Vísir


Vísir - 16.11.1966, Qupperneq 5

Vísir - 16.11.1966, Qupperneq 5
V Í S'I R . Miðvikudagur 16. nóvember 1966. morgun útlönd í morgun •agBpr’" , * t;; útlönd í morgun útlönd 1 morgun útlönd Tjón ítaltt 70-95 millj- arðar króna Róm 1 morgun (NTB) Talið er nú, að tjónið, sem ítalir urðu fyrir í flóðunum miklu verði metið á 1000-1500 miltjarða líra, en það jafngildir 70-95 milljörðum íslenzkra króna. Verið er aö semja áætianir um endurreisn þeirra borga og héraöa sem urðu fyrir sköðum í fióöunum Aldo Moro, forsætisráöherra Itaia, hefur sagt, að landsmenn veröi að sætta sig viö lakari lífskjör eftir þetta en áöur. Hin mikla uppbygging ítala á ár- unum 1950-1960 hefur nú runniö út í sandinn vegna flóöanna miklu. Forsætisráðherrann segir, aö Itaiir verði að leggja hart að sér við end uruppbygginguna. Sumt muni al- drei hægt að endurreisa. T.d. hafi listaverk farið forgörðum og marg ar merkar byggingar muni eyðilagð ar að fullu, t.d. í Feneyjum og Flor- enz, a.m.k. megi gera ráö fyrir að þær standi mun skemur en orðið hefði að öllu óbreyttu. Wiily Brandt. Brandt og Mende ræðast við í dag Bonn í morgun (NTB, DPA). Willy Brandt, borgarstjóri Vest- ur-Berlínar og leiðtogi jafnaðar- manna og Erich Mende leiðtogi Frjálsra demokrata halda fund í Bonn í dag. Þeir munu ræöa vandamálin viö myndun samsteypustjómar í Vest ur-Þýzkalandi. Þeir, sem fylgjast með stjómmálum í Bonn telja senni legt að jafnaðarmenn og Frjálsir demokratar myndi stjórn einhvem tíma í desember. Frjálsir demokrat ar hafa sett fram stefnuskrá, sem er sögð mjög í sama anda og stefnu skrá jafnaðarmanna í mörgum málum. Talið er, að með því hafi líkur fyrir stjómarsamstarfi þess- ara flokka aukizt, en dregið hafi úr líkum fyrir að Kristilegir demo kratar stjómi öllu lengur í Vestur- Þýzkalandi í bili. Fréttastofufregnir, herma, að Franz Josef Strauss, fyrr Erich Mende. um landvamarráðherra og einn af helztu áhrifamönnum Kristilegra demokrata muni hafna ýmsum mikilvægum atriðum I stefnuskrám beggja flokkanna, jafnaöarmanna og Frjálsra demokrata. Ætlar Sovét að reisa verzl- unarmiðstöð í Vestur-Berlín? Bonn í morgun (NTB, DFP) Talið er að sovézk yfirvöid hafi gengið fram hjá stjóm Ulbrichts í Austnr-Þýzkalandi í viöleitni sinni til að draga Vestur-Berlin inn f hma Lyng mun ræða við Kosigyn Leningrad í morgun (NTB) John Lyng, utanríkisráðherra Noregs, er kominn til Leningrad í opinberri heimsókn sinni til Sovét ríkjanna. Ráðherrann mun ræða við Kosi- gyn, forsætisráðherra Sovétríkj- anna, þegar hann kemur aftur til Moskvu. Ljmg var vel fagnað í Leningrad. Hann heimsækir stríðskirkjugarð- inn, Vetrarhöilina og ýmsa fræga staði í Leningrad. auknu verzlun milli Austur-Evrópu og Vestur-Evrópu. Samkvæmt fregnum frá Vestur- Þýzkalandi er talið að ferðir Brandts á fund ambassadors Sov étríkjanna í Aostur-Þýzkalandi á dögunum hafi meðfram verið fam ar til aö ræða þennan möguleika. Frá striöslokum hafa staðið rúst ir nokkrar í Vestur-Berlín, sem Sovétrikin eiga, þar sem var eitt sinn aðsetur verzlunarskrifstofu Sovétríkjanna. Taliö er, að þau muni nú hafa áhuga á að hreinsa til í rústunum og reisa nýja byggingu, er muni hýsa verzlun- arskrifstofur með tengslum við Par ís og London og jafnvel við New