Vísir - 16.11.1966, Page 3

Vísir - 16.11.1966, Page 3
 / '/■ VÍSIR . Miðvikudagur 16. nóvember 1966. mwumrr Það hefur alla tíö skinið ein- hver sérstæður þróttur út úr svip þessara raanna. Þeir minna mann gjama á landnema og frumbýlinga harðsóttra landa, eins og þessar þrautseigu hetj- ur, sem eitt sinn voru og hétu í „villta vestrinu“. — Að ryðja hrjóstrugt land, veita vaxandi atvinnulífi farveg um afdali og fram til yztu annesja, stytta leiðir milli frænda og granna — ryðja menningunni land, gera þjóðinni vegi undir nýja skó — þetta var þeirra starf og er, þó að allt sé nú breytt. Já, vegaverkstjórar em sér- stæð stétt manna. Það er ekki laust við að fylgi þeim einhver vottur af trölldómi, eitthvaö, sem hefur magnazt í þeim við þrældóm margra sumra — í glímunni við torfærur á fjalla- leiöum, furðuteikn náttúrunnar, í viðskiptum viö sjálfa vætti landsins. Frá borðhaldi í „Domus medica“. Við háborðið frá hægri: Kristrún Eyvindsdóttir, Karl Friðriksson og heiðursgestimri: Ásgeir Ásgeirsson fr^ Fróðá og Karólína Sveins- dóttir, Lýður Jónsson, Steingrímur Davíðsson og kona hans, Helga Jónsdóttir, og Þormóður Pétursson. Þormóður Pétursson, Helga Jónsdóttir, Einar Sigurjónsson, Ásgeir Ásgeirsson frá Fróðá, Steingrímur Davíðsson, Lýður Jónsson. írá samsæti vegaverkstjóra Þegar maður hugsar út í það er það aldeilis magnað, hverju fáir menn hafa áorkað í vega- lagningu um þetta víðáttumikla og stórskoma land. Það er að vísu margt af vanefnum gert og stundum af hyggjuviti og fyrlr þarfir landnemans fremur en fyrir þá flóðöldu tæknideildar- innar, sem nú brýzt út um borg og bí, enda sáust engin merki hennar, þegar menn hlóðu þrönga vegi og krókótta með súr um sveita endur fyrir löngu. Það er einungis fátækt hinna ný- ríku, sem haldið hefur í tilvem þessara frumbýlingsvega, langt fram yfir tímann sumum hverj- um, vélaldarmönnum til þrot- lausrar gremjy og armæðu. Myndsjáin gat ekki stillt sig um að birta einu sinni, að tæki- færi gafst, myndir af þessari sér stæðu stétt, sem er gerandinn i vegamálum okkar. Tilefni þessa samkvæmis vega verkstjóra var raunar þakklætis- vottur við einn elzta samstarfs- mann vegagerðarinnar, Ásgeir Ásgeirsson frá Fróðá, skrifstofu- stjóra, sem nú lætur af störfum eftir 47 ár — haldið í „Domus medica“ 10. þessa mánaðar. Þar fluttu verkstjórar Ásgeiri ávörp og gjafir og heiðursskjal undir- ritaö af 47 verkstjómm, þannig orðaö: „Vér undirritaðir, verkstjórar vegagerðarinnar, viljum, með þessu ávarpi og meðfylgjandi gjöf, votta þér þakklæti okkar fyrir ágætt samstarf á liðnum ámm og áratugum og sérstakar þakkir fyrir mikilsveröa og rétt- láta fyrirgreiðslu i starfi okkar. Svo og virðum við og þökkum það ómetanlega starf, sem þú, sem aöalskrifstofustjóri vega- geröarinnar £ fjömtíu ár, hefur unnið í þágu alþjóðar.. .* Tvær kempur: Karl Friðriksson og Magnús Ingimundarson.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.