Vísir - 16.11.1966, Síða 7

Vísir - 16.11.1966, Síða 7
V1SIR . Miðvikudagur 16. nóvember 1966. 7 Olíufélögin eru bundin í báða skó Frjáls oliuverzlun er leiðin til að bæta bjónustuna og auka v'órugæðin, segir Hallgrimur Fr. Hallgrimsson forstjóri i viðtali við Visi. Hallgrímur Fr. Hallgrímsson. Olíufélögin sæta um þessar mundir nokkurri gagnrýni fyrir að hafa ekki nógu góðar vörur á boðstólum og fyrir að veita viðskiptavinum sín um ekki nógu góða þjón- ustu. Hefur óánægjan beinzt að lágri oktantölu benzíns og hinum nýju söluskilmálum olíufélag- anna. Vegna þessa sneri Vísir sér til Hallgríms Fr. Hallgrímssonar, for- stjóra Skeljungs h.f., og bað hann svara spuming um um þetta efni. — Teljið þér réttmæta þá gagnrýni, sem fram hefur kom- ið um gæði benzíns og olíu, sem hér er selt? — Fram til 1953 seldu olíu- féiögin benzín og olíur frá vest- rænum sambandsfélögum sínum og var þá ekkert sett út á vör- urnar. Síðan 1953 hafa stjómar- völd samið við Sovétríkin um að gera þar öll kaup landsins á benzíni, gasolíu og fuelolíu. — Stjórnarvöld landsins hafa gert þessa samninga og síðan hafa olíufélögin verið látin fram- kvæma þá, og þaö hafa þau gert óviljug. Olíufélögin hafa hvað. eftir annað krafizt þess að flytja inn betra benzín, annaöhvort frá Sovétríkjunum eða frá vestræn- um ríkjum. Loks í fyrrahaust lofuöu Sov- étríkin að selja okkur oktan- hærra benzín á árinu 1967, en í haust kom afturkippur f þetta loforð. 'Nú er talað um, að Sovét- ríkin kunni ef til vill aö geta afgreitt benzín meö oktantöl- unni 90, en við höfum viljað fá oktantöluna 93. Hvað snertir sovézku gasolíuna, er frostþol hennar mínus 15 gráöur. Þetta lága frostþol kemur ekki aö sök hjá rafstöövum né hjá bátaflot- anum, en getur í miklum frost- um verið of lágt fyrir dieselbíla og húsakyndingar. Við höfum farið fram á aö fá frostþolnari olíu, sem þoli aö minnsta kosti mínús 20 gráður, en Sovétmenn hafa ekki getað afgreitt hana. Kjami málsins er sá, að við getum ekki fengið þær olíuteg- undir frá Sovétríkjunum, sem við viljum fá og höfum krafizt að fá. Vjið fáum heldur ekki að kaupa þær frá öðrum löndum. Við gætum fengið betra ibenzín og olíur, ef við fengjúm að verzla við vestræn sambandsfé- lög okkar, — og jafnvel á lægra verði. — Hinir nýju söluskilmálar olíufélaganna hafa ekki mælzt vel fyrir. Hvers vegna voru þeir settir? — Verðlagsnefnd ákveður út- söluverö á benzíni og olíum. Nefndin hefur alltaf skammtað olíufélögunupi svo lága álagn- ingu, að þau hafa ekki getað safnað nauösynlegum sjóðum til fjárfestingar og rekstrar. Síðasta áratug hefur salan á olíu og benzíni tvöfaldazt-og hefur það eðlilega kallað á mjög aukið fjár- magn til rekstrar og fram- kvæmda. Þetta hefur leitt til þess, að félögin hafa neyðzt til að leita til ríkisbankarína um fjármagn í vaxandi mæli, og hafa þó neyðzt til að láta nauð- synlegar framkvæmdir sitja á hakanum. Það hefur ekki bætt úr skák, að leyfilegar fymingar á aðaleignum félaganna eru að- eins 4%, sem verður að