Vísir - 31.10.1966, Blaðsíða 16
VISIR
Mánudagur 31. október 1966.
Stjóm N.L.F.Í. og forstöðufólk í matsalnum að Hótel Skjaldbreið: Helga Vigfúsdóttir meðstjóm-
andi, Anna Matthíasdóttir, ritari, Guðbjörg Kolka forstöðukona matstofunnar, Böðvar Pétursson,
gjaldkeri, Árni Ásbjamarson, framkvæmdastjóri N. L.F.Í., Björn L. Jónsson, varaformaður og Njáll
Þórarinsson, formaður N.L.F.R.
Náttúrulækningafæ&i /
HÓTEL SKJALDBRHD
í dag opnar Náttúrulækninga-
félag Reykjavíkur matstofu í
húsi Hótel Skjaldbreiðar við
Kirkjustræti. Þar verða hvern
dag framvegis framreiddir rétt-
ir af svipuðu tagi og á Heilsu-
hæli Náttúrulækningafélags ís-
lands f Hveragerði. Uppistaðan
í máltiðunum verður mest megn
is úr jurtaríkinu, eins og að lik-
um lætur: grænmeti hvers kon-
ar, ávextir og baunir, svo og
mjólk og ostar, — N.L.F.Í. hef-
ur tekið matsal Hótel Skjald-
breiðar á leigu til eins árs, en
félagið hefur á prjónunum að
færa út kvíarnar í veitingahúss-
rekstri, ef vel tekst til með
þessa byrjun.
Náttúrulækningafélagiö hefur
áður rekið matstofu, í Lands-
höfðingjahúsinu viö Skálholts-
stíg, en sú starfsemi lagöist
niður 1952.
Forstöðukona veitingastofunn
ar er frú Guðbjörg Kolka og
skýrði hún lítillega frá væntan-
legum rekstri stofunnar í kvöld-
verðarboði með blaðamönnum
í gær.
Á morgnana verður á boð-
stólum morgunverður frá kl. 8
til 10,30 og mun kosta 50 krón-
ur, miðdegisverður um hádegiö
og svo kvöldverður, en fullar
máltíðir kosta 75—100 krónur.
Auk Guðbjargar vinna tvær
stúlkur á stofunni, en gestir
munu afgreiða sig að nokkru
leyti sjálfir.
Náttúrulækningafélag Reykja
víkur telur 700 félagsmenn, en
félagið er langstærsta deildin í
Náttúrulækningafélagi íslands,
alls eru þær 5 með 1000 félaga.
Formaöur N.L.F.R. er Njáll
Þórarinsson
/ tæpa þrjá tíma
— biðraðir mynduðust við brúna yfir Strandasiki
Stór vörubifreið úr Reykjavík
olli umferðarteppu í tæpa þrjá
tíma á Suðurlandsvegi á laugar-
dagskvöld. Lokaöist vegurinn við
brúna yfir Strandasíki og mynd-
uðu'it fljótt bílaraðir beggja meg-
in brúarinnar, sem vörubifreiðin
hékk þversum á. Var margt manna
á leið á dansleik að Hvolsvelli og
;neru margir við og héldu að Hellu
staöinn, þegar sýnt var að ekki
var hægt að flytja vörubifreiðina
| nema með æmu umstangi.
Voru tveir menn í vörubifreið-
inni á leið austur í Rangárvalla-
sýslu með tvö folöld, sem höfð
I voru á palli bifreiðarinnar, sem
; var yfirbyggður. Þegar kom að
brúnni um hálftíuleytiö, sem er
mjó og erfið yfirferðar stórum bif
reiðum, slóst bifreiðin utan í ann-
an brúarstólpann og missti bílstjór
inn við það vald á bílnum. Snerist
bíllinn á brúnni. Við áreksturinn
brotnuðu bæði jámgrindverkin á
rnilli brúarstólpanna þannig að bíll
inn hékk þversum á brúnni á eftir.
Ekki urðu slys á mönnunum, sem
í bílnum voru viö áreksturinn. Fol-
öldin sakaði ekki heldur en ekki var
hægt að komast að þeim fyrr en bif
reiðin hafði veriö færð til.
Lokaðist þarna vegurinn í þrjá
tíma en gangandi manni var ekki
einu sinni fært að komast yfir
brúna með bifreiðinni á. Kom lög-
regla úr Reykjavík, sem leið átti
þar um um hálftíma eftir að at-
burðurinn gerðist. Var kranab. feng
inn frá Selfossi til aðstoðar við að
færa bifreiðina, sem skemmdist
mikið viö áreksturinn og enrifrem-
ur tveir dráttarbílar frá Hvolsvelli.
Var mikil umferð um veginn meðan
á þessu stóð og biðu margir eftir
því að komast leiðar sinnar, en aðr-
ir kusu að fara yfir lækinn hjá
Gunnarsholti. þar sem er önnur
brú yfir Strandasíki.
9 ém feBpa fyrir bíl
Umferðarslys varð á móts við
Langholtsveg 151 kl. hálf þrjú í
gærdag. Varð níu ára telpa fvrir
bifreið, en talið er að hún hafi
hlaupið fyrir bílinn. Var hún flutt
á Slysavarðstofuna þar sem meiðsli
hennar voru könnuð en ekki reynd
ust þau vera alvarleg. Mun hún
hafa hruflazt á höfði.
15 til 17 ára úr um-
ferð vegna ölvunar
Sýning á íslenzkri mynt
söfnun færist mjög í uuknna
Söfnun íslenzkrar myntar hefur
farið mjög vaxandi undanfarin ár.
