Vísir - 31.10.1966, Blaðsíða 2

Vísir - 31.10.1966, Blaðsíða 2
V í SIR . Mánudagur 31. október 1966. LHin enn ekki búin að „losna viS Húlogaland" §) Víkingur, spumingar- nerkið í 1. deild í hand- ’.cnattleik, tróð upp í Laug trdalshöllinni í gær í síð- asta leik kvöldsins. Það ríkti viss spenna meðal á- lugamanna um getu liðs- Ins, enda er við milchi bú izt af nýliðunum í 1. deild. Víkingur náöi að jafna aðeins ör- "áum sekUndum fyrir leikslok gegn Ármanni, 12:12, en Ármann hafði leitt allan leikinn og aðeins rúmri mínútu fyrir leikslok var staðan 12:10 en „maður gegn manni“ aðferöin færði Víkingi ann- aö stigið. Vöm Víkinga var afar slök í þessum leik og allt annað en skemmtilegt fyrir markverðina að vita af þessu heljarmikla gati fyrir framan sig. Þaö verður því mál málanna hjá Víkingi á næstunni að lagfæra vankantana á vöminni fyrst og fremst, ætli hann að keppa um efsta sætið i deildinni í vetur. Leikimir í gær voru annars heldur slakir yfirleitt. Þannig voru Framarar langt frá sínu bezta í leiknum gegn Þrótti. Leikurinn var framan af jafn, en Þróttarar léku allt of fast og ólöglega 1 hálfleik var staðan 10:5 en Fram vann 20:9. Þróttarar ættu iíka að ná mun meiru út úr leik sínum en þeir gera. Sennilega vantar mikið á aö þeir hafi fullt úthald. Framar- ar leggja mikla áherzlu á hraðann, en hafa enn langt frá þvi fullt vald á honum. Valsmönnum meö sitt lipra og skemmtilega lið gekk ekki of vel við ÍR. í hálfleik var staðan 9:7 fyrir Val, en þeim tókst að auka bilið og unnu með 16:12. í heild eru liðin langt frá því búin aö ná fullum tökum á hinum stóra sal, enda er þaö ákaflega eðlilegt, þar eð fæstir leikmanna hafa áður komizt í kynni við ann- að en Hálogalandssalinn eða þaðan af þrengri húsakynni. í dag opnar Laugardalssalurinn loksins fyrir íþróttamönnum og þá má loks vænta þess að liðin fari að finna sig og þá má Iíka vænta þess að handknattleikurinn verði skemmti- Framh. á bls. 5 ; * ; Betri útkoma ! ; þrútt fyrir ollt? ! \ • Það er alkunna að húsa- i i leiga íþróttahallarinnar í Laug- \ } ardal mætir mikilli gagnrýni i i íþróttamanna, enda þótt litið \ \ hafi heyrzt frá íþróttaforystunni [ * í þessu máli. « t • Fyrstu mótsdagana virðist [ f sem hin nýja og glæsilega höll t t með bættri aðstööu dragi til sín [ * mun fleiri áhorfendur en ella. i t Þannig kom f jöldi manns bæði J \ í gærdag til að horfa á yngri t J flokkana og meistaraflokk J t kvenna, og eins um kvöldið að i J horfa á meistaraflokk karla. \ t Eftir hádegið komu inn 9000 [ \ krónur í kassann og 18000 um \ t kvöldið. Dagurinn í gær stóð * \ þvi vel undir sér og reyndar t i1 mun betur en hann hefði gert J [ að Hálogalandi með sinni lágu t i leigu (1000 krónur). Það kemur { \ á daginn, sem vitanlega mátti t \ Framh. á bls. 6. \ Gunnlaugur Hjálmarsson skorar eitt af mörgum mörkum sínum f leiknum gegn Þróttl i gærkvöldi. Haukur Þorvaldsson horfir á eftir Gunnlaugi. Úrslit yngri flokkonna • 1 gærdag urðu þessi úrslit í leikjunum eftir hádegi f íþrótta- höllinni f Laugardal: 3. fl. karla: ÍR—Fram 3:13. Þróttur—Valur 2:15. ■ Ármann—Víkingur 8:6. 2. fl. karla: Víkingur—Valur 3:8. KR—ÍR 7:10. Fram—Þróttur 8:3. 