teljast óeðlilega lágt. Skuldir olíufélaganna viö rík- isbankana eru þvl miklar og ha^a farið vaxandi. Bankarnir hafa ekki séð sér fært að halda áfram á þessari braut og hafa krafizt þess, að olíufélögin dragi úr skuldum sínum við þá, m. a. með því að draga úr gjaldfresti til viðskiptavina olíufélaganna. Þessi fyrinnæli bankanna ljafa neytt olíufélögin út í innheimtu- aögeröir, sem eru þeim afar ó- ljúfar og hafa sætt gagnrýni. Hér áður fyrr, þegar olíufélög- in fengu benzín og olíur frá sambandsfélögum sínum, áttu þau aðgang að fjármagni frá þeim og voru þá ekki eins háð bönkpnum og nú. i Mér dettur ekki í hug að halda þv£ fram, aö gagnrýnin á vöru- gæöin og þjónustuna sé úr lausu lofti gripin. En vandamálið er fólgið I því, að olíufélögin eru bundin í báða skó. Olían er val- in, keypt og flutt inn fyrir þau á vegum hins opinbera. Ríkis- bankarnir sjá olíufélögunum fyr- ir rekstrarfé. Loks veröleggur hið opinbera vöruna. Olíufélögin eru því á flestan hátt háð ráð- stöfunum hins opinbera. Staðreyndin er sú, að olíu- dreifingin hér á landi kemst þá fyrst I gott lag, þegar tekin verð ur upp frjáls olíuverzlun, sagði Hallgrímur Fr. Hallgrímsson að lokum. Tekjuhæsti rithöfundur veraldar Sagt frá Harold Robbins, höfundi The Carpetbaggers Tekjuhæsti rithöfundur ver- aldar er um þessar mundir bandaríski Gyöingurinn Harold Robbins, höfundur fjölmargra bóka, sem eru yfirfullar af saur- lífi, ofbeldi og harðsoðnum per- sónuleikum. Frægastar bóka hans eru The Carpetbaggers bg The Adventurers, sem er til- tölulega nýkomin út. The Carpetbaggers gaf Har- old Robbins tekjur í aðra hönd, sem svara til 20—30 milljóna íslenzkra króna í Bandaríkjut)- um einum. I Bretlandi námu tekjur hans af bókinni 5—6 milljónum íslenzkra króna. Auk þess hefur hann tekjur úr flest um löndum Evrópu og Amer- íku. Tekjur hans af The Advent- urers eru tvisvar til þrisvar sinnum meiri. Kvikmyndafram- leiðandinn Joseph Levine hefur samþykkt að greiöa honum 43 milljónir fyrir réttinn til að kvik mynda The Adventurers. 'T'alið er að Robbins sæki fyr- irmyndir sínar I blaöafregn- ir af frægu fólki. T. d. er sagt að fvrirmynd hans að Jonas Cord £ The Carpetbaggers sé hinn dularfulli Howard Hughes, kvikmyndaframleiðandi og flug- vélasmiður £ eina tlð, maður- inn sem uppgötvaði Janes Russ- ell og fleiri kynbombur. Russell er talin fyrirmynd hjúkrunarkon unnar og gleðikonunnar Jenny Dayton og Jean Harlow er tal- in fyrirmynd Rinu Marlow. Fvrirmyndir £ The Adventurers eru m. a. kvennagullin Rub- iriósa og Aly Khan og einræðis- herrann fallni, Truillo. Einnig er talið að Robbins hafi sótt efni sögunnar Where love has gone, I blaðagreinar um morð Johnny Stampanato ástmanns leikkonunnar Lana Turner. Robb ins ypptir öxlum þegar hann er spurður um sannleiksgildi slíkra fullyrðinga. „Mér hefur aldrei verið stefnt“, segir hann. TTver er þessi Harold Robbins? A Hann var munaðarleysingi sem var settur £ fóstur 12 ára gamall. Sem unglingur var hann sendill hjá veðmangara. „Þar þjálfaði ég minniö, þv£ ég mátti aldrei skrifa neitt niður.