Vísir - 02.02.1967, Síða 5

Vísir - 02.02.1967, Síða 5
VISIR . Fimmtudagur 2. febrúar 1967. 5 ................................... .............................................................................................:.............■.........::: Einar: „Tízkubylgjur í múrverkinu ...“ niHII • Páll: „Erfitt og slítandi starf...“ • Sigurjón: „Fínpússningin þung .. •“ „Múrverkið erfitt og slít- andi starf — en skemmtilegt‘ Spjallaö v/ð þrjá múrara / Reykjav'ik, en félagssamtök þeirra halda upp á hálfrar aldar afmæli i dag ^.Rammger hús og ritað bókfell hafa lengt líf miðalda, þótt kynslóðir hyrfu og gíeymdust. Bókfellið geymdi sögur og fornmenning fslendinga. Stein- kirkjur grannlandanna geymdu klerkmenning til sýnis nútíðarmönnum. For- tíðin er ekki dauð, heldur sefur hún, ef hús og bókmenntir geymast og vekja líf sitt á ný í þrjósti hverrar kynslóðar, sem erfir þau og kann að meta þau“. Þannig segir Björn Sigfússon, háskólabókavöröur, m.a. í bók sem hann ritaöi fyrir 15 árum síðan og heitir Múrarasaga Reykjavíkur, og hittdr hann sannarlega naglann á höfuðiö. í dag eru liðin 50 ár frá því aö Múrarafélag Reykjavfkur var stofnað af 56 múrurum og steinsmiöum. I dag eru félagamir 279, enda er þaö alkunna að ekki er til sú bygging f dag, sem múrarar hafa ekki roeiri eða minni afskipti af, — steinsteypan er aðalbyggingarefniö og til að hún megi koma að full- komnu gagni verða hendur múraranna að koma til og bæta þá hnökra sem á hennl em. Múrverk er erfitt starf og krefst hraustra krafta til starfa. Vinnan er oft óþrifaleg og óaðlaðandi. Það er þó mál flestra sem að múrverki vinna, að vinnan sé skemmtileg. Vfsir hitti þrjá múrarar að vinnu í gærdag og rabbaði við þá um iðn þeirra og látum við þá því hafa orðið. — Hvenær laukst þú námi, Sigurjón? — Það var árið 1932. — Þú hefur starfað að félags- málum múrara, er það ekki? — Nei, blessaöur vertu, ekki teljandi, ég var í fulltrúaráðinu í nokkur ár. — Hvernig kanntu við starf- iö? — Það er alltaf jafn gaman. Þetta er ekki erfiðara starf en hvað annað, þegar menn hafa lært réttu tökin. Þess vegna er alveg óhætt fyrir guttana, sem eru hræddir við múrverkið, að hefja nám. — Hvað er erfiðast af þessu? — Það er erfiðast aö leggja í gólfin, þetta bannsetta bogr á hnjánum er þreytandi. Annars er fínpússningin þung, þó svo að brettin séu lítil. — Eru fáir lærlingar í múr- verki um þessar mundir? — Já, mönnum finnst þetta erfitt - starf og óhreinlegt, og ekki von að þeir vilji hefja nám á meðan þeir fá jafngott fyrir önnur fög. í tilefni.af afmæli Múrarafé- lagsins, brugðum við okkur upp í Árbæjarhverfið nýja og höfðum tal af nokkrum múrur- um, sem þar voru að vinnu. Ágætt starf, en annasamt Við hittum fyrstan að máli meistara þann, sem hefur með múrverk að gera í 30 fbúða blokk fyrir Byggingasamvinnu- félagið Framtak. Sá heitir Ein- ar Ólafsson, gamall skíðamaður frá Siglufiröi. — Hvar namst þú iðnina, Einar? — Heima á Siglufirði. — Og hvað viltu segja um starfið almennt. — Starfið er ágætt, en anna- samt. Þetta er erfið vinna og starfsaldur stuttur, enda er starfó* meira slítandi en flestar aörar iðngreinar. — Hefur vinnan tekiö breyt- ingum með árunum? — Hún hefur breytzt mikið hvað vélakostinn snertir, en að öðru leyti hefur orðið lítil breyt- ing á handverkinu sjálfu. Það eru tízkubylgjur í múrverkinu eins og mörgu öðru. — Koma vélarnar máske til með að leysa ybkur af hólmi? — Það bendir ekkert til þess, að minnsta kosti ekki hvað pússninguna snertir. — Hvað hefurðu márga menn í vinnu? — Ég hef tíu múrara og fjóra handlangara. Erfitt og slítandi starf Næst hittum við Pál Melsted, múrara, en hann var að fínpússa herbergisvegg. — Hvenær lærðir þú múr- verk, Páll? — Árið 1945, hér í Reykjavík. — Hvernig iíkar þér starfið? — Nokkuö vel, en það er erf- itt og slítandi, enda verður gtarfs aldurinn varla meira en 20 til 30 ár, nema hjá einstaka mönn- um. — En hafa ekki orðið miklar breytingar á starfinu síöan þú hófst nám? — Að vísu hefur vélakostur- inn létt undir, en aðstoðarmenn eru ekki fleiri en þá tíökaðist. — Hvað viltu segja um kjör- in? — Þau teljast sæmileg, enda væru menn varla í þessu að öðrum kosti. — Ertu nokkuð að hugsa um að breyta til?, — Varla, ætli ég verði ekki við þetta meöan ég hef getu og heilsu til. Alltaf jafn gaman Aö lokum hittum við Sigur- jón Pálsson, múrara, þar sem hann var að leggja í gólf. Jámgrind undir steinsteypu í húsi í Reykjavík. uaes

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.