Vísir - 09.11.1966, Side 9

Vísir - 09.11.1966, Side 9
V í S I R . Miðvikudagur 9. nóvember 1966. ¥isir fcsScir við flugimílastféra Agnar Kofoed Hansen um frum- kvæmdir á vegum Flugréðs u sumrmu í sumar hefur mikiö verið unnið að framkvæmdum á vegum Fíugráðs. Einkum hafa framkvæmdirn- ar beinzt að flugvallargerð og öryggismálum. — Leitaði blaðið fyrir skömmu til flugmálastjóra, Agnars Kofoed Hansen, sem gaf yfirlit yfir helztu framkvæmdir á vegum Flugráðs á sumrinu. Rauðamölstekja bönnuð 'C'f viö byrjum út á landsbyggð- inni en mesti þrýstingurinn kemur þaðan, þá eru I gangi framkvæmdir á Vestmannaeyja- flugvelii t. d. Þar er um áfram- haldandi framkvæmdir að ræða, sem hafa staðið yfir í mjög langt árabil. I fyrsta lagi er ver- ið að gera þar þverbraut, sem smásígur áfram og er komin yfir 800 metra. Nú sömuleiðis höfum við unnið að því að sprengja úr Sæfellinu til þess að gera aðflugið úr austri öruggara. Það sem sprengt er úr Sæfell- inu fer að sjálfsögðu allt í leng- ingu brautarinnar. Og í þriðja lagi, sem er 'ekki þýðingar- minnst, hafa verið malbikaðir báðir brautarendamir og er þá bara lim blábrautarendana að ræða, en þeir hafa þó báðir ver- ið malbikaðir. Malbikun þeirra var nauðsynleg ekki sízt vegna þess að sá olíuburður, rauðamöl- in, sem við höfum fengið er að ganga til þurrðar og frekari rauðamölstekja í Helgafellinu hefur verið stöðvuð af Náttúru- vemdarráði. En það ætti að vera óþarfi að geta þess að erlendis em flugvellir yfirleitt ekki kall- aðir flugvellir, ef þeir em ekki malbikaðir. Fjölstefnuviti á Vaðlaheiði k Akureyri hefur verið unnið að malbikun flugbrautar- innar þar, og þaö hefur gengið ágætlega. Það er að segja að það er búinn tæpur einn þriöji af malbikun þeirrar flugbrautar og verður haldið áfram næsta sum- ar vonandi við þaö sem eftir er. Auk þess er verið að stækka flugvélastæði fyrir framan af- greiðsluna. Það má segja að hér sé aðeins um fyrstu framkvæmd ir að ræða, en 500 metrar hafa verið malbikaðir. Á Vaðlaheiöi hefur svo veriö reist hús fyrir fjölstefnuvita, sem við fengum frá Flugmálastjóm Bandaríkj- anna og sem ætti að skapa aukið öryggi í flugi til Akureyrar. Auk þess er verið að reisa allstórt flugskýli, sem ætti að nægja að við vonum um nokkurt árabil og sem má stækka — tvöfalda, ef þörf krefur síðar. Við Egilsstaðaflugvöll var mjög lítið unnið. Unnið að smá vegis innréttingu að fvrirhug- aðri flugstöð, sem er búið að gera fokhelda en fjárskortur hef ur háð frekari framkvæmdum. Auk þess hefur verið gert nokk- urt átak í sambandi við radio- vitamálin á Egilsstöðum og er þeim málum mun betur fyrir komið en áður var. Flugfært var gert til Horna- fjarðar í fyrra og síöan hefur ekkert verið gert meir.. Við ísafjarðarflugvöll hefur verið unnið og þar er að rísa flugstöð. Fyrstu framkvæmdim- ar viö flugstöðina eru hafnar og vonir standa til að þeim fram kvæmdum ljúki á næsta ári. Auk þess hefur verið reist hús á Breiðadalsheiði fyrir ofan Isa- fjörð og þar á að koma fyrir öryggisfjarskiptaútbúnaði, sem • VIÐTAL DAGSINS Agnar Kofoed Hansen, flugmálastjóri. undanfarin 25 ár, eöa síðan hann var byggður. Nú við höfum gert ráð fyrir eftir að heildarskipu- lag Reykjavíkur varð til, að flug völlur verði hér enn um nokkurt skeið eða skipulagstimabilið. En til þess að hann geti verið brúk- legur það tímabil verður aö sjálfsögðu að gera honum ti) góða. En ég mundi segja að það gleðilega í þessum framkvæmd- um sé aö endurbætur á vellinum hafa ekki reynzt eins kostnaðar- samar og viö héldum, þannig að hann er þrátt fyrir aldur sinn betra mannvirki en við þoröum að vona. Nú fyrir mitt leyti, mér þykir afar leitt ef einhverjir verða fyrir smáónæði af hávaða vegna þess að vðllurinn er nokk uð nærri bænum. En tvennt vi! ég nú taka fram í því sambandi. Hið fyrra er að umferö stórra og hávaðasamra flugvéla um þenn- an flugvöl! er miðað við það sem gerist á öðrum flugvöllum. „Erfendis eru flugvelir ekki kallaðir flugvellir, ef þeir eru ekki malbikaðir" gjörbreytir þeim málum á Vest- fjarðasvæðinu. — Vilduð þér skýra eitthvað nánar frá því? í beinu