Vísir - 04.01.1967, Síða 8

Vísir - 04.01.1967, Síða 8
|C0 VISIR. Miðvikudagur 4. janúar 1967. EvisiB Utgefandi: BlaSaQtgðfas VISIR Framkvæmdastjóri: Dagur Jónasson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Aðstoðarritstjóri: Axei rhorsteinson Frfttastjóri: Jón Birgir Pétursson Auglýsingastjóri: Bergþór Úlfarsson. Auglýsingar: Þingholtsstræti 1. simar 15610 og 15099 Afgreiðsla: Túngötu 7 Ritstjórn: Laugavegi 178. Slml 11660 (5 llnur) Askriftargjald kr. 100.00 á mánuði innanlands. I lausasölu kr. 7,00 eintakiB Prentsmiðja Vfsls — Edda h.f. Endurskoðun skólamála AUt íslenzka skólakerfið er nú í endurskoðun, bæði barnaskólarnir og Háskólinn og allt þar á milli. Þessi mikli áhugi á skólakerfinu er tiltölulega nýlega til kominn. Slíks áhuga varð lítt vart fyrir áratug. Þá var skólakerfið í heild verulega staðnað og á sumum sviðum í áratuga gömlum formum. En nú hefur orðið gerbreyting til bóta í þessum efnum. Sóknin fram á við hófst með því, að ríkisstjórnin lét undirbúa vandlega nýja löggjöf um ýmsa sérskóla, og lagði fyrir Alþingi. Á síðustu árum hafa þannig tekið gildi ný lög um iðnfræðslu, vélstjórafræðslu, stýrimannafræðslu og um Tækniskóla íslands. Þessi lög eru flest skyld að því leyti, að þau fjalla um tækni- legt nám. Þau eru einmitt á því sviði, sem áður var einna mest vanrækt í íslenzkum skólair.álum. Fram- kvæmd þessara laga hefur þegar gert mikið gagn, en á eftir að gera það í enn ríkara mæli á næstu árum. íslenzka þjóðfélagið e'r orðið tækniþjóðfélag og mun í framtíðinni standa og falla með því, hversu vel son- um þess mun takast að beizla tækni nútímans. Næstu stóru skrefin eru heildarendurskoðun skóla- kerfisins og áætlun ijra uppbyggingu háskólamennt- unar á íslandi. Þessi mál hafa um nokkurt skeið ver- ið í höndum nefnda og sérfræðinga og verða líklega svo enn um tíma, því þau þarfnast gaumgæfilegrar athugunar. Tillögum þessara nefnda er beðið af mik- illi eftirvæntingu, enda hefur greinilega vaknað nokk- uð almennur áhugi hér á umbótum á þessu sviði. Þá hafa kennarar og aðrir skólamenn hvatt til, að endur- skoðuninni verði flýtt sem kostur er. Skólarnir eiga að veita þekkingu og menntun, sem fullnægir þörfum atvinnuveganna og þjóðfélagsins, nógu mikla og nógu góða. Einnig eiga skólarnir að veita menningarlega kjölfestu og gera unga fólkið fært um að standast umrót hraðfara þjóðlífsbreyt- inga. Mikið vantar á, að þessum skilyrðum sé full- nægt, og því er endurskoðun skólakerfisins geysilegt verkefni. Ekki nægir að leysa einn þátt málsins, því þættir þess eru allir samofnir. Það þa'rf nýjar kennslu- aðferðir, nýjan fræðsluramma, ný kennslutæki, betri kennaramenntun, og síðast en ekki sízt almenna til- finningu þjóðarinnar fyrir því, að þetta er eitt mesta alvörumál hennar. Þegar nýja skólakerfið fæðist, verður það að vera sveigjanlegt, þannig að ýmsar nýjungar, sem koma fram, megi viðstöðulítið fella inn í það. Þá er okkur ekki síður nauðsynlegt að hafa vakandi auga með framförum í skólamálum erlendis. Þar rekur hvert furðuverkið annað. Þróunin er svo ör, að íslendingar mega hafa sig alla við að síga ekki aftur úr. Því er sérstakt fagnaðarefni, hversu góðan sprett skólamál- ín hafa tekið upp á síðkastið. ( Dómarinn: „Ég vil gjaman