Vísir - 16.11.1966, Blaðsíða 8

Vísir - 16.11.1966, Blaðsíða 8
G<» tifSL'tl.&fu... V F S I R Miðvilaidagur 16. nóvember'19S3. massusa Otgefandi: BlaöaQtgáfan VISIR Frnmkvæmdastjóri: Dagur Jónasson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Aðstoðarritstjórt: Axei rhorsteínson Auglýsingar: Þingholtsstræti 1, símar 15610 og 15099 Afgreiðsla: Túngötu 7 Rltstjórn: Laugavegl 178. Simi 11660 (5 Unur) Áskriftargjald kr. 100.00 á mánuöi innanlands. 1 lausasölu kr. 7,00 eintakiö Prentsmiðja Vlsis —x Gdda h.f. Hagsýsla ríkisins Umsvif ríkisvaldsins hér á landi hafa vaxið gífurlega síðustu áratugi. Stofnanir og deildir á vegum ríkis- ins hafa sprottið upp í ríkum mæli, svo að nú er orð- ið algengt að tala um „ríkisbákn“. Geysilega mikið fé fer til að réka þessar stofnanir og til framkvæmda á vegum þeirra. Hér er um svo mikla fjármuni að ræða, að full ástæða er fyrir ríkisvaldið að líta sem bezt eftir þessum rekstri og reyna að gera hann sem ódýrastan. Ffam til þessa árs var ekki neinn ákveð- . inn aðili, sem hafði slíkt verkefni, og liggur því í augum uppi, að margt hefurVerið framkvæmt á of , dýran hátt hjá ríkinu. Þegar tilkynnt var snemma á þessu ári, að stofnuð hefði verið enn ein deildin á vegum ríkisins, fjárlaga- og hagsýslustofnun í fjármálaráðuneytinu,. kunna ýmsir að hafa hrist höfuðið og hugsað um hið vax- andi ríkisbákn. En raunar hefur hér verið komið á fót stofnun, sem hefur m. a. það verkefni að hamla gegn óhóflegum vexti og eyðslu í stofnunum ríkisins. Með tilkomu þessarar deildar hefur ríkisstjórnin markað nyja og nauðsynlega stefnu í ríkisrekstrin* um. Þessi nýja deild undirbýr fjárlög og fylgist með framkvæmd þeirra. Hún hefur forustu um endurbæt- ur í ríkisrekstrinum, leitar að tæknilegum nýjungum og bendir á leiðir til betri hagnýtingar á ríkisfé, auk- ins sparnaðar og hagræðingar. Öll þessi atriði hafa grundvallargildi til að fjármálastjórn ríkisins sé heil- brigð og hagnýting ríkisfjár sé skynsamleg. Ágæt reynsla er þegar fengin af þessari nýju stofn- un. Hún annaðist allan undirbúning að fjárlagafrum- varpi því, sem lagt var fyrir Alþingi í haust. Er nú sú tíð liðin, að samning þessa mikilvæga frumvarps sé íhlaupavinna. Hagsýslustjóri ræddi í þetta sinn fjárhagsáætlanir allra helztu ríkisstofnana við for- stöðumenn þeirra og gat því fengið mun betri yfirsýn en áður var hægt að fá, auk þess sem hann gat fengið nánar skýringar á ýmsum fjárbeiðnum. Þessi ræki- legi undirbúningur hefur leitt til þess, að hægt hefur verið með sterkum rökum að synja um fjárveitingu i mörgum tilfellum og að draga úr þenslu í öðrum tilvikum. Má því búast við, að áætlanir frumvarpsins í þetta sinn séu raunhæfari en áður, og að ekki sé áætlað fyrir síðari niðurskurði í meðferð Alþingis. Þetta leiðir til þess, að í framtíðinni verður hægt að krefjast þess af forráðainönnum ríkisstofnana, að beir haldi útgjöldum sínum innan ramma fjárlaganna. Þessi staðreynd ætti að geta skapað meiri festu og aöhald á öllum sviðum ríkisbúskaparins og gera þjóð- inni kleift að framkvæma meira fyrir það fé, sem hún leggur á hverju ári í sameiginlegan sjóð sinn, , ríkissjóð. Jónas Haralz forstöðumaður Efnahagsstofnunarinnar • Yið verðum að íeta