Vísir


Vísir - 26.01.1967, Qupperneq 9

Vísir - 26.01.1967, Qupperneq 9
VIS IR. Fimmtudagur 26. janúar 1967. 9 g—Listir -Bækur -Menningarmál- Þorsteinn Gíslason 100 ára afmæli i dag Stutt æviágrip — Þorsteinn Vilhjálmur Gíslason. Eftir málverki Brynjólfs Þórðar- sonar máluðu á ánmum 1935—36. Tjorsteinn Vilhjálmur Gxsla- son var fæddur í Stærra-Ár- skógi á Árskógsströnd í Eyja- firði þann 26. janúar árið 1867. Faðir hans var Gísli Jónasson, ættaður úr Reykjadal f Suður- Þingeyjarsýslu. Móðir Þorsteins var Ingunn Stefánsdóttir, um- boðsmanns á Snartarstöðum í Núpasveit í Norður-Þingeyjar- sýslu. Rekja mátti ættir henn- ar til séra Stefáns ólafssonar í Vallanesi. Fljótsdalshérað var það um- hverfi, sem mótaði Þorstein Gíslason á bemsku- og ungl- ingsárum hans, því þar átti hann heima frá fimm ára aldri og fram undir tvítugt — að einu ári und- anskildu. Bjuggu foreldrar hans fyrstu búskaparárin í Kirkju- bæ í Hróarstungu. Þorsteinn fór að heiman til undirbúnings undir próf upp í annan bekk Latínuskólans, þeg- ar hann var 19 ára, og árið eftir lauk hann prófi upp í þann bekk . Hann sat síðan fimm vetur í skóla, tók stúdentspróf áriö 1892, þó að hann yrði að kosta nám sitt af eigin fyrirvinnu. Tók hann mikinn og góðan þátt í fé- lagslífi í skólanum og var þar kosinn forseti skóláfélagsins Framtíðarinnar. Haustið 1892 fór hann utan og tók að stunda nám við Kaup mannahafnarháskóla í norrænni tungu og bókmenntum, hafði val ið bókmenntimar sem aðalgrein Árið eftir að hann kom til Hafn ar hóf hann ritferil sinn með lítilli ljóðabók, sem hann kall- aði Kvæ.ði. Árið eftir var Þor- steinn um hríð ritstjóri Sunnan- fara bg hafði þá með útgáfu bókar sinnar og ritstjóm hafið að nokkru leyti enn lengsta feril íslendinga á þeim sviðum. Þegar leið a ná.n Þorsteins valdi hann sér að viðfangs- efni ritgerð um íslenzkar bók- menntir eftir 1750. En heim- spekideild háskólans neitaði að Eiríkur Hreinn Finnbogason skrífar bókmenntagagnrýni. ÞORSTEINN GÍSLASON - SKÁLD- l* 7 .: - V . ... . r-T.+'* r»etM V SKAPUR OG STJÓRNMÁL Guðmundur Gislason Hagalin tók saman til minningar um aldarafmæli höfundar T-jorsteinn Gíslason er einn þeirra manna, sem senni- lega hefur haft meiri og farsælji áhrif á íslenzka stjómmála- og menningarsögu en mörgum er ljóst. Hann barst aldrei mikið á og þess vegna bar ekki mikið á honum í stjómmálaþrefinu, en fyrir sína ágætu blaða- mennsku og daglega umgengni við stjórnmálaforingja hefur hann sjálfsagt haft meiri áhrif á stjórnmálin en beinlínis kem ur fram, og þau áhrif hafa þá verið fremur bætandi en hitt, því að svo var maðurinn, vitur, gætinn og réttsýnn. Og óþarft er að láta liggja í þagnargildi að hann varö fyrstur til að hreyfa opinberlega fullum skiln aði íslendinga við Dani. En áhrif Þorsteins Gíslason- 4"- ar á íslenzka menningarsögu eru öllu augljósari, og vil ég þar öðru fremur nefna þátt hans í stofnun íslenzks háskóla, og svo hans ágætu skrif um bókmennt ir og önnur menningarmál, sem lesin voru af þorra þjóðarinn- ar. Hann var einn þessara alda- mótamanna, sem stóö mjög föstum fótum í fslenzkri menn- ingu, en mér virðist, að hann hafi séð víðara um en margir hinna, enda leggur hann á það ríka áherzlu, að fslenzk menn- ing fái ekki staðizt nema hún taki á móti menningarstraum- um að utan og vann hann í því ómetanlegt starf að kynna ís- lendingum heimsbókmenntimar bæði með þýðingum sinum, bókaútgáfu og skrifum um er- lendar bókmenntir og menning- armál. íslenzk bókaútgáfa var erfið í, þá daga, og verður að- ild Þorsteins Gíslasonar að henni víst aldrei fullmetin. Og um þátt hans í blaðamennsk- unni er óhætt að segja, að hann gaf aldrei út léleg blöð, heldur höfðu blöð hans yfir sér óvenju mikinn menningarsvip. Almenna