Vísir - 31.10.1966, Blaðsíða 8
8
VÍSIR . Mánudagur 31. okiobei i»o6.
Framkvæmdastjóri: Dagur Jónasson
Ritstjóri: Jónas Kristjánsson
Aósroðarritstjórt: Axel Thorsteinsor
Auglýsingar: Þingholtsstræti 1, símar 15610 og 15099
Afgreiösla: Túngötu 7
Rltstjóm: Laugavegi 178. SimJ U66'0 (5 linur)
Askriftargjaid kr. 100.00 á mánuði innanlands
t lausasölu kr. 7,00 eintakið
Prentsmiðja Visis — Edda h.f.
Veiðarfæraiðnaður til
frambúðar
Töluverður veiðarfæraiðnaður reis upp hér á landi
á fjórða tug þessarar aldar. Sú þróun var í hæsta máta
eðlileg, því veiðarfæri af ýmsu tagi eru ein mikilvæg-
asta reksterarvara íslenzka sjávarútvegsins. Það kom
líka í ljós á styrjaldarárunum, að uppbygging veiðar
færaiðnaðarins var þjóðinni mikil gæfa. Þá störfuðu
veiðarfæraverksmiðjurnar dag og nótt við að full-
nægja eftirspurn fiskiflotans, sem átti þess lítinn kost
að fá veiðarfæri erlendis frá.
Eftir styrjöldina lenti hinn ungi íslenzki veiðar-
færaiðnaður í harðri samkeppni við hinn frjálsa inn-
flutning á veiðarfærum. Markaðurinn fyrir veiðarfæri
hér innanlands var þá þegar orðinn svo mikill, að ís-
lenzk fyrirtæki gátu stundað fjöldaframleiðslu í svip-
uðum stíl og erlend fyrirtæki og voru því fyllilega
samkeppnishæf. Hins vegar varð þessi iðnaður oft
og tíðum fyrir áföllum vegna rangrar gengisskrán-
ingar, og hann hafði jafnframt enga tollvernd til að
styðja við bakið á sér.
Nú á síðustu árum hefur orðið mikil bylting í gerð
veiðarfæra með tilkomu gérviefnanna. Nokkur ís-
’enzku fyrirtækjanna höfðu ekki bolmagn til að afla
;ér hinna nýju tækja til veiðarfæragerðar úr gervi-
efnum og hættu starfsemi sinni, en eitt fyrirtæki,
Hampiðjan, reyndi að berjast til þrautar, þrátt fyrir
erfið skilyrði. Er almannarómur, að fyrirtæki þetta
hafi verið sérlega vel rekið.
Jóhann Hafstein dómsmálaráðherra skipaði fyrir
tveimur árum nefnd til að kanna ástand og horfur
í íslenzkum veiðarfæraiðnaði og gera tillögur til úr-
bóta. Nefndin skilaði áliti fyrir tæpu ári og vann iðn-
aðarmálaráðuneytið síðan að málinu. Ráðherra hefur
nú lagt fyrir Alþingi frumvarp, þar sem lagt er til,
að lagt verði 2% verðjöfnunargjald á innflutt veiðar-
færi, og renni það í sjóð til uppbyggingar innlendum
veiðarfæraiðnaði.
Þessi aðgerð er talin nægja til að tryggja framtíð
veiðarfæraiðnaðarins í íandinu og til að hvetja til
nýrrar uppbyggingar á þessu sviði. Jafnframt er með
frumvarpinu farið mjög varlega í sakirnar. Nýir toll*
múrar verða ekki reistir og aðeins mjög óveruleg
aukning verður á rekstrarkostnaði bátaflotans. Það
væri skammsýni af forvígismönnum sjávarútvegsins
að beita sér gegn þessu frumvarpi. Trygging og efl-
ing innlends veiðarfæraiðnaðar er fyrst og fremst í
þágu útgerðarinnar. Nægir þar að minna á síðustu
heimsstyrjöld, en einnig er mikilsvert, að menn átti
sig á því, að efldur íslenzkur veiðarfæraiðnaður mun
verða fær um að selja vörur sínar á samkeppnishæfu
verði og án neinnar verndar.
