Vísir - 26.01.1967, Qupperneq 5
V í SIR. Fimmtudagur 26. janúar 1967.
Porís 1967:
Kjólfaldurinn 20 -
cm. ofan við hné!
Það er allt útlit fyrir að stutta
tízkan aetli að halda velli, ef
marka má fyrstu fréttir sem
borizt hafa af vortízkusýningun
um í París. Pilsin frá Louis
Feraud, sem fyrstur sýndi á
mánudag, voru hvorki meira mé
minna en 20—25 cm fyrir ofan
hné, enda var kiólunum frá hon
um likt við nærskyrtur eða
blússur, sem ofvöxtur hefði
hlaupið í. Og hárgreiðslan var
líkust hárgreiðslu barnastjönn-
unnar Shirley Temple en hrokk-
nkóHs hennar minnast víst
flestir. I-íárgreiðslan sem sjálfur
kohungur hárgreiðslumeistar-
ainna ,Alexandre sýndi var aft-
ur á móti stutt og slétt að
framan, hvorki túnering eða
bylgjur, en „bartar“ og hárið
heldur sítt og tjásulegt í hnakk
anum.
Rendur settu mikinn svip á
föt Ferauds bæöi á kjóla og
sokka. Rendur á sokkum voru^
með tvennu móti: annað hvort
langrendur innan- og utanfótar,
eða 'þá margar þverrendur,
bæði neðst á sokkunum þannig
Tómatrauð kjóldragt frá Feraud
og eru hvitar rendur á blússunnl
Sokkarnir (sokkabuxur) eru
með rauðum röndum innan- og
útanfótar. Hárgreiðslan a la
Shirley Temple.
að þeir virkuðu sem leistar og
fyrir ofan hné þannig að þeir
virkuðu um leið eins og Ber-
mudabuxur (þar var um að
ræða sokkabuxur).
Kjólamir vom eins og fyrr
segir mjög stuttir og við þá
sýndi Feraud alveg nýja gerð
af kápum. Vom þær líkastar
svuntusloppum, mjög stuttar og
með klaufum á hliðunum, sem
náðu nær því upp að handveg-
inum. Efniö var segldúkur í
skrautlegum litum og sniðið lík
ast tjaldi, þ.e. pýramídasnið.
Við kápumar bám sýninga-
stúlkurnar hatta, sem mest svip
aði til kúrekahatta eða nauta-
banahatta. Úr sama efni og
kápurnar vom stígvélin, sem
vom hnéhá.
Neðan á fald sumra kjólanná
voru saumaðar litlar bjöllur,
sem gullu þegar sýningastúlk-
urnar gengu um salinn. Siðu
kvöldkjólamir, sem vom úr
mexíkönskum efnum vom
skreyttir alla vega litinn plast-
kúlum við hálsmálið og hand-
veginn og teknir saman með
skrautlegum beltum.
Feraud sýndi einnig stutta
kvöldkjóla, mjög stutta, með
Alexander Ieggur til að hárið sé slétt en Feraud og fleiri vilja
endurvekja hrokkinkollinn.
pýramídasniöi og þakta þús-
undum af pallíettum.
Höfuðbúnaður brúðarinnar,
sem gekk inn í lok sýningar-
innar minnti helzt á skýluklút
og ekki eitt einasta blóm var
til að prýða brúðarskartið.
Esterel sýndi næstur á eftir Feraud og eínna mesta athygli vöktu hattamir, sem hann ætlar viö sól-
og sundföt, en þessir hattar era eftirlíkingar af höttunum hans Napóleons og þar sem ekki er ann-
að að sjá en þeir séu hinir klæðilegustu má búast við að þeir eigi eftir að sjást víðar en á baðströndinni.
Hann er „höfundur“ huxna-
dragtanna og stuttu pilsanna
Sýnir aftur eftir tveggja ára hlé — og spurning-
in er: Gerir Courreges aftur tizkubyltingu?