Iáta skjólstæöing yðar fá tæklfæri til áfrýjunar, en persónulega lit ég svo á að honum hentaði i alla staði betur að strjúka úr fangelslnu." (The Times). Álíka margir struku úr um — Hrota um jólin oð venju og ‘65 Þegar ÖJI kurl komu til graf- ar voru þaö álíka margir fang- ar, sem struku úr brezkum fang elsum 1966 og 1965 og eins og vant er kom hrota um jólin. Eft ir gauraganginum að dæma út af stroki fanga úr brezkum fang- elsum um jólaleytið mætti ætla að ýmsum hafi létt f fyrradag er tilkynnt var að flestir fang- amir væm nú aftur komnir bak við lás cg slá, eins og stundum er sagt og þeirra á meðal þeir sem stmku frá Dartmoor. Þetta var mikið blaðaefni sem að lík- um lætur, því að það var ekki: fyrr búið að segja frá stroki en nýtt kom til sögunnar. Og skömmu áður hafði Mouht batten-nefndin skilað skýrslu en hún hafði fengið það hlut- verk í hendur að rannsaka á- .standiö í fangelsunum og komst að þeirri niöurstööu, að ekki Roy Jenkins væri til eitt einasta fangelsi I landinu svo rammlegt, að ör- uggt væri að fangar gætu ekki strokið úr þvi. Og þegar farið var að tala um að reisa nýtt rík isfangelsi — á Wight-eyju — eins konar Alcatraz eins og í San -ranciscoflóa, fyrirsp. vom geröar á þingi og Jenkins innan- ríkisráöherra varð fyrir stjóm máialegum árásum úr nær öll- um áltum og hélt kyrrn fyrir í London um jólin til þess að kynna sér Mountbatten-skýrsl- una. O' svo kemur upp úr kafinu nú eftir áramótin að það vom álfka margir sem struku eða „voru ekki að hafa fyrir þvf að koma að afloknu heimfararleyfi“ 1966 og 1965. Þeir vom sem sagt 696 í hitteð fyrra og 699 í fyrra sem struku. Aðstoð og skipulagning — ef til vill mútur? Margir sem flýja em meinlaus ir fangar, — flýja úr vinnuflokk um er tækifæri býðst, þegar unn ið er undir bera lofti — og svo era opnu fangelsin svokölluöu. Úr þeim er vitanlega fremur auðvelt að flýja, þar sem kerfið byggist aö verulegu leyti á, að fangar bregðist ekki trúnaði þeim, er þeim er sýndur. Þeirra er líka ekkj eins vandlega gætt og annarra. En fangar sem dæmdir hafa verið til langrar innisetu, er oftast mjög strangl. gætt, s. s. morðingja, njósnara og seðlafalsara, en margir slíkir hafa sloppið og notið utanað- komandi aðstoðar og skipulagn ingar, og var það eftir flótta njósnarans Blake’s f fyrra, sem Mountbatten-nefndin var skipuð „Ég hafði fyrra fallið á því, herra, að koma með jólagjafirn- ar, ef þér skylduð ekki verða heima um jólin.“ (Daily Mail). Fyndin orð ög fangelsi. Og mörg fyndin orð hafa flog ið af vömm undanfarið, skop- teiknarar blaðanna hafa fengið tækifæri til teiknunar margra snjallra teiknimynda, þar sem einhver broddur er tíðast falinn o.s.frv. Með þessari grein em tvær slíkar — og mynd af Roy Jenkins, sem nú býr sig undir baráttu fyrir að halda sínu póli tíska lífi. ► Westmoreland yfirhershöfðingi Bandaríkjanna í S. V. segir það skakkt ályktaö, að styrjöldin þar muni standa stutt. Og hann gerir ráð fyrir að senda verði þangað meira bandarískt lið. ^ Undirbúningur er hafinn að því í Hamborg, að smíða 500 þús- und lesta skip. Skipshlutar verða smfðaðir f skipasmíðastöðvum eins og venja er og hleypt af stokkunum og skipið svo sett saman á sjó útt

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.