Söfnunin hefur jafnvel gengið svo
langt að menn hafa farið inn í
verzlanir og beöið um skiptimynt
með gamla skjaldarmerkinu.
Næstu viku hefur Frímerkjamið
stöðin við Týsgötu sýningu á allri
íslenzkri mynt og jafnframt öllum
gerðum íslenzkra peningaseðla.
Þar verða auk hins opinbera
gjaldmiðils til sýnis: Alþingishátíð
arpeningamir, 500 króna minning-
arpeningur Jóns Sigurðssonar, sem
gefinn var út á 150 ára afmæli hans
Brunubötamut
hækkar um 15%
Á fundi í borgarráöi Reykja-
víkur á föstudaginn var sam-
þykkt sem álit borgarráðs að á
næsta ári þyrfti aö hækka
brunabótamat í Reykjavík um
15%. Hafði það komið fram á
fundinum í bréfi frá brunabóta-
virðingarmönnum borgarinnar,
að skv. áliti þeirra þyrfti að
hækka brunamótamat sem
þessu næmi. Var þetta álit
þeirra samþykkt.
1961, svo og ýmis önnur mynt. Með
al annars má þar nefna svonefnda
brauðpeninga, það er mynt, sem
slegin var og notuð til launa-
greiðslu hjá fyrirtækjum og var
gjaldgeng í vissum verzlunum.
Þar á meðal eru brauöpeningar frá
Pétri Thorsteinssyni á Bíldudal og
svo vörupeningar frá Bíldudal og
Stokkseyri. Þá eru einnig á sýn-
ingunni Selsvarardalir Péturs Hoff
manns af silfri og gulli.
Segja má að þetta sé ein ágæt-
asta sýning, sem sézt hefur á ís-
lenzkri mynt, þó að hún láti Iítið
yfir sér.
Mynt var fyrst slegin fyrir ís-
lendinga árið 1922, 300 þús. stykki
af 25-eyringum og annað eins af
10-eyringum, en alls hafa farið
fram 94 myntsláttur síðan, nú síð-
ast ’66, en þá voru 10-eyringarnir
og 25-eyringamir slegnir í 2 millj.
upplagi
Jafnframt myntsýningunni liggja
frammi í Frímerkjamiðstööinni bók
menntir um mynt erlenda og inn-
lenda, þar á meðal bæklingur
Staffans Björkmans um íslenzka
mynt og einnig safnbækur fyrir
mynt.
Mikið annríki var hjá lögreglunni
sl. laugardagskvöld og aðfaranótt
sunnudagsins vegna ölvunar í borg
inni og nágrenni. Fylltust fanga-
geymslurnar í Síðumúla og í kjall-
ara lögreglustöðvarinnar af ölóðum
Bar slasaöan á
sjúkrahúsið
Á laugardagsmorgun varö dreng-
ur á vélhjóli fyrir bifreið kl. 9.22
Kom í Ijós eftir rannsókn, að
drengurinn fótbrotnaöi og hlaut
nokkrar skrámur eftir slysið. I
þessu umferöarslysi varð öku-
manninum það á að þverbrjóta all-
ar reglur, sem gilda um meðferð
slasaöra á slysstað. í staö þess að
kalla á lögreglu og sjúkralið, fékk
hann annan mann til þess að bera
drenginn meö sér inn í Landakots-
spítala. Að því loknu ók maður-
inn bifreið sinni af slysstað niður
á lögreglustöð til þess að tilkynna
slysið en samkvæmt lögum á bíll-
inn að standa óhreyfður á staðnum
þar til rannsókn og mælingar hafa
farið fram. Munu tilfelli sem þessi
ekki koma oft fyrir. Flestir munu
vera kunnugri þessum reglum,
sem gilda þegar atburðir sem þess
ir koma fyrir, en ökumaðurinn í
bessu tilfelli.
lýð eins og raunar um flestar helg-
ar.
Mikil ölvun var á dansleik,
haldinn var að Hlégaröi, en >
sækja aðallega unglingar undir
tvítugu. Varö að taka nokkra ungl-
iriga á aldrinum frá 15 til 17 ára
úr umferð vegna ölvunar. Voru
þeir settir í fangageymslu lögregl-
unnar.
Dagur frímerkísins er á ntorgun:
Sérstakar stimpill og umslög
Á morgun er dagur frímerkisins
og í tilefni hans hefur Félag
frímerkjasafnara látið gera sér-
stök umsl. til notkunar á morg
un Umslögin eru teiknuð af Hall
dóri Péturssyni, listmálara og
eru silkiprcntuð. Á umslaginu
er mynd af hluta af skildinga-
bréfi. — Umslögin verða seld
í frímerkjaverzlunum svo og við
Póststofuna. Sérstakur dagstimp
ill verður einnig í notkun á Póst
stofunni af bessu tilefni.
Frímerkjasalan mun bæði
taka á móti umslögum með á-
limdum núgildandi frímerkjum
til stimplunar og pöntunum til
álímingar og stimplunar.
Gluggasýningar verða einnig
að þessu sinni á tveim stöðum
i bænum eins og fyrr á degi
frímerkisins.
Ellerf B. Schram
skrifstofustjóri
borgurverk-
fræðings
Ellert B. Schram, lögfræðing-
ur og hinn þekkti knattspymu-
maður, hefur verið ráðinn skrif-
stofustjóri borgarverkfræöings.
Var samþykkt á fundi borgar
ráðs fyrir helgina að ráða Ell-
ert til starfans, en fyrirrennari
hans var Helgi Jónsson. Mun
Ellert taka við stöðunni á morg
un, 1. nóvember.
1