Vísir


Vísir - 09.11.1966, Qupperneq 5

Vísir - 09.11.1966, Qupperneq 5
KOSNINGARNAR í BANDARÍKJUNUM í GÆRs morgun útlönd í morgun útlönd VÍSIR . Miðvikudagur 9. nóvember 1966. REPUBLIKANAR Óvenju mikil kjörsókn NUTÖLUVERÐAN SIGUR . útlönd í morgun © Rockefeller £ lítlönd í morguit dtlönd; i morgun ' • O.í ' 1 • ' • New York og víöar í morgun (NTB, Reuter, AFP). Margt gerðist óvænt í kosningunum í Bandaríkj- unum í gær. Kjörsókn varð miklum mun meiri en búizt hafði verið við. Republikanar unnu meiri sigur en almennt hafði verið reiknað með. Reagan sigraði Brown í ríkisstjórakjöri í Kali- fomíu. Percy sigraði Douglas í öldungadeildarkosningu í Hlinois. Rockefeller sigraði í New York. Blökkumaðurinn Edward Brooke sigraði í öld- ungadeildarkosningu í Massachusetts. Frú Lurleen Wallace sigraði í ríkisstjórakjöri í Alabama. Óvenjulega mikil þátttaka var í kosningunum i Bandaríkjunum í gær. Hafði veriö búizt viö þátttöku 55 milljóna, en nú er taliö að um 60 milljónir manna hafi neytt at- kvæðisréttar. Er það óvenjulega hátt hiutfall í kosningum, sem fara fram í „millikosningum", þ. e. a. s. kosningum, sem fára fram milli forsetákosninga. Republikanar unnu talsvert mik- inn sigur, allmiklu meiri sigur en reiknað hafði verið meö. Síðast þeg- ar vitað var höfðu þeir unnið sex ríkisstjórasæti ,af demokrötum, virt ust ætla að bæta viö sig allt að 50 sætum í fulltrúadeildinni og höfðu unnið þrjú sæti í öldunga- deiklinni. Alls var kosið um 35 ríkisstjóraembætti, jafnmörg sæti í öldungadeild Bandarikjaþings og öll sætin í fulltrúadeildinni, 435 talsins. í morgun var staðan þessi: Öldungadeildin: Demokratar 17 sæti, republikanar 16 sæti. Ótalið í tveimur. Fulltrúadeildin: Demo- kratar höfðu unnið 231 sæti, repu- blikanar 166. Ótalið í 38 kjör- dæmum. — I rikisstjórakosningun- um höfðu demokratar unnið í 11 ríkjum en republikanar í 20 ríkj- um. Ótalið var í fjórum ríkjum. Heildartölur lágu yfirleitt ekki fyrir. Fru Wallace Frú Wallace sigr- aði í Alabanta •• Onnur úrslit Af öðrum úrslitum má nefna aö hægrisinninn Lester Maddox sigr- aði í Georgia í ríkisstjórakosning- unum. Hann er mjög andvígur því að blökkumönnum verði veitt auk- in réttindi. Republikanar unnu sögulegan sig- ur í öldungadeildarkosningunum í Tennessee. Þetta er I fyrsta sinn sem þeir sigra í ríkinu, sem til- heyrir Suðurríkjunum. Sigurvegar- inn, Howard Baker er tengdasonur Everett Dirksen, leiðtoga Republik- ana í öldungadeild Bandaríkjaþings. Republikaninn Reymond Shafer sigraði i ríkisstjórakjöri í Pensyl- vania. Andstæðingur hans var kunn ur milljónamæringur Milton Shapp, sem rak dýrustu kosningabaráttu þessara kosninga, að því álitiö er. Kosningar í Kalifor níu, Mich- igan, New York og lllinois Mesta athygli vekja úrslitin í Kaliforníu, New York, Illinois og Michigan. KALIFORNÍA í ríkisstjórakosningunum í Kali- foríiu sigráði Reþublikáriin'n og kvikmyndaleikarinn Ronald Reagan núverandi ríkisstjóra, Demokratann Pat Brown, sem setið hafði tvö kjörtímabil. Sigur Reagans er tal- inn gefa honum möguleika til aö verða virkur þátttakandi í keppn- inni um forsetaframboö Republik- ana eftir tvö ár. Hann lét hafa eftir sér í morgun, að hann væri aö vísu tiltölulega lítt reyndur, en mundi engu að síður hefja skipu- lega baráttu fyrir því að fá áhrif á flokksþingi Republikana, sem vel- ur næsta frambjóðenda þeirra til forsetakosninga. Reagan hefur ver- ið talinn til hægri sinna og studdi Frú Lurleen Wallace, 39 ára gömul, eiginkóna George Wallace; ríkisstjóra í Alabama sigraði nú í ríkisstjórakjörinu í þessu ríki. Maður hennar sem var búinn að vera ríkisstjóri í allmörg ár, mátti nú