Vísir - 16.11.1966, Blaðsíða 2

Vísir - 16.11.1966, Blaðsíða 2
2 V í S IR . Miðvikudagur 16. nóvember 1966. -K „Þetta hefur þó eftir á að hyggja ekki verið svo erfitt“, sagði.Sigurður, þegar við rædd- um við hann f gærkvöldi um hina nýju stöðu hans, „og í sjálfu sér lít ég ekki á þetta sem neina stökkbreytingu á vali liðsins. Við höfum undanfarin ár alltaf haft 6—7 menn, sem voru svo til fastir liðsmenn, en hinir voru óöruggari um sess í landsliði og þar uröu margar breytingar á“. — En hvemig gekk að velja liðið nú einn á báti? ,,Ég hef undanfamar vikur horft á alla leiki, sem fram hafa farið og lagt á minnið athvglis- verða menn, vegið kosti þeirra og galla. Það getur verið ör- lagarík ákvörðun að taka ungan mann f landslið, enda þótt .hann sýni góða leiki. Hann getur of- metnazt, og ég held, að hér ráði skapgerðin mestu um“. „í upphafi var vaiinn 21 mað- ur og fleiri bætt við, alls held ® Þetta hefur kostað nokkurra vikna heilabrot. Ég hef verið eins og viðutan að undanfömu, jafnvel ekið yfir götur á rauðu ljósi. • Það er „einvaldurinn“ Mao, eins og strákarnir í landsliðinu í handknatt- leik kalla Sigurð Jónsson, sem nú velur einn landslið í handknattleik, þeirri íþróttagrein, sem íslendingar eru stoltastir af, enda hefur það verið eina greinin, sem við höfum haft eitthvað að segja í. Það má skjóta því inn, að þjálfaramir þrír eru í munnum iandsliðsmanna „rauðu varðliðamir.“ □ 41 0 ég að 26 hafi verið boðaðir í allt. Nú, mætingar vorú því miður ekki nógu góöár og meðal þeirra sem saknað var of oft vom menn, sem ættu að vera toppmenn í dag. Mér fundust æfingamar af þessuni sökum of lausar í reipum. Það er leitt að menn skuli ekki geta verið samstilltir í þessu máli, því lé- ieg éefingásókn nokkurra manna spillir fyrir öðrum.“ • ■— Hvernig lízt þér á leikinn við Þjóðverja? „Ekki sem verst. Ég veit auð- vitað um styrkleika Þjóöverj- anna. Þeir hafa alltaf verið með al 4>eztu handknattleiksþjóða heims, mörg undanfarin ár og þeir eru nú á lokastiginu í und- irbúníngi fyrir heimsmeistara- keppnina í Svíþjóð. Þeir koma því f sfnu bezta „formi“ hingað, þar sem við aftur á móti erum nokkuð seint á feröinni. Hins vegar veit ég að viö munum gera okkar bezta í að halda í við Þjóðverjana. Við eigum heimavöll í þetta sinn og það er hagræði, ekki sízt ef áhorfendur veita lið. Strákamir sem valdir hafa verið munu án efa leggja hart að sér þessar tvær vikur og fara vel með sig. Ég held við þurfum ekki, að kvfða neinu um þennan leik“. — Verður lögð áherzla á ein- hverja sérstaka leikaðferð að þessu sinni? „Nei, við gerum það ekki núna. Til að ná árangri með leik aðferðum þarf að hafa á tak- teinum fleiri aðferðir en piltam- ir kunna. Við munum þvf leggja áherzlu á frjálsan leik, en jafn- framt að koma í veg fyrir að menn flækist hver fyrir öðrum í . sókninni. Þá leggjum við þunga áherzlu, eiginlega megin- áherzluna á vamarleikinn. Ég tel það mikinn kost að þjálfar- amir eru nú þrír. Þeir geta þannig náð miklu meiru út úr æfingunum en áður var, meðan einn maður var kannski með yfir 20 manns. Skotöryggið f fyrra var annars ekki nógu mik- ið ekki sízt hjá línumönnunum og þetta þarf að lagfæra. Þá þurfum við betri bakverði en verið hefur. Allt þetta og raun- ar fleira þarf nákvæmrar end- urskoðunar við“, sagði Sigurður. í gær var fyrsta æfing „fóst- bræðranna" fjórtán. Á fimmtu- daginn eftir viku verður „gener- alprufa" fyrir landsleikinn. Þá mætir úrval HSÍ ( landsliðið öðru nafni) liðinu Oppum Kre- feld, sem reyndar er frá V.- Þýzkalandi, sbr. frásögn hér á síðunni, og þar munu landsliðs- menn fá forsmekkinn af góðum, þýzkum handknattleik. , — jbp — J Landsliðiö æfði f gærkvöldi og lék gegn Víkingi. Hér eru þjálfararnir, Ragnar Jónsson (með gleraugu) ' Reynir Ólafssoa og Karl Benediktsson (beygir sig fram) og Sigurður Jónsson lengst til hægri, ásamt liðsmönnum. Landsliðið vann Vfking 28:17. 4 OPPUM KREFELB FRUM- RAUN LANDSUÐSINS Kemur hinguð um helginu og leikur þrjú fleiki I byrjun næstu viku gefst hand- lattleiksunnendum kostur á að á v.-þýzku meistarana T. V. ppum Krefeld í leik í Laugardals- illinni í Reykjavík. Þeir koma ngað á vegum Þróttar og Ieika leiki. Krefeld Oppum, eins og liðið er mennt kallaö, varö meistari í 11- nnna handknattleik i sumar í úr- itum gegn hinu fræga Hamborg- félagi Hamburger SV. Áhorfend- • að leiknum voru 11 þúsund tals- s, svo einhver virðist áhuginn nra f Þýzkalandi. Innanhússhandknattleikur er að vísu leikinn af 7 mönnum en ekki ellefu, en í liði Oppum eru a.m.k. 4 menn, sem hafa leikið með lands- liði V.-Þjóðverja, sem eins og kunnugt er, þykir frábærlega gott. Ekki er vitað um nein forföll lands- liösmanna þessara, en vera má að ejnhverjir þeirra verði með v.- þýzka landsliðinu, sem kemur hing- að síðar í mánuðinum. • Forráðamenn Þróttar og Hannes Þ. Sigurðsson, sem hefur unnið með Þróttufuih-.að.hieimsdkn.'-þess1 • ari sögðu bláðámönnum í gærdag frá heimsókninni. Liðið kemur hing að aðfaranótt mánudagsins og leik- ur hér sinn fyrsta leik á mánu- dagskvöldið gegn Reykjavíkur- meisturum Fram. Daginn eftir er FH, Islandsmeistarar í handknatt- leik, keppinautur Oppum Krefeld. Á fimmtudagskvöld verður úrval HSÍ andstæðingur þýzka liösins. Forleikir verða leiknir undan öll- um þessum leikjum. Leikmenn Oppum Krefeld eru þessir: H. Engles, markvörður, 26 ára og talinn einn. 'bezti markvörður. Þjóðverja í dag, bæði inhán' og utanhúss. Bongartz, 21 árs, G. Framh. á bls 6 Engels markvörður,

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.