Vísir - 26.01.1967, Blaðsíða 8
8
J
VISIR
UtgefancU: BlaOaðtgáran VISIK
Framkvæmdastjórl: Dagui Jónassoo
Ritstjóri: Jónas Kristjánsson
AOstoflarrltstjóri: Azei Fhorsteinsoo
Fróttastjóri: Jón Birgir Pétursson
Auglýsingastjóri: Bergþór Úlfarssoa.
Auglýsingar. Þingholtsstræti 1. símar 15610 og 15099
Afgreiflsla: Túngötu 7
Ritstjóm: Laugavegi 178. Siml 11660 (5 llnur)
Askriftargjald kr. 100.00 á mánuOi innanlands.
I lausasöiu kr. 7,00 eintakiO
PrentsmiOja Vlsis — Edda h.f.
Fiskiskipasmíðar
JTiskiskipastóll íslendinga hefur breytzt undanfarin
ár. Stór og nýtízkuleg síldveiðiskip hafa bætzt við
flotann en togarar og bátar hafa gengið úr sér. Skipa-
kaup útgerðarmanna hafa að sjálfsögðu miðazt við
þær veiðar, sem mest hafa gefið af sér undanfarin ár,
síldveiðarnar. Eru nú í eigu íslendinga margir tugir
nýrra síldveiðiskipa, sem hafa átt drýgsta þáttinn í
að gera fiskimiðin að meiri gullnámu en nokkru sinni
fyrr. Þess floti er betur útbúinn en nokkur annar hlið-
stæður floti erlendis. Og hann stækkar í sífellu. Nú
eru 34 stálfiskiskip í smíðum fyrir íslenzka útgerðar-
menn. Athyglisvert er, að stærð þessara skipa er
yfirleitt yfir 300 tonna og í sumum tilvikum um 500
tonna. Síldveiðiskipin eru að verða eins stór og ný-
sköpunartogararnir voru.
Þessi vel útbúnu og verðmætu skip verða að nýt-
ast vel. Nokkuð hefur borið á því, að ný síldveiði-
skip hafi verið einhliða útbúin til þeirra veiða, og
því ekki gert ráð fyrir, að þau þurfi að stunda aðrar
veiðar. Hins vegar hlýtur að vera óvarlegt að gera
ráð fyrir, að síldveiðar verði um aldur og ævi aðal-
veiðar íslendinga, og því ætti að smíða þessi skip
þannig, að með tiltölulega litlum tilkostnaði mætti
gera þau út á togveiðar .eða aðrar veiðar, sem borga
sig hverju sinni. Saga togaranna er fordæmi á þessu
sviði. Lengi hefur verið reynt að bja'rga útgerð þeirra
með því að gera þá út á síld, en þær tilraunir hafa
gengið erfiðlega. Það vakti því fögnuð, þegar togar-
inn Sigurey, sem aflakóngurinn Þorsteinn Gíslason
keypti nýlega, fékk 370 tonna afla 4. janúar s.l. Von-
andi táknar sá afli, að takast megi með árangri að
breyta togurunum og gera þá út sem síldveiðiskip.
Vandamál togaranna sýna, að ný fiskiskip eiga að
vera fjölhæf, svo rekstur þeirra verði síður undir
happdrætti kominn.
Verulegt fagnaðáréfni er, hve hröðum skrefum
eykst stálskipasmíði innanlands. Og það eru engin
smáskip, sem smíðuð eru. Eitt er 520 tonna, amiað
460 tonna og tvö eru yfir 30Ö tonna. Þessi unga iðn-
grein hefur farið vel af stað, þótt hún hafi átt við að
stríða fjárskort, sem jafnan háir ungum fyrirtækjum
í uppbyggingu. Ríkisvaldið hefur stutt með ráðum og
dáðum þróunina í þessari grein, en innlendar skipa-
smíðar verða samt ekki byggðar upp á svipstundu.
Nú smíða þrjár stöðvar stálskip ,nokkrar slíkar stöðv-
ar eru í byggingu og enn flei’ri eru á teikniborðinu.
Það væri mikil gæfa, ef hinn ákveðni stuðningur rík-
isvaldsins við þessa ungu iðngrein yrði til að reisa
hér öflugar skipasmíðar á einum eða tveimur áratug-
um. Ef þróunin heldur áfram með sama hraða og nú,
ætti það að takast. íslenzkri útgerð yrði það ómetan-
legur styrkur og öryggL
I
í
V1SIR. Fimmtudagur 26. janúar 1967.
MOBUTO NEITAR
BELGÍSKUM SÉR-
FRÆÐINGUM UM
HEIMFARARLEYFI
- HVAÐ GERIST, EF KATANGAHÆNAN
HÆTTIR AÐ VERPA GULLEGGJUM?
í NTB-frétt frá Briissel sl.
laugardag var sagt, að belgiska
stjómin gæti ekki sætt sig viö
þá ákvörðun stjómarinnar í
Kinshasa, höfuöborg Kongó, að
neita belgiskum sérfræðingum
að hverfa helm, en áður hafði
verið birt tilkynning um slíka
ákvörðun, en tekið fram, að þeir
sem vildu fara yrðu að tilkynna
það með árs fyrirvara. Sérfræð-
ingar þessir starfa í Katanga-
námunum sem Kongóstjóm
iagðl hald á um áramótin.