okk- ur áfram með skyn- samlegum úrræðum Hið mikla vaxtar- og velgengnistimabil undanfarinna ára liðið hjá, aðallega vegna óhagstæðrar verðlágsþróunar erlendis Jónas Haralz, forstööumaður Efnahagsstofnunarinnar ræddi á almennum fundi Kaupmanna- samtakanna í fyrrakvöld um þróun efnahagsmálanna og þau viðhorf sem framundan eru í þeim málum. — Kom margt fram í ræðu Jónasar Haralz, sem verður reynt að gera laus- leg skil hér. Seinasta 4—5 ára tímabil er eitt mesta framfaraskeið í sögu þjóðarinnar. Meðalvöxtur þjóð- arframleiðslunnar hefur verið 5—6% á ári, sem er meira en í flestum löndum, sem eiga að- ild að O.E.C.D. Aðeins í þróun- arlöndunum Grikklandi, Spáni og í Japan hefur vöxtur þjóðar framleiðslunnar verið meiri. Vöxturinn er þó mun meiri ef tekinn er fyrir vöxtur þjóðar- tekna. Verð á útflutningsvörum okkar hefur hækkað mjög veru lega undanfarin tvö ár, en á sama tíma hefur hækkun á inn flutningsvörum verið lftil. Þessi hagstæða þróun hefur ekki ver- ið í nágrannalöndum okkar. íslendingar hafa notað þessi auðæfi, sem skapazt hafa vegna hagstæöra efnahagsþróunnar, til neyzlu, fjárfestingar til að bæta stööu okkar út á við. Fjárfesting in hefur vaxið sérstaklega mik y ið og þá helzt f þeim atvinnu- greinum þar sem vöxturinn hef ur orðið örastur. Á þetta aöal- lega við sjávarútveginn„ en einn ig um iðnað. Opinberar fram- kvæmdir, hafa einnig aukizt mjög mikið og þá sérstaklega framkvæmdir bæjar- og sveitar- félaga. Samkvæmt athugunum Efna-’ hagsstofnunarinnar hefur aukn- ing þjóðarteknanna dreifzt mjög vel milli hinna einstöku stétta. Að vísu hefur Efnahagsstofn- unin ekki getað gert á því ná- kvæma könnun með tilliti til allra stétta, en samkvæmt at- hugun sem var gerð á tekjum sjómanna, iðnaðarmanna og verkamanna er sýnt aö þessar stéttir hafa haldið vel í við aukningu þjóðarteknanna, jafn- vel gert heldur betur, einkum á síðast liðnum 2 árum. Á þessu tímabilj hefur okk- ur tekizt að byggja upp gjald- eyrisvarasjóð, sem nemur um 40% af árlegum innflutningi. Þetta er mikil breyting frá því sem áður var. Höfum við ekki átt verulegan gjaldeyrisvara- sjóð áður síðan fyrstu ár eftir stríð. Vegna þess hvað útflutn- ingur okkar er óstöðugur þyrft um við þó meiri gjaldeyrisvara sjóð til að mæta erfiðum tímum. Þessi gjaldeyrisvarasjóður er forsenda fyrir frjálsum innflutn ingi, sem nú nemur um 90% af heildarinnflutningi. Þessi sjóður er einnig grundvöllur að lánstrausti erlendis. Vöxtur þjóðarframleiðslu og tekna hefur að miklu leyti staf að af miklum vexti sjávarútvegs óg þá sérstaklega síldveiða og síldarvinnslu. Árin 1962 og 1963 hélt iðnaðarþróunin i þróun sjáv arútvegsins en greinilegt er, að árin- 1964 og 1965 hefur vöxtur þessara atvinnugreina ekki ver ið eins mikill, jafnvel staðið í stað. Við stöndum frammi fyrir mikilli breytingu í efnahagslif- inu, sagði Jónas Haralz. Þessi vaxtartímabil standa ekki að ei Jónas Haralz forstöðumaður Efnahagsstofnunarinnar. lífu. Við hagfræðingar höfum alltaf verið aö búast við því undanfarið að draga mundi úr vexti, en það hefur ekkj gerzt fyrr en nú. Það er nú að verða alveg ljóst, að það verður ekki um aukningu þjóðartekna að ræöa þetta ár. Stafar það fyrst og fremst af verðlagsþróun