sambandi við flugstjórnarmiðstöðina í Reykjavík hvaðan sem er af landinu jþessar fjallastöðvar okkar, fjallahús hafa mjög fullkom inn fjarskiptaútbúnað, sem við höfum fengið í sérstakri tækni- aðstoð Flugráðs Bandaríkjanna og eru staösettar á Skálafelli héma við Reykjavík, á Vaðla- heiði, á Fjarðarheiði, á Austf jörð um og svo á Breiðadalsheiöi. Þessar stöðvar eru svo aftur tengdar inn á fjarskiptakerfi okk ar flugstjómar. Eftir að Breiða- dalsheiðarhúsið var komið í gagnið má segja að þaö sé eng- inn staður á íslandi þar sem flugvél getur ekki verið í beinu sambandi við flugstjómarmið- stöðina f Reykjavík. Auk þess sem þetta gerir okkur kleift að hafa samband við flugstjóm jafnvel alla leið til Grænlands. Þannig að þetta ætti aö tryggja a. m. k. úr eðlilegri fíughæð að íslenzkar flugvélar á leið frá Meistaravík ættu að geta veriö í sambandi við flugstjórnarmið- stöðina héma. skömmu eftir að þær fara frá Meistaravík. Raufarhöfn, góð byrjun Cvo við snúum okkur aftur aö ^ flugvöllunum? — Já, þá er það Raufarhöfn. Það hefur lengi verið ósk þeirra staðarmanna á Raufarhöfn að fá þar sæmilegan flugvöll sérstak- lega vegna þess að það er oft sem að þarf að flytja stóra starfsmanna- og kvennahópa milli verstöðvanna austanlands á síldartímanum. Þá verðúr nátt úrlega að nota stórar vélar. Þessu verki lauk f haust, gekk mjög vel, góð undirstaða á hrauni skammt fyrir sunnan kauptúnið, og er nú kominn völl- ur, sem tekur Fokker Friend- shipvélar. Þó ég vilji enn taka fram að sjálfsögðu ætti ekki að bjóða Fokker Friendshipvélum neina lendingarstaði sem ekki eru malbikaðir, og aftur taka fram aö aðrir lendingarstaöir en malbikaðar brautir kallast ekki á máli siðaðra manna flugvellir. En sem sagt þetta er þó góð byrjun. Á Siglufiröi er unnið að fram- kvæmdum á flugvelli fyrir minni vélar og hefur hann náð 700 metra lengd. Notuö var sanddæla Flugmálastjómarinnar til þess að undirbyggja braut- ina og síðan hefur hún veriö Iagfærð þannig að hún verður lendingarhæf í haust að vfsu ekki fyrir Douglas DC3 og það- an af síður Friendshipvélamar en minni tveggja hreyfla vélar geta vel athafnað sig á henni. Reykjavíkurflugvöllur, umferð um hann hlægilega lítil ^ Reykjayíkurflugvelli hefur veriö haldið áfram fram- kvæmdum, sem hófust fyrir þrem ámm. Það er að segja að styrkja og endurbæta flugvöll- inn. En það má segja að hann hafi ekki fengið nema allra ein- földustu viðhaldsframkvæmdir Frá flugvellinum á Akureyri. Iilægilega litil og hávaðinn, sem hér er af flugvélaumferð myndi ekki vera tekinn alvarlega af sérfræðingum, hvað eigum viö að kalla þá? hreinlega — hávaða sérfræðingum, erlendis. Og svo hitt, að það er alveg sama hvort við snúum okkur i austur eða vestur, og þá hef ég í huga allar höfuðborgir Norður- landanna og yfir höfuð alla Evr- ópu, Washington og New York. Þá hí>fur sú stefna, sem kom fram fyrir svona átta til tiu ár- um, aö fjarlægja flugvellina sem mest frá höfuðborgunum beðið mikið skipbrot. Enda keppa þess ar þjóðir, sem við höfum minnzt á að þvf að endurbæta sína gömlu flugvelli, sem voru og eru nærri bæjunum. Endurbæta þá sem allra mest og reyna aö gera þá þannig úr garði, að þessar léttu þotur geti notað þá. Þetta er m. a. vegna þess aö þessar þjóðir hafa gert sér tvennt Ijóst: 1 fyrsta lagi að þot- an er það farartæki, sem er raun verulega búið að taka við af öllum öðrum tegundum flugvéla, og reyndar má segja að við höf- um farið inn í þotuöldina fullum skrefum 1956, þó við hér á ls- landi séum ekki búin að gera okkur þetta ljóst ennþá. Svo hitt að íbúar allra höfuðborg- anna óska nú eftir því að þurfa ekki að leggja á sig nema set» allra stytzt ferðalög eftir að þotufluginu lýkur og finnst fár- ánlegt að nota meiri tíma f það t. d. að komast til borgarinnar, heim til sín, en til þess staðar, sem flugvélin flutti þá á. Aldrei unnið meira að framkvæmdum 'p’g vil taka það fram, að aldrei hefur meira verið unnið á einu sumri að framkvæmdum en einmitt þetta ár, þar sem við höf um í fyrsta skipti getað komið Fmmh. á bls. 6

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.