Um þessi mál hafa áður ver-
ið birtar fréttir hér í blaðinu,
og þess m.a. getið, aö af hálfu
námufélagsins (Union Miniére)
væri litið á iögtakið „sem
stærsta þjófnað sögunnar" og
var af þess hálfu hótað málaferl
um gegn öllum, sem keyptu af-
urðir hins nýja félags, sem stofn
að var í stað hins. Og í bili að
minnsta kosti var allur útflutn-
ingur á námuafuröunum stöðv-
aður.
Nú er belgiska stjómin orðin
aðili enn frekar en áður að
þeim deilum, sem komnar eru
til sögunnar og átökum, þar
sem um harkalegar aöfarir er
að ræða og vafalaust ólöglegar
gegn belgiskum þegnum, sem
starfa í Kongó.
í tilkynningu frá utanríkis-
ráðuneytinu i Briissel segir, að
Kongóstjóm hafi verið tilkynnt
að ef sérfræðingamir fái ekki
heimfarárieyfi leiði það til al-
varlegrar deilu milli landanna
og hjá því vilji Belgíustjórn kom
ast.
Það var á fimmtudagskvöld,
sem Kongóstjóm tilkynnti of-
annefnda ákvörðun sína um sér-
fræðingana og fékkst raunveru-
lega með henni viðurkenning á
því, að hún geti ekki starfrækt
námumar án aðstoðar þeirra.
Kongóstjóm greip sem kunnugt
er til þess ráðs að söisa undir
sig námumar eftir að stjóm
Únion Miniére hafði neitað að
flytja aöalskrifstofumar frá
Brussel til Kinshasa og að
Kongómenn yrðu í meirihJuta í
stjóm námufélagsins.
Til frekari skýringar á hvað
hér er um að ræða skai hér birt-
Vir kafli úr yfirlitsgrein frá 10.
jan., en hún birtist í Norður-
landablaöi:
„Hefir Joseph Mobutu forseti
með þessum aðgerðum gegn Uni
on Minlere du Haut Katanga
komið af stað viðburðarás, sem
endar með drápi „hænunnar,
Moise Tsjombe. — Hann dvelst
í útlegð en bfður nýs tækifæris
til að ná völdum í Kongó.
sem verpti gulleggjunum? Frá
námufélaginu hefir Kongóstjóm
fengið helming ríkisteknanna og
yfir 70% af þeim erlenda gjald-
eyri, sem hún fær tii umráða —
gjaldeyri, sem verðbólgulandið
Kongó hefir sára þörf fyrir.
Munu Kongómenn nú eftir lög-
takið geta haldið fekstrinum á-
fram? Koma þeir afurSunum
á markað: Kopar, cobolt, urani
og öðrum afurðum þessara auö-
ugu náma?“
Við þessum spumingum er
svarið raunverulega komið. —
Kongómenn geta þetta ekld, afl
mlnnsta kosti ekki um sinn —
án þess aO njóta hæflleika,
reynslu og starfsorku beigísku
sérfræðinganna — og hafa
neyðzt til að banna þeim aO
fara úr landi.
Verðmæti þess, sem Kongó-
stjóm lagði hald á, nam sem
svarar til 36 milljarða fslenzkra
króna. í hinu nýja félagi á
Kongó 60% hluta, en það sem
eftir var boðið á alþjóða mark-
aði. Ekki lofaði Mobuto neinum
skaðabótum til gamla félagsins,
en lofaði þó að málið skyldi tek-
ið upp, er Union Minére í Briiss-
el hefði greitt Kongó upphæö
sem svarar til um 6 milljarða
fsílenzkra króna, það telur Mo-
buto Kongó eiga inni hjá fé-
laginu. Og ef þetta yrði ekki
greitt fyrir 15. janúar að leggja
undir Kongó allar eignir stuðn-
ingsfélagsins Societé Genciale
de Belgique, sem á meginhluta
hlutanna í Union Miniére. Ekk-
ert benti til að féiagið mundi
greiða Kotigó einn franka hvað
þá meira og ekki hefir frétzt,
að það hafi verið gert. En fé-
lagið stofnaði til mótaðgerða
(hiptanirnar mn málshöföanir)
og vonaðist til með því, að geta
lagt viðskiptabann á Kongó. En
félagið lagði það í sjálfsvald
2200 belgfskra starfsmanna í
Kongó, hvort þeir störfuðu á-
fram þar eða kæmu heim.
Það er augijóst, að Belgiu-
stjóm ástundar að koma fram
af festu en jafnframt af varúð,
vegna öryggis hins beigísk®
fólks í Kongó. — Mobuto og
fleiri hafa æst menn upp — og
það þarf ef til vill ekki mikið
til, að allt fari í blossa, og það
verði látið bitna á hinu belgfska
fólki í landinu. Belgíustjórn ósk
ar áreiðanlega ekki eftir blóð
ugum átökum eins og urðu eft
ir að landið varð sjálfstætt.
Þess er afl geta, að Union
Framh. á bls. 2
Þegar þessi mynd var tekin af Joseph Mobuto forseta var hann
nýbúinn aö segja: — Þaö er betra að vera snauöur og sjálfstæöur,
en auðugur og öðrum háður. Nú er honum mikill vandi á höndum,
ef „Katangahænan hættir að verpa gulleggjum-
|