erlend- is, en einnig liggja fyrir því innlendar ástæður. t Síldveiðar hafa að vísu haldið áfram að aukazt, en um töluverðan sam- drátt var að ræða á seinustu vetrarvertíð. Þorskaflinn dróst saman um 10%. Einnig hefur verið mikill samdráttur í togara útgerð. Verðfall á síldarlýsi og mjöli hefur numið 20—30% á árinu. Á sama tíma hefur orðið veru leg lækkun á freðfiskmarkað inum í Bandaríkjunum. Bendir fátt til að breyting veröj á þess ari óheppilegu verðlagsþróun næstu mánuði. Við í Efnahagsstofnunni, sagði Jónas, höfum gert ráð fyrir 3—4% aukningu þjóðarfram- leiðslu á þessu ári, en á sama tíma hefur verðfall orðið á okk ar helztu útflutningsvörum. Mundi ég álíta að verðfallið mundi gera að engu þá aukn- ingu, sem við áttum von á og verði því ekki um neina aukn- ingu þjóðarteknanna að ræða. Þetta er betri útkoma en verð fallið gefur tilefni til, en það stafar af þvi að fallið varð ekki fyrr en á miðju ári. „Ul. Þetta mikla vaxtar !og vél- gengnistímabil, sem hér hefur verið undanfarin ár er nú lið- ið hjá sagði Jónas I lok ræðu sinnar. Við vitum ekki nú hven- ær nýtt vaxta og velgengnis- tímabli mun aftur hefjast, en við getum ráðið því miklu meira um, en áður var hægt, ef við höldum skynsamlega á málun- um. Við erum miklu betur und- ir það búin nú að bregðast skyn samlega við vandanum. Skiln- ingur á nauðsynlegum ráðstöfun um til að mæta vandanum hef- ur vaxið. — Þetta sýnir t.d. júní samkomulagið frá 1964. Vegna þeirrar erfiðleika í efnahagslíf- inu verðum við að sætta okkur við einhverjar hömlur, hversu óæskilegar sem þær annars kunna að Þykja. Hvemig til tekst er óvíst, en við verðum að feta okkur áfram með skyn- 'samlegum úrræðum. Bækur Hörpuútgófunnar Hörpuútgáfan hefur sent frá sér bókina HULINN HEIMUR eftir bandaríska útvarps- og sjónvarps- fréttamanninn Frank Edwards. — í þessari bók eru fjörutíu og fjór- ar frásagnir af furðulegum fyrir- bærum sem enn hefur ekki tekizt að upplýsa með nokkru móti. Bókin HULINN HEIMUR hefur verið gefin út í flestum enskumæl- andi löndutn og t.d. verið prentuö í fimm útgáfum í Bandaríkjunum. Bókin er prentuð í Prentverki Akraness hf. Þýðandi er Jóna Sig- urjónsdóttir. Ut eru komnar tvær bækur um HAUK FLUGKAPPA, lögreglu lofs ins, SPELLVIRKI 1 LOFTI og FÍFL DJARFIR FLUGRÆNINGJAR, sem nú kemur út í 2. útgáfu, en bókin seldist úpp fyrsta árið. Aðrar bæk- ur f þessum flokki eru KJARN- ORKUFLUGVÉLIN, SMYGLARA- FLIJGyÉLIN og LEYNIFLUG- STÖÐIN, sem allar hafa hlotið miklar vinsældir meðal íslenzkra drengja. Höfundar bókanna eru tveir, brezki rithöfundurinn Eric Leyland og T. E. Scott Chard, yfirflugstjóri B.O.A.C. Otgefandj er Hörpuút- gáfan. Bækurnar enj prentaðar i Prentsmiðju Akraness h.f. Ut er komin hjá Hörpuútgáf unni ný læknaskéldsaga, BLIND ÁST, sem er fyrsta bókin f ís- Ienzkri þýðingu eftir áströlsku skáldkonuna SHANE DOUGLAS. en bækur hennar hafa verið gefnar út í flestum enskumælandi löndum og eru einnig gefnar út a öhum hinum NorðurlönJunum. Þetta er saga um ást ungrar stúlku. á lækni bennar. en stúlkan þjáist af ólæknandi hjartasjúk dómi. — Bókin er prentuð í Prent verki Akraness h.f. Þýðandi er Ás- geir Jakobsson.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.