Vísir - 16.11.1966, Blaðsíða 9

Vísir - 16.11.1966, Blaðsíða 9
V í S I R . Miðvikudagur 16. nóvember 1966. ---- ipgPIWBJfWOTIBJ) Bjargföst trú á málsícðinn — Snemma ríkt í mér að annast móð- uiiaus börn og vanheil — Mér brást aldrei kjarkur eða vilji — Ég hef þurft að vera ákveðin til að verja það, sem ég er að reyna að gera — Á erfiðum stundum hef ég fengið beina hjáip, sem er ekki fýsisk — Því eldri sem ég verð, þeim mun yndislegra finnst mér Iífið. „ÞETTA ER HEIMILI... // ^(^ömul hjón í lekum bæ, enginn vegur — þannig var aðkoman 10. maí 1930, þegar ég kom hingað fyrst. Ég bjó í tjaldi, og fyrstu uppeld- isbömin mín komu til mín 5. júlí þá um sumar ið úr Reykjavík, og um haustið 4. nóvember flutti ég loks úr tjaldinu inn í kjallara hússins, sem var hriplekur. Tveir starfsmannanna urðu veikir, og einn vildi halda þetta út. En ég hafði bjargfasta trú, að það væri rétt að gera þetta, sem ég hafði tek- izt á hendur . . .“ Frú Sesselja H. Sigmundsdótt- ir, forstöðukona Barnaheimilis- ins Sólheimar í Grímsnesi lét svo um mælt í spjalli, sem blaðið átti við hana á dögun- um í veglegum húsakynnum hgnnar, sem risu nýlega upp fyrir tilstilli hennar -og góðra afla, er trúa á málstað hennar og hugsjónir. Þegar frú Sesselja kom heim frá 6 ára námi erlendis í hjúkr- unar og uppeldisfræði og stjórn barnaheimila, var hér nálega engin vöggustofa.i ekkert heim- ili fyrir vanrækt böm og van- heil böm, en hún hafði aðeins eitt mið: að bæta úr þessari þörf, þótt hún þyrfti að gera það alveg upp á eigin spýtur. VIÐTAL DAGSINS Vísir ræöir viö frú Sesselju H. Sig- mundsdóttur, for- stöðukonu Barna- heimilisins Sólheimar í Grímsnesi. Hún hefur stjórnað heim- ili fyrir vanheil og vanrækt börn síöan 1938 Og eins og enskt skáld segir: „Allar stórar hugsanir verða til og koma frá hjartanu“ — eins var því farið um hugarfóstur frúarinnar. Hún haföi ætlaö sér og undirbúið þetta frá því að hún var lítil stúlka. „Ég var strax ákveðin í þessu, þegar ég var bam. Þegar ég lék mér við dýrin, þá umgekkst ég þau eins og börn, en ekki dýr. Það var svo snemma ríkt í mér að annast móðurlaus böm og vanheil. Annað komst ekki að en að stofna svona heimili, hafa þar bú og þar sem væri heilt val af leiöbeinendum‘“. „Hvemig gátuð þér látið þessa hugsjón rætast við jafn-erfiðar aðstæður og vom á kreppuár- unum?“ „Mér brást aldrei kjarkur eða vilji. Ég er afskaplega viljasterk og ég hef alltaf trúað á, að það góða verði ofan á. Þegar ég var úti kynntist ég anthroposophie heimspekingsins Ruolfs Steiners, fmmkvöðuls mannspekinnar. Kjami í hans skoðunum er sá, að menn kynnist sjálfum sér og lífinu og allir vinni að því að hjálpa mannkyni til að vaxa og verða að sönnum mönnum. Eitt sinn var Steiner spurður að því, með hvaðá leiðum það væri hægt. Hann hafði staðið fram á ræðupúltið og aðeins sagt: „Kærleikur. Kærleikur. Kærleik- ur“. Stefna hans heillaði mig, af því að hún er ekki bundin kennisetningum, heldur felst í henni mikiö frjálsræði í hugs- un. Miðpunkturinn í anthroposóf unni er: „Revndu að þekkja sjálfan þig“. „Er þetta í ætt við dulvís-* indi?“ „Maðurinn fæðist aftur og aft ur og er alltaf að leysa örlög, sem hann hefur skapað sér sjálf- ur. Maður gengur með glöðu geði gegnum erfiðleika, af því að maður verður aö gera það: Maður er að leysa hnút f örlaga- þræðinum". A/'ið sitjum inni í einkaherbergi frúarinnar. Það er klætt austrænum við, líkustum sand- alvið, sem angar eins og ímynda má sér, að skilningstré góðs og ills geri. „Þetta er hleðsluherbergið“, segir hún, „hér sit ég oft inni og tæmi hugann, þegar ég þarf að leysa eitthvert vandamál“. Það vekur athygli að engin skörp horn eru í herberginu. „Lífið vex ekki í horourn, lít- ið bara á náttúruna", segir hún, „hvenær sjáið þér ferkantað fjall, ferkantaða þúfu eða fer- kantaða lifandi veru, nei, i lif- inu og í náttúrunni eru bugðurn ar með mýkt sinni ríkjandi. Þetta er goetheanski stíllinn, af- sprongi heimspekistefnu Stein- ers, og kenndur við meistarann Goethe, sem lofsamaði og virti lífið“. „Hvað ge,röi yður svona já- kvæða?“ „Ég er uppalin á kærleiksríku og góðu heimili, Það geröi mér gott. Lengi vel umgekkst ég að- eins gott fólk. Og erlendis hitti ég aðeins úrvalsfólk, sannmennt- að fólk. Þegar ég byrjaði að starfa að mínum áhugamálum, fékk ég stundum andbyr, sem ég botnaði ekki í af hvaða rót- um var runninn. Ég skal viður- kenna, að ég hef ekki valið mér alfaraveg, og mitt líf hefur ver- ið dálítið sérstakt fyrir bragð- ið. En ég hef alltaf þurft að vera ákveðin til að verja það, sem ég er að reyna aö gera. Ég byrjaði allslaus. Ég átti góöa foreldra og systkini, sem styrktu mig og studdu á allan hátt, sem var mér meira virði en allt ann- Frh á bls. 4/ Frú Sesselja í Sólheimum: „Hugsunin er eltt sterkasta afl, sem til er, meira en við vitum kannski..." — (Ljósm. Vísls, B. G.). Frú Sesselja og fyrstu fósturbömin hennar sumarið 1930. Þau höföust við í tjaldi allt sumarið og fram á haustið þama í Sólheimum. Sólheimar að vetri. Fremst á myndinni hús garðyrkjumanna og sumarbústaður foreldra frú Sesselju. Til hægri er skóiahúsið. Til vinstri eru gamla og nýja húsið. (Myndina tók starfsstúika í Sólheimum).

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.