1. fl. kvenna: Valur—Fram 8:4. Mfl. kvenna: Víkingur—Valur 2:8. Ármann—Fram 3:8. Keflvíkingar unnu litlu bikarkeppnina — Sigurúur Albertsson jafnaði 2:2 þegar 6 min voru eftir — og jafnteflið naegði Keflvikingum Keflvíkingar unnu Litlu bikarkeppnina í gærdag í leik við Akranes á heima- velli Keflvíkinga við Hring hraut í Keflavík en þar eru þeir að eignast glæsileg vallarmannvirki, sem þeg- ar næsta sumar geta boð- <s>-------------------------- ið upp á ákjósanlega að stöðu fyrir hina f jölmörgu sem leggja leið sína til Keflavíkur til að fylgjast með knattspyrnuliðinu þar. Það voru 6—7 vindstig, sem æddu yfir völlinn í þessum síðasta knattspyrnuleik ársins, en engu að síður höföu um 1000 áhorfendur mætti til leiksins og höfðust aðal- lega við I bílum sínum og nutu þess, að girðing er enn ekki risin kring um völlinn. Akurnesingar léku í fyrri hálfleik undan þessu mikla roki, en Kefl- vfkingar fengu eigi að síður skorað mark snemma í leiknum og var Jón Jóhannsson þar aö verki. Þeg- ar langt var liðið á hálfleikinn tókst Skagamönnum að jafna. Þetta var hálfgert klúðurmark, boltinn kom fyrir markið og Kjartani tókst ekki að hemja boltann og missti hann inn fyrir sig. Og Ríkharður fyrirliði Akumesinga sá um að þeir gengju til leikhlés meö mark yfir. Hann skoraði glæsilega úr aukaspymu 4—5 metra utan vítateigs með snúningsbolta vel úti í hominu. Keflvíkingar sóttu mjög að Akra- nessmarkinu í seinni hálfleik, og var spenna mikil, því til þess að sigra f keppninni urðu Keflvíkingar að ná a.m.k. jafntefli. Það virtist ekki ætla að ganga fyrr en loks 6 mínútum fyrir leikslok að Sigurð- ur Albertsson, fyrirliði þeirar Suð- umesjamanna skallaði laglega í netið 2:2, markið, sem færði Kefi- víkingum hinn fallega bikar, sem Albert Guðmundsson og Axel Kristjánsson hafa gefið til keppn- Framh. á bls. 5 Hafsteinn Guðmundsson: „Enqinn vafi..." „Það er enginn vafi á því, — markið var rangstööumark“, sagði Hafsteinn Guðmundsson úr Keflavík í gærkvöldi. Kefla- víkurliðið hafði fengið að láni litfilmu Ragnars Magnússonar úr Hafnarfirði af leik liðsins gegn Val og var hún sýnd ásamt fleiri myndum f hófi, sem bæj- arstjórn Keflavikur hélt meist- araflokki, 2. og 3. flokki í gær- dag að Ieik loknum gegn Akurnesingum, en auk þess voru sýndar kvikmyndir Heimis Stigssonar úr lcikjum Keflavík- ur í sumar og erlendar kvik- myndir úr knattspymunni. „Það merkilega að minum dómi við þessa mynd“. sagði Hafsteinn, „er það að Baldur, línuvörður, veifaði en Iét síðan flaggið síga skyndilega. Á myndinni er samt sem áður greinilegt að um er að ræða rangstöðu. Hins vegar kemur í ljós að brotið á Magnús Torfa- son, sem einnig var umdeilt, gerist á vítateigslínu en ekki innan hennar, þannig að ekki var um að ræða vítaspymu eins og margir héldu“ sagði Haf- steinn. Allt þetta fær þó ekki haggað þeirri staðreynd að Valur er ís- landsmeistarinn í ár og er vel að þeim titli kominn, en það er ekki óalgengt að úrslitamörk verði umdeild eins og nú varð, en þá vilja gjaman gleymast mörk í öðrum leikjum mótsins, sem kunna að hafa verið skoruð úr enn vafasamari aðstöðu og oft vegna mistaka dómaranna, — en það er önnur saga. — jbp — !?

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.