Veiðarfæraiðnaður er hliðstæður skipasmíðum sem
sjálfsagður iðnaður fyrir aðra eins fiskveiðiþjóð og
íslendinga. Báðar iðngreinar verður að efla til hags-
bóta fyrir sjávarútveginn og þjóðina í heild.
—Listir-Bækur-Menningarmál'
Eirikur Hreinn Finnbogason skrifar bókmenntagagnrýni
GUÐBERGUR BERGSSON:
Tómas Jónsson
— metsölubók
355 bls. Helgafell 1966
U"ver er þessi bók með hinu
undarlega nafni? Að formi
þrugl háaldraðs kararmanns,
sem orðinn er sljór á minni og
má þvl ekki lengur hugsa í sam-
hengi nema stöku sinnum. Þá er
I heilanum skeflt yfir flest hin
grynnri spor lífsatburöa og
hversdagslífs en þau dýpri ein
eftir — undirvitundin opnar sig
og í ljós kemur það, sem þar
hafði verið bæit og ekki
verið áður uppi á yfir-
borðinu nema í ókennilegum
myndum. Sjálfsagt hefur Guö-
bergur Bergsson haft þetta í
huga, þegar hann kaus að rita
um Tómas Jónsson í þessu á-
standi.
Lestur bókarinnar verður því
líkur því að hlusta á samhengis-
lausar ræður slíks gamalmennis.
Það eitt er frávik frá hinu venju-
lega, að T.J. er ðvenjuíegt gam-
almenni, ,,abnorm“' á ákveðn-
um sviðum. Keniur þetta m. a.
fram í því, að megininntakið í
hjali hans beinist að kynferöis-
málum með furðulegum öfug-
uggahætti og alls kyns líkam-
legum óhroða, búkhljóðum, sal-
emisrápi, sorptunnum, rottum
o. s. frv. En meðan gamli mað-
urinn var og hét á hann að hafa
verið rakið snyrtimenni hið ytra,
en hættulegur í kynferðismál-
um — bamaflagari og nauðgari
— eöa var hann það kannski
aldrei? Hefur e. t. v. þrálát hugs-
un um slfka hluti setzt á sinnið,
svo að nú er það orðið honum
sem veruleiki, því að persónan
virðist sjaldan gera greinarmun
á hugarburði og veruleika í þess
ari bók.
Lýsing á sálarlífi, að einhverju
leyti sjúku, er því meginviö-
fangsefni Guðbergs Bergssonar
hér, eins og vænta mátti af hon-
um. En hin hliðin ,sú sem aö
umhverfinu — mannlífinu og
þjóðfélaginu — snýr, á hér einn-
ig mikilvæg ítök. Er þar fátt
jákvætt að finna, ringulreið, til-
gangsleysi, eyðileik, — hlutir,
sem sækja nú á tímum fast á
aivarlega yngri höfunda. Inn er
svo skotið öðru hverju sögum,
af ýmsu fólki, nútíma þjóðsög-
um skráöum af Tómasi Jóns-
syni, — lengst af kaldhæðnum,
en oft stórvel rituðum. Þannig
er sagan um söngkonuna og Hitl
er eins konar ný Heljarslóöar-
orusta, og margt fleira mætti
nefna. Ásmundur er t. d. ill-
gleymanleg persóna, og lýsingin
Ekki viður-
kenndir sem
arkitektar
Eftirfarandi barst blaðinu ný-
:: lega frá Arkitektafélagi íslands:
ij „t frétt frá Iðnaðarbanka ís-
lands hf. um opnun útibús að Háa-
leitisbraut 58—60 hér i borg var
y. Halldór Hjálmarsson, sem sagöur
'ivar hafa teiknað innréttingar í úti-
Jbúið, nefndur arkitekt, og f frétt
fum opnun sýningarsalar og vara-
Jhlutaverzlunar fyrirtækisins Vök-
/uls hf., Hringbraut 121 hér í borg,
jjvoru Magnús Ingvason og Sig-
íurður Guðmundsson, sem sagðir
lívoru hafa teiknað innréttingar
sýningarsalarins og varahlutaverzl-
unarinnar, einnig titlaöir arkitektar
í 3. gr. laga nr. 44/1963 um rétt
manna til að kalla sig verkfræö-
inga, húsameistara og tæknifræö-
inga segir svo : „Rétt til að kalla
sig húsameistara (arkitekt) hafa
hér á iandi þeir menn einir, sem
fengið hafa til þess leyfi ráöherra“.