Franskl tízjkufrömuðurinn og
„óþekktaranginn“ André Courr
eges hefur ekki látið á sér
kræla svo heitið geti síðani hann
hélt tízkusýninguna frægu fyr
ir tveimur árum, þar sem hann
kom fram með stuttu geim-
ferðatízkuna og buxnadragtim-
ar. Þótti það bá mesti viðburð
ur £ tízkuheiminum frá því Dior
kom fyrst fram forðum, enda
buxnadragtinnar og stutta tizk
an farið sigurför um allan heim
síðan og þykir sumum nóg um
að því er viðvíkur stuttu pils-
unum.
Þegar verið var aö undirbúa
vortízkuna í París í fyrra ríkti
mikil eftirvænting í sambandi
við Courreges — hvort hann
myndi sýna. En hann sýndi ekki
og kom ekki fram með neitt
nýtt. Er haustsýningamar voru
í júlí í sumar lét Courreges
ekkert uppi um það hvort hann
ætlaði að sýna eða ekki fyrr
en á síðustu stundu að hann
kvaðst ekki myndu sýna, held-
ur fara upp í sveit, hvíla sig
og leika tennis.
Vortízkusýningamar hófust í
París á mánudag og hafa fyrstu
fréttir af þeim borizt og þeirra
getið annars staðar á síðunni.
En sú sýning sem beðið er með
hvað mestri eftirvæntingu er
sýning Courreges, en hann hef-
ur ákveðið að sýna og lofað að
koma með algerar nýjungar.
Sjálfur hefur hann ekki látið
hið minnsta uppi um hvernig
þessi nýja tízka hans verður
en frá starfsmönnum hans hef-
ur það eitt lekið út að nýju
fötin verði gerólík buxnadrögt-
unum og stuttu „mini“pilsun-
um.
Þeir tízkufrömuðir Parísar,
sem álíta sig „gamla óg
reynda" kalla Courreges oft
óþekktaranga, en trúlegt er aö
þama ' sé um afbrýðissemi að
ræða því að Courreges er í
rauninni sá eini sem hefur haft
hæfileika, kjark og kraft til að
gera býltingu — og sigra.
Courregesföt á viðráöanlegu
verði.
Geimferðatízka Courreges,
sem segja má að hafi verið
upphaf „op- og poptízku" var
svo einföld að verksmiðjur
gerðu þegar eftirlíkingar af föt-
um hans og hófu fjöldafram-
leiðslu á þeim.
Nú aftur á móti hyggst
Courreges taka fyrir að svo
verði og hefur hann komizt að
samkomulagi við klæðaverk-
smiðjur um að koma upp litl-
um saumastofum og verzlunum
hér og þar, þar sem konur
sem vilja klæðast alvöru Courr
egesfötum en hafa ekki efni á
að kaupa þau á „couture-verði“
geta fengið óskir sínar upp-
fylltar. Courreges veit vel að
hiijn þögli hringur kvenna sem
geta glæðzt „haute-couture-föt-
um“ er ekki lengur nógu stór
til þess að fyrirtækið beri sig
og því vill hann með litlu verzl
ununum ná til kvennanna í hin
um ört vaxandi millistéttum.
Þótt Courreges hafi ekki hald
ið stóra sýningu í tvö ár þá
hefur hann ekki setið auöum
höndum allan tímann. Á hverj-
um þriðjudegi og fimmtudegi
hefur hann litlar sýningar og
þar er yfirleitt saman komiö
fólk sem er „frægara og fínna“
en nokkur annar tízkukóngur
getur státað af að hafa , sem
gesti. Til þess að ná til þessa
fólks er Courreges í stöðugu
sambandi við flugfélögin og
fínu hótelin í París til að fá
upplýsingar um hvenær þeir
„réttu“ eru í París og síðan
býöur hann þeim á sýningam-
ar.
Courregesilmvatn.
Á sýningu sinni mun Courregs
kynna nýtt ilmvatn, sem hann
kennir við sjálfan sig og má
reikna með aö það verði óvenju-
legt eins og annað það sem
þessi „óþekktarangi” lætur frá
sér fara.