þ. Gísiason menntamálaráðherra ritaði í Áfanga, tímarit ungra jafnaðarmanna, áriö 1961 um aðdraganda handritamálsins. Þar segir ráðherrann frá óform- legum viðræðum er fóru fram milli hans og ýmissa danskra ráðamanna um handritamálið. Telur Berlingske Aftenavis að reynt hafi verið vísvitandi að leyna þessum viðræðum fyrir utanríkismálanefnd þjóðþingsins danska og telur það brot á Framh. á bls. 6 rSSPSt- ............................................................ .. . Gylfi Þ. Gislason gefur yfirlýsingu: Óformlegar viðræður, sem fólu ekki i sér lausn Gylfi Þ. Gíslason gaf eftirfarandi yfirlýsingu í samtali við Vísi í morgun vegna skrifa danska blaðsins Berlingske Aftenavis á laug- ardag um „leynivlðræður“ hans vlð danska ráðherra um lausn handritamálsins: „Ég er mjög hissa á því að nú skuli reynt að gera veður út af þvi í Danmörku að auðvitaö áttu sér stað margar viðræður milli mín og danskra ráðherra, einkum Jörgens Jörgensens, áður en frumvarpið um haudritaafhendinguna var lagt fram vorið 1961. Frá þessum viðræöum var ekki skýrt jafnóðum, hvorki í Dan- mörku né hér, enda ekki vitað hver yrði endanleg niðurstaöa. En þegar frumvarpið hafði verið Iagt fram rakti ég aðdragandann f umræddri grein. Allar þessar viðræður voru óformlegar og þess vegna aldrei skipzt á um þær neinum orösendingum. En allir hljóta aö skilja að frumvarpið hlaut að hafa verið undirbúið með viðræðum, ef það átti að vera endanleg lausn frá bcggja sjónarmiðl Ég tel að þessi skrif sýni ennþá einu sinni hversu viðkvæmt þetta mál er mörgum f Danmörku." Greinin í Berlingske Aftenavis á laugardag. Frost um allt land — Flugvél til Akureyrar varð oð snúa við vegna kvassviðris i gær Vestanátt hefur verið vestan- og sunnanlands um helgina og gengið á með éljagangi. Snjóél landi. Rok var víða og mældust landi. Rok var víða og mældist í gær 8 vindstig á Hveravöllum en 10 vindstig á Stórhöfða og -^í> Íslendingar nær öruggir um 2. sætið 2 umferðir eftir i undankeppni Olympiuskákmótsins Nú eru búnar 5 umferðir á Ol- ympíumótinu á Kúbu. islendingar unnu Mongólíu 3 y2 — y2 í 4. um- ferð og hafa 1 vinning og 3 bið- skákir eftir viðureignina við Mexi- co í 5. umferð. Þeir skipa því 2. sætið í riðli sínum með 9y2 vinning og 3 biðskákir. Júgóslavar hafa 14 vinninga og eru öruggir um 1. sætið, en við þá tefla íslendingar í næstu umferð. Blaðið hafði sam- band við Guðmund Arason, for- mann Skáksambands Islands í morgun og spurði hann hvernig honum litist á stöðuna. Hann sagði aö þegar mætti hiklaust segja að fslendingarnir hefðu mikla mögu- leika á 2. sæti og þar meö að kom- ast f A-flokk. Þessar biöskákir við Mexico geta varla farið verr en jafntefli aS meðaltali, sagði Guð- mundur. En svo verður spennandi að sjá hvemig þeir standa sig á móti Júgóslövum, en ég held að þeir fari aldrei svo iila út úr því, né viðureigninni við Indónesíu í síðustu umferð, að þeir tapi 2. sætinu. í 3ju umferö vann Tyrkland ís- land iy2 v gegn V/2, Mongólía og inga hvor. Júgóslavía vann Mexico hlaut 3% vinning á móti y2. Islendingarnir eru sagðir hafa farið of geyst í sagirnar í viður- eigninni viö Tyrki, enda nýbúnir að vinna eina sterkustu sveit rið- Indónesía skildu iöfn með 2 vinn- ilsins, Austurríkismenn, í 2 um- ferð. I 4. umferð lentu íslendingar svo á móti Mongólíumönnum, sem sagðir eru drjúgir skákmenn og þrautseigir og taldir voru hafa von um eitthvert fjögurra fyrstu sæt- anna í riðlinum. Leikar fóru svo að íslendingar unnu glæsilega, 31/2 gegn y2, Friðrik vann Miagmasur- Framh á bls 6 mun þar hafa verið hvassast. Um miðjan dag hvessti á Akur- eyri og varð flugvél F.I. sem lagði af stað þangað kl. 2 að snúa við. Um kvöldiö hafði aftur lægt og komst vélin til Akur- eyrar um kl. hálf nfu. 1 nótt snerist vestanáttin í norðrið og frvsti. 1 morgun var komið frost um allt land. Gekk norðanáttin fljótt yfir og er nú komin austur fyrir land á sfld- armiðin. Kl. 8 í morgun var tveggja stiga frost í Reykjavík en á Ak- ureyri var fimm stiga frost. Hafði þar kólnað um tæp 10 stig frá því á miðnætti er mældist 5 stiga hiti þar. f morgun var snjókoma norðanlands,’ allt frá Akureyri austur og suður fyrir Dalatanga, Stöðvast síldveiðar vegna verðfalls? — Visir ræðir við sjávarútvegsmálaráðherra vegna ákv'órðunar Norðmanna um að banna sildveiðar frá 5. nóv. Sílækkandi heimsmarkaðs- verð á síldarlýsl og mjöli hefur gert sildarbræðslum um land allt mjög erfitt í sumar. — Það eru þó ekki íslendingar einir, sem eiga f erfiðleikum vegna þessa verðfalls. Samkvæmt frétt um frá Noregi, kemur i ljós að svo mjög er að síldariðnaði Norðmanna þrengt. að ákveðið hefur verið aö banna síldveið ar frá og með 5. nóvember vegna lélegs markaðsverðs á síld arlýsi og mjöli. Undanþegnar '’essu hanni eru veiðar á sfld til frystingar, söltunar, reyking- ar, beitu og til neyzlu í fersku ásigkomulagi. — Hefur mikið ó- selt magn af lýsi og mjöli safn azt fyrir f Noregi en ekkert út lit er fyrir að markaösverðið hækki á næstunni. Lýsið hefur veríð i lágmarki nú í langan Kr.imh. á bls. 6.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.