“ Seinna varð hann sendill hjá leynivínsala. „Þá sagði ég við sjálfan mig. Ég ætla að verða rfkur, eignast hvítan Cadilac, armband alsett gimsteinum og Ijóshærða stúlku. Ég náði mér í þetta allt og meira til. Þegar ég var á sextánda ári falsaði ég fæðingarvottorð mitt og vottorö um samþykki foreldra, og sótti um inngöngu £ flotann. Þegar þeir uppgötvuðu seinna hvað ég var gamall var ég rekinn úr flotanum. Ég gekk í bréfaskóla og lærði ýmislegt um peninga- mál og á þriðja flokks bók um bókhald. Seinna vann ég sem birgðavörður hjá. matvöruverzl- un. Þá fékk ég þá hugmynd að kaupa uppskeruna af grænmetis- framleiðendum meðan hún var enn I göröunum, lét síöan setja hana £ dósir og seldi verzl ununum allt f kringum mig. Svo lærði ég að fljúga og flaug um allt í Bandaríkjunum og keypti uppskerur i göröum. Á einu ári græddi ég heila milljón. En þá varð ég gjaldþrota. Ég gerðist starfsmaður Universal- kvikmyndafélagsins og kynntist þá mörgum rithöfundum. Ég sá strax £ hendi mér að ég gat skrifað fullt eins vel og þeir. Ég settist niður og skrifaöi Never Love a Stranger á tveim- ur árum. En Universal vildu ekki kaupa hana. Ég fór f bezta umboðsmanninn f Hollywood, og hann seldi Knopf-útgáfufyrir- tækinu bókina innan tfu daga. Seinna keypti kvikmyndafélag bókina til aö gera eftir henni kvikmynd. Það var fyrsta kvik- myndin mín. Síðan hef ég skrif- að nær látlaust. Ég var þrítug- ur þegar ég bvrjaði á þessu." TTarold Robbins segist sjálfur , vera mikill gleðimaður. Hann hefur gaman af fjárhættu spili. Eitt kvöld i Monté Carlo tapaði hann 180 þúsund doll- urum. „Ég átti ekki cent eftir. Ég átti ekki einu sinni fyrir hótelinu. Hvað átti ég að gera. Ég gekk út og viti menn, fyrir utan spilavitið stóð náungi og var aö virða fyrir sér Cadilac- inn minn, sýnilega með ánægju. Viltu kaupa hann, sagði ég. Og ég seldi hann á staðnum fyrir 12 þúsund dollara og borgaði hótelreikninginn. Þegar ég kom til Bandaríkjanna tók á móti mér fulltrúi frá skattheimtunni og hirti af mér það sem eftir var.“ Nú greiðir hann skattána sína jafnóöum. TTarold Robbins er fjórkvænt- ur. Tvisvar giftist hann sömu konunni. Hann hefur gam an af börnum, og varð alvarlega hræddur þegar hann sá litla dóttur sína á sundlaugarbarm- inum heima hjá þeim, einn dag- inn. „Flengdu hana ef hún.ger- ir þetta aftur“ sagði hann við konu sína titrandi af ótta. Hann býr nú á frönsku Rivierunni skammt ofan við Cannes. Þar dvelst hann ásamt konu sinni, Grace, þrjár vikur af fjórum. Fjórðu vikuna er hann f New York. Hann vinnur í lftilli þak- ibúð í húsinu, sem hann lét sjálfur byggja. Þar er fátt inni sem tekur upp tíma hans eða athygli. Meira að segja hafa allir gluggar verið byrgðir. Hann vinnur frá þvf hálf sex á monm- ana til hálf ellefú fyrir hádegi. Eftir það nýtur hann lífsins með konu sinni og dóttur. Hann hefur í hyggju að hætta Framh. á bls. 6

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.