ekki bjóða sig fram á nýjan leik, sámkvæmt lögum ríkisins. Var þá ákveðið aö frúin skyldi bjóöa sig fram og var kjósendum gerð grein fyrir því að hann mundi eftir sem áður sjá um stjóm rík- isins. Kjósendur virtust taka þessu vel, enda haföi George Wall- ace gertiö sér gott orð i þeirra aug- um í, baráttu hvítra manna gegn réttindahreyfingum blökkumanna í ríkinu. Brooke Blökkumaður í öldungadeild- inni í fyrsta sinn i 90 ár Republikaninn Edward Brooke, sem sigraði í öldungadeildarkosn- ingunum í Massachusetts, er fyrsti blökkumaðurinn, sem s'.tur á Bandaríkjaþingi í 90 ár. Hann er um leið fyrsti blökkumaðurinn, sem býður sig fram til Bandaríkja- þings á vegum stóru flokkanna. Brooke er 47 ára gamall, dóms- málaráðherra í Massachusettsríki og hefur þar að auki gegnt fjölda trúnaðarstarfa. Hann tekur nú viö sæti Leverett Saltonstall, Republi- kana, sem var búinn að sitia mörg ár á Bandaríkjaþingi. Brooke barð- ist ekki kynþáttabaráttu i kosn- ingunum, enda naut hann eins og úrslitin sýna. stuðnings jafnt hvít;a sem svartra. Andstæðingur hans var Endicott Peabody, fyrrum rík- isstjóri Massachusetts. Goldwater dyggilega í síöustu for- setakosningum. MICHIGAN í Michigan sigraði núverandi rík- isstjóri, Republikaninn George Rorrinéy rrieö meiri yfirburðum en í síðustu kosningum. Úrsli.t.in eru talin styrkja aðstöðu háris tnikiö með tilliti til næstu forsetakosn- inga, þá sigraði skjólstæöingur hans Robert Griffin í öldungadeildarkosn ingu gegn Mennan Williams, fyrr- um ríkisstjóra. Romney tilheyrir frjálslyndari armi Republikana- flokksins og má búast viö að þeir geti oröið keppinautar Reagan og hann þegar Republikanar velja riæsta forsetaefni. í það minnsta undirstrika þessi tvenn úrslit vand- ann. sem klofningur Republikana skapar þeim. Það verður ekki unnt að segja þegar litið er á þessi úr- slit og úrslitin í heild, að annar armur flokksins hafi komið sterk- ari úr leik. NEW YORK í New York sigraði ríkisstjórinn Nelson Rockefeller Demokratann Frank O’Connor. Er þaö talinn mik- ill sigur fyrir Rockefeller, þar sem margir voru farnir að spá honum tapi. Talið er, að framboð demo- kratans Franklin Roosevelt yngri á vegum Frjálslynda flokksins hafi tryggt Rockefeller sigur. ILLINOIS Charles Percy sigraöi í öldunga- deildarkosningunum í Illinois. And- stæöingur hans var núverandi öld- ungadeildarþingmaður, Demokrat- inn Paul Douglas, 74 ára gamall, einn virtasti maður öldungadeildar- innar. Percy er talinn líklegastur keppinautur Romneys og Reagans um forsetaframboö Republikana. Percy London í morgun (NTB, Reuter) Edward T'eath, leiðtogi íhalds- flokksins brezka, hefur krafizt þess að brezka ríkisstjómin lýsi yfir þvf, að hún muni beita sér fyrir skilyrðislausri inngöngu Breta í Efnahagsbandalag Evrópu. Hann sagði í ræöu sinni, að Bret- land væri ekki í minnstu aðstöðu til aö semja ur inngöngu í Efna- hagsbandalagið. Hann sagði, aö bandalagið væri nú í svo föstum skorðum, aö ékki væri að vænta þess að því yrði breytt. Talið er, að brezka ríkisstjómin sé nú aö kanna aðrar leiðir, sem komið gætu í stað inngöngu Breta í Efnahagsbandalagið. Sagt er, að skoðanir um það mál séu'skiptar hjá Wilson forsætisráðherra ann- ars vegar og Brown utanríkisráð- herra hins vegar. Brown er talinn bess fýsandi að Bretar gangi sem allra fyrst inn í Efnahagsbandalagiö en Wilson vill eiga annarra kosta völ áður en gengur til samninga við bandalagið. Talið er, að hann sé að hugleiða möguleika á ein- hvers konar efnahagslegu banöa- lagi við Bandaríkin, sem komið gæti í stað markaösþátttöku f Evrópu innan EBE.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.