York. Einnig verði þarna skrifstof- ur Intourist og Soveksport, sem er útflytjandi sovézkra kvikmynda. Þessar fyrirætlanir gætu leitt til þess að stjórn Austur-Þýzkalands yröi að brey.ta afstöðu sinni til Vestur-Berlínar. ítalir munu nú snúa sér aö þ-ví að gera jaröræktarsvæöi sem skemmdust nýtileg á nýjan leik. Reynt verður að bæta íbúum flóða- svæðanna tap þeirra að fullu. Loks veröur tekið til við það verkefni, sem hefur verið vanrækt, að byggja upp vamargarða o'g að öðru leyti skipuleggja almannavarnir í sam- bandi við hættuna af náttúruham- förum. Þrír Afríkuleiðtog- ar yfirgefa samtök Russels Dar es Salaam í gær. (NTB, Reuter). Þrír Ieiðtogar Afríkuríkja hafa sagt sig úr samtökum Bretrand Russels, sem standa að réttarhöld- um þeim, sem hinn aldni heimspek ingur hyggst halda yfir leiðtogum Bandarikjanna vegna styrjaldarinn- ar f Vietnam. Þessir Afríkuleiðtogar eru Julius Nyerere í Tanzaníu, Kenneth Kaunda í Zambíu og Leopold Seng- hor í Senegal. Nyerere hefur lýst því yfir, að hann hafi gert þetta af eigin hvöt- um en ekki fyrir fortölur annarra, ems og talsmaður Russels hafði gefiö í skyn eftir að tilkynning þremenninganna barst honum. Hér standa þeir hlið við hlið stjómmálaleiðtogar Breta, Grimond, leið- togi Frjálslynda fiokksins (t.v.), Heath, leiðtogi íhaldsmanna og Wilson forsætisráðherra. Erjurnar í brezkum stjómmáium eru gleymdar í bili. Myndin er tekin vié hátíðlega athöfn er fór fram til minningar um þá er féllu í heimsstyrjöídunum tveimur. Johnson á sjúkrahús í gær Karl Bretaprins myndugur Karl krónprins Breta varð 18 ára gamall sl. mánudag. Þá hef- ur hann náö þeim aldri að hann getur hvenær sem er tekið við völdum í Bretlandi án þess aö þurfa að hafa ríkisstjóra viö hliö sér. I sambandi viö þennan dag hækkaði eyðslueyrir hans upp í 4.2 millj. ísl. kr. og hefur þaö vakið nokkrar deilur í Bretlandi þar sem stjórnin hefur bannað allar launahækkanir. Talsmaður drottningar hefur sagt að þetta hafi verið ákveðið fyrir mörg- um árum og sé í rauninni ekki launahækkun heldur fái , nú prinsinn stærri hlut af tekjuhf. sínum en áður til eigin ráðstöf- unar. Bethesdá I morgun (NTB-Reuter) Johnson, Bandarfkjaforsefi var Iagður inn á sjúkrahús f gærkveldi. Verða framkvæmdar tvær smá- vægilegar skurðaðgerðir á forsetan um. Skoriö verðúr í burtu æxli, sem myndazt hefur í hálsi og lagfært meö aögerð sár eöa óþægindi, sem mynduðust í öri eftir gallblöðru- uppskurð í fyrrahaust. Forsetinn liggur á sjúkrahúsi bandaríska flot ans í Bethesda í Maryland. Helztu sérfræöingar Bandarikjanna eru viðstaddir. Forsetinn veitti Hump- hrey varaforseta fullt umboð til að stjórna og táka hvers konar ákvarð anir sem nauðsynlegar reyndust meðan forsetinn væri á skurðar- borðinú. Atvinna Tvítug stúlka með kennaraskólapróf og auk þess kunnáttu í uppsetningu erlendra verzlunarbréfa, óskar eftir atvinnu um áramótin eða um miðjan desember. Uppl. í síma 31017 í dag og næstu daga. Húseigendur athugið Útvegum einfalt og tvöfalt gler með stuttum fyrirvara. Sjáum einnig um ísetningar og breytingar á gluggum. Uppl. í síma 38569. Stúlka óskast til afgreiðslu, ekki yngri en 20 ára, vakta- vinna. Sími 13628. Rauða Myllan t í

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.