bókafélagið á mikl- ar þakkir skildar fyrir að minn- ast aldarafmælis Þorsteins Gfslasonar með þvf að gefa út mvndarlega bók með verkum eftir hann. Hefur Guðmundur Hagalin annazt útgáfuna af nær fæmi og skilningi og ritar inn- gangsþátt um höfundinn, þar sem hann gerir grein fyrir ævi hans, skáldskap, lífsafstöðu og áhugamálum, og er það allt unnið af kostgæfni og réttsýni. Um úrvalið er það að segja, að f engu virðist mér þar ofaukið og hefði gjama mátt vera meira Þorsteinn Gfslason skrifaði ljóst og hafði sérlega léttan og þægilegan stíl, og á efninu er þannig haldið, að allt verður þetta einkar aðlaðandi og skemmtilegt. Orvalið skiptist í femt: Ljóð, Þætti úr stjóm- málasögu íslands árin 1896- 1918, Vfsað til vegar og síðast er kafli úr sögunni Fólkið í Selkoti. Finnst mér óneitanlega mest koma til þriggja miðkafl- anna. Sem skáld var Þor- steinn Gíslason að vfsu liðtæk- ur, en ekki stórskáld, þó að nátt úmljóð hans séu að vfsu mörg ágæt, eins og Ljósið loftin fyll- ir. Og sem ljóðaþýðandi var Þorsteinn i tölu hinna beztu, enda hefur Hagalín tekið all- mikið með af ljóðaþýðingum hans. Þættir úr stjómmálasögu eru óneitanlega veigamesti kafli bókarinnar og tekur yfir 90 bls. Er þar skemmst af að segja, að þótt margt hafi verið ritað um þetta skeið Islands- sögxmnar, virðist mér alltaf, að það sé Þorsteinn Gfslason, sem bezta yfirlitið gefi. Þó að hann væri sjálfur þama með f flokki, efa ég, að þess gæti að nokkru ráði, ef til vill alls ekki. Þor- steinn var, eins og kunnugt er, samherji Hannesar Hafsteins, en eigi að síður leggur hann á- herzlu á, að ýmislegt af því, sem stjóm Hannesar fékk þakk- ir fyrir, hafi í rauninni verið verk Valtýinga, þvf að þeir hafi átt upphafið að þvf, þó að þeim auðnaðist ekki að bera það frám til lokasigurs, af þvf að þeir fengu ekki ráðherrann. Og -iöisvbi Þorsteinn ber Valtýmgum vel söguna engu sfður en samherj- um sfnum. Dettur honum ekki til hugar að bera brigður á, aö stjómarskrárfrumvarp „ þeirra hafi verið hið bezta, sem hægt var að ná eins og á stóð, en eina skyssu telur hann þá hafa Framh. á bls. 2 truáTÍ Ji’cnna oj 'hff/a+vi /<j-jjA.A & <4 , -Cui/aJl' /tý/c /tíslnái/i* 4Stst Cí-fyyi jCt'lAucj** ‘jj'f'1, -Cu. <jé t'tt/ ísu/i £-i/i íc-/ ^h/l SCiu /ctctu ft A. /cy c* , toi/z, 1'cu/uA cj //ast fjrlr /<-* /. £. {lcicc-i r xrvru. crJrua , if&Jl Jsc£c//c. oj . Eiginhandarrlt Þorsteins Gfslasonar úr kvæðakveri hans, skrifuðu 1892-1896. Upphaf kvæðlsins sést á myndinnL viöurkenna það sem verðugt viðfangsefni. Var sá úrskurður síðar endurtekinn af kennslu- málaráðuneytinu danska snemma árs 1895. VTarð neitunin Þorsteini sið- ’ ar hvöt til þess að ýta undir stofnun íslenzks háskóla en hann hafði áður orðið fyrst ur manna til að bera fram þá tillögu, að landar hans krefð ust þess, að stofnaður yrði há skóli á íslandi í fjómm deild- um. Neitunin varð Þorsteini Gíslasyni afdrifarík. Hann tók eftir hana sömú ákvöröun og ýmsir fleiri landar hans, er lagt höfðu út á menntabrautina um svipaö leyti — að lifa sem embættislaus menntamaður hjá hinni fátæku og fámennu ís- lenzku þjóð. Árið 1896 kaupir Þorsteinn Sunnanfara og flytzt heim til Reykjavíkur. Þá var Einar Benediktsson tekinn að gefa út stjómmálablaðið Dagskrá og gerðist Þorsteinn meörit- stjóri hans. En samstarf þeirra Einars stóð stutt og Þorsteinn sto-fnaði blaðið ísland. Fyrir voru f Reykjavík gömul blöð og rótgróin og Þorsteinn varð að gefast upp á útgáfu beggja þessara blaða, og réðst hann nú til Sevðisfjarðar, þar sem Þorsteinn skáld Erlingsson stjómaði við góðan orðstír blaði sem hét Bjarki. Var Þorsteinn Gíslason síðan ritstjóri Bjarka fram til ársins 1904. Framh. á bls 10

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.