Enginn ofangreindra manna hefir
fengið slíkt leyfi, enda fullnægja
þeir ekki ákvæðum nefndra laga
til að öðlast leyfiö. Það er því
rangt að titla þá arkitekta".
á fólkinu umhverfis borðiö í
mötuneytinu er gerö af mikilli
leikni og skemmtilegri hæðni.
Vel má vera, að Guðbergur
Bergsson hafi haft íslenzkt
mannlíf yfirleitt aö einhverju
Ieyti í huga, þegar hann valdi
sér sögupersónu að þessu sinni.
Það fyrsta, sem hann lætur T.J.
segja er þetta: „Ég er afkom-
andi hraustra, bláeygðravíkinga.
Ég á ætt áð telja til hirðskálda
og sigursælla konunga. Ég er
íslendingur.“ Og síðar í bókinni
kallar nefndur Tómas sig periu
norðursins. Og á bls. 209 segir
hann um bók sína: „Þetta er
bók handa allri fjölskyldunni.
Djörf bók. Fyrir lesendunum
vakna margar spumingar, sem
höfundur lætur ósvaraðar (sic.).
Er hann í raun og veru karlæg-
ur. Var hann með brögðum
sviptur íbúðinni. Er hann dada-
isti. Nauðgaði hann tíu ára gam-
alli telpu inni í þvottapotti. Er
hann kynvillingur. Er hann
morðingi. Hver er Tómas. Er
hann við öll. Er hann tákn ís-
Ienzku þjóðarinnar eins og hún
er í dag, andlega og líkamlega
karlæg...“
En þó að svo kynni aö vera,
að einhverju leyti — að höfund-
urinn hafi ætlað að rita bók
um íslenzkt mannlíf nú á dög-
um — þá hefur persónan tekið
ráðin úr höndum hans og lifir
sínu eigin lífi. Get ég ekki skilið
T.J. á annan veg, — ekki sem
tákn fyrir neitt sérstakt annað
en sjálfan sig og svo höfund
sinn. En hér verður eflaust hæfi-
legt verkefni aö glíma við þeim
bókmenntafræðingum og sál-
fræðingum framtíðarinnar, sem
um Guðberg Bergsson rita.
Metsölubók Tómasar Jönsjon-
ar er erfiður lestur þrátt fyrir
skemmtileg innskot og góða
meöferð höfundar á máli og
stíl. Ljótt oröbragð og klám
finnst mér að hefði að skaðlausu
mátt vera minna. Annars skal ég
fúslega játa, að það er harla
margt í þessari bók sem ég ekki
skil og veit ekki, hvers vegna
er haft þama. Vera má, að augu
mín opnist fyrir því seinna.
Eigi að síður er bókin sennilega
fyrirboði mikils rithöfundaferils.
— Hún er einstætt verk í xs-
lenzkum bókmenntum og þann-
ig að öllu innihaldi og vinnu-
brögðum, að enginn nema
mikill rithöfundur getur skrifað
slíka bók — rithöfundur, sem
eitthvað er að brjótast í, skirr-
ist ekki viö átöik til að koma
því fram og þorir að segja hvað
sem er. Bókin verður sjálfsagt
aldrei ýkjamikið lesin, en samn-
ing hennar hefur verið ómetan-
leg þrekraun höfundinum og
rejmsla — eldraun, sem hann
ætti að koma frá tvíefldur.
E.H.F.